Morgunblaðið - 24.05.1986, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 24.05.1986, Qupperneq 22
22 MORGUNBLA ÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1986 Afríkuhlaupið er á morgnn; „ Viljum að íslendingar taki hlutfallslega flestir þátt“ segir Ingólfur Hannesson, einn nefndarmanna hlaupsins AFRIKUHLAUPIÐ HLAUPALEIÐIR ÖRFIRISEY 4 Km hringur 7 km hrlngur 10 km hrlngur G.H.I. 1986 „ALLT bendir til að um metþátttöku verði að ræða í Afríkuhlaupinu hér á landi, sem fram fer á morgun, sunnudag, enda miðast undir- búningur hlaupsins við það nú að á íslandi taki hlutfalls- lega flestir þátt í hlaupinu," sagði Ingólfur Hannesson á blaðamannafundi, en hann er einn undirbúningsmanna hlaupsins hér á landi. Þá hafa fréttir erlendis frá gefið til kynna að þátttaka muni fara fram úr björtustu vonum raanna. Yfír þijátíu staðir á landinu höfðu tilkynnt þátttöku í gær. Undir- búningur er langt kominn á þessum stöðum og búist er við að enn fleiri staðir bætist í hópinn áður en kemur að hlaupinu sjálfu. „í sjálfu sér skiptir vegalengdin minnstu máli — aðalatriðið er að vera með, bæði vegna málefnisins og eins sér til heilsubótar. Við vitum um starfs- fólk þó nokkurra fyrirtækja og stofnana sem ætia að taka þátt og eins hafa sum þeirra komið sér upp áheitalista, sem er þannig upp byggður að heitið er á einstaka hlaupara fyrir hvem hlaupinn metra," sagði Ingólfur. Skokkdeild starfsmanna Alþingis og nokkurra þingmanna hefur ákveðið að taka þátt í hlaupinu en skokkdeildin heftir einmitt komið sér upp slíkum áheitalista og til tais hefur komið að heita á hlaupar- ana frá einum og upp í fímm aura fyrir hvem hlaupinn metra. Þeir alþingismenn sem þegar hafa skráð sig til hlaupsins em Ami Johnsen, Steingrímur Sigfússon og Kristín Halldórsdóttir og búist er jafnvel við fleirum, að sögn Helga Bemód- ussonar, sem sat blaðamannafund- inn fyrir hönd skokkdeildarinnar. Merkjasalan stendur nú sem hæst og jafnframt eru til sölu sér- stakir bolir tileinkaðir hlaupinu, sem fást f sportvöruverslunum og á bensínstöðvum OLIS. Komið verð- ur upp sölutjöldun víða um borgina og annars staðar á landsbyggðinni auk þess sem söluböm ganga í hús. Merkið kostar 100 krónur og bolur- inn 300 krónuri Ingólfur sagði að stefnt væri að því að rekstrar- og auglýsingakostnaður stæði á sléttu þannig að þeir peningar sem fengj- ust vegna sölu merkja og bola rjmnu óskiptir beint til hjálparstarfsins í Eþíópíu. Allur ágóði af fjáröfluninni rennur til reksturs munaðarleys- ingjaheimilis í Worgessa í Eþíópíu fyrir 300 böm í þijú ár. íslenskir popphljómlistarmenn öfluðu einnig fjáir til þessa verkefnis með útgáfu hljómplötunnar „Hjálpum þeim“ fyrir sl. jól. Bygging og rekstur heimilisins er á vegum Hjálpar- stofnunar kirkjunnar. „Það verður mikið um dýrðir á Lækjartorgi á morgun og er draum- urinn að reyna að gera fólki daginn sem eftirminnilegastan," sagði Ingólfur. Skemmtidagskrá hefst þar kl. 13.00, sem Jóhann G. Jó- hannsson hefur haft veg og vanda af og verður þá m.a. frumfiutt sér- stakt Afríkuhlaupalag sem Jóhann hefur samið í tilefni dagsins. Björg- vin Halldórsson syngur lagið með undirleik hljómsveitar Magnúsar Kjartanssonar. Kynnar á skemmt- uninni verða þeir Jón Gústafsson og Hermann Gunnarsson. Jóhann sagði á fundinum að hluti íslensku hjálparsveitarinnar