Morgunblaðið - 24.05.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.05.1986, Blaðsíða 6
6___________ Egilsstaðir: MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1986 Útimarkaður á kosningadegi Egilsstöðum. FORVÍGISMENN nokkurra fyr- irtækja á Héraði sem versla með garðáhöld, tré, runna, blóm og annað það sem viðkemur garð- rækt, hyggjast efna til útimark- aðar á kosningadaginn við íþróttahúsið á EgUsstöðum undir nafninu „Græna torgið“. Þau fyrirtæki og félög sem að þessu standa eru Skógrækt ríkisins, Skógræktarfélag Austurlands, Garðyrkjudeild Egilsstaða, Blóma- verslunin Hilda, Kaupfélag Héraðs- búa og Útimarkaðurinn á Egilsstöð- um — og e.t.v. bætast fleiri í hópinn á Græna torginu áður en kosninga- dagurinn rennur upp. Þama verða á boðstólum tré, runnar, fjölærar plöntur, sumar- blóm, matjurtaplöntur, áburður, garðáhöld, girðingaefni, ávextir og grænmeti eða allt sem þarf til að fegra umhverfi sitt og rækta garð- inn sinn. Ennfremur verður starf- ræktur sérstakur plöntubanki en þar gefst mönnum kostur á að leggja inn tré, runna og blóm sem grisja þarf í görðum — og taka síðan út plöntur sem til verða í bankanum gegn vægu gjaldi. Torgið verður opið frá kl. 13 til 18 á kosningadaginn. _ Ólafur. Andakílshreppur: Listaframboð við hreppsnefnd- arkosningar Hvannatúni i Andakíl. LAGÐIR hafa verið fram 2 fram- boðslistar við hreppsnefndar- kosningar í Andakílshreppi 14. júní. Eftirtaldir skipa fyrstu 5 sætin á lista óháðra: 1. Magnús B. Jóns- son, 2. Ríkharð Brynjólfsson, 3. Svava Kristjánsdóttir, 4. Sverrir Hallgrímsson, 5. Elisabet Haralds- dóttir. Allir á listanum eiga heimili á Hvanneyri utan Sverrir Hall- grímsson sem býr við Andakílsár- virkjun. Fimm efstu menn á lista fólksins skipa: 1. Sturla Guðbjamason, Fossatúni, 2. Ólafur Davíðsson, Hvítárvöllum, 3. Sigurður Jakobs- son, Varmalæk, 4. Snorri Hjálmars- son, Syðstu-Fossum, 5. Steinunn Eiríksdóttir, Langholti. í framboði til sýslunefndar er Jón Blöndal, Langholti. Ekki hafa áður komið fram listar við hreppsnefndarkosningar. Nýr bókaflokkur frá Prenthúsinu PRENTHÚSH) hefur samið um útgáfurétt á bókaflokknum Astr- alíufaramir eftir ameríska höf- undinn William Stuart Long og verða bækumar gefnar í vasa- broti. í fréttatilkynningu frá Prent- húsinu segir m.a.: „Þetta er saga bresku refsifang- anna, sem voru gerðir útlægir og námu land í Astralíu. Þau komu frá Englandi — þjófar, glæpamenn og morðingjar — sum ranglega ákærð, sum réttilega. Þau vom refsifangar, sem troðið var í lestimar á skipum hans hátignar og hlutverk þeirra var að breyta óbyggðum Ástralíu í byggilegt land. Sögur framkvæmda, ástar og gimdar, tryggðar og svika á land- námsámm Astralíu. Við emm stödd f Ástralíu árið 1788. Phillip landstjóri stofnar fanganýlenduna Sydney Cove við Port Jackson á austurströnd Ástral- íu. Spilltir yfirmenn, uppreisnar- gjamir fangar, herskáir fmmbyggj- ar og þrúgandi hungursneyð em að kæfa nýlenduna í fæðingu. Þetta em bækur um fátækt, þrældóm og erfíð örlög — en þetta em líka bækur um ást, von og hamingju." Fyrsta bókin, Refsifangamir, er komin út í þýðingu Ingibjargar Jónsdóttur. ÚTVARP/SJÓNVARP Flugkappinn Waldo Pepper Flugkappinn Waldo Pepper (The Great Waldo Pepper), bandarísk 21— bíómynd frá 1975, er á dagskrá sjónvarps í kvöld. Waldo Pepper er flug- maður í fyrri heimsstyij- Persona ■■■■ Síðari myndin á 00 20 dagskrá