Morgunblaðið - 29.04.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.04.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL1986 21 fjölda. Nettó má áætla, að sparaður akstur, sem af þessu mundi leiða, yrði ábilinu 11—15 millj. kílómetra. Sparað eldsneyti yrði þá sem svarar 1.100—1.500 tonnum af bensíni árlega. Spamaður á hjólbarðasliti ætti að svara til 2—3.000 hjólbarða á ári og sparað slit á bílum sem svarar keyrslu á 75—100 nýjum bflum í msi á ári hverju. Meðaltíma- spamaður ætti að geta svarað til 1.000—1.250 vinnuvikna á ári, þótt einungis sé reiknað með einum manni á bíleiningu. Þessi atriði sem snúa að almenningi em sum vand- reiknuð til verðmæta, en þau tala skýrt sínu máli. Miðað við núverandi aðstæður mundi slíkur ferjurekstur breyta talsvert aðstæðum Akumesinga. Þeir mundu missa niðurgreiddan flutning farþega og bfla beint milli Akraness og Reykjavíkur 4—5 sinn- um á dag. Þess í stað ættu þeir væntanlega kost á tíðari ferðum með almenningsbifreiðum eða eigin bifreiðum hvenær sem er dagsins. Mörgum Akumesingum vex í aug- um það, sem þeir mundu missa, en kunna eðlilega ekki að meta það, sem þeir fengju í staðinn og þekkja ekki af eigin raun. Sá lúxus, sem ríkissjóður hefur lagt Akumesing- um til með Akraborgarrekstrinum, svo langt eða öllu heldur skammt sem hann nær, er mörgum kærari en svo, að þeir vilji sjá á bak honum. Hér er ekki síst um að ræða dijúg- stóran hóp manna, sem eiga tíðar ferðir til Reykjavíkur í viðskiptaer- indum. Hins vegar er það svo, að þegar margir fara saman milli Akraness og Reykjavíkur, t.d. bam- margar Qölskyldur, fara þær akandi fyrir fjörðinn, því að lúxusinn er þrátt fýrir allt of dýr. Þá er algengt að brottfarartímar Akraborgar henti fólki ekki. Þeir Akumesingar, sem snúist hafa gegn feijuhugmyndinni, ættu að hugleiða þann ávinning fyrir alla þróun á Akranesi, sem af því mundi leiða, að kaupstaðurinn færðist nær Reykjavíkursvæðinu, ekki aðeins 4—5 sinnum á dag heldur hvenær markaðs- og þjónustutengsl mundu sjálfkrafa aukast, aðstaða öll á Akranesi yrði verðmætari, nýting flutningatækja ætti að geta orðið betri og flutningar þar með hag- kvæmari o.s.frv. Fyrir alla landsmenn, sem ferðast fyrir Hvalfjörð, aðra en Akumes- inga, væri þessi feijurekstur ein- göngu ávinningur. Þetta á a.m.k. við um allar byggðir frá sveitunum sunnan Skarðsheiðar, vestur, norð- ur og austur um land, allar götur til norðanverðra Austfjarða og svo allt höfuðborgarsvæðið vegna ferða þaðan vestur, norður og austur á land. Skoðun á hagsmunum ríkissjóðs í þessu sambandi leiðir í ljós brosleg sannindi. Skattar ríkissjóðs af bens- íni, þungasköttum, gúmmígjöldum og innflutningsgjöldum af bifreið- um, sem ríkissjóður mundi missa af við slíkan feijurekstur, eru trú- lega nokkru meiri en meðlagið með Akraborginni, sem mundi sparast. Á hinn bóginn mundi mega fresta framkvæmdum og almennt kosta minna til vegarins fyrir Hvalfjörð, sem nú er gert ráð fyrir að kosti 600 mill. króna á næstu 10 árum auk viðhalds og snjóruðningskostn- aðar. Þetta mundi væntanlega ekki minnka fjármuni til vegagerðar, en geta flýtt lagningu bundins slitlags á vegi, væntanlega sem nemur einhveijum hundruðum kílómetra á þessu árabili. Þróun, sem leiðir af samgöngu- bót af því tagi, sem feijumar yrðu, er erfítt að sjá fyrir. Vel má hugsa sér að þessi samgöngubót auki lík- indi á frekari uppbyggingu iðju- rekstrar af einhveiju tagi við Grundartanga. Þjóðhagslegur ávinningur af því að nýta betur þá grunnaðstöðu, sem þar er komin, væri bersýnilega mikill. Era þá enn ónefndir hagsmunir skipasmíðaiðnaðarins í þessu verk- efni. Nú er reynt að fleyta þeim iðnaði yfír mögru árin, meðan ekki er ráð að smíða fiskiskip. Þá hlýtur að skipta máli fyrir iðnaðinn, ef hann fengi að smíða tvær feijur, sem búast má við að samtals kosti Niðurstöður Af því, sem hér hefur verið rakið, getur ekki verið nema ein niður- staða. Það virðist hagkvæm og skynsamleg ráðstöfun að taka upp feijurekstur á Hvalfírði. Það þarf hvorki mikinn undirbúning né margra ára nefndarstörf til að komast að þeirri niðurstöðu. Slíkur feijurekstur væri nokkurra áratuga undanfari þess, að fjörðurinn verði brúaður, þegar umferðin réttlætir svo mikla fjárfestingu og kostnaður við stórbrýr lækkar vegna aukinnar tækni. Greiðar feijusamgöngur yfír Hvalfjörð væra mikil samgöngubót fyrir þá sem ferðast milli