Morgunblaðið - 24.05.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.05.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1986 Skýr stefna Sjálfstæðis- flokksins eða vinstri samsuða I ! I Viðtal við 3 nýjar konur á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík SVEITARSTJORNAKOSNINGAR eru á næsta leiti, þann 31. maí velja flestir landsmenn fulltrúa sína til að stýra málum á því stjórnstigi er næst stendur borgurunum. Kosningaundirbún- ingur er í hámarki þessa dagana. Flokkamir kynna frambjóðend- ur sína og stefnumál. Síðan munu kjósendur gera upp hug sinn og skila atkvæðunum í kjörkassana. Tuttugu efstu menn á lista Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík hafa staðið í ströngu undan- farið. Frá 5. maí hafa þeir hist á hveijum morgni milli kl. 8 og 9, á vinnustaði hafa þeir farið í hádegi og oft einnig í kaffitímum, rætt borgarmálin og svarað fýrirspurn- um. Auk þess hafa þeir mætt á fjölmarga aðra fundi og boðist til að heimsælq'a og skýra sitt mál fyrir þeim er þess óska. Þennan mánuð er þannig verið að reka endahnút á mikið starf, er í raun hefur staðið í íjögur ár, eða frá síð- ustu borgarstjómarkosningum. Þá endurheimtu sjálfstæðismenn meirihluta sinn í Reykjavík og hóf- ust þegar handa við að hrinda í framkvæmd kosningaloforðum sín- um. í marsmánuði sl. var haldin ráðstefna, þar sem núverandi borg- arstjómarflokkur sjálfstæðismanna og þeir sem skipa 20 efstu sæti listans í vor, unnu að stefnumörkun fyrir kosningamar, í ljósi fenginnar reynslu undanfarin 4 ár. í þessum tuttugu manna hópi em þtjár konur, Helga Jóhannsdóttir, Guðrún Zoega og Sólveig Péturs- dóttir, er skipa í fyrsta sinn sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Auk þeirra eru í 20 efstu sætunum 5 konur er allar eru vel kunnar af störfum sínum að borgarstjómar- málum, þær Katrín Fjeldsted, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Hulda Valtýs- dóttir, Anna K. Jónsdóttir og Þór- unn Gestsdóttir. Helga Jóhannsdóttir, húsmóðir, skipar 12. sæti á listanum. Hún er fædd 25. nóvember 1942 á Patreks- firði. Foreldrar hennar voru Lára Sigfúsdóttir, húsmóðir, og Jóhann Jónsson, vélstjóri. Hún missti ung föður sinn, en hann fórst með togar- anum Verði. Helga ólst upp í hópi 7 systkina, gekk í bama- og ungl- ingaskóla á Patreksfírði, en fluttist 18 ára gömul til Reykjavíkur, þar sem hún stundaði verslunarstörf, uns hún giftist Ómari Ragnarssyni, fréttamanni. Þau hjónin eiga 7 böm á aldrinum 11 til 23 ára og em 6 þeirra enn í foreldrahúsum. Helga hefur verið heimavinnandi húsmóðir lengst af, en sinnt ýmsum félags- málum. Hún hefur starfað í Hvöt, félagi sjálfstæðiskvenna í Reykja- vík, í Félagi sjáifstæðismanna í Háaleitishverfí, unnið mikið fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, að íþróttamálum fatlaðra og í for- eldrafélagi Alftamýrarskóla. Guðrún Zoéga, sem skipar 17. sæti, er fædd 4. september 1948 í Reykjavík. Foreldrar hennar em Guðrún Benediktsdóttir, húsmóðir, og Jóhannes Zoega, hitaveitustjóri. Hún lauk stúdentsprófí frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1967, fyrrihlutaprófí í verkfræði frá Há- skóla Islands 1970 og síðarihluta- prófi frá Tækniháskólanum í Kaup- mannahöfn 1974. Eiginmaður hennar er Emst Hemmingsen, hagfræðingur, og eiga þau tvö böm, 12 ára dreng og 10 ára stúlku. Guðrún hefíir frá því hún lauk námi starfað hjá verkfræðistofunni Fjar- hitun. Hún situr í þeirri málefna- nefnd Sjálfstæðisflokksins er fjallar við aðra. Borgarstjómarflokkurinn, bæði aðal- og varamenn, hittist reglulega og þar sætu allir við sama borð. Varamenn væm oft kallaðir til setu á borgarstjómarfundum og síðast en ekki síst þá gætu áhrif þeirra verið vemleg vegna setu í og jafnvel forystu í ýmsum nefndum og ráðum á vegum borgarinnar, svo sem verið hefði á þessu kjörtíma- bili. Styrk meirihlutastjórn sjálf- stæðismanna vænlegasti kosturinn “Ég