Morgunblaðið - 29.04.1986, Qupperneq 54
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL1986
54
AEg poirf- undirskriftir ti'eggja
áster...
.. . að trúa honum
fyrír leyndarmáli.
TM Reg. U.S. Pat. Off.—all rights reserved
e1985 Los Angeles Times Syndicate
—
að nota símaklefana er
búið að skemma þá!
víni!
HÖGNI HREKKVlSI
Meira en að segja það
að taka börn í sveit
Ágæti Velvakandi.
Föstudaginn þann 11. apríl síð-
astliðinn kom frétt frá Sigurði Jóns-
syni á Selfossi í Morgunblaðinu, um
fósturmæður á Suðurlandi. Ut á
fréttina sjálfa er ekkert að setja en
fyrirsögnin er gersamlega óskiljan-
leg: „Fjórfalt faðemismeðlag
56.720 fyrir bam til sumardvalar."
Ég vil fá skýringu á hvað átt er
við. Böm í þéttbýli em í skólum
þar til seinast í maí og byija aftur
fyrst í september. Við sveitakonur,
Velvakanda hafa borist mörg
svör við fyrirspum er birtist nýlega
í dálkunum um nafnaþulu. Hér
birtist svar frá Mörtu Tómasdóttur.
Svörin við gátunni em í sviga á
eftir hverri línu.
Einn kann vel á ísinn heija (Bjöm)
Annar byijar viku hveija (Helgi)
Með þriðja er venja að húsum hlúa
(Torfi)
Hét hinn fjórði á guð að trúa (Krist-
inn)
Ei má skam á sjötta líta (Hreinn)
Sjöundi við það sýnist drottinn
(Hallur)
Sá áttundi er meiri spottinn (Eilífur)
Dauðan níunda ei nálgast hót
(Ófeigur)
Nauða tíundi þyrfti um snót (Mey-
vant)
Hjá ellefta stendur heimskan hátt
(Alfur)
Heim í þeim tólfta, sá hefur átt
(Steini)
Þrettánda fysir fjöri að granda
(Hjörleifur)
sem höfum tekið böm til dvalar um
lengri eða skemmri tíma, höfum til
þessa ekki verið of sælar með það
sem við höfum haft í aðra hönd.
Það var fyrst síðastliðið sumar sem
greiðslan varð 3 meðlög með bami,
10.128 krónur á mánuði eða um
330 krónur á dag. Nú hafa konum-
ar á Suðurlandi komið sér saman
um 4 meðlög, 14,180 krónur eða
um 457 á dag (sem mun vera eitt-
hvað lægra en til dagmæðra og
vistforeldra í Reykjavík). Þetta eru
Fjórtándi sýnir mér skipan landa
(Kort)
Fimmtándi á himnum fæðist og
deyr (Dagur)
Fleygir sextándi hvössum geir
(Oddgeir)
Sautjándi er afleiðing unaðs tíða
(Ástvaldur)
Sá átjándi má í saurinn skríða
(Ormur)
Ég þeim nítjánda á eldinn kasta
(Kolur)
Með andanum finn ég þann tuttug-
asta(Loftur)
Marta lætur einnig aðra nafna-
þulu fylgja
Karlinn heitir ofan af fyalli (Hallur)
Kerlingin með ströndum fram
(Bára)
Sonurinn á hveiju þaki (Torfí)
Dóttirin hæsta tré í húsi (Ása)
Vinnumaðurinn úti og inni (Loftur)
Vinnukonan í hverri stétt (Stein-
unn)
Eldabuskan í hvers manns yndi
(Una)
engin oflaun, það er nefnilega oftast
meira en að segja það, að taka að
sér böm í sólarhringsgæslu vikum
saman, með allri þjónustu, umönn-
un og ábyrgð.
Sólarhringsgæsla á upptöku-
heimilinu á Dalbraut kostar (í jan-
úar síðastliðnum) 107.910 krónur á
mánuði eða 3.597 krónur á dag.
(Þetta á ekki við um geðdeildina
þar er um miklu hærri upphæðir
að ræða). Og hvað skyldi það svo
kosta fyrir sveitakrakkana sem fara
suður til náms? Bara fæði og her-
bergi, að allri þjónustu, umönnum
og ábyrgð slepptri. Já, þessi fyrir-
sögn er eiganda sínum ekki til
sóma, tilgangurinn er augljós.
Sveitafólk er orðið langþreytt á
þessum eilífu hnútuköstum í tíma
og ótíma og mál er að linni.