Vestur- og Norðurlands og höfuðborgar- svæðisins. Þær mundu minnka landið og þannig bæta stöðu mikils fjölda fólks, bæði á Reykjavíkur- svæðinu og í byggðunum vestan- og norðanlands. Hinir einu, sem hugsanlega misstu einhvers í við slíka ráðstöfun væra ríkissjóður og einhveijir Akumesingar. Jafnvel það reikn- ingsdæmi er flóknara en svo, að út úr því komi einhlít niðurstaða. Að því er varðar hugsanlegt tjón ríkis- sjóðs væra tæpast margir til að syrgja það. Merkur þingmaður austan af landi sagði einu sinni, að ríkissjóðurinn ætti sér öngvan vin nema e.t.v. einn fjármálaráðherra og nokkra kontórista í kringum hann. Sem gamall kontóristi af því taginu telur jafnvel skrifari þessarar greinar sig ekki geta varið hagsmuni ríkissjóðs f þessu sam- bandi. Þar eð hér er um að ræða við- fangsefni á sviði vegagerðar og feijusamgangna, sem ríkissjóður hefur helgað sér, stendur upp á stjórnmálaforystuna að taka við þessu máli. Reynist framkvæði ekki að fmna þar í garði, hlýtur að þurfa að skoða hvort aðrar leiðir séu færar. Má raunar velta því fyrir sér í samanburði við ýmsa aðra fjár- mögnun, hvort ekki séu til menn sem vildu ná saman þeim fjármun- um, sem þarf til að koma þessari Frá kóramótinu i Stykkishólmi. Kórar á norðanverðu Snæfellsnesi með söng- skemmtun í Stvkkishólmi Stykkishólmi. ** KIRKJUKÓRARNIR á norðanverðu Snæfellsnesi hafa í vetur æft bæði sér og sameiginlega undir hljómleika og hafa lagt að sér og fórnað mörgum stundum til æfinga. Um þessa helgi kom svo árangur- inn í Ijós þegar efnt var til tónleikahalds. í Ólafsvík voru tónleikarn- ir á laugardagskvöldið, í Grundarfirði í kirkjunni kl. 5 síðdegis og hinir seinustu í félagsheimilinu í Stykkishólmi nú í kvöld kl. 9. Hófust tónleikamir á að kór Tón- en verkinu stjórnaði David Wood- listarskóla Eyrarsveitar, sem skip- house, sem einnig lék á fiðlu, en aður er ungmennum, söng og vakti söngurinn og meðferðin verðskuld- aða aðdáun áheyrenda. Þá tók kór Grandarfjarðarkirkju við og söng þijú lög. Stjómandi og kennari Ronald Tumer. Næsta atriði var að þeir félagar Bjami Lárentinusson og Njáll Þor- geirsson sungu tvísöng við undirleik Jóhönnu Guðmundsdóttur, en þeir félagar hafa um árabil skemmt Snæfellingum með sínum ágæta söng. Þá tók við kór Stykkishólms- kirkju og söng þijú lög undir stjórn Jóhönnu Guðmundsdóttur og þar á eftir söng kór Ólafsvíkurkirkju 4 lög og sungu þá tvísöng í einu laginu þær Steinunn Tryggvadóttir og Fjola Jónsdóttir. Þá var gert hlé en að því loknu fluttu kórar Stykkis- hólmskirkju og Ólafsvíkurkirkju Gloria eftir Vivaldi í 12 þáttum og þar sungu einsöng og. tvísöng Wendy Watkins, Hrefna Bjama- n.^UníAm. HplcraHÓttÍr. undirleik sáu um Ingibjörg Þor- steinsdóttir er lék á orgel, Jóhanna Guðmundsdóttir og Helgi Pálsson, sem lék á trompet. Söngskráin var bæði fjölbreytt og viðamikil og var kóranum og stjómendum og þeim sem að þessari dagskrá stóð feikilega vel fagnað og í lokin þakkaði Ellert Kristins- son, oddviti Stykkishólms, ágæta dagskrá og undraverðan árangur af óeigingjömu og fómfúsu starfi. Kirkjukór Stykkishólms bauð síðan íkaffi. í byijun sagði Gísli Kolbeins sóknarprestur nokkur orð, setti samkomuna og bauð alla velkomna. Hann lauk einnig tónleikunum með þökk til allra viðstaddra. Það fer ekki á milli mála að þetta er stærsti tónlistarviðburður hér í Hólminum á þessu ári. Hafi allir aðilar hjartans þökk fyrir. Svona kvöld gleymast ekki. Árni. „Ég fékk mér GoldStcir myndbandstmki til ðð missð ekki ðf EIRIKUR HAUKSS0N SÖN6VARI Eurovision. Þetta eru frábaer tæki og é fínu Aðeins kr. 35.980,- stgr. GoldStar hefur alla möguleikana: * 83 rásir. * 12 forvalsstiilingar. * 14 daga upptökuminni með 4 mismunandi timum. * Föst dagleg upptaka. * Allt að 4 tíma samfelld upptaka. * Létt rofar. * Þráðlaus fjarstýring með 13 stjórnaðgerðum. * Truflanalaus samsetning á mynd í upptöku. * 5-föId hraðleitun fram og til baka. * Kyrrmynd. * Sjálfvirk spólun til baka. * Rafeindateljari. * Teljaraminni. * Skýrt ljósaborð sem sýnir allar aðgerðir tækisins. * Þú getur horft á eina rás, meðan þú ert að taka upp af annari. * Með E.T.R. rofanum geturðu tekið upp i ákveðinn tima, Vi—4 klst., að þvi loknu slekkur tækið sjálft á upptökunni. Vlf> 1ÖKUM VEL Á MÓTI ÞÉR SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800 • II verði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.