Morgunblaðið - 24.05.1986, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1986
Fulltrúarnir á æskulýðsfundinum fyrir framan Gerðuberg.
Morgunblaðið/Þorkell
Æskulýðsfulltrúar þinga
FUNDUR norrænna æskulýðsleiðtoga hófst í Gerðubergi í Reykja-
vík í gær, og lýkur fundinum f dag. Fundinn sitja rúmlega 20
fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum.
Fulltrúamir ræða á fundinum um æskulýðsstarf á Norðurlöndum,
hvemig starfið er skipulagt af hálfu ríkisins og hvemig æskulýðsstarf
hefur verið að þróast. Erlendur Kristján æskulýðsfulltrúi ríkisins hefur
haft vegog vanda af undirbúningi fundarins.
Rainbow Navigation:
Utanríkisráðherra ræðir
við Shultz í næstu viku
Sitja báðir fund NATO í Halifax
Flugleiðir
fljúga fyrir
Scanair
FLUGLEIÐIR hafa tekið að sér
leiguflug fyrir Scanair með einni
flugvél næstu 5-7 vikumar, að
sögn Steins Loga Björnssonar
fulltrúa forstjóra Flugleiða.
Scanair, sem er systurfélag nor-
ræna flugfélagsins SAS, er ieigu-
flugfélag.
Steinn Logi sagði að Flugleiðir
hefðu verið að fljúga fyrir SAS
meira og minna í allan vetur. Þetta
verkefni hefði hins vegar komið
skyndilega upp í hendumar á þeim.
Um væri að ræða flug á milli
Norðurlandanna og Miðjarðarhafs-
landa. Fiugleiðir leigja DC-þotu frá
Bandaríkjunum til að nota í þetta
verkefni og verður að öllum líkind-
um byrjað að fljúga á sunnudag.
70% viðskipta-
vina velja
sterka bensínið
— segir Þórður Ás-
geirsson forstjóri Olís
UM 70% viðskiptavina velja
sterkara bensínið sem Olís, eitt
olíufélaganna, hefur á boðstólum
á nokkrum bensinstöðvum sín-
um, að sögn Þórðar Ásgeirssonar
forstjóra OIis. Þórður sagði að
salan hefði aukist hjá félaginu
frá þvi það fór að bjóða upp á
sterka bensinið og margir látið
þakklæti sitt í Ijós með ýmsum
hætti.
Sterka bensínið er 97,1 oktan en
annað bensín sem selt er hér á landi
er 93 oktan. Þórður sagði að við-
brögð viðskiptavinanna sýndu að
margir bíleigendur vildu fá betra
bensín en hér hefði verið á boðstól-
um og að bfleigendur vildu geta
valið. Sumir vildu frekar kaupa
venjulega bensínið og bjóst hann
við að helmingur bflgeigenda veldi
það þegar tímar liðu. Þórður sagði
að Olís myndi reyna að bjóða sterka
bensínið áfram, en ekki væri séð
fyrir endann á því hvort það yrði
hægt. Olís á birgðir sem Þórður býst
við að endist út júlí. Hann sagði
að sterka bensínið yrði að vera dýr-
ara en það venjulega ef um fram-
hald á sölu þess yrði að ræða.
Starfsemi
Skólagarða
Reykjavíkur
að hefjast
SKÓLAGARÐAR Reykjavík-
ur hefja starfsemi sína um
næstu mánaðamót.
Skólagarðar eru reknir á
fimm stöðum í Reykjavík, í
Skeijafirði, við Ásenda, í Laug-
ardal, Stekkjarbakka f Breið-
holti og Ártúnsholti í Árbæ.
Innritun hefst fimmtudaginn
29. maí kl. 8.00 og er gjaldið
kr. 250. Öllum bömum á aldrin-
um 9—12 ára er heimil þátttaka.
í Skólagörðum Reykjavfkur
fá böm leiðsögn við ræktun á
grænmeti og plöntum, auk þess
að fara í leiki og stuttar göngu-
ferðir í nágrenni við garðana til
náttúmskoðunar og fræðslu um
borgina. (Fréttatilkynning.)
Skáksamband íslands:
Tekur Þrá-
inn við af
Þorsteini?
AÐALFUNDUR Skáksambands ís-
lands verður haldinn í dag. Þor-
steinn Þorsteinsson forseti sam-
bandsins gefur ekki kost á sér til
endurkjörs. Talið er víst að varafor-
setinn, Þráinn Guðmundsson, taki
við stjóm Skáksambandsins af
Þorsteini á fundinum f dag.
MATTHÍAS Á. Mathiesen utan-
ríkisráðherra mun að beiðni
Shultz utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna hitta hann á fundi í
Halifax í Kanada í næstu viku,
þar sem þeir munu ræða ágrein-
ing íslenskra og bandariskra
stjórnvalda, vegna flutninga
fyrir vamarliðið á Keflavikur-
flugvelli.
Rikissaksóknari hefur óskað
eftir þvi við Rannsóknarlögreglu
rikisins að fram fari rannsókn á
átta atriðum i skrifum Jóns
Sveinssonar, sjóliðsforingja, um
Landhelgisgæsluna.
