Morgunblaðið - 29.04.1986, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL1986
Marcos ræðir við Reagan ísíma
Ferdinand Marcos, fyrrum forseti Filippseyja, ræddi við Ronald
Reagan, forseta Bandaríkjanna, í síma er sá síðamefndi kom
til Fawai-eyja á sunnudag. Þá ræddi eiginkona Marcosar, Imelda,
við Nancy Reagan, bandarísku forsetafrúna, einnig í síma.
Reagan kom við á Hawaii-eyjum á leið sinni til fundar leiðtoga
iðnríkjanna, sem hefst í Tókýó í upphafi næsta mánaðar. Ekki
er greint frá innihaldi samtalanna nema hvað sagt er að Imelda
hafi verið mjög tilfinningasöm í samtali sínu við Nancy Reagan.
Veður
víða um heim
Lcagst Hœst
Akureyri 7 skýjaö
Amsterdam 6 13 skýjaö
Aþena 14 27 heiöskfrt
Barcelona 18 léttskýjað
Berlín 10 17 skýjað
Brussel 3 13 skýjað
Chicago 18 31 skýjað
Dublin 5 12 skýjað
Feneyjar 17 skýjað
Frankfurt 6 16 skýjað
Genf 5 12 skýjað
Helsinkl 8 21 heiðskírt
HongKong 23 30 heiðskfrt
Jerúsalem 17 26 heiðskfrt
Kaupmannah. 6 11 heiðskfrt
Las Palmas 19 skýjað
Lissabon 7 18 skýjað
London 7 16 heiðskfrt
LosAngeles 17 31 skýjað
Lúxemborg 12 skýjað
Malaga 19 skýjað
Mallorca 16 skýjað
Mlami 20 25 heiðskfrt
Montreal 12 23 skýjað
Moskva 8 17 heiðskfrt
NewYork 16 22 skýjað
Osló 9 16 skýjað
Parls 7 16 skýjað
Peking 9 24 hefðskfrt
Reykjavlk 7 skýjað
RlódeJaneiro 21 33 skýjað
Rómaborg 8 21 skýjað
Stokkhólmur 8 17 skýjað
Sydney 12 18 rigning
Tókýó 19 21 rfgning
Vfnarborg 14 23 helðskfrt
Þórshöfn 6 rlgning
Israel:
Telja Kohl kansl-
ara hafa brugðist
embættisskyldunni
með því að draga taum Waldheims
Svíþjóð:
Tók gnllfyllingar
úr tönnum látinna
en áfrýjaði kröfum yfirvalda um skattlagningu
ísraelska dagblaðið Haaretz hafði
eftir ótilgreindum embættismönnum
í ísraelska utanríkisráðuneytinu, að
samkvæmt upplýsingum sem fram
hefðu komið um Waldheim í skjölum
úr skjalasafni SÞ, benti allt til þess,
að hann hefði vitað um flutninga
43.000 gyðinga frá Balkanskaga í
útrýmingarbúðir nasista í síðari
heimsstytjöldinni.
ísraelska stjómin fékk þessi skjöl
til athugunar í aprílbyijun. Waldheim
neitar staðfastlega, að hann hafi
nokkuð vitað um þessa flutninga.
Stokkhólmi. AP.
STARFSMAÐUR í líkbrennslu í
Norður-Svíþjóð hefur áfrýjað
kröfum, sem skattyfirvöld hafa
gert á hendur honum vegna sölu
á gullfyllingum, sem hann tók í
óleyfi úr tönnum látins fólks.
Fyrir flmm árum var maðurinn,
sem nýtur nafnleyndar á grundvelli
siðareglna blaðamanna í Svíþjóð,
dæmdur skilorðsbundið fyrir „auðg-
unarbrot". Þá hafi hann, að því er
sagt er, tekið ófijálsri hendi — á
einu ári — þijú kfló af gulli úr
tönnum líka, sem átti að brenna.
En réttur í Sundsvall úrskurðaði,
að maðurinn skyldi halda §ármun-
um þeim, sem hann hafði aflað með
þessum hætti, þar sem enginn eftir-
lifandi aðstandenda hafði gert kröfu
til eignarhalds á gullinu. Vísaði
dómurinn í þessu sambandi til gata
í sænskum lögum.
