Morgunblaðið - 24.05.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.05.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1986 23 Paul Zukofsky stjómar Kammersveit Reykjavíkur í Bústaðakirkju. Morgunblaðið/ELF Kammersveit Reykjavíkur í Bústaðakirkju Frumflytur 7. sinfóníu Brukners á Islandi Verkið líklega ekki flutt af kammersveit síðan 1921 í Vínarborg „EPTIR ÞVI, sem ég kemst næst hefur sjöunda sinfónía Antons Bmckner í útsetningu Amolds Schönberg fyrir kammersveit ekki verið flutt á tónleikum síðan i Vínarborg 1921,“ sagði Paul Zukofsky, hljómsveitarstjóri og fiðluleikari, sem stjóraar flutningi verksins á tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur í Bústaðakirkju kl. 20.30 á sunnudagskvöld. Paul Zukofsky er íslenskum tónlistarunnendum af góðu kunn- ur, en hin síðari ár hefur hann stjómað Sinfóníuhljómsveit æsk- unnar hér á landi við góðar undir- tektir. Um það viðfangsefni, sem hann ræðst nú í með Kammersveit Reykjavíkur, sagði hann, að fyrir 65 til 70 ámm hefðu tónlistar- menn í Vín gripið til þess ráðs að útsetja stærri hijómsveitarverk fyrir kammersveit til að gefa þannig fleiri áheyrendum tæki- færi til að _ kynnast verkum meistaranna. Á þessum tíma hefði nútímaleg tónlist af þessu tagi ekki átt upp á pallborðið, en innan tónlistarfélagsins í Vínarborg hafi ríkt mikil víðsýni og þar hafi menn lagt sig fram um að kynna menn á borð við Bruckner, Strav- insky, Ravel, Debussy að ógleymdum Mahler. Zukofsky sagði það til marks um þann árangur, sem náðst hefði aðeins á fáeinum áratugum í ís- lensku tónlistarlífi, að hér á landi skyldu verk eftir þessa meistara alkunn. Það væri til marks um að íslendingar hefðu náð langt á tiltölulega skömmum tíma en auðvitað mætti gera betur og ætti að gera betur. Þegar hann var spurður hvers vegna hann hefði ákveðið að ráð- ast í þetta verkefni með kammer- sveitinni, sagði hann, að það væri heillandi bæði vegna listræns gild- is verksins og einnig með vísan til sögu þess. „Ef ástæða var til að kynna Bruckner með þessum hætti í Vínarborg árið 1921, er ekki síður ástæða til að gera það í Reykjavík nú,“ sagði Zukofsky. „Þetta er í fysta sinn sem sjö- unda sinfónía Bruckners er flutt á íslandi og Kammersveit Reykja- víkur valdi hana vegna þess að hljóðfæraleikaramir vilja takast á við ögrandi verkefni og ráðast í ævintýri. Með kammersveit er unnt að gera svo margt, sem stærri hljómsveitir leyfa ekki, þar eða starfsemi þeirra er í föstum skorðum. Hljóðfæraleikaramir eru einnig óragir við að taka áhættu í leik sínum,“ saði Paul Zukofsky að lokum. í Kammersveit Reykjavíkur á tónleikum í Bústaðakirkju á sunnudagskvöld koma fram: Rut Ingólfsdóttir, fiðla, Júlíana Elín Kjartansdóttir, fíðla, Helga Þórar- insdóttir, lágfíðla, Amþór Jóns- son, selló, Richard Kom, kontra- bassi, Einar Jóhannesson, klari- nett, Joseph Ognibene, hom, Guðríður Steinunn Sigurðardóttir, píanó, Anna Guðný Guðmunds- dóttir, píanó og Hörður Áskelsson, harmóníum. Sumarbúðir fyrir fatlaða á Laugarvatni STJÓRN íþróttasambands fatl- aðra hefur ákveðið að starfrækja sumarbúðir fyrir fatlaða í sumar. Verða þessar sumarbúðir á Laugarvatni og megináherslan lögð á íþróttir og útivist. M.a. verða kenndar íþróttir og ieikir, farið í útreiðartúra og bátsferðir og á kvöldin verða haldnar kvöldvökur. Haldin verða tvö námskeið. Það fyrra frá l.-ll. ágúst og það síðara frá 12.