Morgunblaðið - 29.04.1986, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 29.04.1986, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. APRIL 1986 41 Tjarnarskóli — íhugunarefni eftir Elínu K. Thorarensen Er Tjamarskóli var stofnaður sl. haust, var ég meðal þeirra, sem fögnuðu stofnun hans, þar sem ég taldi, að hann gæti veitt öðrum skólum í þessum aldursflokki nokkra samkeppni og frumkvæði, fyrir utan að geta verið fámennur og heimilislegur skóli, þar sem nemendum gæti liðið vel við nám sitt undir handarjaðri úrvalskenn- ara. Sótti ég um starf við skólann um það bil er umsóknarfrestur var að verða útrunninn og var ráðin við skólann í 8 stundir alls á viku í fjór- um fögum, enda var ósk mín að kenna aðeins 2 daga í viku. Jafn- framt tók ég fram við skólastýrur skólans, að engin þörf væri að ráða mig við skólann, nema að ég gæti orðið að liði. Ég hef 11 ára kennslu- reynslu hjá ríkinu en 9 ára kennslu- reynslu við sjálfstæð kennslustörf og full réttindi á grunnskólastigi. Er ég hafði kennt við skólann í rúman mánuð, þ. 16. október sl., var ég kölluð í viðtal til skólastýr- anna tveggja, Maríu Sólveigar Héð- insdóttur og Margrétar Theodórs- dóttur, eftir kennslu þennan dag, og sagði María Sólveig mér fyrir- varalaust upp starfi mínu, munn- lega, með því að biðja mig um að hætta kennslu við skólann. Margrét hlýddi á framsögn Maríu Sólveigar, án þess að leggja orð í belg. Ekki voru aðrir viðstaddir þessa uppsögn en við þijár. Er ég spurði, hvað ég hefði brotið af mér svo alvarlega, svaraði María Sólveig, „að menntun mín og reynsla hentaði ekki Tjam- arskóla. Þetta væri ekkert persónu- legt af þeirra hálfu, og að engir foreldrar hefðu kvartað yfír mér“. Þar sem það er skoðun mín, að enginn ætti að þrengja sér, þar sem hann er óvelkominn, sagði ég þeim, að ég skildi, að af einhveijum ástæðum vildu þær ekki hafa mig lengur við skólann, og að ég skyldi hætta kennslu á stundinni, en hins vegar vildi ég vita ástæðuna fyrir því, að svona mikið lægi við, að ég færi. Ekki fengust þær til að svara því. Er ég samþykkti að hætta strax kennslu samdægurs, létti þeim stöllum báðum mjög, og fram kom, að þær hefðu kviðið því mjög að þurfa að segja mér upp. Buðu þær nú þriggja mánaða laun og María Sólveig Héðinsdóttir sagði: „Við „Égf tel að þessi litla f rásögn sé íhugnnar- efni fyrir alla, sem láta sig menntun o g upp- fræðslu í þessu iandi skipta...“ högum nú okkur ekki alveg eins og...“ Fyrst vildi ég ekki fallast á að taka við þriggja mánaða laun- um, þar sem ég sótti fast að vita ástæðu uppsagnarinnar, en við þeirri málaleitun fengust engin svör. Ákvað ég þá að móttaka þriggja mánaða laun, skilaði af mér leiðréttum ritgerðum 7. bekkjar í félagsfræði, svo og öðrum gögnum, sem skólinn átti og yfirgaf hann. Þann 23. október si. skrifaði ég Tjamarskóla ábyrgðarbréf, þess efnis að knýja fram ástæðu þessar- ar undarlegu brottvikningar. Um mánaðamótin október/nóvember barst greiðsla til mín á þriggja mánaða laununum, framreiknuðum og án orlofs kr. 31.863 — í gegnum Utvegsbanka íslands. Er ekkert svar barst við ábyrgð- arbréfi mínu, dagsett 23. október sl., ritaði ég Tjamarskóla annað ábyrgðarbréf, dagsett 22. nóvem- ber sl. Var nú skólanum hótað málssókn, nema einhver fullgild skýring fengist á þessu háttalagi. Ekki bárust nein viðbrögð við þessu af hálfu Tjamarskóla. Um miðjan febrúar sl. hafði ég samband við lögfræðing, þar sem ég vildi stefna Tjamarskóla, til að komast að raun um ástæðu þess, að mér var vikið fyrirvaralaust úr starfi. Hann tjáði mér, að ef ég hefði móttekið þriggja mánaða laun af hálfu skólans, gæti ég ekki stefnt honum, ef krafan væri ekki fjár- hagslegs eðlis. Slíkt hefði margoft verið reynt að taka upp í samninga launþega, en atvinnurekendur hefðu aldrei ljáð máls á slíku. Er hér var komið sögu, sá ég, að annað hvort yrði ég að þegja um þetta mál eða skrifa blaðagrein. Og þar sem ég vildi ekki þegja um það, þar sem ég tel, að ég hafi ekkert brotið af mér, kemur þessi grein fyrir sjónir almennings, þar sem ýmsar sögusagnir hafa komizt á kreik í sambandi við þetta mál. Ég vil taka fram, að enga viðvörun fékk ég af hálfu skólastýranna, hvorki annarrar né beggja, aður en til uppsagnarinnar kom. Ég kom aldrei of seint og mig vantaði aldrei til kennslu þennan stutta tíma, sem ég vann þar. Ég kveð nemendur Tjarnarskóla og þakka þeim sam- veruna og bið þá að vera duglega við nám. Þann 4. apríl sl. barst mér loks bréf, dagsett 3. apríl, frá skólastýr- um Tjamarskóla, undirritað af þeim báðum, þar sem þær tilkynna mér, að þær hafi móttekið bréf mín, „og að þeirra mati, komi allar skýringar málsins fram, þegar við ræddum saman þann 16. október 1985“. Þar sem þær hafa ekkert við lýsingu mína á viðtali okkar þriggja, þann 16. október sl. að athuga, staðfesta þær, að rétt sé frá greint hjá mér. Síðan kemur: „Hörmum við fram- komu þína við nemendur og heimili þeirra að undanfömu. Þessi fram- koma þín er til þess eins fallin að kasta rýrð á sjálfa þig.