Morgunblaðið - 29.04.1986, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL1986
Brennivínsberserkir?
eftirÁrna
Einarsson
í umræðum um áfengismál hér
á landi er oft vitnað til þess hve
mikils íslendingar neyta af sterku
áfengi (í formi drykkja sem inni-
halda = 40% af áfengi mælt í
magni) og hve mikill hluti af áfeng-
isneyslu hér sé í því formi. Jafn-
framt er stundum látið að því liggja
að þar sé komin skýring á áfengis-
vanda þjóðarinnar og að hann sé
meiri en annars staðar þekkist og
lýsi sér m.a. í tíðri ofurölvun og
drykkjusýki.
Áfengismál íslendinga eru ærin
og skiptir þá engu hvort þau eru
meiri eða minni en gerist annars
staðar. Þrátt fyrir ágreining um
leiðir vakir ugglaust fyrir flestum
að færa ástandið til betri vegar.
Einfaldanir og „patentskýringar",
sem eru áberandi í máli þeirra sem
lítt þekkja til, færa okkur ekki nær
því marki, nema síður sé.
ísland verst
Heildarúttekt á áfengisvandan-
um liggur hvorki fýrir hér á landi
né í öðrum löndum svo vitað sé.
Einungis hafa verið rannsakaðir
afmarkaðir þættir sem hver fyrir
sig gefa takmarkaða mynd af mál-
inu. Ýmsar niðurstöður úr slíkum
rannsóknum eru okkur síður en svo
í óhag. T.d. er talið að skorpulifur
sé fátíðari hér en í öðrum löndum
sem skýrslur ná til. (1) Tíðni
drykkjusturlunar (delerium trem-
ens), sem er alvarlegasta bráða
sjúkdómsmyndin sem kemur í kjöl-
far langvarandi ofdrykkju áfengis,
virðist vera svipuð því sem rann-
sóknir frá Danmörku og Noregi
gefa til kynna, en nokkru minni
samanborið við Finnland og Svíþjóð.
(2) Þó að fram hafi komið fullyrð-
ingar leikmanna um að drykkjusýki
sé hér tíðari en í öðrum löndum er
fáu til að dreifa því til sönnunar.
Hvort tveggja er að skilgreiningar
á drykkjusýki eru nokkuð mismun-
andi eftir löndum og víðtækur
samanburður hefur ekki fariið
fram. Slíkar fullyrðingar helgast
hugsanlega af eigin reynslu og
vandamálum fólks í nánasta um-
hverfí. En áfengismál eru veigamik-
ill málaflokkur hér sem annars
staðar og því mikilvægt að gægjast
upp fyrir askbrúnina í stað þess að
fullyrða að þannig hljóti hluturinn
að vera þar sem menn þekkja
ekkert annað. Reyndar er það álit
þeirra sem gerst þekkja og fylgjast
með að eftir því sem best sé vitað
séu færri íslendingar haldnir alvar-
legum áfengissjúkdómum en gerist
meðal næstu nágrannþjóða okkar,
þó sé hér langmestur viðbúnaður
til að annast áfengissjúka, bæði
hvað varðar fjölda vistrýma og tíðni
innlagua.(l).
Heildarneysla - ofur
ölvun og drykkjusýki
Ýmsar rannsóknir hafa verið
gerðar til að kanna samband á
milli heildaráfengisneyslu fólks (og
þjóða) og tíðni ofurölvunar. Engin
bein tengsl hafa fundist en ef eitt-
hvað er virðist tíðni ofurölvunar
aukast við aukna heildameyslu.
(3). Tengsl á milli tíðni ofurölvunar
og heildameyslu áfengis em ekki
venjuleg orsaka- og afleiðinga-
tengsl. Þessar tvær mælieiningar
mæla mismunandi þætti sama fyrir-
bæris (drykkjuvenja/siða) — á líkan
hátt og lfkamsþyngd og hæð em
tvenns konar mæling á sama líf-
fræðifyrirbæri. Þegar bam vex
hækkar mælitala beggja þessara
þátta (hvort tveggja) venjulega
meira og minna samtímis. Samt
sem áður væri fáránlegt að halda
því fram að bamið þyngdist vegna §
þess að það hækki eða öfugt. Báðar C
þessar breytingar em þættir í sömu s
þróun og verða að skoðast í því ljósi. £
Tengsl áfengisneyslu og tíðni ofur-
ölvunar verða að skoðast á sama
hátt (3).
Fullyrðingar um að skýra megi
tíðni ofurölvunar hér á landi með
magni sterkra drykkja eða heildar-
neyslunni sjálfri em úr lausu lofti
gripnar. Ennfremur sú fullyrðing
að tíð ofurölvun og drykkjusýki séu
tengd orsakasambandi.
