Morgunblaðið - 24.05.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 24.05.1986, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 24. MAÍ1986 Ovænt á Akranesi Golf: • Theódór Sigurðsson Theódór áfram með Keflavík THEÓDÓR Sigurðsson fyrrverandi leikmaður úr FH hefur verið endur- ráðinn sem þjálfari handknattleiks- liðs IBK sem vann sig upp í 2. deild undir hans stjórn sl. tímabil. Þetta var fyrsta tímabil hans með ÍBK og gekk það vonum framar, því liðið tapaði aðeins þrem leikj- um af 24 yfir tímabilið á íslands- mótinu og er það góður árangur. Reikna má með að ÍBK-liðið komi sterkt til leiks næsta tímabil þv' það missir engan leikmann og fær einhverja í viðbót eftir áreiðanleg- um heimildum. íslandsmót í 1/2-maraþonhlaupi MEISTARAMÓT íslands í hálfu maraþonhlaupi karla og kvenna fer fram í Haf..arfirði sunnudaginn 1. júní nk. Hlaupið hefst klukkan 10 fyrir hádegi í Tjarnargötu. Þátttaka tilkynnist Haraldi Magnússyni (s. 52403) eða á keppnisstað á móts- dag. Þátttökugjald er kr. 200. Opið unglingamót Víðismenn nýttu vel eina marktækifærið sitt í leiknum inu. Tekið er við skráningu í golf- skálanum í síma 92-2908 í dag laugardaginn 23. maí frá kl. 11.00 til kl. 17.00. • Víðismenn komu svo sannarlega á óvart á Akranesi f gærkvöldi. Þeir nældu sér þar í þrjú dýrmæt stig. Hér á myndinni eru þeir Bjöm Vilhelmsson, Grótar Einarsson og Mark Duffield, sem var besti maður þeirra f gærkvöldi. FYRSTA opna unglingamótið fer fram á Hólmsvelli í Leiru sunnu- daginn 25. maí og hefst kl. 10.00. Allir ungíingar fæddir 1970 og síð- ar hafa heimild til þátttöku í mót- AKRAN ESVÖLLUR 1. deild. (A-VHHrO:1 (0:1). Marfc VHMs: Grétar Einarsson á 14. mínútu. Áhorfendun 7S3. Guh spjald: Ólafur Þórðarson, (A. Dómari:Fríðgeir Hallgrímsson dæmdi þokka- lega. EINKUNNAGJÖFIN: ÍA:Birkir Kristinsson 2, Hafliði Guðjónsson 2, Heimir Guðmundsson 1, Guðjón Þóröarson 3, Sigurður B. Jónsson 2, Sveinbjörn Hákonar- son 2, Ólafur Þórðarson 4, Guðbjöm Tryggva- K son 3, Ami Sveinsson 1, Valgeir Barðason 1, Hörður Jóhnannesson 1, Stefán Viðarsson vm2. Samtala 21. VHMr Gfsli Heiðarsson 2, Klemenz Sæmunds- son 2, Bjöm Vilhelmsson 2, Vilhjálmur Einars- son 2, ólafuar Róbertsson 3, Danlel Einarsson 2, Guðjón Guðmundsson 2, Vilberg Þorvalds- (A —VÍÐIR 0:1 son 3, Svanur Þorsteinsson vm 1, Mark Duffi- eld 4, Grétar Einarsson 3, Helgi Bentsson 2. Samtals 28. Óvæntustu úrslitin í langan tíma litu dagsins Ijós á Skaganum í gærkvöldi er Víðir sigraði Skaga- menn. Nýting Víðismanna var mjög góð í þessum leik þar sem þeir nýttu eina umtalsverða tæki- færi sitt í leiknum. Þeir börðust síðan eins og Ijón það sem eftir var leiksins, minnugir hrakfaranna frá í fyrra og ætluðu sér ekki að láta slíkt koma fyrir aftur. Á sama tíma ollu leikmenn Skagamanna miklum vonbrigðum, sérstakiega ómarkviss sóknarleikur. Skagamenn byrjuðu leikinn af krafti og tvívegis á upphafsmínút- unum þurfti Gísli að taka á honum stóra sínum er hann varði frá Árna í horn. f sinni fyrstu sókn á 14. mínútu skoruðu Víðsmenn sigur- mark leiksins og var mjög vel að því marki staðið. Vilberg Þorvalds- son átti góða sendingu inná