Morgunblaðið - 27.03.1986, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 27.03.1986, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ1986 I HVAÐ ERAD GERAST UM Friðardagskrá í Gerðubergi Samstarfshópur frift- arhreyfinga á fríðarári stendur fyrír dagskrá sem hefst kl. 15 á páska- dag • Ger&ubergi. í samstarfshópnum eru Friftarhóparfóstra, Samtök um friftaruppeldi, | Samtök lækna gegn kjarnorkuvá, Samtök fs- lenskra eftlisfræðinga gegn kjarnorkuvá, Sam- tök um kjarnorkuvopna- laust ísland, Fríðarhreyf- ing íslenskra kvenna, Friðarhópur listamanna, íslenska friðamefndin, Samtök herstöðvaand- stæðinga og Menningar- og friðarsamtök ís- lenskra kvenna. Dagskráin verður á þrem stöðum í húsinu. í aðalsalnum hefst dag- skráin með því að sára Helga Soffía Konráðs- dóttir aðstoðarprestur í Fella- og Hólasókn ávarp-1 ar gesti. Þá taka við þau María Jóhanna Lárus- dóttir og Árni Hjartarson. | Einar Bragi les upp, og Ólafur Ragnar Grímsson flytur ávarpið „Olof Palme og friðarfrum- kvæði sex þjóðarleið- toga.u Helga Backman les Ijóð og Eyvindur Er- lendsson flytur bréf Seattle indíánaþjóðhöfð-1 ingja til Bandaríkjafor- seta. Tónlist verður flutt, Kristinn Sigmundsson syngur einsöng og aðrir sem fram koma verða Kolbeinn Bjarnason, Páll Eyjólfsson og Sigurbjörn Einarsson. í hliðarsal verður sér- stök dagskrá fyrir börn, lesnar sögur, sungið og ýmislegt fleiratil skemmtunar. Bömum gefst kostur á a&teikna friðarmyndir sem valið verður úr til að senda á alþjóðlega sýningu f Bret-1 landi. Háskólakórinn flyt- í ur hluta úr Sóleyjarkvæði '■ Jóhannesar úr Kötlum í kaffistofu hússins milli kl. 16 og 17. Pétur Friðrik sýnir 74 myndir í Listveri, Austurströnd 6. Opið er frá 3-10 um páskana, sýningin stendurtil6.apríl. Norræna húsið: Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jóns- sonar Sýning á þjóðsagnamyndum Ás- grímsJónssonar, olíumálverk, vatnslitamyndir og teikningará vegum Ásgrimssafns og Norræna hússins. Sýningin er opin skírdag, laugardag fyrir páska og annan í páskum kl. 14-19. Lokað föstudag- inn langa og páskadag. Sænsk grafík I dag kl. 15 verður opnuð sýning á grafíkverkum eftir 7 listamenn, sem allir eru búsettir í Sviþjóð. Esbjörn Rosenblad fyrsti sendiráðs- ritari opnarsýninguna. Listamenn- irnireru Lisa Andrén, Urban Eng- ström, Stefan Sjöberg, Jukka Vantt- inen, Franco Leidi, Ragnarvon Holten og Sven Erik Johansson. Á sýningunni eru 35 verk unnin með mismunandi tækni. Sýningin er opin ídag til kl. 19, laugardag kl. 9-19 og annan í páskum kl. 12-19. Lokaö föstudaginn langa og páskadag. Gallerí Grjót: Þorbjörg Hös- kuldsdóttir Nú stendur yfir sýning á verkum Þorbjargar Höskuldsdóttur. Á sýn- ingunni eru 16 verk, teikningar og málverk unnin á árunum '85 og '86. Þetta er 6. einkasýning Þorbjargar. Sýningin er opin virka daga frá 12-18, ogfrá 14-18 yfir hátíðirnar. Sýningunni lýkur þriðja apríl. Gallerí Gangskör: Pólskir listamenn Á annan í páskum kl. 14 opna pólsku listamennirnir hjónin Anna og Stanislaw Wejman sýningu á grafíkverkum í gallerí Gangskör í Bernhöftstorfu. Á sýningunni verða 25 grafíkmyndir sem allar eru til sölu. Sýningin er opin virka daga frá 12-18 og um helgarfrá 14-18. Steinþór Steingrímsson Sverrir Ólafsson Skúlptúr og lágmyndir f Listasafni