Morgunblaðið - 24.05.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.05.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1986 17 Gangbrautarljós við Kringlumýrar- braut Sigurbjörg Auður Jónsdóttir, Miðtúni 68, spyr: „Það sem mér er efst i huga er, hvernig ég kem börnum mínum heilum á húfi í skólann. Kringlumýrarbrautin er mikil umferðaræð og ung börn eru ekki óhult, ein á ferð yfir hana. Er ekki tímabært, og raunar meira en tímabært, að setja umferðarvörð þar sem börn þurfa yfir slika umferðargötu á leið í skóla?“ Svar: „Gert er ráð fyrir gangbrautar- ljósum við Kringlumýrarbraut fýrir haustið, sem munu leysa úr þessum vanda." Spurning: „í annan stað vantar mig skýringu á því hvers vegna Túnin gleymast ítrekað i hreinsunarvikum i Laugarnes- hverfi? í þessu efni veitir ekki af að sníða af einhveija kerfis- agnúa.“ Svar: „Reynt er að sinna gatna- og lóðahreinsun í Túnunum sem öðrum borgarhverfum, en vand- ræðum valda þröngar götur og miklar bifreiðastöður." Davið Oddsson borgarstjóri svarar spurningum lesenda Hreinsunardagar Fyrirspurn frá Karli Kristjáns- syni, Miðtúni 48. „Mig langar til að spyija, hvort Miðtúnið og Hátúnið heyri ekki til Laugameshverfinu þegar hreinsunardagar eiga í hlut, eins og í skólamálum og svo frv. Þrátt fyrir auglýsta hreinsunardaga sást enginn bíll í Túnunum, eina ferðina enn. Borgarstjóri mætti gjaman leggja leið sína um Mið- túnið. Hér er jafnan mikið msl umhverfis völlinn, sem gerir hverfið sóðalegt. Þessa hluti má gjaman færa til betri vegar." Svar: „Það er rétt hjá fyrirspyijanda að Miðtún og Hátún heyra til Laugamesskólahverfi. Hreinsun í þeim hverfum sem auglýstu hreinsunardag 10. maí, var haldið áfram eftir þann tíma og vonandi verður henni lokið fyrir nokkru þegar svar birtist." (A Spurt og svarað <2^™ um borgarmál LESENDAÞJÓNUSTA MORGUNBLAÐSINS Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík og efsti maður á framboöslista sjálfstæðisfólks í borgarstjórnarkosningum, sem fram fara 31. maí næstkom- andi, svarar spurningum í Morgunblaöinu um borgarmál í tilefni kosninganna. Lesendur Morgunblaðsins geta hringt til ritstjórnar blaðsins i síma 10100 á milli kl. 11 og 12 árdegis, frá mánudegi til föstudags, og lagt spurningar fyrir borgarstjóra, sem blaðið kemur á framfæri við hann. Svörin birtast síðan i þættinum Spurt og svarað um borgarmál. Einnig má senda spurningar í brófi til blaðsins. Utan á bréf skal rita: Spurt og svarað um borgarmál, rit- stjórn Morgunblaðsins, pósthólf 1555, 121 Reykjavík. Nauðsynlegt er, að nafn og heimilisfang spyrjenda komi fram. Veggnr við Einholt Már Arason, Einholti 9, spyr: „Meðan steyptur var upp veggur, sem út af fyrir sig var umdeiianlegur, við hús hér við götuna, var sett bárujárn út í götuna, til hlífðar. Spurning mín er, hvort ekki verði senn Mannlíf í miðbæ í miðbæ Reykjavíkur er jafnan fjölþætt mannlíf og margt að gerast á góðviðrisdögum. Hér hafa vegfarendur safnast saman um hljómlistarmenn sem settu svip sinn á göngugötuna í gamla miðbænum. rifið og fjarlægt þetta götu- virki, sem er til lýta, auk þess, sem gatan var þröng fyrir og við vildum gjarnan fá hana aftur í upprunalega breidd?" Svar: „Verið er að