sjón- uð“ varps í kvöld er Persona, sænsk bíómynd frá 1967. Höfundur og leikstjóri er Ingmar Berg- man og er myndin í þeim stíl sem Bergman varð upphaflega þekktur fyrir. Myndin er svart/hvít. Efni myndarinnar er á þessa Ieið: Auðug leikkona missir málið í miðju leikatriði. Hún er flutt á sjúkrahús og síðan á kyrrlátan stað úti í sveit, þar sem hjúkr- unarkona annast hana. Samband kvennanna tveggja þróast á annan hátt en ætlast er til og afleiðingamar verða líka óvenjulegar. Með aðalhlut- verk fara Liv Ullman og Bibi Anderson. Kvik- myndahandbókin okkar gefur þessari mynd þijár stjömur og telur hana framúrskarandi góða. Liv Ullman og Bibi Anderson í hlutverkum sínum. öldini og að stríðinu loknu getur hann ekki hugsað sér annað starf. En samkeppn- in er mikil og til þess að geta gert sér vonir um að lifa af fluginu verður hann að sýna að hann sé öllum fremri í fluglistinni. Það er Robert Redford sem leikur Waldo Pepper en leikstjóri er George Roy Hill. Kvikmyndahandbókin gefur þessari mynd eina stjörnu og telur hana sæmilega. Robert Redford í hlutverki flugkappans Waldos Pepper. Djassspjall: Rætt við Rúnar Georgsson tenórsaxóf ónleikara Djassspjall O "I 00 Vemharðar Lin- Lt J- — net er á dagskrá rásar 2 í kvöld. „í þessum þætti spjalla ég við Rúnar Georgsson tenórsaxófón- leikara sem er einn al- fremsti djasseinleikari Is- lendinga," sagði Vemharð- ur í samtali við Morgun- blaðið. „Rúnar var undra- bam, byrjaði mjög snemma, er búinn að spila með ýmsum hljómsveitum mjög lengi. Hann hefur altaf verið búsettur hér á landi og hefur ekki spilað mikið erlendis. Að vísu fór hann nýlega til Kaup- mannahafnar, þar sem honum var boðið að leika á tónleikum með Radioens big band sem einleikari. Fyrir utan þessi venjulegu spilamennsku í danshljóm- sveitum og kennslu, hefur hann spilað mikið í leik- húsunum, hann spilar t.d. í Land míns föður núna. Þá er Rúnar helsti einleik- arinn í Léttsveit Ríkisút- varpsins. Rúnar er fyrst og fremst frábær djassleikari, nátt- úrutalent: hann er sólisti á plötunni Þessi ófétis djass og hann er að finna á minningarplötunni um Gunnar Ormslev, þar sem þeir blása saman. I þættin- um munum við spila ýmis lög og upptökur með Rún- ari og svo eitthvað af þeirri músík sem hefur haft áhrif á Rúnar,“ sagði Vemharð- ur. UTVARP LAUGARDAGUR 24. maí 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Tónleikar, þulur velur og kynnir. 7.20 Morgunteygjur. 7.30 íslenskir einsöngvarar og kórarsyngja. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Tónleikar. 8.30 Fréttirá ensku. 8.35 Lesiö úr forystugreinum dagblaðanna. Tónleikar. 9.00 Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynn- ir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur frá kvöldinu áður sem Örn Ólafsson flytur. 10.10 Veðurfregnir. Óskalög sjúklinga, fram- hald. 11.00 Frá útlöndum — þáttur um erlend málefni. Umsjón Páll Heiðar Jónsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.50 Hér og nú. Fréttaþáttur í vikulokin. 15.00 Tónlistarmenn á Lista- hátíð 1986. Paata Burc- huladze, Vínar-strengja- kvartettinn og íslenskir tón- listarmenn. Sigurður Einars- son kynnir. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 18.20 Listagrip. Þáttur um list- ir og menningarmál. Um- sjón Sigrún Björnsdóttir. 