Morgunblaðið - 24.05.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.05.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1986 27 Sláðu á þráðinn! Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík bjóða borgarbúum upp á símaviðtalstíma laugardaginn 24. maí nk. kl. 13—17. Hringið í síma 82900 og við munum leitast við að gefa svör við spurningum ykkar um borgarmálefnin og stefnu okkar sjálfstæðismanna. FRAMBJÓÐENDUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS í REYKJAVÍK Hagnaður Volvo Lundi. Frá Pétri Péturssyni, fréttaritara Morgunbladsins. Volvofyrirtækið hefur sýnt aukinn gróða undanfarin ár, sér- staklega af framleiðslu fólksbíla sem stendur nú undir um 80 pró- sentum af heildarhagnaði. Uppgjörið fyrir fyrsta ársíjórð- ung þessa árs sýnir 2,5 milljarða hagnað. Á sama tíma í fyrra var hagnaðurinn 2,2 milljarðar sænskra króna. Hagnaðurinn er meiri nú en menn gerðu ráð fyrir vegna breyt- inga á gengi Bandaríkjadals undan- farið. Þessi niðurstaða styrkir mjög stöðu Pers Gyllenhammars for- stjóra fyrirtækisins, en hann hefur sætt nokkurri gagnrýni að undan- fömu. Hann vill auka umsvif fyrir- tækisins enn meir og fyrirtækið mun vetja um 40 milljörðum sænskra króna í rannsóknir og þró- un framleiðslu á næstu ijórum árum. AP/Sfmunynd Herskáir mótmælendur Herskáir mótmælendur söfnuðust hundruðum saman við Wac- kersdorf síðustu helgi til þess að mótmæla fyrirhugaðri bygg- ingu endurvinnslustöðvar fyrir kjarnorkuúrgang. Mörg þúsund manns komu til að mótmæla friðsamlega, en meðal þeirra leynd- ust friðarspillar sem tóku til óspilltra málanna gegn lögregi- unni. Óeirðarseggirnir hentu grjóti og bensínsprengjum og reyndu að bijóta girðinguna, sem afmarkar byggingarsvæðið. Wackersdorf er nærri NUrnberg í Vestur-Þýskalandi. Rannsókninní gegn Kohl haldið áfram máli því gegn Helmut Kohi kansl- ara, þar sem kanslaranum er gefið að sök að hafa sagt ósatt gagnvart einni af nefndum Sambandsþingsins. Þessi tilkjmning kom fram tveimur dögum eftir að saksóknarinn í Koblenz lýsti því yfir, að hætt yrði rannsókn í öðru svipuðu máli gegn kanslaranum sökum sannana- skorts. Hinn opinberi saksóknari í Nordrhein-Westfalen, sem hefur aðsetur í Köln, er yfirmaður sak- sóknarskrifstofimnar í Bonn og hefur því vald til þess að ógilda þær ákvarðanir, sem þar eru teknar. Koblenz er hins vegar f Rheinland- Pfalz, sem er annað sambandsfylki og því hefur saksóknarinn í Köln ekkert vald tii þess að breyta ákvörðunum sem þar eru teknar. Rudolf Seiters, þingmaður úr flokki Kohls, hefur gagnrýnt harð- lega ákvörðun saksóknarans í Köln og sagt, að hún væri ekkert annað en tilraun til þess að koma höggi á kanslarann. Væri þetta runnið undan rifjum Johannesar Rau, kanslaraefni jafnaðarmanna og andstæðings Kohls í þingkosning- um þeim, sem fram eiga að fara í Vestur-Þýzkalandi í janúar á næsta ári. Þá lægi þar enn að baki að reyna að hafa áhrif á fylkiskosningar þær, sem fram eiga að fara í Neðra-Saxlandi um miðjan júní nk. og spilla fyrir kristilegum demó- krötum í kosningabaráttunni þar. Umdeild ákvörðun saksóknarans í Köln Bonn. AP. SAKSÓKNARI yfirvalda í gildi ákvörðun saksóknarskrif- Nordrhein-Westfalen tilkynnti í stofunnar í Bonn og krafizt þess, fyrradag, að hann hefði fellt úr að haldið yrði áfram rannsókn í Iranska fréttastofan: Liður í rógsherferð Bandaríkjanna Nikosía, New York. AP. IRANSKA ríkisstjórnin sagði i dag að bandaríska leyniþjónust- an, CIA, stæði að baki ásökunum um að sendiherra írans hjá Sameinuðu þjóðunum, hefði stol- Ólafur konungur slapp við skvettu 0816. Frá Jan Erík Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. KONAN, sem hellti gos- drykkjablöndu yfir Sonju krón- prinsessu við upphaf Evrópu- söngvakeppninar, var handtekin fyrir utan Grieg-höllina i gær þegar uppgötvaðist að hún ætlaði að skvetta kókdrykk yfir Ólaf konung, sem opnaði listahátíð í Bergen í gær. Konan stóð á nær sama stað og þegar hún skvetti yfir Sonju, en hún reyndi að villa á sér heimildir að þessu sinni með því að setja á sig hárkollu mikla. Hún var úr- skurðuð í tveggja daga gæzluvarð- hald, eða þar til konungur er farinn frá Bergen. Konunni tókst ekki að skvetta á konung, en hún sagðist ætla að svketta á hann til þess að sýna fram á að það hafí ekki verið af öfund út í kynsystur, sem hún skvetti á Sonju en sleppti Haraldi krónprins, sem gekk á undan Sonju, við gusu. Konan, sem er 47 ára gömul, hefur áður komið við sögu lögregl- unnar fyrir að mála ókvæðisorð um konungsfjölskylduna á húsveggi í Bergen. Hún á yfír höfði sér ákæru fyrir framkomuna við krónprinsess- una á dögunum. ið regnkápu í verslun í New York. í íran myndi glæpur þessarar gerðar þýða að höggvin yrði af honum önnur höndin. „En í íran hefði sakleysi mitt veri sannað," sagði sendiherra Rafjaie Khorass- ani á blaðamannafundi í New York í dag þar sem hann neitaði eindregið að nokkur fótur væri fyrir fréttun- um um að hann hefði stolið yfir- höfninni. Hann sagði að þetta hefði átt að nota til að kúga hann til að safna uppýsingum. „Þetta er mjög andstyggileg ásökun og alvarleg móðgun,“ sagði sendiherrann. Lög- reglan hefur ítrekað fyrri frásagnir af þessu eins og sagði í Morgun- blaðinu, og hvikar ekki frá þeim. íranska fréttastofan sagði einnig um málið, að tilgangurinn væri augljóslega sá að reyna að sverta sendiherrann sjálfan og væri liður í áróðursherferð Bandaríkjamanna gegn írönum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.