Morgunblaðið - 24.05.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.05.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAU GARDAGUR 24. MAÍ 1986 15 SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR HÉRAÐSDÓMSLÖGMAÐUR „Menn skyldu minnast þess að þegar vinstxi flokkamir voru við völd í borg- inni voru aðeins 3 leiguíbúðir teknar í notkun, en 27 teknar úr notkun, þeim fækkaði því um 25 . . GUÐRÚN ZOÉGA VERKFRÆÐINGUR „Reykvíkingmn hefm fjölgað um rúm- lega 5000 manns á síðustu Qórum árum, en áður hafði íbúatalan staðið í stað í nokkur ár. Þessa Qölgun má þakka tvennu, góðu atvinnuástandi og nýrri stefnu í lóðamálum . . . Nýtt heildar- skipulag fyrir Laugardalinn hefur verið lagt fram, þar sem gert er ráð fyrir að haldið verði áfram uppbyggingu á ýmis konar íþróttaaðstöðu, en einnig að ald- urinn verði alhliða skemmtigarður fyrir unga sem aldna.“ HELGA JÓHANNSDÓTTIR HÚSMÓÐIR „Samfelldur skóladagur og aukin við- vera yngri nemenda í skólunum myndi nýta betur tíma nemenda, útivinnandi foreldrar vissu af börnum sínum á ör- uggan stað og draga myndi úr hinni miklu slysahættu er fylgir tíðum ferðvun ungra barna og unglinga milli skóla og heimila . . . Kennslumál fatlaðra þarf að taka til gagngerðar endurskoðunar, vegna þess að fötluðum nýtast ekki allt- af almennar kennsluaðferðir. Huga þarf að endurmenntun og endurþjálfun þeirra er verða fjrrir fötlun, sem skerðir möguleika þeirra til að sinna fyrra starfi.** þess vilja sjálfstæðismenn styrkja einkaaðila til slíks reksturs, t.d. starfsmanna- og foreldrafélög og atvinnurekendur, en borgin styrkir nú þegar nokkur slík heimili. Full- trúar Kvennaframboðsins voru á sínum tíma eindregið á móti þeirri ákvörðun og er mér hulin ráðgáta hvað þar bjó að baki. Frambjóðend- ur geta ekki pantað að einungis ákveðnum málaflokki verði sinnt og haft allt annað á homum sér. Andstæðingar Sjálfstæðisflokks- ins hafa í áróðri sínum tönnlast á því sem þeir nefna einræði Davíðs. Á kjörtímabilinu 1978—82 var borgarstjóraembættið lamað, öll eiginleg völd voru frá því tekin, endanlegar ákvarðanir vantaði, jafnvel í hinum smæstu málum og því drógust þau svo vikum og mán- uðum skipti. Þetta vandamál vildu vinstri flokkamir m.a. leysa með því að fjölga borgarstjórunum í 7! Sjálfstæðismenn hafa stundum líkt stjómun borgarinnar við stjómun á skipi, skipstjórinn sé einn, hann beri ábyrgðina, en vitaskuld komi hann ekki skútunni heilli í höfn nema með farsælli samvinnu við áhöfnina. Davíð Oddsson fær í raun vald sitt beint frá borgarbúum og ber ábyrgð gagnvart þeim. Hann er framkvæmdastjóri þess fyrirtæk- is sem Reykjavíkurborg er og hefur ásamt sínum flokksmönnum m.a. lagt kapp á að Qárhagsstaða borg- arinnar sé í góðu lagi. Undir hans stjóm hefur tekist að lækka skatta borgarbúa verulega, á sama tíma og félagsleg þjónusta hefur verið aukin. Þetta er kostur þess að hafa styrkan meirihluta sjálfstæðis- manna við stjóm borgarinnar. Ég ber þó þá von í bijósti, að fulltrúar allra þeirra flokka, sem kjósendur veita brautargengi geti í samein- ingu unnið að hagsmunamálum Reykvíkinga." Málefnafátækt einkennir kosningabaráttu andstæðinganna „Það sem mér finnst einkenna kosningabaráttu andstæðinganna er málefnafátækt," sagði Guðrún Zoega. „Kvennalistinn berst gegn klámi og kjarnorkuvopnum í Reykjavík og Alþýðuflokkurinn ætlar að töfra fram 300 íbúðir án þess að það kosti nokkuð. Fram- sóknarmenn em hins vegar stór- huga og ætla að malbika bílastæði við Laugardalsvöllinn. Þar að auki