Morgunblaðið - 27.03.1986, Síða 42

Morgunblaðið - 27.03.1986, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ1986 I HVAÐ ERAD GERAST UM Friðardagskrá í Gerðubergi Samstarfshópur frift- arhreyfinga á fríðarári stendur fyrír dagskrá sem hefst kl. 15 á páska- dag • Ger&ubergi. í samstarfshópnum eru Friftarhóparfóstra, Samtök um friftaruppeldi, | Samtök lækna gegn kjarnorkuvá, Samtök fs- lenskra eftlisfræðinga gegn kjarnorkuvá, Sam- tök um kjarnorkuvopna- laust ísland, Fríðarhreyf- ing íslenskra kvenna, Friðarhópur listamanna, íslenska friðamefndin, Samtök herstöðvaand- stæðinga og Menningar- og friðarsamtök ís- lenskra kvenna. Dagskráin verður á þrem stöðum í húsinu. í aðalsalnum hefst dag- skráin með því að sára Helga Soffía Konráðs- dóttir aðstoðarprestur í Fella- og Hólasókn ávarp-1 ar gesti. Þá taka við þau María Jóhanna Lárus- dóttir og Árni Hjartarson. | Einar Bragi les upp, og Ólafur Ragnar Grímsson flytur ávarpið „Olof Palme og friðarfrum- kvæði sex þjóðarleið- toga.u Helga Backman les Ijóð og Eyvindur Er- lendsson flytur bréf Seattle indíánaþjóðhöfð-1 ingja til Bandaríkjafor- seta. Tónlist verður flutt, Kristinn Sigmundsson syngur einsöng og aðrir sem fram koma verða Kolbeinn Bjarnason, Páll Eyjólfsson og Sigurbjörn Einarsson. í hliðarsal verður sér- stök dagskrá fyrir börn, lesnar sögur, sungið og ýmislegt fleiratil skemmtunar. Bömum gefst kostur á a&teikna friðarmyndir sem valið verður úr til að senda á alþjóðlega sýningu f Bret-1 landi. Háskólakórinn flyt- í ur hluta úr Sóleyjarkvæði '■ Jóhannesar úr Kötlum í kaffistofu hússins milli kl. 16 og 17. Pétur Friðrik sýnir 74 myndir í Listveri, Austurströnd 6. Opið er frá 3-10 um páskana, sýningin stendurtil6.apríl. Norræna húsið: Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jóns- sonar Sýning á þjóðsagnamyndum Ás- grímsJónssonar, olíumálverk, vatnslitamyndir og teikningará vegum Ásgrimssafns og Norræna hússins. Sýningin er opin skírdag, laugardag fyrir páska og annan í páskum kl. 14-19. Lokað föstudag- inn langa og páskadag. Sænsk grafík I dag kl. 15 verður opnuð sýning á grafíkverkum eftir 7 listamenn, sem allir eru búsettir í Sviþjóð. Esbjörn Rosenblad fyrsti sendiráðs- ritari opnarsýninguna. Listamenn- irnireru Lisa Andrén, Urban Eng- ström, Stefan Sjöberg, Jukka Vantt- inen, Franco Leidi, Ragnarvon Holten og Sven Erik Johansson. Á sýningunni eru 35 verk unnin með mismunandi tækni. Sýningin er opin ídag til kl. 19, laugardag kl. 9-19 og annan í páskum kl. 12-19. Lokaö föstudaginn langa og páskadag. Gallerí Grjót: Þorbjörg Hös- kuldsdóttir Nú stendur yfir sýning á verkum Þorbjargar Höskuldsdóttur. Á sýn- ingunni eru 16 verk, teikningar og málverk unnin á árunum '85 og '86. Þetta er 6. einkasýning Þorbjargar. Sýningin er opin virka daga frá 12-18, ogfrá 14-18 yfir hátíðirnar. Sýningunni lýkur þriðja apríl. Gallerí Gangskör: Pólskir listamenn Á annan í páskum kl. 14 opna pólsku listamennirnir hjónin Anna og Stanislaw Wejman sýningu á grafíkverkum í gallerí Gangskör í Bernhöftstorfu. Á sýningunni verða 25 grafíkmyndir sem allar eru til sölu. Sýningin er opin virka daga frá 12-18 og um helgarfrá 14-18. Steinþór Steingrímsson Sverrir Ólafsson Skúlptúr og lágmyndir f Listasafni ASÍ STEINÞÓR