tel að borgarstjómarkosn- ingamar snúist að mestu um tvo kosti," sagði Sólveig, „annars vegar styrka stjóm sjálfstæðismanna, sem leggja fram skýra stefnuskrá fyrir kosningar, hinsvegar vinstri flokkana, sem vilja alfarið bægja Sjálfstæðisflokknum frá stjómar- taumum, án þess fyrirfram að leggja fram skýra stefnu á móti. Um hana verður fyrst samið eftir kosningar, ef þeir fá umboð til. Þá verður til samsuða, sem enginn hefur kosið um og enginn flokkur hefur treyst, sér að bjóða eða kjós- endur látið sér til hugar koma. Að vísu tel ég vissa hættu á því, að loforð vinstri flokkanna um stórfellt átak í einstökum málaflokkum geti mglað suma kjósendur í ríminu, a.m.k. um stundarsakir. Hugmynd Alþýðuflokksins, um byggingu 300 leiguíbúða á ári næstu 10 árin, er t.d. loftkastalar einir. Menn skyldu minnast þess að þegar flokkurinn var við völd í borginni ásamt hinum vinstri sinnunum, voru aðeins 3 leiguíbúðir teknar í notkun á 4 árum, en 28 teknar úr notkun, þeim fækkaði því um 25. Við verðum að leita annarra leiða, endurskoða hlut bankakerfísins og veita auknu fé til almennra húsnæðislána og verkamannabústaða. Borgin getur nú gert tillögu um úthlutun á ákveðnum hluta íbúða í verka- mannabústöðum og hún á 954 leiguíbúðir, þar af eru tæplega 400 fyrir aldraða. Málefni aldraðra eru mjög mikil- vægur málaflokkur. Þar hefur margt áunnist á þessu kjörtímabili. Ég tel það skipta miklu máli, að eldri borgarar eigi kost á að dvelja á heimilum sínum sem lengst, þess vegna hafa sjálfstæðismenn unnið að því að efla hverskyns heimaþjón- ustu og hjúkrun. Hinir flokkamir tala mikið um dagvistarmál og lofa þar stórfelldu átaki. Ég tel að Sjálfstæðisflokkur- inn hafí staðið þar fyllilega fyrir sínu, reyndar er framlag í stjómar- tíð hans nú þegar 36% hærra en hinna flokkanna var, er þeir voru í meirihluta. Benda má á að Ingi- björg Sólrún, fyrsti maður á lista Kvennalistans nú, sagði í grein í Þjóðviljanum þann 16. maí sl. að Kvennaframboðið hefði m.a. boðið fram 1982 vegna þess hve illa var staðið að þessum málum 1978—82. Ég geri mér vel grein fyrir þörfínni og mun styðja aukið átak í upp- byggingu dagvistarheimila. Við skulum þó ekki gleyma því að það er mun ódýrara að reisa leikskóla og að líka er þörf fyrir þá. Auk Helga, Guðrún og Sólveig (frá hægri) á gangi í garðinum i Laugardal. Nýtt heildarskipulag fyrir allan dalinn hefur verið samþykkt og samkvæmt því munu möguleikar til útivistar fyrir alla fjölskylduna enn aukast. um orkumál og á einnig sæti í stjóm Hvatar. Sólveig Pétursdóttir, sem er í 19. sæti, er fædd 11. mars 1952 í Reykjavík. Foreldrar hennar eru Guðrún Amadóttir, húsmóðir, og Pétur Hannesson, deildarstjóri Hreinsunardeildar borgarinnar. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1972, laga- prófí frá Háskóla íslands 1977 og varð héraðsdómslögmaður 1980. Sólveig er gift Kristni Bjömssyni, framkvæmdastjóra, og eiga þau 3 böm, 4, 7 og 10 ára. Hún hefur m.a. verið lögfræðingur Mæðra- styrksnefndar, unnið hjá borgarfóg- eta, á lögmannsstofu og undanfarin 3 ár kennt verslunarrétt við Versl- unarskóla íslands. Hún er varafor- maður Bamavemdamefndar Reykjavfkur og hefur sinnt ýmsum félagsmálum, m.a. starfað í Hvöt, flutt þar erindi o.fl. Helga, Guðrún og Sólveig sögð- ust allar hafa haft mikinn áhuga á stjómmálum um langt skeið, er blaðamaður Morgunblaðsins spjall- aði við þær fyrir skömmu. Þær vildu gjaman leggja sitt af mörkum til að gera góða borg betri og þess vegna hefðu þær tekið þátt í próf- kjöri sjálfstæðismanna síðastliðið haust, þegar þær vom hvattar til þess. Þær sögðu að þær væru ekki í þeim hópi er væntanlega sæti sem aðalmenn í borgarstjóm fyrir Sjálf- stæðisflokkinn að kosningum lokn- um, en þær hefðu lagt sitt lóð á vogarskál þegar unnið var að stefnumörkuninni og nú tækju þær þátt í kosningabaráttunni til jafns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.