Guð- jón Guðmundsson sem komst upp að endamörkum hægra megin og gaf vel fyrir markið, og þar kom Grétar Einarsson á fuliri ferð og þrumaði knettinum í netið, óverj- andi fyrir Birkir, fallega gert. Eftir þetta áfall Skagmanna juku þeir hraðann og sóttu mjög en án árangurs. Á 23. mínútur átti Árni Sveinsson fyrirgjöf á fjærstöngina og þar kom Hörður Jóhannesson og skallaði framhjá í dauðafæri. Stuttu seinna átti Árni fasta fyrir- gjöf en Hörður hitti ekki knöttinn í góðu færi. Ólafur Þórðarson átti svo þrumuskot rétt framhjá. Fjórum mínútum fyrir leikhlé fengu Skagamenn besta færi hálf- leiksins. Ölafur komst upp að endamörkum og gaf vel fyrir mark- iö á Hörð Jóhannesson, en Gísli, markvörður, varði meistaralega hörkuskot Harðar. En hann hélt ekki knettinum sem barst aftur út til Guðbjörns, sem hamrar boltann aftur og enn ver Gísi, vel gert. Skagamenn byrjuðu vel í seinni hálfleik og eiga sitt eina marktæki- færi sem hægt er að nefna því nafni strax á 50. mínútu. Árni átti þá fyrirgjöf frá vinstri og Guðbjörn vippar knettinum með hælnum í stöngina og út. Eftir þetta var eins og allur vindur væri úr Skaga- mönnum og Víðismenn börðust mjög vel og gáfu ekki þumlung eftir og héldu fengnum hlut þaö sem eftir var leiksins. Ólafur Þórðarson var yfirburða- maður hjá Skagamönnum og Mark Duffield hjá Víði. 1 Tejtti: Sigþor Eiríksson Grasvöllurinn á Akureyri: Ætti að vera hægt að leika á honum 10. júní Akureyri. ^ „VÖLLURINN kom ágætlega undan vetrinum og ástand hans **er svona í meðallagi miðað við árstfma. Hann er hvorki fyrr né seinna á ferðinni en venja er til,“ sagði Hreiðar Jónsson, vallar- vörður á Akureyri, er Morgun- blaðið forvitnaðist um ástand aðalgrasvallar bæjarins vegna knattspyrnunnar f sumar. Hreiðar benti á að maí hefði verið mjög kaldur á Akureyri fram til 18. dags mánaðarins og spretta því lítil. „Hann tók síðan mjög vel við sér um hvítasunnuna er hlýnaði en síðan kólnaði aftur þannig að maður veit lítið um framhaldið." Hvenær heldurðu að sé mögu- leiki á að ieika á vellinum? „Ég gæti vel hugsað mér, ef hlýtt verður í veðri, að hægt verði að byrja að leika á honum 10.-15. júní. En allt fer þetta eftir veðri - ef sumarveður verður hjá okkur verður það eflaust hægt 10. júní," sagði Hreiðar Jónsson. Talsverðar breytingar hafa verið gerðar í vallarhúsinu í vetur. Minni búningsklefinn hefur verið stækk- aður um helming og baðið allt tekið í gegn. „Það er nú f mjög góðu ásigkomulagi og búningsklefinn var orðinn hálflúinn og leiðinlegur enda lítið verið hreyft við honum í 25 ár. En ég held ég geti sagt aö bað- og búningsaðstaðan hér sé nú með því besta sem gerist," sagði Hreiðar. Þess má geta að grasvellir fé- laganna, KA og Þórs, ættu að vera reiðubúnir til leiks um svipað leyti og aðalvöllurinn, jafnvel heldur fyrr. KA-völlurinn er orðinn nokkuð grænn en Þórsvöliurinn ekki eins. Ekki kæmi á óvart þó hvort lið léki a.m.k. einn heimaleik á sínum eigin velli áður en aðalvöllurinn verður tekin til brúks. • Hreiðar Jónsson, vallarvörður, við grasvöllinn á Akureyri f gær. Morgunbiaðið/Skspti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.