Morgunblaðið - 29.04.1986, Side 46

Morgunblaðið - 29.04.1986, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL1986 t Maðurinn minn, ÁSMUNDUR BRYNJÓLFSSON, Hólakoti, Hrunamannahreppi, lést á heimili sínu 24. apríl. Pálfna Guðjónsdóttir. Eiginmaður minn. t BÁRÐUR ÓLI PÁLSSON frá Skógum, Háteigsvegi 32, andaðist 26. apríl. Hallfríður Bjarnadóttir. t Eiginkona mín og móðir, HELGA ÞÓRÐARDÓTTIR, húsfreyja frá Eystrl-Hól f Landeyjum, andaðist í Landakotsspítala sunnudaginn 27. apríl. Fyrir hönd aðstandenda, Stefán Guðmundsson, Jóhanna Stefánsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA M. NlELSDÓTTIR Ijósmóðir, lést 28. apríl að Droplaugarstöðum. Edda Niels, Bergsteinn Stefánsson, Hulda Kristinsdóttir, Sigrún Rósa Bergsteinsdóttir, Auður Eir Guðmundsdóttir, Helga María Bergsteinsdóttir, Helga Kristín Guðmundsdóttir, Guðmundur Kr. Guðmundsson Þórdis Guðmundsdóttir, t Eiginmaöur minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, KNÚTURRAGNARSSON, lést i gjörgæsludeild Borgarspítalans 26. apríl. Ágústa Sigurðardóttir, Kristján Knútsson, Sigurður Knútsson, Valgerður Knútsdóttir, Jón Knútsson, Sigurbjörg Magnúsdóttir, Agnar Einar Knútsson, Harpa Bragadóttir, Guðmundur Sigurðsson, Björg Jóhannsdóttir, og barnabörn. t Eiginmaður minn, KRISTINN HÁKONARSON, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, Arnarhrauni 2, Hafnarfiröi, lést mánudaginn 28. apríl í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Sólveig Baldvinsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, MAGNÚS V. SÖRENSEN, Laugarásvegi 6, Reykjavfk, lést á heimili sínu aðfaranótt 26. april. Fyrirhönd vandamanna, Hjördís G. Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginkona mín og móðir okkar, JAKOBÍNA HERMANNSDÓTTIR, sem lést 22. apríl, veröur jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju mið- vikudaginn 30. april kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hennar vinsamlegast láti Krabbameins- félagið njóta þess. Helgi Elfasson, Etías Helgason, Ingibjörg Helgadóttir, Þorkell Helgason, Helga Helgadóttir, Valur Helgason, Anna Marfa Helgadóttir. Guðrún Kristjáns- dóttir - Minning Fædd 19. desember 1903 Dáin 7. mars 1986 Guðrún Kristjánsdóttir var falleg kona, hávaxin og tíguleg, hvenær sem hún varð á vegi manns virtist hún spariklædd, slík var meðfædd snyrtimennska hennar og glæsi- leiki. Fyrir um það bil 30 árum átti ég því láni að fagna að kynnast Guðr- únu og manni hennar, Hallvarði Ámasyni, fyrst í Guðspekifélaginu, síðar lágu leiðir aftur saman í C/0 Frímúrarareglunni og loks enn f Jógafélaginu. Þannig liggja leiðir okkar mannanna stundum saman á ýmsa lund og á ýmsum vegum. Margt höfum við rætt saman á þessum langa og fagra vináferli, og var því þannig farið með Guðr- únu að útiit og innri maður voru vel í samræmi hvort við annað, og í öll þessi ár hef ég ekki hitt hana öðruvísi en þannig að frá henni stafaði jafnvægi og góðvild til allra og alls. Alltaf fóru menn frá henni ríkari en þeir komu. Guðrún var dulspök og draum- spök kona, sem ætíð hafði tíma og þolinmæði til að miðla okkur hinum af þeim gjöfum sem henni voru gefnar í þeim efnum og kom hún áfram til annarra því sem hún nam í gegnum langa og íhugula ævi. Þannig var það því oft að ef einhver átti um sárt að binda að hún gat á sinn sérstæða hátt mildað vanda- málin og hinn hiyggi gat farið af hennar fundi með huggun í hjarta. Hún fræddi um hin æðri máttarvöld sem ætíð eru til staðar í raunum okkar manna, okkur tii hjálpar og gerði sér hveijum ljóst að yfir honum væri vakað. Margt af því sem hún hafði frá að segja hefði verið efniviður í bækur, mörgum til blessunar, það glatast víða fjár- sjóðir. Hjá okkur, þeim mörgu sem þekktu hana, gekk hún ætíð undir nafninu „hún Guðrún okkar". Af systkinum hennar kynntist ég þeim Halldóru og Ingibjörgu og einnig bróður þeirra, Halldóri frá Skerðingsstöðum, mjög dulrænum manni sem býr einn á sínu búi og lifír fyrir það eitt að hjálpa sjúkum með fyrirbænum og hjálp að hand- an, þekki ég það af eigin raun. Hefur margur fengið frá honum mikla hjálp og margir orðið varir við þann mátt sem gegnum hann er veittur. Þau hjónin, Guðrún og Hallvarð- ur, voru ein þeirra lánsömu að eiga samhug á lífsbraut sinni, þau voru einstaklega samrýmd og höfðu einnig mikið bamalán. Ég votta bömum þeirra hjóna og öðrum nánum ættingjum Guð- rúnar samúð mína og þakka henni samfylgdina og góð kynni. Ég hef einnig verið beðin um að flytja samúðarkveðjur og þakkir frá vin- um í C/O Frímúrarareglunni, vinum t Eiginmaður minn, JÓN EGILL SVEINSSON, skósmlðameistarl, írabakka 4, sem andaðist 19. apríl á legudeild Landspítalans, Hátúni 10B, verður jarðsunginn frá Garðakirkju, Álftanesi, þriðjudaginn 29. apríl kl. 14.00. Guðný Vigfúsdóttir. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, SIGURÐUR BJARTMAR ARNMUNDSSON, lést 17. apríl í Sjúkrahúsi Akraness. Jarðarförin hefur farið fram. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkrahúss Akraness fyrir góða umönnun og öllum sem minntust hans. Valgerður Þórólfsdóttir, börn, barnabörn, tengdabörn og systur hins látna. t Móðir mín, SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR frá Vestri-Garðsauka, Blönduhlíð 23, Reykjavfk, andaðist á heimili sínu 14. apríl sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að beiðni hennar. Hrafnhildur Heba Wilde. t Móðir okkar, SIGURBORG SVEINSDÓTTIR, Austurbrún 4, áöur Hjallavegi 34, lést 26. apríl. Svelnn Matthfasson, Rúnar Matthfasson. t Hjartkær móðir okkar, STEFANÍA HANSEN, Bergþórugötu 16, lést 27. april. Ásta og Guöbjörg Sigrfður. í Guðspekifélaginu og vinum í Jóga- félaginu og ennfremur þakkir frá stúkunni Freyju fýrir vel unnin og óeigingjöm störf. Blessuð sé minning þessarar mætu konu. Stella G. Sigurðardóttir Það kom mér ekki á óvart er ég frétti andlát móðursystur minnar, Guðrúnar Kristjánsdóttur, þó að sárt væri. Guðrún hafði verið veik lengi og því var gott að hvfldin kom. Ég heimsótti hana stuttu áður og þá fann ég að hún þráði friðinn, hún var jafnvel hætt að snerta á handa- vinnu sem þó löngum hafði verið henni afþreying. Guðrún fæddist á Skerðingsstöð- um í Reykhólasveit, 19. desember 1903, hún var því tæplega 83 ára er hún andaðist. Guðrún var dóttir hjónanna Agnesar Jónsdóttur og Kristjáns Jónssonar er þar bjuggu til æviloka. Hún var fimmta bamið í röð 14 systkina og elsta dóttirin af fjórum dætrum. Guðrún stundaði nám í Húsmæðraskólanum á ísafírði veturinn 1925—1926 og veturinn 1928—1929 var hún í Hvítárbakkaskóla. Guðrún giftist Hallvarði Einari Ámasyni 22. júní árið 1929. Mann sinn missti hún 21. janúar 1969. Guðrún og Hallvarður voru alla tíð mjög samrýmd, þau settust að í Reykjavík og bjuggu þar allan sinn búskap. Hallvarður stundaði sjóinn lengst af og Guðrún hafði nóg að starfa heima við, því þeim varð sex bama auðið, fimm dætra og eins sonar. Þau em: Þórarinn Haukur, Kristín, Agnes, Ragna, Amfríður og Ámý, öll búsett hér á landi nema Kristín sem býr á Hawaii. Ég minnist þess þegar ég kom lítið bam f heimsókn til þeirra hjóna, Guðrúnar og Hallvarðar. Það var alltaf tilhlökkunarefni, bæði vegna þess að oft vom bamaböm þeirra í heimsókn og eins vegna þess hvesu vel var tekið á móti mér af þeim hjónum. Þau gerðu sér far um að okkur liði sem best, lásu sögur, spiluðu eða léku við okkur og ekki vom veitingamar af lakara taginu. Ég var sem ein af bamabömum þeirra og Guðrún var mér ætíð sem besta amma. Þegar ég eltist og lífíð tók á sig alvarlegri blæ, þá var samt enn gott að leita til Guðrúnar. Hún hafði gott lag á að leiðbeina og ræða við mig um ýmislegt, ekki síst um andleg málefni. Áhugi minn, sem vaknaði snemma, á andlegum málum efldist og styrktist mikið fyrir hennar tiistilli. Við misstum þvf ekki sjónar hvor á annarri þó bamið yxi og yrði fullorðið. Minn- ingin um þann kærleik og þroska sem streymdi frá henni mun ætfð fýlgja mér. Það einkenndi Guðrúnu hve gestrisin, iðjusöm og veitandi hún var. Alltaf hafði hún eitthvað á pijónum, eða var að sauma eða mála á léreft, sem var ætíð til að gleðja náungann. í veikindum Guðrúnar skiptust bömin og bamabömin á um að vaka yfír henni, því aldrei mátti skilja hana eftir eina. Guðrún fékk því að deyja á heimili sínu. Blessuð sé minning hennar. Agnes Þórann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.