Morgunblaðið - 24.05.1986, Blaðsíða 56
LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1986
VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR.
Hafskipsmálið:
Sjöundi mað-
urinn látinn
laus að loknum
yfirheyrslum
( feSJÖUNDI maðurinn í Hafskips-
málinu, sem handtekinn var við
komuna til Keflavikur frá Lond-
on í gær, var látinn laus að lokn-
um yfirheyrslum bjá Rannsókn-
arlögreglu ríkisins seint i gær-
kvöldi. Að sögn Hallvarðs Ein-
varðssonar, rannsóknarlögreglu-
stjóra ríkisins, gaf maðurinn
rækilega og skilmerkilega
skýrslu við yfirheyrslurnar og
að henni lokinni var ekki tolín
ástæða til að hafa manninn leng-
urí haldi.
í gær var unnið að því hjá RLR
og í sakadómi Reykjavíkur að búa
gögn málsins í hendur hæstaréttar-
__dómurum og réttargæslumönnum
sakborninganna fimm, sem kærðu
gæsluvarðhaldsúrskurði sakadóms
Reykjavíkur til Hæstaréttar. Eftir
að Hæstiréttur hefur fengið málið
í sínar hendur hafa réttargæslu-
mennimir þijá sólarhringa til að
gera athugasemdir eða koma grein-
argerðum á framfæri við dóminn.
Útlit er fyrir að Hæstiréttur taki
kærumar til meðferðar strax eftir
helgina en samkvæmt lögum ber
að hraða afgreiðslu kærðra gæslu-
varðhaldsúrskurða sem frekast er
*Kostur.
Smyglí
Suðurlandi
TOLLVERÐIR úr Reykjavík
lögðu hald á smyglvaming um
borð í flutningaskipinu Suð-
urlandi við komu skipsins til
Hafnarfjarðar síðastliðinn
fímmtudag. Við tollskoðun
fundust 292 flöskur af áfengi
og hafa fjórir skipveijar játað
aðild að smyglinu.
Suðurland kom hingað til
lands frá Spáni og Portúgal, þar
sem megnið af áfenginu var
keypt. Smyglvamingurinn hafði
verið falinn í sérsmíðuðu hólfi
fremst í skipinu og var þannig
frá gengið að engar misfellur
sáust. Tollverðir létu þó ekki
blekkjast og fundu flöskumar í
þessum haglega gerða felustað.
Hér var aðallega um að ræða
rússneskt vodka, en söluverð-
mæti vamingsins er um það bil
300 þúsund krónur.
Morgunblaðið/Bjami
Glgja Birgisdóttir krýnd Fegurðardrottning íslands 1986 í nótt. Halla Bryndís Jónsdóttir Fegurðardrottníng íslands 1985 krýndi
hana og fleiri fegurðardrottningar voru viðstaddar, m.a. Ungfrú heimur, Hólmfríður Karlsdóttir.
Gígja Birgisdóttir Fegurðardrottning Islands
GÍGJA Birgisdóttir, 18 ára gömul stúlka frá Akureyri, var krýnd
Fegurðardrottning íslands 1986 á Broadway á öðrum tímanum í nótt.
Þóra Þrastardóttir, 19 ára, var kjörin Fegurðardrottning Reykjavíkur,
en hún varð í öðru sæti í keppninni. í þriðja sæti varð Rut Róberts-
dóttir, í flórða sæti Kolbrún Jenný Gunnarsdóttir og í fimmta sæti
varð Margrét Jörgens. Troðfullt veitingahúsið hyllti hinar nýju Fegurð-
ardrottningar lengi og innilega. Keppnin hefur að mati kunnugra
sjaldan verið eins spennandi og nú.
Rannsóknir Lýðs Björnssonar:
Elsta hús Reykjavíkur er
byggt 1763 en ekki 1752
Viðeyjarstofa verður elsta hás höfuðborgarinnar
„ELSTA hús í Reykjavík, Aðal-
stræti 10, er ekki byggt 1752
eins og stendur á því. Það er
alveg örugglega byggt 1763,“
sagði Lýður Björnsson, sagn-
fræðingur, en hann hefur kynnt
sér skjöl um byggingasögu
Reykjavíkur i Kaupmannahöfn
og í Reykjavík.
