Morgunblaðið - 27.03.1986, Side 64
JMEÐA
NrmiNriM.
Qlðnaöarbankinn
frnmm
FIMMTUDAGUR 27. MARZ1986
VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR.
Veitingastaður á hitaveitugeymum
FRAMKVÆMDIR eru nú hafnar við nýja hitaveitugeyma í Öskjuhlíð
en ofaná þeim er gert ráð fyrir veitingastað. Að sögn Davíðs Oddsson-
ar, borgarstjóra, er stefnt að því að lokið verði við að reisa geymana
um mitt sumar 1987, og munu þá framkvæmdir við veitingasalinn
heQast. Glerhjálmur verður yfir veitingasalnum og er gert ráð fyrir
að salurinn muni snúast ofan á geymunum. Þá verða svokallaðir
„vetrargarðar" undir glerhjálmum á milli geymanna. Að sögn borgar-
stjóra er búist við að rekstur veitingasalarins verði boðinn út þegar
þar að kemur. Ingimundur Sveinsson arkitekt teiknaði hina nýju geyma
ogveitingasalinn.
Vextir almennra spari-
sjóðsbóka verði 8—9%
Frekari vaxtalækkanir ólíklegar enjafnvægi verður á milli
verðtryggðra og óverðtryggðra reikninga þegar líður á árið
VEXTIR inn- og útlána lækka 1. aprfl næstkomandi. Samkvæmt
ákvörðun Seðlabanka lækka útlánavextir nm 4,25-4,5% en lækkun
ÍHulánsvaxta er nokkuð mismunandi. Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins beindi Seðlabankinn þeim eindregnu tilmælum til innláns-
stofnana að vextir á almennum sparisjóðsbókum lækki ekki eins
mikið og vextir á öðrum reikningum, og að sparisjóðsbækumar
yrðu ekki iátnar gjalda fyrir sérkjaraboðin. Vextir á sparisjóðsbókum
verða 8-9% í stað 12-13%.
Hjá nokkrum innlánsstofnunum
lækka innlánsvextir nokkru minna
en útlánvextir, og verður munur
inn- og útlánsvaxta því minni. Þetta
kemur beint niður á afkomu banka
og sparisjóða, þar sem langstærsti
hluti tekna þeirra, um 80% og
meira, eru af vaxtamuninum. Þegar
vextir lækkuðu 1. mars sl. minnkaði
vaxtamunurinn nokkuð.
Þeir bankamenn sem rætt var
við voru sammála um að ef spá
Seðlabanka um þróun lánslg'aravísi-
tölunnar stenst, þá muni jafnvægi
skapast á milli óverðtryggðra og
verðtryggðra kjara, þegar líða tekur
á árið. En um skeið hafa óverð-
tryggð kjör gefið mun meira af sér
en verðtryggð. Þá voru menn sam-
mála um að frekari vaxtalækkanir
á þessu ári kæmu ekki til greina,
miðað við spá um lánskjaravísi-
töluna.
Vextir af afurðalánum lækka úr
19,25% í 15%, forvextir af almenn-
um víxlum lækka úr 19,5% í 15,25
og vextir almennra skuldabréfa úr
20% í 15,5%. Það vekur nokkra
athygli að vextir á skuldabréfum
og forvextir víxla hjá Samvinnu-
bankanum verða lægri en hjá öðr-
um, eða 15%. Akvörðun Seðlabanka
um útlánsvexti eru hámarksvextir.
Vanskilavextir verða 2,25 á mánuði
í stað 2,75, eða 27% á ári í stað
33%. Afúrðalán f erlendum gjald-
miðlum eru óbreyttir. Og vextir
verðtryggðra útlána breytast ekki.
Hæstu vextir á almennum spari-
sjóðsbókum verða í Landsbankan-
um 9% og vextir hjá Verzlunar-
bankanum og Búnaðarbankanum
8,5%. Aðrir bankar og sparisjóðir
bjóða 8% vexti.
Vextir á tékkareikningum verða
2,5%-6%, hæstir í Alþýðubankan-
um. Þeireru 5-11%.
Óverðtryggðir reikningar til
þriggja mánaða bera 8,5% til 10%
vexti frá og með 1. apríl. Sex mán-
aða reikningar 9,5%-12,5%. Fyrr-
nefndu reikningamir bera 13-14%
ogþeirsíðamefndu 14-17%.
Blönduós:
Geysiöflug'
sprenging
skaut mönn-
um skelk
í bringu
Blönduósi.
MIKIL sprenging eða eitthvað i
Ilkingu við það varð á Blönduósi
á þriðjudagskvöldið kl. 23 en
engin skýring finnst á þessum
atburði.
Lögreglan segist ekki hafa nein-
ar skýringar á þessu fyrirbæri en
atburður lfkur þessum hafi orðið
síðastliðið vor og engin skýring
fengist þá.
Fjöldi manns staðfestir, að mikill
dynkur hafi heyrst á þriðjudags-
kvöldið um kl. 23. Valdimar Guð-
mannsson vaktmaður á Hótel
Blönduósi sagði að þetta hefði verið
líkt því að bíl hefði verið ekið á
hótelið. Biyndís Pálmadóttir íbúi á
brekkunni segist hafa heyrt dynk
líkt og hann hefði komið frá bfl-
skúmum hjá sér, og konum, sem
voru á vefnaðamámskeiði í Kvenna-
skólanum, fannst sem sprenging
hefði orðið á þaki skólans. Það
merkilega við þetta allt saman er,
að Jóhann E. Jónsson á Beinakeldu
í Torfalækjarhreppi segist hafa
heyrt töluverðan dynk um svipað
leyti og þetta gerðist á Blönduósi
en Beinakelda er í u.þ.b. 12 kíló-
metra loftlínu frá Blönduósi.
Eins og fyrr er getið, hafa engar
skýringar fengist á þessu fyrirbæri
ennþá, en sprengingin var töluvert
öflug og því full þörf á að upplýsa
málið.
JónSig.
MORGUNBLAÐIÐ kemur
næst út miðvikudaginn 2.
aprfl.
Flest frystihús
rekin með tapi
^FKOMA frystihúsanna á síð-
asta ári liggur enn ekki fyrir í
heild, en einstök hús hafa lokið
uppgjöri. Flest þeirra hafa verið
rekin með tapi á árinu.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins telja fiilltrúar frysting-
arinnar stöðuna um þessar mundir
rrffóg erfiða, sérstaklega með tilliti
til fastgengisstefnu stjómvalda,
sem kemur að miklu leyti í veg
fyrir mögulega tekjuaukningu á
þessu ári í formi lækkunar gengis.
Bág staða á síðasta ári stafar að
miklu leyti af því, að gengi dalsins
stóð nær í stað en verðbólga var
innanlands, vextir vom háir og tap
talsvert vegna misgengis dals og
SDR á afurðalánum. Tap af þeim
sökum er talið vera 8 til 12 milljónir
króna hjá meðalhúsi.
Jón Páll í vaxtarræktina
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldason
JÓN Páll Sigmarsson hefur í hyggju að keppa á íslandsmeistaramótinu í vaxtarrækt í aprfl. „Ég ætlaði
að keppa í kraftlyftingamóti í byijun apríl, en meiddist. Þess vegna er ég að íhuga að klæða mig úr
spikinu og keppa frekar á vaxtarræktarmótinu. Þó ekki fyrr en ég er búinn með páskaeggið! Það verður
þó að vera heldur stærra en upphandleggsvöðvinn," sagði Jón Páll. Hann er kunnur vaxtarræktarmaður
ogvarð íslandsmeistari 19s4, ogsýndi þámiklayfirburði.