Morgunblaðið - 24.05.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.05.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1986 47 „Ekki rétt að gera eitt mál að k o sning’ab o mbu “ Fulltrúar Kvennalistans fyrir utan Hótel Vík. — segja fulltrúar Kvennalistans „Borgarstjómarkosningar snúast fyrst og fremst um stefnu í borgarmálefnum. Okkur finnst ekki rétt að taka eitt mál og gera það að kosning- arbombu, og leggjum því ekki áherslu á eitt einstakt mái. Við leggjum í grundvallaratriðum áherslu á breytt verðmætamat og auk þess teljum við nauðsyn- legt að laun þeirra lægst Iaun- uðu í borginni hækki,“ sögðu fulltrúar Kvennalistans í Reykjavík á fundi með frétta- mönnum. Fulltrúar Kvennalistans boðuðu fréttamenn á sinn fund til að kynna stefnuskrá í borgarmálefn- um og sögðust m.a. boða til fund- arins vegna þeirrar sérstöðu að hafa ekki yfir ákveðnu málgagni að ráða líkt og hinir flokkamir. Stefnuskrá Kvennalistans sögðu þær byggjast öðru fremur á kvennapólitík, sem ekki væri hægt að staðsetja á pólitískum ás sem liggur frá vinstri til hægri eða öfugt. Kvennapólitík sögðu þær líkt og þriðju víddina, eða þriðja homið á þríhymingi, og sögðu þær stefnuskrá listans grundvallast á þessari afstöðu. Þær töldu að breyta þyrfti stefnu og starfsháttum flokkanna til að þeir yrðu konum aðgengilegri, en Kvennalistinn byggir að sögn þeirra á dreifingu valds og ábyrgðar, og í því skyni liggur fyrir samþykkt um að engin kona skuli vera lengur en tvö ár í kjöm- um stofnunum, nefndum og ráð- um. Þá nefndu þær helstu viðburði í kosningabaráttunni, en Kvenna- listinn hefur gefið út og dreift stefnuskrá sinni. Þá eru þær með útimarkað og söng á Lækjartorgi þegar veður leyfir, fjölskylduhátíð verður sunnudaginn 25. maí í nýja Sóknarhúsinu við Skipholt, og kosningakvöldið og nóttina þar á eftir verður safnast saman á Gauki á Stöng. Vakin var athygli á því að í 15. sæti listans er sænsk kona sem búsett er hér á landi, en það Morgunblaðið/Börkur er að öllum líkindum í fyrsta sinn sem erlendur ríkisborgari er í framboði til borgarstjómar. „Við viljum jafnrétti að nóttu sem degi,“ sagði einn fulltrúinn, hinir tóku undir það og sögðust leggja áherslu á að sjónarmið kvenna og reynsla þeirra nýttist betur við ákvarðanatökur í borg- armálefnum. í munnstykkinu vinstra megin er tjara úr einum pakka af síga- rettum. Munnstykki sem draga úr skaðsemi - reykinga á markað NÝLEGA hófst hér á landi sala sígarettumunnstykkja af gerðinni Tar-Gard, sem draga úr skaðsemi reykinga á þann hátt að megnið af tóbakstjörunni verður eftir í munnstykkinu í stað þess að fara niður í lungu reykingamanna. Tar-Gard munnstykkin eru gagnsæ, svo reykingafólk getur fylgst með því hversu mikil tjara berst úr hverri sígarettu, og að sögn hafa áhrif þess auðveldað mörgum að hætta að reykja. Uppgötvun Tar-Gard tjörusíunnar byggist á lögmáli ítalska eðlisfræð- ingsins Venturis, sem var uppi á átjándu öld. Reykurinn dregst gegn- um örmjótt op og síðan er hraði hans aukinn upp í um það bil 300 km á klst. Þá rekst reykurinn á haft sem stöðvar tjöru og nikótín. Reykur- inn fer siðan fram hjá haftinu og út í gegnum munnstykkið án þess að þessi meðferð hafi áhrif á bragð hans. Hver Tar-Gard sía dugar fyrir 35 til 40 sígarettur, og þær eru seldar fimm saman í pakka. Innflytjandi er ÍSPRÓ, en það er Söluþjónustan í Kópavogi, sem annastdreifingu. laugardagkl. 9.00—16.00 sunnudag kl. 13.00—16.00 SIÁTTU VÉLAR verHfæRI SÓL FLAGO STOFUR STFNGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.