Morgunblaðið - 29.04.1986, Side 60
ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1986
VERÐ1LAUSASÖLU 40 KR.
Verkföll á farskipunum:
Fyrsta skipið
stöðvast í dag
Á HÁDEGI í dag hefst tveggja
sólarhringa verkfall skipstjóra
og áður en því lýkur hefst ótima-
bundið verkfall undirmanna á
farskipum. Farskipin byija að
stöðvast í dag.
Þórður Sverrisson framkvæmda-
stjóri hjá Eimskipafélagi íslands
sagði í gær að verkföllin færu strax
að valda töfum í áætlun skipanna
og verulegu tjóni, ef ekki semdist
áður en til þeirra kæmi. í dag stöðv-
ast fyrsta skip Eimskips, Skeiðs-
foss, en það er að lesta saltfisk á
ströndinni. Önnur skip félagsins
sem voru hér á landi fóru út í gær
eða fara fyrir hádegið í dag, en þau
eru Goðafoss, Ljósafoss, Eyrarfoss
og Laxfoss. Ifyrsta áætlunarskipið,
Reykjafoss, kemur síðan á morgun
Akureyri:
Eldur í togar-
anum Júpíter
Akureyri.
ELDUR kom upp í togaranum
Júpíter þar sem hann Iá við
bryggju í Slippstöðinni hf. á
Akureyri á iaugardaginn. Verið
var að vinna í skipinu er kviknaði
í færibandi.
Skemmdir urðu ekki verulegar —
færibandið skemmdist reyndar
mjög mikið og ljós og rafmagns-
búnaður sem var nálægt, mun eitt-
hvað hafa skemmst. Talið er að
kviknað hafl í út frá rafmagni.
Fljótlega tókst að slökkva eldinn.
og stöðvast strax. Lagarfoss er
væntanlegur og svo stöðvast þau
eitt af öðru.
Fjárfest í
húsnæði í
höfuðborginni
fyrir 350
milljónir 1984
Akureyri.
20% AF seldum eignum i
Reykjavík fyrir tveimur árum,
1984, voru keypt af fólki bú-
settu utan höfuðborgarsvæðis-
ins. Af þeim voru 5% sem ekki
flutt til Reykjavíkur, þannig
að þann hluta má túlka sem
hreina fjárfestingu.
Þessar upplýsingar komu fram
í máli Stefáns Ingólfssonar, verk-
fræðings hjá Fasteignamati ríkis-
ins, á ráðstefnu um byggingamál
sem haldin var á Akureyri um
helgina.
Stefán sagði að á verðlagi dags-
ins í dag væri kaupverð þessara
íbúða um 1,5 milljarðar og 5% af
því, fjárfestingarhlutinn, væri því
um 350 milljónir króna.
Sjá bls. 34 og 35.
Morgunblaðið/Ævar
Þríburarnir á Eskifirði eru að verða eins árs. Frá vinstri eru: Jóhanna Björk, Guðni Þór og
Ragnheiður Björg.
Eskfirsku þríburarnir dafna vel
Eskifírði.
1. maí er liðið ár frá því þríburarnir eskfirsku
litu dagsins ljós í fyrsta sinn. Á því ári sem liðið
er hafa þeir dafnað vel og eru nú orðnir hinir
pattaralegustu.
Fréttaritari Morgunblaðsins brá sér í heimsókn
til þríburanna og foreldra þeirra á sumardaginn
fyrsta. Foreldramir eru Magnús Guðnason og Jóna
M. Jónsdóttir. Það sátu allir úti í góða veðrinu og
nutu sólarinnar og voru þríburamir hinir ánægðustu
og léku sér í sólinni, en sumardagurinn fyrsti hefur
verið besti dagur ársins fram til þessa á Eskifirði
og komst hitinn upp í 13 stig. Ævar
Lítil hætta á
að geislavirkni
berist hingað
SAMKVÆMT upplýsingum frá
Veðurstofunni rflcir stíf sunnan
átt í háloftunum yfír Skandinav-
íu. Því var ekkert sem benti til
þess í gær að geislavirkni sem
vart varð í Svíþjóð og talin er
koma frá kjamorkuveri norðan
Kiev í Úkraínu, berist hingað
til lands.
Fyrirtæki í Bandaríkjunum mótmælir hvalveiðum íslendinga:
Scandinavian Design neit-
ar að selja íslenzkar vörur
BANDARÍSKA fyrirtækið
Scandinavian Design hefur neit-
að að flytja inn og selja íslenskar
vörur í Bandaríkjunum, svo lengi
sem Islendingar stunda „sam-
viskulausa slátrun hvala“, eins
og segir í bréfi sem forstjóri
fyrirtækisins, Celia Lindblom,
ritaði Úlfi Sigurmundssyni, við-
skiptafulltrúa aðalræðismanns-
skrifstofunnar í New York.
Scandinavian Design er stórt
fyrirtæki, sem selur fyrir um 45
milljónir Bandaríkjadala á ári,
aðallega húsgögn.