vilja þeir reisa nýjan miðbæ í Mjódd- inni í Breiðholti, en hann hefur það helst sér til ágætis að falla vel að skipulagi Kópavogs, eftir því sem Tíminn segir. Þjóðviljinn veltir sér upp úr ímynduðum hneykslismál- um, eins og Granda og kaupunum á Ölfusvatni. Grandi hf. var stofn- aður með sameiningu tveggja fyrir- tækja, BÚR og ísbjamarins. Þessi fyrirtæki stóðu bæði höllum fæti, en eftir sameininguna á hið nýja fyrirtæki að geta staðið á eigin fót- um. Borgin greiddi áður 40—60 milljónir króna á ári til BÚR eða allt að 100 m.kr. á ári á núvirði. Núna er kostnaðurinn vegna þeirra skuldbindinga sem borgin tók á sig 5—6 m.kr. á ári. Annað sem Þjóðviljinn reynir að gera tortryggilegt eru rannsóknir og framkvæmdir vegna væntan- legrar virkjunar hitaveitunnar á Nesjavölium. Mér fínnst þar gæta talsverðs misræmis í þeirra mál- flutningi. í öðm orðinu tala þeir um nýja Kröflu, en í hinu býsnast þeir yfir því að peningum skuli varið til rannsókna á svæðinu. Þetta em einmitt þveröfug vinnubrögð við þau sem vom viðhöfð við Kröflu og þeir vanmeta fólk ef þeir halda að það sé svona fljótt að gleyma. Öll þeirra kosningabarátta einkenn- ist af skammsýni og kotungshætti. Við sjálfstæðismenn viljum hins vegar líta fram í tímann líka. Reykvíkingum hefur fjölgað um rúmlega 5000 manns á síðustu fjór- um ámm, en áður hafði íbúatalan staðið í stað í nokkur ár. Þessa Qölgun má þakka tvennu, góðu atvinnuástandi og nýrri stefnu í lóðamálum. Nú er til nóg af lóðum, í fyrsta skipti í áratugi. Fólk þarf því ekki lengur að leita til ná- grannasveitarfélaga til að fá bygg- ingarlóð. í skipulagsmálum hefur verið unnið mikið starf og sést árangurinn nú þegar, svo sem í Grafarvogi og í nýja miðbænum í Kringiunni, en bæði þessi hverfi em nú að byggjast upp. Jafnhliða því hefur verið hugað að uppbyggingu og endurlífgun gamla miðbæjarins eins og sjá má á Laugaveginum og Þórsgötunni. Nýtt skipulag að Kvosinni hefur verið kynnt og skipulag Skúlagötusvæðisins sam- þykkt. Við sjálfstæðismenn leggjum mikla áherslu á bætt umhverfi og möguleika til útivistar. Nýtt heild- arskipulag fyrir Laugardalinn hefur verið samþykkt, þar sem gert er ráð fyrir að haldið verði áfram uppbyggingu á ýmiss konar íþrótta- aðstöðu, en einnig að dalurinn verði alhliða skemmtigarður fyrir unga sem aldna. Fyrsta skrefið verður að planta tijám, sem þegar fram líða stundir munu skapa betra skjól í dalnum og gera umhverfið enn vistlegra. Sennilega gera fáir sér grein fyrir því, hvað mikið hefur verið sett niður af tijáplöntum í Reykjavík á undanförnum árum, en á vegum borgarinnar hafa verið gróðursetiar um 250 þúsund plönt- ur-á ári. Einnig hefur verið gerð áætlun um að leggja göngu- og hjólreiðastíga, sem auka munu öryggi gangandi og hjólandi í umferðinni, auk þess sem þeir hljóta að vera fagnaðarefni fyrir trimm- ara. Að mínu áliti hefur valið aldrei verið auðveldara, en i þessum kosn- ingum. Annars vegar er margklof- inn minnihluti sem getur ekki einu sinni komið sér saman um þau mál sem hann er sammála um, svo vitn- að sé í orð Sigutjóns Péturssonar fyrsta manns á lista Alþýðubanda- lagsins, í blaðaviðtali í fyrra. Hins vegar er meirihluti Sjálfstæðis- flokksins sem hefur styrk til að koma málum fram og þarf ekki að stunda hrossakaup eftir kosningar þannig að fólk veit að hveiju það gengur þegar það greiðir Sjálfstæð- isflokknum atkvæði." Tómstundastarf er öll fjöl- skyldan getur tekið þátt í er mjög mikilvægt „Samfelldur skóladagur er eitt biýnasta hagsmunamál