Islendingar ero almennt jákvæðir
gagnvart ofurölvun og ýkt hegðun
og „mannalæti" þykja sjálfsögð og
jafnvel skemmtileg. Víðast í S-Ev-
rópu er þessu ekki til að dreifa en
þó neytt svipaðs magns af sterku
áfengi og hér enda er vel þekktur
menningarmunur í afstöðu tii
áfengis sem virðist ekki síður hafa
áhrif á drykkjuhegðun en mælanleg
lífeðlisfræðileg áhrif efnisins (3).
Hátt hlutfall
sterkra drykkja
Erfitt er að sjá hvemig hátt
hlutfall sterkra drykkja i heildar-
áfengisneyslu íslendinga skýri eitt
sér, ef svo er, að áfengisvandamál
séu hér meiri en annars staðar.
Getur verið að áhrif brennivínsins
séu minni eða vægari ef því er
skolað niður með rauðvíni eða bjór
í stað blávatns?
Brennivínsberserkir
Munur á áfengisvandamálum Ís-
lendinga og annarra þjóða verður
ekki heldur skýrður með neyslu
sterkra drykkja einna. Myndin hér
sýnir stöðu íslands meðal nokkurra
þjóða með tilliti til neyslu sterkra
drykkja.
Eins og sést á myndinni er neysla
sterkra drykkja ekki bundin við ís-
land (5). T.d. em „menningarlönd"
í áfengisneyslu og bjórþambarar,
s.s. Spánveijar og V-Þjóðveijar,
iðnari en íslendingar við sterku
drykkina og fleiri þjóðir úr sama
flokki fylgja okkur fast á eftir.
Tilraunir til að draga úr neyslu
sterkra drykkja hafa gengiið
misjafnlega. En ljóst er að það eitt
að hafa á boðstolum eða bæta við
öðmm tegundum áfengis hefur ekki
endilega i for með sér að fólk hætti
neyslu sterku drykkjanna. Þá væri
neysla sterkra drykkja vemlega
minni í bjórlöndum en hér er. En
svo er ekki eins og myndin sýnir.
Verðlagning og dreifingar- og af-
greiðsluhættir skipta þar einnig
miklu. íslenskir áfengisneytendur
hafa jafnan haft aðgang að léttum
vínum og sterkum drykkjum frá
1935. Þrátt fyrir það hefur neysla
sterku drykkjanna stöðugt vaxið.
Neysla léttu vínanna hefur bæst við
sterku drykkina eins og_ vænta
mátti. Árið 1974 þrýsti Áfengis-
vamaráð á að sterku drykkimir
yrðu verðlagðir hærra en léttu vín-
in. Þetta hefur að líkindum átt sinn
þátt í því að þá fór að draga úr
neyslu sterku drykkjanna. Þessu
breytti fjármálaráðuneytið aftur
1983 og jókst þá neysla sterku
drykkjanna á ný (um 8%,
1983-1985).
*
Af engisneysla og- heil
brigöi árið 2000
Erfiðlega hefur gengið að finna
óhrekjanlega mælikvarða eða vís-
bendi um áfengisvandamál þjóða.
Að undangenginni rannsókn í Ijölda
landa komst sérfræðinganefnd á
vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnun-
arinnar (WHO) að þeirri niðurstððu
að helst mætti styðjast við heildar-
áfengisneyslu þjóðanna til þess og
lagði reyndar fram útreikninga um
tengsl heildarneyslu og tjóns niður-
stöðu sinni til stuðnings (4). í fram-
haldi af þessu lagði stofnunin síðan
til að þjóðir heims drægju úr heild-
ameyslu áfengis eða létu hana
a.m.k. ekki aukast.
7. maí 1981 samþykkti Alþingi
þingsályktun um mörkun opinberr-
ar stefnu í áfengismálum. Þar er
ályktað að skora á ríkisstjómina
að láta þegar undirbúa tillögur að
stefnu hins opinbera í áfengismál-
um, sem m.a. byggist á því að
draga úr heildarneyslu vínanda.
í þessum tilgagi var skipuð til 3
ára nefnd ýmissa aðila í árslok
1982. í skipunarbréfi (5. jan 1982)
er henni sérstaklega bent á að fylgj-
ast með starfi Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunarinnar (WHO). Líta verður
svo á með tilliti til samþykktar
greyndrar þingsályktunar, að þing-
menn séu samþykkir stefnu WHO
í áfengismálum og vilji að hún nái
til íslands.
Þrátt fyrir það hefur ríkisstjómin
lítið sem ekkert gert með áfengistil-
lögur nefndarinnar, sem þegar
liggja fyrir.
Sælir eru einfaldir ...