Svava Guðmundsdóttir
Görðum, Staðarsveit
Nafnaþulan
Víkverji skrifar
Langt er síðan fólk hefur fylgzt
jafn vel með verðlagi og nú á
undanfömum mánuðum. Ástæðan
er að sjálfsögðu sú mikla áherzla,
sem ríkisstjóm, verkalýðshreyfmg
og Verðlagsstofnun hafa lagt á að
vekja fólk til vitundar um að það
skipti máli, að neytandinn fylgist
vel með verðlagi. Þær ráðstafanir
sem ríkisstjómin gerði í kjölfar
kjarasamninganna til þess að koma
í veg fyrir, að einstakir bílainnflytj-
endur hagnýttu sér verðlækkun á
bílum með því að hækka álagningu,
svo og þegar hún kúgaði bankana
til þess að hverfa frá hækkun á
þjónustugjöldum og þegar hún kom
í veg fyrir fargjaldahækkun hjá
Flugleiðum á utanlandsleiðum, hafa
átt verulegan þátt í að beina athygli
fólks að verðlagi.
Sjálfsagt er þetta allt einhver
ástæða fyrir því, að Víkveiji veitti
sérstaklega eftirtekt mismunandi
verði á Kóka-Kóla og Tab í tveimur
stórum matvöruverzlunum í borg-
inni um daginn. í Víði í Mjóddinni
kostar einn og hálfur lítri af þessum
drykkjum í plastflöskum 79 krónur
en í verzlun Sláturfélags Suður-
lands í Glæsibæ kostar sama flaska
83 krónur. Verðmunur er sem sagt
4 krónur. Þetta er býsna mikill
verðmunur. Af hveiju stafar hann?
Er hugsanlegt að Víðir í Mjóddinni
fái þessar vömr á lægra verði frá
Vífilfelli hf. en Sláturfélagið? Það
er nánast útilokað. Eina skýringin
er sú, að Sláturfélagið leggi mun
meira á þessa vöm en Víðir. Það
hefur vakið athygli í fréttum frá
aðalfundum Sláturfélagsins síðustu
ár, að matvömverzlanir félagsins
hafa verið reknar með tapi. Það
skyldi þó aldrei vera skýringin á
þeim taprekstri að álagning félags-
ins sé svo há, að hún flæmi við-
skiptavini á brott. Það er a.m.k.
víst, að það verður langt þangað
til Víkveiji sér ástæðu til að kaupa
þessa vöm í verzlunum Sláturfé-
lagsins.
XXX
Veitingahús, sem sérhæfa sig í
kínverskum mat em vinsæl
viða um Vesturlönd. Nokkmm sinn-
um hafa verið gerðar tilraunir til
þess að setja upp slíka veitingastaði
hér en þær hafa of oft verið meiri
í orði en á borði. En nú hefur þetta
breytzt. Höfuðborgin hefur eignast
kínverskan veitingastað, sem stend-
ur undir nafni og meira en það.
Þetta er veitingahúsið Shanghai,
sem stendur við Laugaveg. Þetta
er lítill veitingastaður, smekklega
innréttaður og það sem mestu máli
skiptir: kínverski maturinn, sem þar
er fram borinn er afbragðs góður
og stendur vel undir þeim kröfum,
sem gerðar em til þess matar.
Shanghai hefur aukið fjölbreytnina
í veitingahúsum borgarinnar mjög.
Stundum hefur það borið við, að
fólki þyki matur á veitingahúsum
hér ótrúlega líkur. Sjálfsagt er það
vegna þess, að matreiðslumennimir
em væntanlega flestir frá sama
skóla. En þeir, sem koma í Shang-
hai þurfa ekki að kvarta undan
þessu.
XXX
Hvað er að gerast á skemmti-
stöðum Reykjavíkurborgar?
Helztu skemmtiatriðin virðast vera
„blautbolskeppnir", „leðjuglíma" og
„fatafellur". Allt er þetta með ein-
um eða öðmm hætti tilraun til þess
að standa fyrir nektarsýningum án
þess að nefna það því nafni. Ung
stúlka hafði orð á þessu við Vík-
veija fyrir skömmu og sagði að
þvl færi fjarri, að þetta væm ein-
faldlega „skemmtiatriði" eins og
þau sem tíðkuðust í útlöndum. Þar
færu nektarsýningar fram I lokuð-
um klúbbum, en hér væri verið að
efna til þeirra á almennum
skepmtistöðum.
Ábyrgð þeirra veitingamanna,
sem fyrir þessu standa er mikii.
Yfirvöld hljóta að íhuga, hvort
ástæða sé til að láta þetta afskipta-
laust. En aðaláhyggjuefnið er þó
kannski þetta: hvemig í ósköpunum
stendur á því að ungt fólk lætur
hafa sig í þátttöku í „sýningum"
af þessu tagi. Er svo komið, að allt
sé hægt að kaupa fyrir peninga á
íslandi? Og ef svo er — hvað er þá
næst?