heimilanna, að mínu áliti," sagði Helga Jóhanns- dóttir. „Einnig tel ég að fleiri skólar þyrftu að gefa yngri nemendum kost á þvi að dvelja í skólunum fyrir og eftir kennslutíma. Þetta var gert í Foldaskóla og í Skóla ísaks Jónssonar í vetur og þótti gefa góða raun. Slíkt myndi nýta betur tíma nemenda, útivinnandi foreldrar vissu af bömum sinum á öruggum stað og draga myndi úr hinni miklu slysahættu er fylgir tíðum ferðum ungra barna og unglinga milli skóla og heimila. Reykjavíkurborg hefur jafnan verið brautryðjandi i fræðslumálum hér á landi og í þeim málaflokki hefur verið mikil gróska undanfarin 4 ár. Af því sem nú er helst á döfinni vil ég nefna tilraun sem gera á næsta vetur, með ný- skipan kennslu í efstu bekkjum grunnskólans, þannig að nemendur í sama árgangi eigi kost á mismun- andi hraða í kjamagreinum. Kennslumál fatlaðra þarf að taka til gagngerðrar endurskoðunar, vegna þess að fötluðum nýtast ekki alltaf almennar kennsluaðferðir. Huga þarf að endurmenntun og endurþjálfun þeirra er verða fyrir fötlun, sem skerðir möguleika þeirra til að sinna fyrra starfi. Mikilvægt er að stuðla að alhliða tómstundastarfi fyrir alla fjölskyld- una og nýta þarf félagsmiðstöðv- amar og útivistarsvæði borgarinnar fyrir alla aldurshópa til tómstunda- og íþróttastarfa, eins og gert hefur verið um árabil. Árið 1985 var til- einkað æskunni og var myndarlega að því staðið af hálfu Reykjavíkur- borgar. Þá vom m.a. gefnir út 2 bæklingar um vímuefnavandamál, en mjög brýnt er að fræða foreldra og unglinga um skaðsemi þessara efna. Þá var starfsemi unglingaat- hvarfsins efld og borgin lagði Rauða krossinum til hús þar sem rekið er neyðarathvarf fyrir unglinga. Nú em uppi hugmyndir um að gefa vinnuhópum unglinga sem komið hefur verið á fót í tengslum við félagsmiðstöðvar í borginni og ekki starfa hjá Reykjavíkurborg eða á almennum vinnumarkaði, tækifæri til þroskandi og skapandi atvinnu, sem byggist á vilja og dugnaði unglinganna sjálfra til starfa. Breytingar í svipaða átt hafa verið reyndar hjá Æskulýðsráði er rekur sex félagsmiðstöðvar. Þær em fólgnar í því að setja unglingana inn í stjórnir og virkja krafta þeirra við reksturinn. Gera þarf sem mest af slíku, láta unglingana taka meiri þátt í stjómun og fela þeim meiri ábyrgð, þ.e. auka „unglingalýð- ræði“. Ég er sérstaklega ánægð með að flugvallarsvæðið í Reykjavík hefur verið endanlega afmarkað. Starfræksla innanlandsflugvallar hefur mikla þýðingu fyrir atvinnulíf í borginni, en tæplega 1200 manns hafa atvinnu í tengslum við Reykja- víkurflugvöll. Hann gegnir því mikilvægu hlutverki við að halda uppi merki borgarinnar sem mið- stöð samgangna í landinu. Engum dytti í hug að færa hafnarstarfsem- ina til Hafnarfjarðar, þótt hún taki pláss í borgarlandinu. Höfn, vega- og gatnakerfi og flugvöllur em sjájfsögð mannvirki höfuðborgar. Öll viljum við byggja betri borg, en veldur hver á heldur. Það þarf að horfa lengra fram á við en til fjögurra ára og Sjálfstæðisflokkur- inn er eini flokkurinn sem er með skýra stefnu og hefur reynslu og getu til að framkvæma hana með styrk samhents meirihluta og ötuls borgarstjóra. Fólk sá best hvemig málin vom afgreidd, meðan vinstri flokkarnir vom við 'völd 1978-82. Það er von mín að Sjálfstæðisflokk- urinn fái stuðning í komandi kosn- ingum til að tryggja áframhaldandi uppbyggingu í borginni og fram- gang þeirra mála sem hann hefur á stefnuskrá sinni". Viðtal: HJR. Myndir: Morgunblaðið/RAX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.