Morgunblaðið - 29.04.1986, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1986
13
Ábyrgð hf. og Æskan:
Teiknisamkeppni
um „nýjan lífsstíl“
MORGUNBL AÐINU hefur borist
eftirfarandi fréttatilkynning frá
tryggingafélaginu Ábyrgð hf. og
barnablaðinu Æskunni:
„í tilefni 25 ára afmælis Ábyrgð-
ar hf., Tryggingafélags bindindis-
manna, eftiir félagið til teiknisam-
keppni í samvinnu við bamablaðið
Æskuna. Ábyrgð hf. hefur á af-
mælisárinu lagt áherslu á að kynna
svonefndan „nýjan lífsstfl" sem nýt-
ur nú mikillar hylli. Tilgangur
samkeppninnar er að vekja athygli
á að hin sfðustu misseri hefur fólk
— einkum ungt fólk — víða um
heim tamið sér heilbrigðari lífsvenj-
ur en það hafði áður gert. Þær
byggjast á hollu mataræði, alhliða
líkamsþjálfun og bindindissemi.
Myndimar eiga að sýna í hveiju
jákvæður lffsmáti og heilbrigðar
lífsvenjur felast.
Stærð þeirra skal vera 21x30 sm
eða 30x42 sm.
Keppt er í þremur flokkum, 7—10
ára, 11—13 ára og 14—16 ára, og
verða 10 verðlaun veitt í hveijum
flokki — plata og bók. Aðalverðlaun
em Electron tölva. Allir þátttakend-
ur fá viðurkenningarskjal. Bestu
mjmdimar verða birtar í Æskunni.
Skilafrestur er til 1. maí 1986
og skal senda myndimar til Æsk-
unnar, pósthólf 523, 121 Reykja-
vík.“
Félag áhugamanna um réttarsögu:
Fundur um lagaupp-
sögu lögsögumanns
í DAG, þriðjudaginn 29. apríl,
verður haldinn I Lögbergi, húsi
lagadeildar Háskóla Islands,
stofu 103, fræðafundur á vegum
Félags áhugamanna um réttar-
sögu. Hefst fundurinn kl. 20.30.
A fundinum mun Helgi Skúli
Kjartansson sagnfræðingur halda
erindi er hann nefnir „Lagauppsaga
lögsögumanns". Fyrirlesari mun
halda því fram, að ákvæði Grágásar
um uppsögu allra laga á þremur
ámm séu sennilega ekki til komin
fyrr en á 12. öld. Að loknu erindinu
verða fijálsar umræður og fyrir-
spumir.
Að fræðafundinum loknum verð-
ur haldinn aðalfúndur félagsins.
Efni fundarins er venjuleg aðal-
fundarstörf, skýrsla stjómar, reikn-
ingar, kosning stjómar og önnur
mál.
Félagsmenn og aðrir áhugamenn
um lögfræði og sögu em hvattir til
aðmæta. .
(F réttatilkynning.)
Snæfellingafélagið:
Kaffiveisla fyrir
eldri héraðsbúa
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Snæfellingafélaginu i Reykjavík:
„í mörg undanfarin ár hefur
skemmtinefnd Félags Snæfellinga
og Hnappdæla gengist fyrir því að
bjóða eldri héraðsbúum til sameig-
inlegrar kaffidrykkju. Hafa þessar
samkomur verið mjög vel sóttar.
Að þessu sinni verður kaffiveisl-
an haldin í hinu nýja félagsheimili
Sóknar í Skipholti 50a, sunnudag-
inn 4. maí nk. kl. 15. Til skemmtun-
ar verður m.a. að kór félagsins
syngur nokkur lög undir stjóm
Friðriks Kristinssonar. Kórinn mun
í vor fara í söngferð á Snæfellsnes
og halda tónleika 10. maí á Hellis-
sandi og Breiðabliki."
S A NNUR SPARI TCÉpÐ AUSTURSTRÆTIÍO SÍMI 27211 N A Ð U R
Li okaspretturinn er hafinn!
Útsölumarkaður TH-húsinu Auðbrekku 9,Kópavogi
Skór frá kr. 50.- Stakir Jakkaföt jakkar frá kr. kr. 500.- 2.000.-
Peysur frá kr. 100.- Skyrtur Úlpur frá frákr. 100.- kr. 1250.-
Buxur Gardínuefni, frá kr. 100.- ótrúlegt verð.
Nýlegar og eldri vörur Opi á ótrúlegu verði. frá I Lat Hér „ i, kl 1 erum viðjj^ — —-— TsmanrP / ' HLh /$> Auöbrekka Q $ vi ð virka daga d. 10-19 igardaga frá 10-17. snn úsið 44440.
/ ••
NAMSKEIÐISOLUTÆKNII
Námskeið Stjórnunarfélags íslands í sölutækni byggir á þróuð-
um aðferðum nútíma sölutækni. Fjallað er um söluhræðslu,
markaðsumhverfi og aðstæður, söluaðferðir, áætlanagerð og
skipulagningu, notkun dreifibréfa og fleira.
Námskeiðið er ætlað öllum þeim er fást við sölumennsku og
skipulagningu á sölukerfum.
■ Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66
Stjórnunarfélag
íslands