Steingrímsson og Sverrir Ólafsson opna sýningu í Listasafni ASÍ laugardag- inn 29. mars. Steinþór er sjálfmenntaður myndlistarmaður. Hann hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í nokkrum samsýningum. Sverrir stundaði nám i handíða- deild Kennaraskóla íslands og lauk þaðan prófi 1969. Hann stundaði nám við Myndlist- ar- og handíðaskóla íslands 1973-1976. Sverrir hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum og haldið einkasýningar. Kjarvalsstaðir: Forsalur Valtýr Pétursson sýnir 90 olíu- málverk, flest unnin á sl. ári. Sýning- in er opin til 6. april. Vestursalur Katrín H. Ágústsdóttir sýnir 40 vatnslitamyndir. Sýninguna nefnir hún „Vor í lofti". Opið til 6. april. SAMKOMUR Samtök herstöðvaand- stæðinga: Fundur á Hótel Borg A páskadag verða liðin 37 ár frá því íslendingargengu í NATO. í því tilefni efna samtök herstööva- andstæðinga til fundará Hótel Borg laugardaginn 29. mars klukkan 14. Á dagskrá verða ávarp, söngur og upplestur. Aðalræðumaður dagsins er Páll Bergþórsson. Fundinum lýk- ur með pallborðsumræðum kl. 15.30, en til þeirra hefur verið boöið Friðarhópi fóstra, Friðarhópi lista- manna, Samtökum um friðarupp- eldi, Samtökum íslenskra eðlis- fræðinga gegn kjarnorkuvá, Sam- tökum lækna gegn kjarnorkuvá, Friðarhreyfingu íslenskra kvenna, Menningar- og friðarsamtökum ís- lenskra kvenna og Samtökum um kjarnorkuvopnalaust l’sland. Samhjálp: Samkomur um páskana Dagskrá Samhjálpar hefst með almennri samkomu kl. 20.30 í dag í Þríbúöum, Félagsmiðstöð Sam- hjálpar, Hverfisgötu 42. Ræðumað- urer Kristinn Ólason. Laugardaginn 29. mars er svo Opið hús í Þríbúð- um kl. 14-17. Unglingakór Fíladelfíu kemur í heimsókn. Á páskadag er samkoma í Kirkjulækjarkoti, Fljóts- hlíð. Skíðaskálinn í Hveradölum: Haukur Morthens og félagar Haukur Morthens og félagar syngja og leika fyrir matargesti á páskadag og annan í páskum. Leik- in verða jass- og dægurlög. Turbo-sýning Mótorhjól og sportbflar I tilefni af útkomu tímaritsins Turbo standa aðstandendur blaðs- ins fyrir sýningu á mótorhjólum, sportbílum, jeppum, fornbílum, kvartmilubilum og vélsleðum, ásamt Ijósmynda- og video-sýningum um páskana í kjallara nýbyggingar við hliðina á Hagkaupum, Skeifunni. Sýningin opnar í dag, skírdag, kl. 14 og er opin alla páskana. Páskamót Fram: Bláfjöll Skíðadeild Fram heldur þriggja daga skíðanámskeið fyrir byrjendur, námskeiðið hefst í dag og endar með léttu móti á laugardag. Föstu- daginn heldurskíðadeild Fram páskamót fyrir 12 ára og yngri kl. 14.30 og sunnudaginn heldur Fram fjölskyldumót fyrir almenning kl. 14.00. Glæsileg páskaegg frá Nóa- Siríus í verðlaun. FERÐALOG Ferðafélag íslands: Páskaferðir Fimm ferðir verða um bænadaga og páska. í dag er farin gönguferö frá Stafnesi um Básenda að Ós- botnum. Á morgun er gönguferð um Keilisnes sem er milli Flekkuvík- ur og Kálfatjarnarhverfis og endar gönguferðin við Staðarborg, sem er gömul fjárborg i Strandaheiði. Laugardag er ökuferð í Skálholt og kirkjan skoðuð. Ekiö um Laugarvatn og komið við í Hverageröi í bakaleið- inni. Mánudag er gönguferð á Grim- arsfell í Mosfellssveit og á sama tíma er skíðagönguferö á Mosfells- heiði. Engin ferð er á páskadag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.