kæmi fram auk ýmissa hljómsveita svo sem hljóm- sveit Magnúsar Kjartanssonar, hljómsveit Bjöms Thoroddsen, Vunderfulz — ným rokkhljómsveit, og e.t.v. Bftlavinafélaginu. Þá Ieik- ur Jónas Þórir, nokkrir harmon- ikkuunnendur auk þess sem Laddi og Bjössi bolla mæta á svæðið. Utvarpað verður á rás 1 frá Lækj- artorgi í tvo og hálfan tíma á meðan á þessu stendur og verður sú dag- skrá í höndum Stefáns Jökulssonar. Félagar úr Alpaklúbbnum hyggjast klífa Útvegsbankann. Fallhlífar- stökkvarar munu láti sig svífa um háloftin og lenda væntanlega á Amarhóli og hugmyndir em uppi um að lúðrasvéitir leiki á hlaupa- leiðum. Drykkjarstöðvar verða einnig til staðar á hlaupaleiðum til að svala þorsta hlauparanna. Bif- reiðastæði f Kolaportinu verða opin frá 12.00 til 17.00. Strætisvagnar Reykjavíkur vilja benda farþegum SVR á að sýna þolinmæði á morgun þar sem búast má við mikilli umferð sérstaklega í miðbænum. Grímur Sæmundsen, læknir og einn nefndarmanna, sagði að mikil- vægt væri fyrir hlaupara að koma vel búnir til fótanna og vel klætt innan undir æfíngabúningum ef kalt yrði í veðri. Þá er ætlunin að koma upp aðstöðu þar sem fólk getur geymt fatnað á meðan á hlaupinu stendur. „Það er mikil- vægt fyrir fólk sem farið er að reskjast að ofkeyra sig ekki. Aðalat- riðið er að taka þátt og hreyfa sig, skokka stuttar vegalengdir, stoppa við og ganga og síðan jafnvel hlaupa aftur," sagði Grímur. Kristján Kristjánsson, einn af nefndarmönnum hlaupsins á Akur- eyri, sagði að reiknað yrði með góðri þátttöku í hlaupinu þar í bæ. „Búið er að mæla út tvær vega- lengdir — einn og tvo kílómetra — og réðu menn hvora leiðina þeir hlypu. Helgi Bergs, bæjarstjóri Akureyringa, ræsir hlaupið kl. 14.30 en áður en það hefst verður skemmtidagskrá í miðbæ Akur- eyrar. Þeir staðir sem þegar hafa til- kynnt þátttöku eru fyrir utan Reykjavík og Akureyri: Akranes, Borgames, Stykkishólmur, Grund- arfjörður, Hellissandur, Saurbær, ísafjörður, Þingeyri, Drangsnes, Skagaströnd, Sauðárkrókur, Siglu- fjörður, Ólafsfjörður, Hrísey, Grímsey, Mývatnssveit, Borgar- fjörður eystri, Egilsstaðir, Nes- kaupstaður, Eskifjörður, Stöðvar- Qörður, Reyðarfjörður, SeyðisQörð- ur, Fáskrúðsfjörður, Breiðsdalsvík, Höfn, Grímsnes, Selfoss, Vest- mannaeyjar, Grindavík, Keflavík og Hafnarfjörður. Félagsmiðstöð aldraðra við Frostaskjól formlega opnuð FÉLAGSMIÐSTÖÐ aldraðra við Frostaskjól var formlega tekin í notkun á miðvikudaginn. Þar flutti Helena Halldórsdótt- ir umsjónarmaður félagsstarfs aldraðra í Reykjavík ávarp og að þvi loknu var félagsmiðstöð- in formlega opnuð af Davíð Oddssyni borgarstjóra. Starfsemi félagsmiðstöðvarinn- ar hefst næstkomandi miðviku- dag. Að sögn Hrefnu Jóhanns- dóttur forstöðumanns verður opið hús á miðvikudögum og föstudög- um frá klukkan 13 til 17 til júlí- loka í sumar. Félagsmiðstöðin verður lokuð í ágúst en síðan hefst hefðbundið starf, föndur o.fl., í september. Hrefna sagði að fé- lagsmiðstöðin væri ætluð eldri borgurum Vesturbæjar, en að sjálfsögðu væra aðrir eldri borg- arar einnig velkomnir. Efri myndin. Davíð Oddsson borgarstjóri i ræðustól. Til hægri við hann sitja Katrín Fjeldsted og Magnús L. Sveins- son. Fjöldi gesta var við opnun félagsmiðstöðvarinnar eins og neðri myndin ber með sér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.