slá upp fyrir kjall- aravegg norðurhluta byggingar (lægri hluta) á lóðinni nr. 17-18 við Þverholt, er samþykkt var í byggingamefnd 28. nóvember sl. Bárujámið er til vamar vegna gryfju, sem er meðan verið er að Ijúka við kjallaraveginn. Sam- kvæmt upplýsingum frá Verk- fræðistofunni Ferli, sem annast burðarvirki hússins, er áætlað að bárujámið þurfi að vera nokkum tíma enn, en fylgzt verður með því, að þetta bráðabirgðaástand vari ekki lengur en þörf krefur." Ágústa Ingvarsdóttir, Brávallagötu 42, spyr: „Hvenær getum við íbúar sem búum við vesturenda Brá- vallagötu átt von á þvi að göngugata milli Ásvallagötu og Brávallagötu verði malbikuð? Ég spyr vegna þess að á vet- urna i leysingum er þessi gata algjörlega ófær og ekki nóg með það að í rigningunni á sumrin er hún ófær vegna drullu, en okkur íbúunum hér finnst tími til kominn að eitt- hvað verði gert í þessum mál- um. Síðan er annað sem við viljum gjaman benda á það em öskutunnuraar sem við eram orðin ansi leið á að biða eftir. Það er að segja svörtu plast- tunnurnar sem við erum búin að eiga von á allt síðastliðið ár. Hvenær megum við eiga von á þeim eins og aðrir íbúar í hverf- inu?“ Svar: „Umræddur stígur verður sett- ur inn á fjárhagsáætlun í haust með tillögum um framkvæmdir næsta sumar. Hvað snertir plast- öskutunnumar þá em þær í pönt- un svo ekki líður á löngu þar til gömlu tunnunum verður skipt út á þessum stað, en á þessu ári verður einmitt gert nokkurt átak á þessu sviði. Borgarstjórnarkosningar 1978: Víti til vamaðar — eftirStefán Friðbjarnarson Engin skoðanakönnun er marktæk að fullu nema sú sem talin er upp úr kjörkössunum. Þetta kom berlega i ljós í kosningaúrslitum í Hollandi á dögunum, sem gengu þvert á undanfarandi skoðanakann- anir. Tæpri viku fyrir borgarstjórnarkosningar 1978 birti Dagblaðið niðurstöður könnunar í fimmdálka forsíðuramma undir fyrirsögn- inni: „Sjálfstæðisflokkurinn heldur meirihlutanum". Niðurstöður: „52% ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og 48% ein- hvera hinna flokkanna". Fleiri kannanir bentu tíl sömu áttar. Fáum dögum síðar var talið upp úr kjörkössunum. Sjálfstæðis- flokkurinn tapaði tveimur borgarfuUtrúm. Vinstri meirihluti I Reykjavík var staðreynd. MGBIAÐW frjálst, úháð riarjhlnft ISkoAanakBnnun DagbUðsins um borgarstjómar- kosningamar ÍRajrkjavft: Sjálfstædisflokkurinn heldur meirihlutanum S,ÍIh^ll,l0kk“,1n"••F,*TO4kn*r,lokk“,<'»'hvoriimll( tinnhiKtnin til Alþýjutlokks o( AlþViub.nd.Uv. S£:S3Cirrf: --- mm m PmrgmwMPw --. - -----.^tAU MnríUnl ÞRIDJUDAGUR 30. MA< 1978 Prenumtðl» Mornunbl»ð->1nv Vinstri. stjórn í Reykjavík Skoðanakannanir ekki einhlítar Allar skoðanakannanir gefa ein- hveija vísbendingu, mistrausta, eftir því hve vel er að verki staðið. Þær eru hinsvegar ekki einhlítar, enda ná þær aðeins til þess augna- bliks, sem framkvæmd þeirra spannar. Þær eru ekki mæling á morgundeginum. Stefnumörkun framboðsaðila og reynsla af störfum þeirra, bæði í stjóm og stjómarandstöðu, ræður að sjálfsögðu miklu um afstöðu kjósenda til þeirra. Hitt er engu að síður staðreynd, sem ekki verður komizt fram hjá, að árangur í kosningum á að dijúgum hluta rætur í skipulagi kosningabarátt- unnar; ekki