17.00 „Geturöu notaö höfuöið betur?" Ýmislegt um það að lesa undir próf. Umsjón- armenn Bryndís Jónsdóttir og Ólafur Magnús Magnús- son. 17.30 Einsöngur í útvarpssal. Páll Jóhannesson syngur ít- ölsk lög og aríur eftir Di- Capua, Cardillo, Donizetti, Puccini og Meyerbeer. Ólaf- ur Vignir Albertsson leikur á pianó. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 „Sama og þegiö". Umsjón: Karl Ágúst Úlfsson, Siguröur Sigurjónsson og Örn Árnason. 20.00 Harmoníkuþáttur. Um- sjón Bjarni Marteinsson. 20.30 „Ég hef synt flestar stærri ár landsins." Ari Trausti Guðmundsson ræð- ir við Sigurjón Rist. Fyrri hluti. 21.10 „Grónar götur", lítil píanólög eftir Leos Janacek Anna Áslaug Ragnarsdóttir leikur. Hanna G. Sigurðar- dóttir kynnir. 22.00 Fréttir. Dágskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 i hnotskurn. Fjallað um kvikmyndaeftirlit á bernskuárum kvikmynd- 23.00 Danslög. 24.00 Fréttir. 00.05 Miðnæturtónleikar. Umsjón Jón öm Marinós- son. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á rás 2 til kl. 3.00. I SJÓNVARP I 15.00 Bæjarstjórnarkosning- arnar á Akureyri Framboðsfundur í sjón- varpssal. Umsjónarmaður Einar Örn Stefánsson. 17.00 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Fel- ixson. 19.25 Búrabyggð (Fraggle Rock) Nítjándi þáttur Brúðumyndaflokkur eftir Jim Henson. Þýðandi Guðni Kolbeins- son. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Smellir — Stranglers Snorri Már Skúlason og Skúli Helgason kynna bresku hljómsveitina „Stranglers" sem leikur á LAUGARDAGUR 24. maí Listahátíð i Reykjavik i júni. 21.10 Fyrirmyndarfaðir (The Cosby Show) Annar þáttur Bandarískur gamanmynda- flokkur i 24 þáttum. Aðalhlutverk: Bill Cosby og Phylicia Ayers-Allen. Þýðandi Guöni Kolbeins- son. 21.35 Flugkappinn Waldo Pepper (The Great Waldo Pepper) Bandarísk bíómynd frá 1975. Leikstjóri George Roy Hill. Aðalhlutverk: Robert Redford, Bo Svenson, Bo Brundin og Susan Sarandon. Waldo Pepper er flugmaður í fyrri heimsstyrjöldinni. Eftir heimkomuna getur hann ekki hugsað sér annaö starf. Hann reynir á ýmsan hátt að hafa ofan af fyrir sér með flugi og sýna að hann sé öllum fremri í fluglistinni. Þýðandi Trausti Júliusson. 23.20 Persona Sænsk bíómynd frá 1967. s/h. Höfundur og leikstjóri IngmarBergman. Aðalhlutverk: Liv Ullman, Bibi Andersson, Margar- etha Krook og Gunnar Björnstrand. Þekkt leikkona missir allt í einu máliö. Hún er flutt í sjúkrahús og siðan á kyrrlát- an stað í sveit þar sem hjúkrunarkona annast hana. Myndin lýsir síðan sam- bandi kvennanna meðan þetta ástand varir. Þýðandi Þorsteinn Helga- sori. 00.45 Dagskrárlok anna og fram eftir öldinni. Umsjón: Valgaröur Stefáns- son. Lesari með honum Signý Pálsdóttir. (Frá Akur- eyri.) 10.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Siguröur Blön- dal. 12.00 Hlé 14.00 Laugardagurtillukku Stjórnandi: SvavarGests. 16.00 Listapopp Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 17.00 Hringborðiö Erna Arnardóttir stjórnar umráeöuþætti um tónlist. 18.00 Hlé 20.00 Bylgjur Ásmundur Jónsson og Árni Daníel Júliusson kynna framsækna rokktónlist. 21.00 Djassspjall Vernharður Linnet ræðir við RúnarGeorgsson. 22.00 Jórturleður Stiklað á stóru í sögu þeirrar tónlistar sem kennd hefur verið við kúlutyggjó. Stjórn- andi: Gunnlaugur Sigfús- son. 23.00 Svifflugur Stjórnandi: Hákon Sigur- jónsson. 24.00 Ánæturvakt með Sigurði Sverrissyni. 03.00 Dagskrárlok.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.