Morgunblaðið - 29.04.1986, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL1986
ý stjarna?
Lítil stúlka, Radost Bokel, er fékk aðalhlutverkið í kvikmynd-
inni „Momo“, er taka á nú á næstunni, þykir efni í nýja
stjömu. Hún var valin úr hópi 2.000 umsækjenda, sagan segir
reyndar að hún hafi átt að koma síðust í prufutökuna, en fengið
að vera fyrst, þar sem móðir hennar átti afmæli og hún var
að flýta sér. Hún þótti þegar eins og fædd í hlutverkið, sem
10 ára munaðarleysingi sem hvergi á höfði sínu að halla, en
þvemeitar að fara á barnaheimili og býr í litlum helli fyrir utan
smábæ nokkum. Myndin er byggð á skáldsögu eftir Michael
Ende, leikstjóri verður Johannes Schaaf og annað aðalhlutverkið
verður í höndum gömlu kempunnar John Huston er hér sést á
myndinni með Radost litlu.
Höfundurinn og aðalleikarinn
skála við byrjun myndatökunnar.
Mynd byggð á
metsölubókinni
„The
Fourth
Protocol“
Metsölubókahöfundurinn
Frederick Forsyth heldur
áfram að gera það gott. Nýjasta
jiþók hans „The Foruth Protocol"
hefur nú þegar selst í rúmlega 7
milljón eintökum og hefur verið
ákveðið að gera kvikmynd er fylgi
söguþræðinum. Breski leikarinn
Michael Cain mun leika aðalhlut-
verkið og John Maekenzie leikstýra.
Reiknað er með að myndin verði
frumsýnd um áramótin næstu.
'Margir muna eflaust eftir myndinni
„Dagur sjakalans" er sýnd var hér
á landi fyrir nokkmm ámm við
mjög góða aðsókn, en hún var gerð
eftir einni af sögum Forsyth.
Tónlistin er alþjóðamál
sem þekkir engin landamæri
Rætt við Bergþóru Árnadóttur
vísnasöngvara
Bergþóra Ámadóttir hélt tón-
leika í Norræna húsinu á
sumardaginn fyrsta, en hún er
nýkomin heim úr hljómleikaferða-
lagi um Norðurlönd. Auk Berg-
þóm komu fram á tónleikunum
foreldrar hennar, þau Aðalbjörg
Jóhannsdóttir og Ámi Jónsson.
Lék Aðalbjörg á munnhörpu og
Ami á gítar. „Eg hef verið erlendis
í þrjá mánuði í vetur á ferðalagi
um Norðurlönd og hef spilað í
skólum í Noregi, Svíþjóð og Finn-
landi og reyndar Danmörku líka,"
sagði Bergþóra í samtali við blaða-
mann Morgunblaðsins. „Ég stansa
ekki lengi héma núna því ég er
að fara aftur út núna til að halda
tónleika á Norðurlöndunum í vor
og sumar.
— Hveniig skipuleggur þú
þessi tónleikaferðalög?
„Ég hef fengið fyrirgreiðslu hjá
samtökum vísnasöngvara á Norð-
urlöndum, sem heita Nordvisen —
þau greiða fyrir vísnasöngvörum
sem koma hingað til að halda tón-
leika og eins hafa þau greitt fyrir
Islendingum sem fara til að spila
á Norðurlöndum. Það er líka
ákveðinn gæðastimpill að vera í
Nordvisen en það eru ekki nema
þrír vísnasöngvarar hér á landi
sem eiga aðild að Nordvisen.
— Hvað er langt síðan þú byij-
aðir að syngja opinberlega?
„Eg hef verið að spila og syngja
síðan ég var krakki en mín fyrstu
spor á höfuðborgarsvæðinu eru
eiginlega Áma Johnsen að kenna
— mig minnir að það hafí verið
1973 að hann dreif mig í að koma
fram á tónleikum í Kópavogi."
— Hvar hefur þú stundað tón-
listamám?
„Mitt nám er ekkert, ekki form-
legt, meina ég. Pabbi spilar á gítar
og hefur gert það síðan ég man
eftir mér og gítarinn var eina
hljóðfærið á heimilinu. Hins vegar
bý ég að því að hafa verið í Pólý-
fónkómum í nokkur ár hvað söng-
inn varðar. Núna er ég að læra á
harmóníku en ætli ég fari í tónlist-
arskóla fyrr en ég verð orðin stór.“
— Hvað um tungumálaerfíð-
leika — valda þeir ekki erfiðleikum
í vísnasöng erlendis?
