Morgunblaðið - 24.05.1986, Síða 27

Morgunblaðið - 24.05.1986, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1986 27 Sláðu á þráðinn! Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík bjóða borgarbúum upp á símaviðtalstíma laugardaginn 24. maí nk. kl. 13—17. Hringið í síma 82900 og við munum leitast við að gefa svör við spurningum ykkar um borgarmálefnin og stefnu okkar sjálfstæðismanna. FRAMBJÓÐENDUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS í REYKJAVÍK Hagnaður Volvo Lundi. Frá Pétri Péturssyni, fréttaritara Morgunbladsins. Volvofyrirtækið hefur sýnt aukinn gróða undanfarin ár, sér- staklega af framleiðslu fólksbíla sem stendur nú undir um 80 pró- sentum af heildarhagnaði. Uppgjörið fyrir fyrsta ársíjórð- ung þessa árs sýnir 2,5 milljarða hagnað. Á sama tíma í fyrra var hagnaðurinn 2,2 milljarðar sænskra króna. Hagnaðurinn er meiri nú en menn gerðu ráð fyrir vegna breyt- inga á gengi Bandaríkjadals undan- farið. Þessi niðurstaða styrkir mjög stöðu Pers Gyllenhammars for- stjóra fyrirtækisins, en hann hefur sætt nokkurri gagnrýni að undan- fömu. Hann vill auka umsvif fyrir- tækisins enn meir og fyrirtækið mun vetja um 40 milljörðum sænskra króna í rannsóknir og þró- un framleiðslu á næstu ijórum árum. AP/Sfmunynd Herskáir mótmælendur Herskáir mótmælendur söfnuðust hundruðum saman við Wac- kersdorf síðustu helgi til þess að mótmæla fyrirhugaðri bygg- ingu endurvinnslustöðvar fyrir kjarnorkuúrgang. Mörg þúsund manns komu til að mótmæla friðsamlega, en meðal þeirra leynd- ust friðarspillar sem tóku til óspilltra málanna gegn lögregi- unni. Óeirðarseggirnir hentu grjóti og bensínsprengjum og reyndu að bijóta girðinguna, sem afmarkar byggingarsvæðið. Wackersdorf er nærri NUrnberg í Vestur-Þýskalandi. Rannsókninní gegn Kohl haldið áfram máli því gegn Helmut Kohi kansl- ara, þar sem kanslaranum er gefið að sök að hafa sagt ósatt gagnvart einni af nefndum Sambandsþingsins. Þessi tilkjmning kom fram tveimur dögum eftir að saksóknarinn í Koblenz lýsti því yfir, að hætt yrði rannsókn í öðru svipuðu máli gegn kanslaranum sökum sannana- skorts. Hinn opinberi saksóknari í Nordrhein-Westfalen, sem hefur aðsetur í Köln, er yfirmaður sak- sóknarskrifstofimnar í Bonn og hefur því vald til þess að ógilda þær ákvarðanir, sem þar eru teknar. Koblenz er hins vegar f Rheinland- Pfalz, sem er annað sambandsfylki og því hefur saksóknarinn í Köln ekkert vald tii þess að breyta ákvörðunum sem þar eru teknar. Rudolf Seiters, þingmaður úr flokki Kohls, hefur gagnrýnt harð- lega ákvörðun saksóknarans í Köln og sagt, að hún væri ekkert annað en tilraun til þess að koma höggi á kanslarann. Væri þetta runnið undan rifjum Johannesar Rau, kanslaraefni jafnaðarmanna og andstæðings Kohls í þingkosning- um þeim, sem fram eiga að fara í Vestur-Þýzkalandi í janúar á næsta ári. Þá lægi þar enn að baki að reyna að hafa áhrif á fylkiskosningar þær, sem fram eiga að fara í Neðra-Saxlandi um miðjan júní nk. og spilla fyrir kristilegum demó- krötum í kosningabaráttunni þar. Umdeild ákvörðun saksóknarans í Köln Bonn. AP. SAKSÓKNARI yfirvalda í gildi ákvörðun saksóknarskrif- Nordrhein-Westfalen tilkynnti í stofunnar í Bonn og krafizt þess, fyrradag, að hann hefði fellt úr að haldið yrði áfram rannsókn í Iranska fréttastofan: Liður í rógsherferð Bandaríkjanna Nikosía, New York. AP. IRANSKA ríkisstjórnin sagði i dag að bandaríska leyniþjónust- an, CIA, stæði að baki ásökunum um að sendiherra írans hjá Sameinuðu þjóðunum, hefði stol- Ólafur konungur slapp við skvettu 0816. Frá Jan Erík Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. KONAN, sem hellti gos- drykkjablöndu yfir Sonju krón- prinsessu við upphaf Evrópu- söngvakeppninar, var handtekin fyrir utan Grieg-höllina i gær þegar uppgötvaðist að hún ætlaði að skvetta kókdrykk yfir Ólaf konung, sem opnaði listahátíð í Bergen í gær. Konan stóð á nær sama stað og þegar hún skvetti yfir Sonju, en hún reyndi að villa á sér heimildir að þessu sinni með því að setja á sig hárkollu mikla. Hún var úr- skurðuð í tveggja daga gæzluvarð- hald, eða þar til konungur er farinn frá Bergen. Konunni tókst ekki að skvetta á konung, en hún sagðist ætla að svketta á hann til þess að sýna fram á að það hafí ekki verið af öfund út í kynsystur, sem hún skvetti á Sonju en sleppti Haraldi krónprins, sem gekk á undan Sonju, við gusu. Konan, sem er 47 ára gömul, hefur áður komið við sögu lögregl- unnar fyrir að mála ókvæðisorð um konungsfjölskylduna á húsveggi í Bergen. Hún á yfír höfði sér ákæru fyrir framkomuna við krónprinsess- una á dögunum. ið regnkápu í verslun í New York. í íran myndi glæpur þessarar gerðar þýða að höggvin yrði af honum önnur höndin. „En í íran hefði sakleysi mitt veri sannað," sagði sendiherra Rafjaie Khorass- ani á blaðamannafundi í New York í dag þar sem hann neitaði eindregið að nokkur fótur væri fyrir fréttun- um um að hann hefði stolið yfir- höfninni. Hann sagði að þetta hefði átt að nota til að kúga hann til að safna uppýsingum. „Þetta er mjög andstyggileg ásökun og alvarleg móðgun,“ sagði sendiherrann. Lög- reglan hefur ítrekað fyrri frásagnir af þessu eins og sagði í Morgun- blaðinu, og hvikar ekki frá þeim. íranska fréttastofan sagði einnig um málið, að tilgangurinn væri augljóslega sá að reyna að sverta sendiherrann sjálfan og væri liður í áróðursherferð Bandaríkjamanna gegn írönum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.