Morgunblaðið - 11.04.1986, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRÍL1986
31
Unnsteinn Kristinsson og Signrbjörg Ragnarsdóttir í hlutverkum
sinum.
Garður:
Sólarlandaferð fyrir 400 kr.
Garði.
LITLA leikfélagið frumsýndi sl.
laugardag leikritið Sólarlanda-
ferð eftir Guðmund Steinsson.
Aðalhlutverk leika Unnsteinn
Kristinsson og Sigurbjörg Ragn-
arsdóttir en alls taka 9 leikarar
þátt í sýningunni.
Fjölmennt var á frumsýningunni
og skemmtu áhorfendur sér kon-
unglega. Næsta sýning verður á
fostudagskvöld í Samkomuhúsinu
kl. 21. Leikstjóri er Jón Júlíusson.
Verð aðgöngumiða er 400 krónur.
Litla leikfélaginu hefír verið
boðið á leiklistarhátíð í Rybe í
Danmörku þar sem Sólarlandaferð
verður sýnd 6. maí nk.
Mestu átök á norskum
vinnumarkaði í 35 ár
NORDENS Fackliga Samorgan-
isation (Samband norrænna Iaun-
þegasamtaka), með yfir 6,5 millj-
ónir félagsmanna, lýsir stuðningi
sínum við baráttu norskra launa-
manna fyrir betri launum og
bættum vinnuskilyrðum, segir í
frétt frá ASÍ og BSRB.
Þrátt fyrir það að ekki var búið
að nýta möguleika til samninga og
sátta til þrautar, ákváðu atvinnu-
rekendur að setja á verkbann. Þar
með hafa yfír 100 þúsund norskir
launþegar verið útilokaðir frá vinnu
sinni og hraktir út í stærstu átök,
sem orðið hafa á norskum vinnu-
markaði í 35 ár.
NFS lítur svo á að aðgerðir þess-
ar endurspegli stórsókn atvinnurek-
enda og vaxandi pólitískar áherslur.
Viljaleysi atvinnurekenda til að ná
samningum, meðan samningavið-
ræður og sáttatilraunir áttu sér
stað, benda einnig til kaldrifjaðs
trausts þeirra á því að yfírvöld
muni leysa deiluna með lögum.
Hugmyndafræðilegar og pólitískar
áherslur vega þyngra, en hjá fjöl-
mörgum öðrum þjóðum undanfarin
ár.
Þá tók hin íhaldssama ríkisstjóm
í Noregi, með forsætisráðherrann í
fararbroddi, afstöðu með atvinnu-
rekendum meðan á samningavið-
ræðum og sáttatilraunum stóð, sem
er athyglisvert og nánast einsdæmi
á norræna vinnumarkaðnum. Með
þessu tekur ríkisstjómin á sig
þunga ábyrgð á því að samningar
náðust ekki á milli aðila.
Leiðrétting
í GREIN um sveitarstjómarkosn-
ingar í Bessastaðahreppi á Álfta-
nesi eftir Andreas Bergmann sem
birtist í Morgunblaðinu í gær féll
niður orð í málsgrein og breytti þar
með merkingu hennar. Nálægt
niðurlagi greinarinnar átti að
standa „þó það sé ekki í verkahring
núverandi meirihluta í hreppsnefnd
að ákveða byggingarhraða þykir
það ekki óeðlilegt að ætla að bygg-
ingu íþróttasalar, búningsaðstöðu
og sundlaugar verði lokið á næstu
þremur áram.“ Hlutaðeigandi er
beðinn afsökunar á þessum mistök-
um.
Fróöleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
Musica Nova lýsir eft-
ir pöntun tónverka
MUSICA NOVA er að hefja undir-
búning vetrarstarfsins 1986—87.
Ráðgert er að gangast fyrir pöntun
nýrra tónverká til flutnings á
komandi starfsári. Hljóðfæraleikar-
ar og söngvarar, jafnt einstaklingar
sem hópar, eiga þess kost að panta
verk hjá ákveðnu tónskáldi og mun
dómnefnd velja úr þeim pöntunum
sem berast. Mjög æskilegt er að
haft sé samráð við viðkomandi tón-
skáld áður en umsókn er send inn.
Gert er ráð fyrir að fyrsta verkið
verði framflutt á tónleikum í októ-
ber í tengslum við Norræna músík-
daga í Reykjavík.
Umsóknareyðublöð liggja
frammi í ístóni, Freyjugötu 1,
Reykjavík, og skal umsóknum skil-
að þangað fyrir 10. maí 1986.
(Fréttatilkynning.)
„Musteri óttans“
sýnd í Háskólabíói
HÁSKÓLABlÓ hefur hafið sýn-
ingar á kvikmyndinni „Musteri
óttans“ eftir Steven Spielberg,
en eins og kunnugt er hefur
þessi leikstjóri sent frá sér
hveija ævintýramyndina á fæt-
ur annarri og má þar m.a. nefna
Indiana Jones o.fl. myndir.
Þessi mynd fjallar um ævintýra-
persónuna Sherlock Holmes, vin
hans Watson, sem í myndinni er
ekki orðinn doktor þar sem þeir
félagar era enn í skóla þegar
myndin gerist. Þar eiga þeir í höggi
við ofstækisfuilan sértrúarflokk,
ráða fram úr dularfullum dauðs-
föllum o.s.ftv.
_ Besjtu
kaupin
OI
s\ög“°°m
Lambakjöt
í 1/1 skrokkum
með bjúgum úr slögunum.
Stórar Olapizzur
.00
pr.stk.
Súpuhænur
AÐEINS
226
.00
pr.kg.
Pörulausa
VÍÐIS beikonið
er komið aftur!
AÐEINS
kynnun,
lllíUj;
.jæssœ*.
'v,s
B.C epli
377
.00 98pr? kg.
pr.kg.
Cosas appelsínur
69-00 pr.kg.
Opið á morgun frá kl. 10—16 í Mjóddinni en til kl. 14 í Austurstræti.
Opið til kl. 20 í Mióddinni
en til kl.19 í
Austurstræti.
VIÐIR
!
AUSTURSTRÆT1 17 - MJÓDDINNI