Morgunblaðið - 08.04.1986, Page 53

Morgunblaðið - 08.04.1986, Page 53
MOpqUNBLAÐIÐ, pRIÐJUDAGUR8, APRÍLI986. 53 r Flugslysið í Ljósufjöllum Morgunblaðið/Júlíus Unnið að rannsókn flugslyssins í LjósufjöUum. Myndin er tekin ofan við flakið og sést niður Sóldýjadal og niður i Álftafjörð. Hinum megin við fjörðinn er Eyrarfjall og norðan þess (efst til vinstri á myndinni) er Narfeyri. þeir tóku með til að vísa veginn upp hlíðina. Hann hefur farið til ijúpna á þessu svæði og þekkir það vel. Friðrik sagðist hafa gripið læknis- töskuna með til öryggis. Eina leiðin til að komast þama upp er eftir rana á milli gilja og sóttist ferðin seint enda færðin slæm. Veðrið varð skaplegra eftir því sem leið á kvöldið. Þegar þeir voru komnir upp í snjóinn óku þeir eftir Lóran C— leiðsögutækinu beint í átt til slys- staðarins. í snjóbílnum var einnig miðunartæki fyrir útsendingar neyðarsendis. Flakið fundið — 3 á lífi Páll Gíslason ökumaður snjóbíls- ins og Guðmundur Oddgeirsson siglingafræðingur sögðu að þeir hefðu ekið upp skarð og þegar upp á það var komið hefði heyrst mjög hátt í neyðarsendinum. Þeir sögðu að þama hefði verið bratt og menn oft þurft að ganga á undan bflnum. Síðasta spölin gengu allir nema ökumaðurinn á undan snjóbflnum og leituðu í ljósgeislanum. Reyndust Séð framan á vélina. Blaðið á hægri mótor er kengfoogið en blaðið á vinstri mótor beint, sem bendir til að vinstri mótorinn hafi verið stöðvaður þegar vélin skall á jörðina. Morgunbiaðið/Júiíiu þeir vera fyrir ofan flakið og gengu fram á það. Klukkan 23.57 til- kynntu þeir til stjómstöðvarinnar að flakið væri fundið í skarði vestan við Botna-Skyrtunnu, í botni Sóldýjadals. Flugbjörgunarsveitarmennimir lýstu svæðið upp. Læknirinn úr- skurðaði að þrír farþeganna væra á lífi, Pálmar, Auður Erla og Krist- ján Guðmundsson, en mikið slasað- ir. Vora þeir fastir í flakinu og var gengið í það að ná þeim út og hlúa að þeim. Sjúklingamir vora síðan fluttir niður eftir fjallinu og að lendingarstað fyrir þyrlu sem var á leiðinni. Páll og Guðmundur sögðu að aðkoman hefði verið hörmuleg, eins og alltaf í slíkum tilvikum, en þeir hafa áður komið að slysum sem þessum. Þeir sögðu þó að það hefði verið mikil heppni að hafa Friðrik í bflnum, hann hefði gert það sem hægt var að gera hratt og fum- laust. Pálmar og Auður sátu aftast í vélinni og Kristján sat í miðröð. Auður var langt leidd er björgunar- menn komu að, meðvitundarlaus

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.