„Ég syng alltaf á íslensku,
þannig að þetta er ekkert mál.
Fyrst útskýri ég efni textans á
viðkomandi máli fyrir áheyrendum
mínum. Síðan legg ég mig fram
við að túlka vísuna þannig að efnið
nái til áheyrenda. Þetta hefur
gengið mjög vel, enda er tónlistin
alþjóðamál sem þekkir engin
landamæri."
— Nú er væntanleg snælda með
skólaljóðunum sem þú syngur
„Já, þetta getur verið mjög
erfítt. að halda áætlun og eins að
rogast um með hljóðfærin og plöt-
urnar (en ég verð að selja plöturn-
ar mínar að loknum hljómleikum
til að eiga fyrir uppihaldinu því
greiðslurnar fyrir hljómleikana
koma venjulega eftir dúk og disk).
Það getur verið strembið að rogast
með þetta svo nú ætla ég að hafa
með mér 14 ára son minn, sem
burðarkarl, og þannig verður þetta
léttara."
— Hvað um tónleikana í Nor-
ræna húsinu á sumardaginn fyrsta
— hvemig fannst þér að troða upp
á íslandi?
„Þeirgengu alveg ljómandi vel.
Þetta voru ljómandi skemmti-
legir tónleikar og góð stemmning.
Það var fullt hús og þar sem
aðsóknin var svona góð var ákveð-
ið að tónleikamir verði endurteknir
núna 1. maí á sama tíma, kl.
20.45. Ég vona bara að það komi
jafn margir þá.“
Dómnefndin í söngvakeppni Reykjavíkurborgar, f.v.: Birgir ísleifur Gunnarsson, Friðrik Þ. Friðriksson,
Knstín A. Olafsdóttir, Gunnlaugur Helgason og Svavar Gests sem er formaður dómnefndar og framkvæmda-
stjóri keppninnar.
SÖNGVAKEPPNIREYKJAVÍKURBORGAR
Fimm lög valin í úrslitakeppni
Dómnefndin í söngva-
keppni Reykjavíkur-
borgar hefur nú valið fímm
lög til úrslitakeppninnar úr
hópi þeirra 120 Iaga sem
tónskáld og textahöfundar
sendu inn. Urslitalögin fímm
verða flutt opinberlega í síð-
ari hluta maímánaðar en síð-
an verða úrslit gerð kunn
viku af júní.
Upphaflega stóð til að
kynna niðurstöður fyrr en
ákveðið var að fresta því
vegna þátttöku íslands í
söngvakeppni sjónvarps-
stöðva Evrópu sem ber upp
á sama tíma. Höfundar lags
og texta lagsins sem fyrstu
verðlaun hlýtur fá 100 þús-
und krónur í verðlaun. Önnur
verðlaun eru fímmtíu þúsund
krónur og þriðju verðlaun
tuttugu og fimm þúsund
krónur. í ráði er að öll fímm
úrslitalögin verði gefin út
sameiginlega á hljómplötu.
Bergþora Arnadóttir á tónleikunum í Nor
ræna húsinu á sumardaginn fyrsta.
inná, hvenær kemur hún á mark-
að?
„Þessi snælda átti að vera til-
búin í janúar sl. en nú er loksins
að komast hreyfíng á þetta. Það
er Námsgagnastofnun sem sér um
útgáfuna og snældan verður lík-
lega komin í skólana í haust.
Á henni verða 16 lög við Ijóð úr
skólaljóðunum. Ljóðin voru valin í
samráði við kennara og lögin eru
öll gamalkunn utan eitt sem ég
samdi sjálf.
Þessi snælda verður þannig að
öll lögin eru leikin án söngs í
öfugri röð hinu megin, þannig að
eftir að krakkamir hafa hlustað á
einhvert lagið geta þau snúið
snældunni við og sungið með
undirleiknum hins vegar.“
— Nú ert þú að fara út aftur í
maí — eru það svipuð verkefni sem
bíða þín í sumar?
„Nei, þetta verður ekki eins
erfítt núna. í vetur var ég að
syngja í skólum og var oft með
svona tveggja klst. dagskrá. Núna
í sumar mun ég verða á vísnamót-
um og kem fram svona í hálfa
klukkustund í hvert skipti."
— Erþettaerfíttstarf?