Morgunblaðið - 24.05.1986, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1986
Adeila Orwells
bönnuð á hátíð
leikhúsmanna
London. AP.
SIR Peter Hall, leikstjóri breska þjóðleikhússins, sagði á fimmtudag
að framkvæmdastjórar alþjóðlegrar leikhúshátíðar í Baltimore hefðu
komið í veg fyrir að uppfærsla leikhússins á „Félaga Napóleoni“
(Animal Farm) eftir George Orwell yrði flutt þar.
„Alþjóðlega leikhússtofnunin er
augljóslega hrædd við að pólitísk
ádeila verði flutt á alþjóðlegri há-
tíð,“ sagði Hall. Hann kvað leik-
félagið British Company hafa mót-
mælt þessu og yrði leikritið sýnt í
Morris A. Mechanic leikhúsinu í
Baltimore í Bandaríkjunum meðan
á hátíðinni stæði, þótt ekki yrði
undir merkjum hennar.
John Goodwin, talsmaður breska
þjóðleikhússins, sagði að bannið við
sýningunni hefði greinilega verið
sett vegna þess að leikritið gæti
styggt þátttakendur frá kommún-
istalöndum. Alls taka fjórtán þjóðir
þátt í hátíðinni, sem haldin verður
15. til 29. júní. Á meðal þeirra eru
Búlgarar, Tékkar, Ungverjar og
Pólverjar.
Farið var fram á það við breska
þjóðleikhúsið í nóvember að „Félagi
Napóleon" í leikgerð Peters Halls
yrði sýndur á hátíðinni. Fram-
kvæmdastjóri hátíðarinnar segir að
eftir það hafi Nígeríumenn mót-
mælt því að leikritið yrði sýnt. Sýn-
ing á verkinu gæti leitt til þess að
aðrir þáttakendur fyrtust við.
„Félagi Napóleon" fjallar um
byltingu dýra á bóndabæ. Bóndinn
er hrakinn á braut og dýrin taka
völdin með svínin í broddi fylkingar.
Boðskapur verksins er sá að mál-
staður hverrar byltingar verði að
endingu svikinn.
AP/Símamynd
Krókódíll styttir sér leið
Þessi fjögurra metra langi krókódíll stytti sér
leið yfir bílastæði við pakkhús í Tavares í Flórida
á miðvikudag. Krókódíllinn var augljóslega á
leið að Dora-vatni, sem er þar í grenndinni.
Dýraverndunarmönnum tókst að hjálpa hinum
250 kg. þunga krókódíl að komast leiðar sinnar
án þess að nokkurn sakaði. Á myndinni má sjá
að viðstaddir hafa ekki kippt sér mikið upp
vegna þessa atburðar. Maðurinn fyrir miðri
mynd gengur áhyggjulaus leiðar sinnar og gæti
glámskyggnum virst maðurinn ganga á baki
dýrsins.
Nýja línan
frá BIZERBR
Tölvuvog- og prentari
fyrir kjötborð og sjálfsafgreiðslur:
Enrile neitar
sögusögnum
um valda-
rán í vændum
kg-
Verð pr. kg.
I Verð kr.
Prentari fyrir verslun-
arstjóra sem sýnir
heildariíttekt hvern
dag og heildarsöiu á
hverri tegund.
Verð/límmiði.
Ljósaborð fyrír vöru
hciti.
Lyklaborð fyrir PLÚ-
minni.
Möguleiki: -----------
Mötun inná tölvu-
kerfi.
....þaraðauki hámarksgæði enda er Bizerba heimsþekkt gæðamerki og við bjóðum
toppþjónustu.... hikaðu ekki lengur sláðu á þráðinn eða komdu bara og skoðaðu „nýju
línuna“.
RÖKRÁS SF.
w> ..“
Rafeindatækniþjónusta
Hamarshöfða 1
Sími 39420
Manilla, Filippseyjum. AP.
JUAN Ponce Enrile, varnarmála-
ráðherra Filippseyja sagði í dag,
föstudg, að hann hefi ekki hina
minnstu ástæðu til þess að vilja
koma Corazon Aquino forseta
frá völdum, en þrálátur orðróm-
ur hefur verið um það upp á sið-
kastið að Enrile hyggði á valdar-
án hersins. Enrile sagði þetta á
blaðamannafundi og aðspurður
sérstaklega sagði hann að „við
gætum tekið völdin. Á því er
enginn vafi.“
Enrile sagði að hann og Fidel
Ramos, yfírmaður herafla Filipps-
eyja, nytu pólitísks stuðnings og
hann sagðist vita að þessi orðrómur
væri runninn undan rótum ýmissa
opinberra embættismanna og í
sjálfu sér skildi hann kvíða þeirra
en hann væri sem sagt fullkomlega
ástæðulaus og samkomulagið við
Aquino forseta væri gott í alla staði.
Aquino forseti fór í dag, föstu-
dag, í tveggja daga ferð til Luzon-
-eyju, fyrstu för sína frá því hún
tók við völdum. Ráðgjafar hennar
mætlu sérstaklega með förinni til
að sýna fram á að það ætti ekki
við rök að styðjast að ríkisstjóm
hennar væri í upplausn. Forsetan-
um var forkunnarvel tekið á þeim
stöðum sem heimsóttir voru þennan
fyrri dag og þúsundir fögnuðu
honum.
Kúbumenn
f lýðu á
slönefufleka
Miami. AP. * *
FIMM Kúbumönnum var bjargað
í gær um borð í bandaríska drátt-
arbátinn Frelsið 40 milur undan
Flórídaströndu. Fimmmenning-
arnir voru á fleka, sem hafði
verið á reki frá því þeir ýttu frá
landi á Kúbu á sunnudag.
Fulltrúi útlendingaeftirlitsins á
Flórída sagði Kúbumennina hafa
gefíð þær ástæður fyrir flóttanum
að þeir hefðu fengið sig fullsadda
af stjórnarfarinu heimafyrir og
kosið frelsið í staðinn. Þeir hefðu
einnig óttast að verða kallaðir í
herinn.
Mennimir flýðu árla á sunnu-
dagsmorgni á fleka, sem samanstóð
að mestu úr bílslöngum. Þeir höfðu
nóg vatn og matvæli en vom þjak-
aðir af vosbúð þegar þeim var
bjargað eftir nær fjögurra sólar-
hringa volk. Þeir eiga ættmenni á
Flórída.
V estur-Þj óð verj unum
sleppt í Nicaragna
^ Miami. AP.
ÁTTA V estur-Þjóð veijar sem
skæruliðar í Nicaragua hand-
sömuðu í átökum við stjórnar-
herinn verða látnir lausir úr
haldi, að því er opinber talsmað-
ur Lýðræðissamtaka Nicaragua
skýrði frá f dag. Hann sagði að
það hefði verið farið vel með
mennina átta og ekkert amaði
að þeim. Beðið væri eftir því að
Rauði krossinn og vestur-þýska
stjórnin kæmust að niðurstöðu
um það hvernig og hvar ætti að
sleppa þeim.
Stjómin í Managua sagði í síð-
ustu viku að Þjóðveijamir, fjórir
karlar og fjórar konur, hefðu verið
að hjálpa til við að byggja hús í
Jacinto Baca þegar þeir hefðu verið
gripnir.
Talsmaður skæmliðanna hafði
áður sagt að Þjóðveijamir hefðu
verið með sovésk vopn undir hönd-
um þegar þeir vom teknir og aug-
ljóst hefði verið að þeir hefðu siglt
undir fölsku flaggi.