TT-fréttastofan greindi frá, að
samviskusamur starfsmaður skatt-
yfirvalda í Sundsvall hefði veitt
því athygli, að líkbrennslumaður-
inn, sem vitað var að hafði þénað
87.000 s. kr. (um 430,000 ísl. kr.)
AP/Símamynd
Vínarborg og Tel Aviv. AP.
KURT Waldheim hefur boðið
aðalritara Heimssambands gyð-
inga til viðrænða við sig í Vínar-
borg. Aðstoðarutanríkisráðherra
ísraels sagði á sunnudag, að Helm-
ut Kohl, kanslari Vestur-Þýska-
lands, hefði brugðist embættis-
skyldu sinni með þvi að hrósa
Kurt Waldheim og kalla hann
„föðurlandsvin". Samkvæmt upp-
lýsingum um Waldheim í skjala-
safni Sameinuðu þjóðanna bendir
allt til þess, að hann hafi vitað um
brottflutning gyðinga frá Balkan-
skaga, að því er ísraelskt dagblað
sagði í gær.
í viðtali við austurríska vikuritið
Basta segist Waldheim gjaman vilja
bjóða Israel Singer, aðalritara Heims-
sambands gyðinga, til viðræðna við
sig í Vínarborg. „Ég mundi ekkert
draga undan í þeim viðræðum," sagði
Waldheim, „og mundi þykja vænt um
að mega ræða þessa hluti við Singer.
Ég hef ekkert að fela.“ Singer hefur
verið einn af hörðustu gagnrýnendum
Waldheims innan Heimssambands
gyðinga og sagt hann ljúga til um
gerðir sínar í síðari heimsstyijöldinni.
Ronnie Millo, aðstoðarutanríkis-
ráðherra ísraels, sagði í viðtali við
ísraelska útvarpið, að Helmut Kohl
kanslari hefði brugðist embættis-
skyldu sinni með því að draga taum
Waldheims. „Kanslarinn hefði ekki
átt að blanda sér með þessum hætti
í kosningar í landi með nasíska for-
tíð,“ sagði Millo.
Kohl hrósaði Waldheim í ræðu, sem
hann flutti í Salzburg á laugardag,
og kvað hann „mikinn föðurlands-
vin“, auk þess sem hann sagðist vita
„hvem ég mundi kjósa“, ef hann
hefði atkvæðisrétt í forsetakosning-
unum í Austurríki.
Millo vitnaði til ummæla Kohls og
sagði: „Það gætu ennfremur verið
fleiri ástæður fyrir Kohl að tala var-
lega, en ég hef enga löngun til að
tala um þær.“
Frakkar studdu
víðtækari aðgerð-
ir gegn Líbýu
FRANSKA ríkisstjórnin studdi
harðari aðgerðir gegn Líbýu heldur
en loftárás Bandarikjamanna á
landið gaf tilefni til, að sögn hátt-
settra franskra embættismanna,
sem ekki vilja láta nafna sinna
getið. Þessar upplýsingar koma
fram í blaðinu International Herald
Tribune í siðustu viku. Segir þar
að Frakkar hefðu stutt aðgerðir,
sem miðuðu að því að velta Khad-
afy, leiðtoga Líbýu, úr sessi.
Hins vegar var franska ríkisstjómin
andvíg takmörkuðum aðgerðum eins
og hún áleit loftárásina vera. Taldi
hún að slíkar aðgerðir myndu efla
öfgastefnur innan arabaríkjanna, jafn-
framt því sem þær myndu veikja stöðu
hófsamra arabaríkja. Frönsk yflrvöld
hefðu því látið þá skoðun í ljósi við
bandarísk yfirvöld að sennilega væri
ávinningurinn af takmörkuðum að-
gerðum ekki í samræmi við áhættuna.
AP/Símamynd
Afganska stjórnin á ræðupallinum í Kabúl á sunnudag þegar haldið var upp á það að átta ár væru
frá valdatöku kommúnista í landinu. Babrak Karmal leiðtogi Afganistans, var ekki viðstaddur.
