Morgunblaðið - 29.04.1986, Síða 5
V estmannaeyj ar
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1986
5
Samkomulag náðist
um landanir í gáma
Vestmannaeyjum.
SAMKOMULAG náðist um helg-
ina í vinnudeilu hafnarverka-
manna í Vestmannaeyjum, sem
sjá um togaralandanir og togara-
útgerðarmanna. Verkfalli lönd-
unarmanna, sem hófst á miðviku-
dag í siðustu viku, var aflétt á
laugardag og var löndun með
eðlilegum hætti á mánudags-
morgun. Vegna verkfallsins varð
togarinn Bergey að landa afla
sínum í Þorlákshöfn fyrir helg-
ina.
Deilan stóð um vinnutilhögun og
tafir við landanir þegar afli fór í
gáma. Samkomulag varð um ýmis
skipulagsatriði og nánari verklýs-
ingar varðandi landanir. Um beinar
kauphækkanir var ekki að ræða
nema hvað breyting varð á greiðsl-
um fyrir ísun í kössum. í yfirlýsingu
sem aðilar undirrituðu ábyrgjast
útgerðarmenn að ekki komi til
óþarfa tafa vegna löndunar í gáma.
— hkj.
Varp að
Stvkkishólmi.
STORU bátarnir liggja nú hér í
höfn, bundnir við bryggjur, en
trillubátarnir eru á veiðum og
hafa fiskað vel undanfarið, enda
virðist nægur fiskur á miðunum.
Hafa sumir litlu bátarnir komið
með allt að 4 tonnum í róðri og
þykir það gott hér um slóðir.
Hraðbátarnir eru komnir í gag-
nið.
Hvað stóru bátamir gera er óljóst
enn, en milli vertíða er hugað að
öllu og gert klárt á næstu vertíð,
því það er mest um vert að halda
öllu í sem bestu lagi.
En vorið er komið. Ég hitti
kunningja minn á föstudaginn.
Hann hafði þá farið út í eyjar og
sagði hann mér að þar hefði hann
fundið tvö egg og er þetta það
fyrsta sem ég minnist því yfirleitt
er ekki gert ráð fyrir að varp hefjist
hefjast
fyrr en í byrjun maí, en sem sagt,
svartbakurinn er byijaður. Mörgum
þykja eggin sælgæti og er góður
markaður fyrir þau og hafa eyja-
bændur sem sinna því að verulegu
marki, talsverða búbót af sölu
eggjanna.
Nú þegar ég er að ganga frá
þessari frétt á laugardag er kominn
snjór yfir allt því í nótt var frost
og snjókoma, en í gærkvöldi var
rigning. Svona er tíðin oft óstillt.
Við vitum að þessi snjór verður
ekki lengi en það er ekki gott að
fá hann nú þegar varptíminn er að
byija, en það fer ekki á milli mála
að vor er í lofti, tíðin var góð í
vetur þótt óstillingarkaflar hafi látið
á sér kræla. Við bara vonum að við
fáum gott vor, það er svo mikils
virði.
Arni
Stjórn og varastjórn Skógræktarfélagsins, frá vinstri: Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt,
Kjartan Sveinsson raffræðingur, Þórður Þorbjarnarson borgarverkfræðingur, Þorvaldur S. Þor-
valdsson forstöðumaður Borgarskipulags, Jón Birgir Jónsson yfirverkfræðingur, Lárus Blöndal
Guðmundsson bóksali, Björn Ofeigsson stórkaupmaður og Bjarni K. Bjarnason hæstaréttardómari.
Skógræktarfélag Reykjavíkur:
Níu fengu silfurmerki
Aðalfundur Skógræktarfé-
lags Reykjavíkur var haldinn
17. apríl sl. Úthlutað var silfur-
merkjum félagsins, en þau eru
sérstök viðurkenning fyrir
störf að skógrækt. Reikningar
voru Iagðir fram, flutt skýrsla
um starf liðins árs og kjörin
stjórn.
Helstu verkefni félagsins á
liðnu ári voru rekstur tijáræktar-
stöðvar í Fossvogi, plöntun og
umsjón í Heiðmörk og leiðsögn
unglingahópa sem starfa að tijá-
rækt í borgarlandinu.
Silfurmerki hlutu Reynir A.
Sveinsson starfsmaður Skógrækt-
arfélagsins, Einar Valur Hansson
fv. ráðunautur, Bjöm Steffensen
endurskoðandi, Magnús Finn-
bogason fv. kennari, Þórður Finn-
bogason rafvirki, Sigurbjöm
Bjömsson garðyrkjumaður,
Christian Zimsen lyfsali, Bjami
Helgason jarðvegsfræðingur og
Ferðafélag íslands, en fyrir hönd
þess tóku þau Sveinn Ólafsson
myndskeri og Þómnn Lámsdóttir
framkvæmdastjóri við merkinu.
Formaður félagsins er nú Jón
Birgir Jónsson, en aðrir í stjóm
em Láms Blöndal Guðmundsson
varaformaður, Björn Ófeigsson
gjaldkeri, Þorvaldur S. Þorvalds-
son ritari og Bjami K. Bjamason
meðstjómandi.
Fanginn
etur á ný
— telur sig að hluta
til ranglega dæmdan
Hungurverkfalli fangans í
Hegningarhúsinu við Skóla-
vörðustíg er nú lokið. Hann
byijaði að néyta matar um helg-
ina, eftir nær þriggja vikna
svelti.
Maðurinn var fyrir nær réttu ári
dæmdur til átta mánaða fangelsis-
vistar vegna líkamsárásar og fleiri
brota og hóf afþlánun dómsins um
11 mánuðum síðar. Samkvæmt
upplýsingum dómsmálaráðuneytis-
ins, em ástæður hungurvekfallsins
þær, að fanginn telur sig ranglega
dæmdan að hluta til og vildi með
þessu vekja athygli á því.
ITT
Itaekni um allan heim » * ■ —
ITT ldeal Color 3304,
-fjárfesting í gæöum
á stórlækkuöu veröi.
ITT
Vegna sórsamninga viö
ITT verksmiðjurnar I
Vestur Þýskalandi, hefur
okkur tekist aö fá
takmarkaö magn af 20"
litasjónvörpum á
stórlækkuðu veröi.
VERÐ A 20" ITT
LITASJÓNVARPI
29.890 j
A
Sambærileg tæki fást ekki ódýraftf
ITT er fjárfesting I gaeðum
SKIPHOLTI 7 SIMAR 20080 & 26809
Alfa Romeo 33 4x4. Sannkallaður draumabíll.
Draumur Okkar Attéa
Fíórhióiadrlfinn alfa Pomeo
NÝ SENDING
Alfa Romeo 33 4 x 4 er hlaöinn öllum
hugsanlegum aukabúnaöi.
Veröiö er hreint ótrúlegt: Kr. 496.000.-
□
JÖFUR HF
NÝBÝLAVEGI 2
KÓPAVOGI
SÍMI 42600
Þóra Dal, auglýaingastofa