Að sögn Lýðs er hugsanlegt að
Coldwater gerir sér-
samning við 3 frystihús
Aðalstræti 16 gæti verið eldra en
Aðalstræti 10 því elsti hlutinn mun
vera bindingsverkshús, sem búið er
að jámklæða að utan og kemur illa
heim við húsalýsingu frá 1759.
Samkvæmt þeirri lýsingu var þar
timburhús. Hann sagðist hafa farið
að kanna aldur húsanna við Aðal-
stræti nánar með tilliti til brunans
sem varð í mars 1764 þegar húsin
brunnu við Aðalstræti, en hann
telur að það hafi verið húsin númer
14, 16 og spunastofan við Gíjóta-
götu, sem urðu eldinum að bráð.
Eftir bmnann voru húsin endur-
byggð á þessum lóðum en sam-
kvæmt gömlum heimildum hefur
timburhús við Aðalstræti 12 sloppið
og ætti hann bágt með að skilja
hvemig það mætti vera. Það hús
stóð fram till816ogvarþárifið.
„Þegar Reykjavík fær Viðeyjar-
stofu í afmælisgjöf verður hún elsta
húsið í bæjarlandinu án nokkurs
vafa, byggð 1752 til 1754,“ sagði
Lýður. „En ég vil minna á að eftir
8 ár á Skúli Magnússon tvöhundruð
ára ártíð. Verðugt væri að borgin,
samtök verslunarfólks og iðnaðar-
manna minntust þess með viðeig-
andi hætti. Hann var þó óumdeilan-
lega faðir Reykjavíkur."
Fyrsti samningnr sinnar tegnndar hjá fyrirtækinu
Coldwater Seafood Corpora-
tion, dótturfyrirtæki SH i Banda-
ríkjunum, hefur gert sérstakan
samning við þijú islensk frysti-
hús um framleiðslu á karfaflök-
um í nýjum pakkningum. Þetta
er í fyrsta sinn, sem Coldwater
jemur beint við ákveðin frystihús
um framleiðslu og sölu á físki.
Fyrirtækin þrjú eru Grandi hf.,
Haraldur Böðvarsson og co., Akra-
nesi, og Hvaleyri hf. í Hafnarfirði.
Samningur þessi hljóðar upp á 500
lestir af karfa í sérstökum eins
punds pakkningum og öðrum litlu
minni.
Magnús Gústafsson, forstjóri
Coldwater, sagði í samtali við
Morgunblaðið, að þetta væri í fyrsta
skipti sem samið væri við einstaka
framleiðendur innan SH um fram-
Ieiðslu á ákveðinni vörutegund.
Þetta væri ekki stór samningur og
þess vegna hefði verið gripið til
þess ráðs að semja við aðeins þijú
fyrirtæki á karfaveiðisvæðinu til að
uppfylla óskir kaupendanna. Þó
sölumiðstöðin og Coldwater væru
stór fyrirtæki og gætu ráðið við
samninga um sölu á fiski í miklu
magni mætti ekki forsmá minni
kaupendur, sérstaklega þegar
framleiðslugetan og möguleikinn
væru fyrir hendi.
Ólafur Guðmundsson, starfsmað-
ur Coldwater, sagði að þetta væri
fyrsti samningur sinnar gerðar, en
nú væri verið að semja um fram-
leiðslu og sölu á um 170 lestum af
karfa til viðbótar. Hann sagði það
stefnu Coldwater að gera öllum
framleiðendum jafnt undir höfði,
hvað varðaði samninga sem þessa,
en óskir kaupenda um fisktegundir
hefðu valdið því, að nú hefði aðeins
verið samið við frystihús á suðvest-
urhomi landsins. Yrðu möguleikar
á minni sérsamningum um sölu og
framleiðslu á öðrum fisktegundum,
kæmu allir framleiðendur innan SH
til greina.
Aðalstræti 10 er 11 árain yngra hús en áður var talið. Auk þess
mun húsið missa titilinn elsta hús Reykjavikur þegar Reykjavíkur-
borg fær Viðey í afmælisgjöf frá ríkinu og Viðeyjarstofa fær titilinn.