Undanfarið hefur borið á stað-
lausum fulfyrðingum, skítkasti og
sleggjudómum í umfjöllun um
áfengismál hér á landi. Er miður
ef málefnaskortur, vanmetakennd
og þekkingarleysi, sem þannig
brýst fram, verður ofan á í þeirri
umræðu.
Óvíst er hvort okkur íslendingum
tekst að leysa áfengisvandamal
okkar en vonandi höldum við reisn
okkar í þeirri gímu og sýnum við-
fangsefninu tilhlýðilegan sóma með
þekkingu, ábyrgð og heiðarleika að
leiðarljósi. Ef til væm einfaldar
skýringar og lausnir á þessum
vanda væri hann væntanlega leyst-
ur fyrir löngu.
Heimildir:
1. Neysla áfengis, tóbaks, fíkni-
efna og ávanalyfja á íslandi.
Landlæknisembættið. Heil-
brigðisskýrslur — Fylgirit
1982 nr. 3.
2. Ólfur Grímsson
Deleríum tremens á íslandi
Læknablaðið, 7.-8. árg. 1977,
bls. 135-144.
3. Ole—Jergen Skog
The distribution og alcohol
consumption:
Evidence of a collective drink-
ing culture, SIFA no. 8/1985.
4. Problems related to alkohol
consumption
Report of a WHO expert
committee
WHO, Geneva 1980
5. Rusmidler í Norge
Statens Edruskapsdirektorat
Oslo 1983.
Höfundur er starfsmaður Áfeng-
isvarnaráðs.
Áfengisneysla á íbúa í nokkrum löndum
mæld í lítrum af 100% áfengi
□ Sterk vín
□ öl og létt vln
1 1 1 óo 1 2 J 1 1 o 1 1 5 ;2, I I 1' s 1 1 o z « •o l/í 1 I 1 •E O l w 1 I I •o •>. < 1
■
rr
■ -4-
■ -- |
- : —
r _
•- —
- 1
--
Egilsstaðir:
Ferðamannaiðnaður-
inn býr við bágan kost
- á ferðamálaráð-
stefnu í Valaskjálf
Egilsstöðum.
FERÐAMÁLARÁÐ og Ferða-
málasamtök Austurlands
gengust fyrir ferðamálaráð-
stefnu í Vaiaskjálf á Egils-
stöðum um síðastliðna helgi.
Ráðstefnuna sóttu á annað
hundrað manns hvaðanæva
af Austurlandi sem á einn eða
annan hátt tengjast ferðamál-
um í fjórðungnum.
í upphafi ráðstefnunnar héldu
Kjartan Lámsson, formaður
Ferðamálaráðs, og Birgir Þor-
gilsson, ferðamálastjóri, erindi
um starfsháttu Ferðamálaráðs,
núgildandi lög um ferðamál og
sátu síðan fyrir svömm ásamt
öðrum fulltrúum Ferðamálaráðs
sem ráðstefnuna sóttu.
Það virtist nokkuð ríkjandi
skoðun meðal ráðstefnugesta að
ferðamannaiðnaðurinn svo-
nefndi byggi við heldur bágan
kost í dag — þótt þar mætti
helst vænta nýrra atvinnutæki-
færa í náinni framtíð — og urðu
margir til að gagnrýna stjóm-
völd fýrir að veita ekki nægilegu
fjármagni til uppbyggingar
ferðamála.
„Það er litið á ferðamannaiðn-
aðinn sem annars flokks at-
vinnugrein" — sagði einn ráð-
stefnugesta. „Er það af því að
við höfum svona lélega tals-
menn; emm svona slakur þrýsti-
hópur?"
Þá kom það afdráttarlaust
fram á ráðstefnunni að þörf
væri á áætlun fyrir landið í heild
og eins fyrir einstök landsvæði
hvað varðaði uppbyggingu al-
mennrar ferðamannaþjónustu —
en raunar væri forsenda upp-
byggingar slíkrar þjónustu boð-
legt vegakerfi og flugvellir er
risu undir nafni.
Þá urðu sveitarstjómarmenn
fyrir nokkurri gagnrýni á ráð-
stefnunni fyrir sofandahátt f
þessum máium þótt víða væm
menn prýðilega vakandi hvað
ferðamálin varðaði.
í lok ráðstefnunnar vom ýms-
ar ályktanir smþykktar._
— Ólafur
Kjartan Lárusson, formaður
Ferðamálaráðs, hélt fram-
söguerindi á ráðstefnunni
ásamt Birgi Þorgilssyni,
ferðamálastjóra.
Morgunblaðið/Ólafur
Sumir ráðstefnugesta voru langt að komnir. Hér eru Horn-
firðingarnir Tryggvi Áraason, sveitarstjóri, og Árai Stefáns-
son, hótelstjóri.