Upphaf þessa máls má rekja til
greinar, sem Jón Sveinsson skrífaði
TVÆR konur sluppu með lítils-
háttar meiðsli eftir að bifreið
þeirra valt ofan i Bæjargil við
bæinn Gilsbakka í Akrahreppi
síðastliðinn þriðjudag. Billinn fór
margar veltur niður 4 metra
háan kant og er talinn gjörónýt-
ur.
Konumar vom á leið til Akur-
eyrar frá bænum Egilsá í Skagafirði
er þær villtust af leið og óku svo-
kallaðan Kjálkaveg, sem endar við
bæinn Gilsbakka í Akrahreppi.
Þegar þangað kom gerðu konumar
sér grein fyrir að þær höfðu villst,
„Mál þessi standa óbreytt frá
því að ég óskaði ekki eftir komu
bandarísku viðræðunefndarinnar
hingað," sagði utanrfkisráðherra er
blm. Morgunblaðsins spurði hann
hvort eitthvað nýtt hefði gerst
varðandi ágreining íslenskra og
bandarískra stjómvalda vegna
einkaleyfis Rainbow Navigation á
flutningum fyrir vamarliðið. „Ég
og birtist í Morgunblaðinu hinn 24.
aprfl síðastliðinn, þar sem hann fer
hörðum orðum um ýmislegt er lýtur
að starfsemi Landhelgisgæslunnar.
í grein sinni segir Jón meðal ann-
ars: „En hvað höfðust menn þá að?
Fyllerí og spil. Hafði ég aldrei séð
en bfllinn var þá að verða bensfn-
laus. Hjörleifur Kristinsson, bóndi
á Gilsbakka, lét konumar hafa
bensín og hugðust þær snúa við á
veginn til Akureyrar er óhappið
varð.
Hjörleifur sagði að er hann var
á leið heim, eftir að hafa látið
konumar fá bensínið, hefði hann
heyrt mótorinngjöf, litið við og séð
í sömu andrá bílinn steypast fram
af kantinum. Hefði bfllinn farið
margar veltur og lent ofan í stór-
giýti í Bæjargilinu. Sagði Hjörleifur
að mikil mildi væri að ekki hefði
farið verr, en konumar kváðust að
mun í næstu viku hitta Shultz
samkvæmt hans beiðni. Ég hitti
hann á NATO-ráðherrafundi í Hali-
fax,“ sagði Matthías, „og á þeim
fundi mun ég gera honum grein
fyrir mínum sjónarmiðum í þessu
rnáli."
Utanríkisráðherra fer til Halifax
til þess að vera viðstaddur vorfund
Norður-Atlantshafsbandalagsins.
Auk ráðherrans munu fyrir íslands
hönd sitja fundinn Ólafur Egilsson
þvílíkt áður, þama drukku yfir- og
undirmenn áfengi lejmt og ljóst og
þótti ekkert tiltökumál." Þessi
ummæli Jóns, auk nokkurra ann-
arra, sem hann gerir að umtalsefni
í greininni, em meðal þeirra atriða
sem rannsóknin beinist að.
mestu vera ómeiddar er hann kom
að flakinu. Hann treysti sér þó ekki
til að ná þeim út og hringdi á næstu
bæi eftir aðstoð. Þá komu einnig á
staðinn lögregla og sjúkrabíll frá
Sauðárkróki.
Hjörleifur sagði ennfremur að
það hefði verið lán í óláni, að hann
varð vitni að óhappinu, þvf vegurinn
við Bæjargil væri mjög fáfarinn og
oft liðu margir dagar án þess að
nokkur færi þar um. Því hefði getað
farið illa, ef konumar hefðu setið
fastar í bflnum, án þess að nokkur
hefði haft hugmynd um hvar þær
væru niðurkomnar.
skrifstofustjóri utanríkisráðuneytis-
ins og Hreinn Loftsson aðstoðar-
maður utanríkisráðherra. Auk
þeirra munu fastafulltrúi íslands
hjá NATO, Tómas Tómasson, og
varafastafulltrúi hjá NATO, Valgeir
Ástvaldsson, sitja fundinn.
Ný símaskrá
komin út
SÍMASKRÁIN 1986 er komin út.
Hún verður afhent símnotendum
á póst- og símstöðvum um land
allt næstu daga gegn framvísun
sérstakra afhendingarseðla, sem
póstlagðir hafa verið.
í Reykjavík og nágrenni hefst
afhendingin mánudaginn 26. maí.
Skrána er þegar farið að senda
út á land til dreifingar.
Upplag símaskrárinnar að þessu
sinni er um 130 þúsund eintök.
Brot skrárinnar er óbreytt frá því
sem verið hefur undanfarin ár, en
blaðsíðutalið eykst um 56 síður frá
því í fyrra og er nú 720 síður.
f skránni nú birtast mun fleiri
götukort af stærri kaupstöðum og
bæjum en áður eða samtals 20.
Með aðalskránni eru gefnar út
sérstakar svæðaskrár eins og á síð-
ast ári og verða þær til sölu á póst-
og símstöðvum um leið og afhend-
ing símaskrárinnar fer fram.
Þær símanúmerabreytingar, sem
eru í tengslum við útkomu síma-
skrárinnar nú eru ráðgerðar laugar-
daginn 7. júní nk., en verða til-
kynntar nánar síðar.
Ríkissaksóknari:
Óskar eftir rannsókn á
skrifum Jóns Sveinssonar
Villtust á leið til Akureyrar:
Bíllinn gjörónýtur eftir
veltu í stórgrýtt gil