Afganistan:
Karmal fjarstaddur
á afmæli valdatöku
á gullsölunni, hefði ekki gefíð tekj-
umar upp til skatts.
Skattyflrvöldin á staðnum héldu
því fram, að athæfl mannsins hefði
fært honum „skattskyldar auka-
tekjur“, og kröfðu hann um greiðslu
58.000 s. króna aukaskatts.
Maðurinn áfrýjaði kröfu skatt-
heimtunnar þegar í stað, að sögn
fréttastofunnar.
Tim Greve ritstjóri látinn
Osló.AP.
TIM GREVE, ritstjóri Verdens
Gang, útbreiddasta blaðs Noregs,
lézt á sunnudag. Banamein hans
var krabbamein. Hann hafði verið
alvarlega sjúkur frá þvi á páskun-
um í fyrra.
Greve stóð á sextugu og hafði verið
ritstjóri VG frá því árið 1978. Áður
en hann tók við því starfí var hann
framkvæmdastjóri norsku Nóbels-
stofnunarinnar um þriggja ára skeið.
Hann var um tima ritari nefndarinnar,
sem úthlutar Nóbelsverðlaunin.
Greve hóf störf í norsku utanríkis-
þjónustunni árið 1951 og starfaði þar
um 22 ára skeið. í öndverðu starfaði
hann fyrir norsku NATO-sendinefnd-
ina í París, en árið 1953 var hann
kvaddur heim og gerður að nánasta
aðstoðarmannaio Halvard Lange, þá-
verandi utanríkisráðherra. Árið 1960
var Greve gerður að sendiherra Nor-
egs í Bonn. Hann var sendiherra í
eitt ár og gerðist að því loknu ritari
utanríkisnefndar Stórþingsins. Á ár-
unum 1967 til 1974 var hann blaða-
fulltrúi utanríkisráðuneytisins.
Eftirli ?andi eiginkona Greve er
Marit. 'ann lætur eftir sig tvær
uppkom ardætur.
Er í læknismeðferð í Sovétríkjunum, segja sovéskir sendiráðsmenn
Islamabad. AP.
ÞAÐ vakti mikla athygli að
Babrak Karmal, leiðtogi Afgan-
istans, skyldi ekki vera viðstadd-
ur hátíðarhöldin á sunnudag. Þá
voru miklar skrúðgöngur og
ræðuhöld i Kabúl, höfuðborg
landsins, vegna þess að átta ár
eru liðin siðan kommúnistar tóku
völdin í landinu. Fjarvera Kar-
mals hleypti af stað fiskisögum
og vangaveltum um það hvort
Karmal væri veikur eða kominn
i vandræði.
Afganskir sendiráðsstarfsmenn í
Islamabad í Pakistan hafa staðfest
að Karmal hafl verið í Sovétríkjun-
um. Þeir neituðu að láta hafa fleira
eftir sér um málið. Karmal fór til
Sovétríkjanna snemma í apríl og
var þá sagt að hann væri í óopin-
berri heimsókn. Upp frá því hefur
hann ekki sést á almannafæri.
Haft er eftir sovéskum heimildar-
mönnum í Islamabad að Karmal
hafí verið heilsuveill og hefur hann
farið áður til Sovétríkjanna til að
leita sér lækninga.
Stjómvöld leggja mikla áherslu
á hátíðahöldin. Háttsettir embættis-
menn og leiðtogar ávarpa þjóðina
og haldin er hersýning.
Karmal hefur ætíð flutt helstu
ræðuna og fjarvera hans á sunnu-
dag vakti spumingar um það hvers
vegna hann hefði látið sig vanta.
Ymsir vestrænir fréttaskýrendur
leiddu að því getum að Karmal
ætti í pólitískum örðugleikum annað
hvort heima fyrir eða gagnvart
Sovétmönnum.
Stjómarútvarpið minntist aðeins
örfáum sinnum á Karmal meðan á
útsendingu frá hátíðahöldunum
stóð. Nazar Mohammad, vamar-
málaráðherra, hélt helstu ræðu há-
tíðahaldanna. Þar fordæmdi hann
afganska skæmliða og sagði að Babrak Karmal, leiðtogi
þeir væru verkfæri „bandarískra Afganistans.
heimsvaldasinna".