“ Þessu bréfi er svarað samdægurs með ábyrgðarbréfi frá mér dagsettu 4. aprfl, þar sem ég bið þær að segja frá svömm sínum þann 16. október sl. og jafnframt spyr ég þær að því, hvaða framkoma mín við nemendur og heimili þeirra að undanfömu sé til þess eins fallin að kasta rýrð á sjálfa mig. Við þessu bréfi hafa enn engin svör borizt, þegar þetta er ritað. Fullyrða má, að slík framkoma sem þessi sé óþekkt hjá stjómend- um ríkisskólanna og uppsögn án ástæðu og án fyrirvara þekkist ekki. En gleymum því ekki, að Tjamarskóli er ríkisskóli enn sem komið er. Hvort hann á framtíð, veltur á stjómendum hans, hvort vilji og geta er til að vanda sig, hvort kennslan sé raunhæf og þar með árangur fenginn. Ekki get ég sagt, að það sé gleðilegt að skrifa slíka grein, en nauðsynlegt engu að síður. Ekki er deilt um það, að vinnuveitandi má ráða sér starfsfólk að sinni vild, enda fór ég strax frá skólanum og hef enga löngun að starfa þar aftur. Hins vegar verður að teljast sann- gjamt, að uppsögn byggist á ein- hveiju tilteknu atriði eða atvikum, sem stjómendum líkar ekki eða líða ekki, og hafa þeir þá fullt vald til að ákveða uppsögn eða breytta framkomu starfsmanns ella. Ég tel, að þessi litla frásögn sé íhugunarefni fyrir alla, sem láta sér menntun og uppfræðslu f þessu landi skipta, ekki sízt fyrir skóla- stýmr Tjamarskóla. Hvað skyldi það vera, sem fékk þær til að koma svona fram? Höfundur er kennari og vinnur sjálfstætt að kennslu. „Slökun vöðvaspennu verður að koma innan frá“ — segir Richard Gaines nuddsérfræðingur RICHARD Gaines, bandarískur nuddsérfræðingur sem rekur tvær nuddstofur í Boulder í Colorado, hélt hér á landi nám- skeið fyrir stuttu í boði Félags íslenskra nuddara þar sem hann lagði áherslu á svokallað innra nudd, sem gengur út á að slaka á vöðvaspennu innan frá. Þetta krefst, að sögn, þess að nuddarinn þarf að vera mjög næmur, hann þarf að sjá hvern- ig hinn nuddaði getur náð að slaka á eigin spennu. „Við emm flest sífellt að leita að einhveiju sem við í raun gemm okkur enga grein fyrir sjálf. Við búum í streituþjóðfélagi og eigum flest í einhvers konar lífsgæða- stríði við sjálfa okkur, en við eyðum afar litlu til að þroska hinn innri mann í okkur. Sá persónu- leiki vill komast í snertingu við raunvemleikann, en í daglega líf- inu höfum við yfirleitt brynjað okkur gagnvart umhverfinu og Richard Gaines látum einungis hinn ytri persónu- leika okkar tala,“ sagði Richard í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins. Byltingarkenndir tískufaraldr- ar ýmiss konar hafa komið til sögunnar í gegnum árin t.d. hippatímabilið fræga upp úr 1960 þegar fólk vegsamaði ást og frið og vildi lifa í samræmi við nátt- úmlögmálin. Út frá því þróuðust grænmetisætumar, jógatímabilið og friðarhópamir. Nú hafa í raun tvær fylkingar orðið til, þeir sem leggja áherslu á heildrænan lffs- stfl, sem er samþætting líkama, sálar og hugsunar, og svo hin, sem hefur að geyma alla heilsuklúb- bana. Það er ekkert nema gott eitt að segja um sumt af þessu, en það er eins og fólk sé árangurs- laust að leita að markmiði með lífí sínu.“ Richard sagði að sálfræði og vísindi næðu takmörkuðum árangri hvort um sig. Það þyrfti að samræma þarfír mannsins. „Ég sem nuddari legg áherslu á að nudda þýðlega frekar en kröft- uglega í byijun til að gefa fólki færi á að gefa eftir auk þess sem það verður meðvitaðra um sjálft sig í stað þess að fara í vamar- stöðu,“ sagði hann. FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Aðalfundur FVH verður haldinn að Þingholti, Hótel Holti, þriðjudaginn 29. apríl nk. kl. 15.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Fjármagnsmarkaður, okur og réttar- þróun. Bjarni Bragi Jónsson, aðstoðar- bankastjóri Seðlabanka íslands, flytur erindið. Mætið stundvísiega! Stjornin. MÖTUNEYTI - SÖLUSKÁLAR VEITINCASTAÐIR! Ódýrar servíettur í boxin 8 M. matar- og Cltborgun kr. 4.0( og eftirstöðvar á til þriggja mánaí CiLIT5*685411 Höfðabakki 9 Reykjavík S/á/ð á þráðinn! - Við sendum servíetturnar um hæl. Box og servíettur — alltaf til á lager. Ath! Tvær stærðir af boxum - sama stærð af servíettum! STANDBERG HF. Sogavegi 108 símar 35240 og 35242

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.