sízt þeim hluta hennar, sem borinn er uppi af almennum stuðningsmönnum - á þeirra vett- vangi. Allt sem slævir árvekni og starf hinna almennu stuðnings- manna, ótímabær sigurvissa sízt undanskilin, verður að vopni í hönd- um andstæðinga. Þetta kom ber- lega í ljós í borgarstjómarkosning- unum 1978. Það var beinlínis hluti af vinnulagi (áróðri) vinstri flokka fyrir þær kosningar að undirstrika að meirihluti sjálfstæðismanna í borgarstjóm væri ekki í hættu. Þeir ólu á væmkærð fólks - og höfðu árangur sem erfiði. Úrslit borgarstjómarkosninganna 1978 em víti til vamaðar, reynsla til að læra af. Mjótt á munum Það hefur oftar en einu sinni verið mjótt á munum um meirihluta sjálfstæðismanna í borgarstjóm Reykjavíkur. Það er ástæða til að hafa það í huga nú, þegar borgar- stjómarkosningar fara í hönd. Nefnum nokkur dæmi: Árið 1966 munaði innan við 300 atkvæðum að Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihluta sinn í borgar- stjóm. Sjálfstæðisflokkurinn_ hafði níu borgarfulltrúa 1962—66. í þess- um kosningum missti hann níunda fulltrúann. Og það munaði aðeins 276 atkvæðum að hann missti einn- ig áttunda fulltrúann og þar með meirihlutann. Árið 1970 munaði aðeins 483 atkvæðum að áttundi maður D-list- ans félli og þar með meirihluti Sjálf- stæðisflokksins. Meirihluti sjálfstæðismanna féll síðan 1978, sem fyrr segir. Það vóm aðeins 58 atkvæði sem skám úr um það, að meirihluti vinstri flokka réð Reykjavík 1978-1982. Á þessu kjörtímabili vóm gjöld á Reykvík- inga 170 milljónum króna hærri en þau hefðu orðið að óbreyttum gjald- stigum sjálfstæðismanna. Borg-arstjóraefni — samstarfshæfni vinstri f lokka Skoðanakannanir benda til þess að Sjálfstæðisflokkurinn haldi i meirihluta sínum í Reykjavík. Þær I mega ekki verða til þess að slæva kosningabaráttu almennra stuðn- ingsmanna D-listans. Ötul almenn þátttaka í kosningabaráttunni er beinlínis forsenda þess að sigur vinnist, meirihlutinn haldist. Það er ástæða til að herða róðurinn. Það sem upp á vantar kemur að sök, ekki það sem umfram kann að verða í atkvæðum. Málefnaleg staða Davíðs Odds- sonar, borgarstjóra, og meirihlut- ans í borgarstjóm er traust. Þessi pistill verður þó ekki lengdur með dæmum þar um. Aðeins hnýtt við tveimur atriðum. Hið fyrra, sem skiptir miklu máli, er, að borgarbúar fara ekki í grafgötur með, hvert er borgar- stjóraefni sjálfstæðismanna. Vinstri menn hafa hinsvegar ekki komið sér saman um borgarstjóraefni, fremur en annað. Atkvæði greidd vinstri flokkunum eru greidd óviss- unni — að þessu leyti. Það síðara eru orð Sigurjóns Péturssonar, efsta manns á lista Alþýðubandalagsins, sem gerir kröfu til að vera forystuflokkur vinstri manna í borgarstjóm. Hann var spurður í maí á síðastliðnu ári: „Hvað er eiginlega að hjá minni- hlutanum í borgarstjóm?" Hann svarar hreint út: „í fyrsta lagi er enginn vafi á því að hann hefur verið meira sundraður á þessu kjör- tímabili heldur en nokkum tíma áður frá því að ég kom fyrst í borgarstjóm. Hann á mjög erfitt með að sameinast, jafnvel um mál sem hann er sammála um.“ Fer ekki vel á því að slíkur minnihluti verði minnihluti áfram?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.