ASÍ STEINÞÓR Steingrímsson og Sverrir Ólafsson opna sýningu í Listasafni ASÍ laugardag- inn 29. mars. Steinþór er sjálfmenntaður myndlistarmaður. Hann hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í nokkrum samsýningum. Sverrir stundaði nám i handíða- deild Kennaraskóla íslands og lauk þaðan prófi 1969. Hann stundaði nám við Myndlist- ar- og handíðaskóla íslands 1973-1976. Sverrir hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum og haldið einkasýningar. Kjarvalsstaðir: Forsalur Valtýr Pétursson sýnir 90 olíu- málverk, flest unnin á sl. ári. Sýning- in er opin til 6. april. Vestursalur Katrín H. Ágústsdóttir sýnir 40 vatnslitamyndir. Sýninguna nefnir hún „Vor í lofti". Opið til 6. april. SAMKOMUR Samtök herstöðvaand- stæðinga: Fundur á Hótel Borg A páskadag verða liðin 37 ár frá því íslendingargengu í NATO. í því tilefni efna samtök herstööva- andstæðinga til fundará Hótel Borg laugardaginn 29. mars klukkan 14. Á dagskrá verða ávarp, söngur og upplestur. Aðalræðumaður dagsins er Páll Bergþórsson. Fundinum lýk- ur með pallborðsumræðum kl. 15.30, en til þeirra hefur verið boöið Friðarhópi fóstra, Friðarhópi lista- manna, Samtökum um friðarupp- eldi, Samtökum íslenskra eðlis- fræðinga gegn kjarnorkuvá, Sam- tökum lækna gegn kjarnorkuvá, Friðarhreyfingu íslenskra kvenna, Menningar- og friðarsamtökum ís- lenskra kvenna og Samtökum um kjarnorkuvopnalaust l’sland. Samhjálp: Samkomur um páskana Dagskrá Samhjálpar hefst með almennri samkomu kl. 20.30 í dag í Þríbúöum, Félagsmiðstöð Sam- hjálpar, Hverfisgötu 42. Ræðumað- urer Kristinn Ólason. Laugardaginn 29. mars er svo Opið hús í Þríbúð- um kl. 14-17. Unglingakór Fíladelfíu kemur í heimsókn. Á páskadag er samkoma í Kirkjulækjarkoti, Fljóts- hlíð. Skíðaskálinn í Hveradölum: Haukur Morthens og félagar Haukur Morthens og félagar syngja og leika fyrir matargesti á páskadag og annan í páskum. Leik- in verða jass- og dægurlög. Turbo-sýning Mótorhjól og sportbflar I tilefni af útkomu tímaritsins Turbo standa aðstandendur blaðs- ins fyrir sýningu á mótorhjólum, sportbílum, jeppum, fornbílum, kvartmilubilum og vélsleðum, ásamt Ijósmynda- og video-sýningum um páskana í kjallara nýbyggingar við hliðina á Hagkaupum, Skeifunni. Sýningin opnar í dag, skírdag, kl. 14 og er opin alla páskana. Páskamót Fram: Bláfjöll Skíðadeild Fram heldur þriggja daga skíðanámskeið fyrir byrjendur, námskeiðið hefst í dag og endar með léttu móti á laugardag. Föstu- daginn heldurskíðadeild Fram páskamót fyrir 12 ára og yngri kl. 14.30 og sunnudaginn heldur Fram fjölskyldumót fyrir almenning kl. 14.00. Glæsileg páskaegg frá Nóa- Siríus í verðlaun. FERÐALOG Ferðafélag íslands: Páskaferðir Fimm ferðir verða um bænadaga og páska. í dag er farin gönguferö frá Stafnesi um Básenda að Ós- botnum. Á morgun er gönguferð um Keilisnes sem er milli Flekkuvík- ur og Kálfatjarnarhverfis og endar gönguferðin við Staðarborg, sem er gömul fjárborg i Strandaheiði. Laugardag er ökuferð í Skálholt og kirkjan skoðuð. Ekiö um Laugarvatn og komið við í Hverageröi í bakaleið- inni. Mánudag er gönguferð á Grim- arsfell í Mosfellssveit og á sama tíma er skíðagönguferö á Mosfells- heiði. Engin ferð er á páskadag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.