Úlfur Sigurmundsson hafði áður
leitað til Scandinavian Design að
beiðni Eyjólfs Axelssonar forstjóra
húsgagnaverslunar Axels Eyjólfs-
sonar hf., eða AXIS, en Eyjólfur
hafði áhuga á að fá Scandinavian
Design til að selja fyrir AXIS svefn-
herbergishúsgögn í Bandaríkjun-
um. I svarbréfi forstjóra Scandina-
vian Design segir: „Scandinavian
Design Inc. mun ekki verða við
því boði yðar að flytja inn AXIS
klæðaskápa í svefnherbergi, né mun
fyrirtækið flytja inn nokkra íslenska
framleiðslu fyrr en íslendingar
hætta þeirri samviskulausu iðju
sirmi að slátra hvölum."
Celia Lindblom sagði í samtali
Verðbólgan getur allt eins
farið yfir „rauða strikið“
ALLT bendir til þess að framfærsluvísitalan sem reiknuð er eftir
verðlagi í maíbyrjun verði alveg við „rauða strikið“ sem aðilar
vinnumarkaðarins miðuðu við við gerð kjarasamninganna á dögun-
um. Enn er töluverð óvissa með vísitöluna en hún getur alveg eins
orðið lítið eitt fyrir ofan viðmiðunarmörkin eins og fyrir neðan
þau. En máhn skýrast fyrir miðjan maí þegar vísitalan verður
gefin út.
Við gerð kjarasamninganna var
gengið út frá því að framfærslu-
visitalan hækki ekki meira en um
2,5% frá áramótum til maíbyijun-
ar. Vísitalan má hækka um allt
að 1,16% í maí til að viðmiðunar-
mörkin haldi, en hins vegar er vitað
um hækkanir sem nú koma inn í
vísitöluna og nema tæpu einu pró-
senti. Inn í framfærsluvísitöluna
kemur nú hækkun á byggingavísi-
tölu, bifreiðatryggingum, áfengi
og tóbaki, eggjum, auk ýmissa
árstíðabundinna hækkana svo sem
á ferðalögum innanlands, að-
göngumiðum að knattspymuleikj-
um, miðum í Happdrætti DAS og
tjaldvögnum svo dæmi séu tekin.
Síðasttöldu hækkanimar koma
aðeins einu sinni á ári og bera þær
því með sér verðbólguna í fyrra.
Til frádráttar kemur svo að sjálf-
sögðu bensínlækkunin. Ekki hafa
verið kannaðar hækkanir á mat-
vælum og fatnaði og er það óvissan
í málinu. Vitað er um ákveðnar
hækkanir á innflutningsverði
vegna gengisþróunar, en á móti
kemur að hinar hefðbundnu land-
búnaðarvörur hækka ekki, og
lækkanir eru á einstaka vöruflokk-
um. Þá hafa iðnfyrirtækin í sumum
tilvikum tekið gengisþróunina á sig
án þess að hækka vöruverðið.
og
Víst er að svigrúmið er lítið og
„í besta falli verður hækkunin
undir strikinu", eins og einn við-
mælandi Morgunblaðsins orðaði
það. Ef hækkanimar fara yfir
viðmiðunarmörkin kemur til kasta
sérstakrar launanefndar ASÍ
VSÍ. Hún getur ákveðið launabæt
ur vegna breytinga á verðbólgufor-
sendum. Verði ekki samkomulag f
nefndinni skiptast ASÍ og VSI á
um að ráða oddaatkvæðinu. Ef svo
fer nú að vísitalan fari yfir viðmið-
unarmörkin og samkomulag næst
ekki um launabætur ræður ASÍ
afgreiðslu málsins.
við blaðamann Morgunblaðsins í
gær, að með þessu móti hefði hún
viljað leggja sitt af mörkum til að
koma í veg fyrir útrýmingu hvala-
stofnsins. Hún sagði að það væri
hreint yfirskyn hjá íslenskum
stjómvöldum að hvalveiðamar
væm stundaðar í vísindaskyni.
„Eini vísindalegi tilgangurinn sem
ég sé með þeim er að telja fjölda
hvala í sjónum með því að drepa
þá,“ sagði Lindblom.
Sem svar við því hvers vegna hún
léti óánægju sína með hvalveiðar
íslendinga bitna á aðila í gjörólíkri
atvinnugrein sagði Lindblom: „Ég
gæti skrifað þúsund bréf til ís-
lenskra stjómvalda og viðkomandi
hvalveiðifyrirtækja, án þess að það
hefði nokkur áhrif. Mín reynsla er
einfaldlega sú að stjómvöld og
hagsmunaaðilar taka ekki við sér
fyrr en komið er við pyngjuna á
einhvem hátt.
„Þetta er dæmi um öfgafull við-
brögð, sem maður stendur agndofa
frammi fyrir. Og ekki nóg með það
að ég fái þetta svarbréf, heldur
hefur forstjóri Scandinavian Design
að eigin frumkvæði tekið að sér að
rita íslenska sendiráðinu í Washing-
ton DC sams konar bréf. Sem betur
fer er þessi harða afstaða einsdæmi,
en það þýðir ekki að okkur stafí
engin hætta af viðbrögðum Banda-
ríkjamanna við hvalveiðum okkar.
Hættan er raunveruleg," sagði Úlf-
ur Sigurmundsson.