-22. ágúst. Alls geta 39 þátttakendur tekið þátt í hvom námskeiði. Kostnaður vegna þátttöku í sumarbúðunum er kr. 10.000 pr. þátttakenda. í því verði er m.a. innifalið ferðir milli Reykjavíkur og Laugarvatns, fæði, gisting og ■ kennsla. Einnig afnot af hestum og bátum. Umsóknum um dvöl í sumar- búðunum verður að skila á sérstök- um eyðublöðum fyrir 20. júní nk. Þessi eyðublöð er unnt að fá á skrifstofu íþróttasambands fatl- aðra, hjá svæðisstjómum um mál- efni fatlaðra, Öryrkjabandalaginu og aðildarfélögum þess og Sjálfs- bjargarfélögum um land allt. Ofan- greindir aðilar veita einnig allar upplýsingar um sumarbúðimar. (Fréttatilkynningar) Hrafnhildur Hagalín Guðmunds- dóttir. Ólöf Þorvarðardóttir. Þrennir tónleikar hjá Tónlistarskólanum Tónlistarskólinn i Reykjavík heldur þrenna tónleika dagana 25., 26. og 28. mai nk. Sunnudaginn 25. maí verða burt- fararprófstónleikar Hrafnhildar Hagalín Guðmundsdóttur, gítar- leikara, í sal skólans, Skipholti 33, og hefjast þeir kl. 17.00. Á efnis- skrá era verk eftir L. Roncalli, J.S. Bach. M. Giuiliani, Boccherini og Brouwer. Kvintett með Hrafnhildi skipa Hildigunnur Halldórsdóttir, fíðla, Kristján Matthíasson, fíðla, Eyjólfur Alfreðsson, víóla og Sig- urður Halldórsson, selló. Mánudaginn 26. maí verða burt- fararprófstónleikar Ólafar Þor- varðsdóttur fiðluieikara í sal skól- ans, Skipholti 33, þeir hefjast kl. 20.30. Ólöf leikur verk eftir Brahms, J.S. Bach, E. Bloch, Áskel Másson og Beethoven. Lára Rafns- dóttir leikur með á píanó. Miðvikudaginn 28. maí verða síð- ustu tónleikar skólans á þessum vetri. Hljómsveit skólans frumflytur verk eftir Finn Torfa Stefánsson. Þetta er lokaverkefni Finns frá tón- fræðideild skólans. Stjómandi er Atli Heimir Sveinsson. Þá mun hljómsveitin einnig flytja Konsert fyrir lágfíðlu eftir Hoff- meister, einleikari með hljómsveit- inni í því verki er Guðmundur Krist- mundsson víóluleikari og er þetta síðari hluti einleikaraprófs hans. Stjómandi er Mark Reedman. Þess- ir tónleikar verða í Menntaskólan- um við Hamrahlíð og hefjast kl. 20.30. Aðgangur á tónleikana er ókeyp- isogöllumheimill. Samvinnuskólinn á Bifröst: Inntökuskil- yrðum breytt Samvinnuskólanum að Bifröst var slitið 1. maí sl. í 68. sinn, en alls stunduðu 111 nemendur nám við skólann í vetur, þar af 33 í framhaldsdeild sem starfar í Reykjavík. Hæstu einkunn á samvinnuskólaprófi hlaut Hulda Björg Baldvinsdóttir, 9,12. Fyrir liggur að breyta skipulagi og starfsháttum skólans nú miðað við það sem áður hefur verið, en sl. haust markaði stjórn Sambands íslenskra samvinnufé- laga stefnuna og skólanefnd fylgdi málinu eftir í samráði við menntamálaráðuneytið. Héðan í frá verður umsækjandi að hafa lokið a.m.k. tveggja vetra námi á framhaldsskólastigi á við- skiptasviði eða öðram sambærileg- um undirbúningi til að fá inngöngu í skólann, en áður nægði grann- skólapróf. Umsóknarfrestur um skólavist fyrir næsta ár rennur úr 10. júní. Nemendur munu nú út- skrifast frá skólanum að loknu tveg,aa vetra Samvinnuskólanámi með stúdentspróf sem m.a. veitir rétt til háskólanáms. Þetta kom m.a. fram í ræðu skólastjóra, Jóns Sigurðssonar, við skólaslitin. í ræðu sinni nefndi Jón m.a. nýjungar í félagsmála- og starfsfræðslunámskeiðum Sam- vinnuskólans. Hann sagði: „Enn fremur fól aðalfundur Sambands íslenskra samvinnufélaga á sl. sumri Samvinnuskólanum að undir- búa og gangast fyrir nýjum flokki námskeiða fyrir konur, jafnt f hópi starfsmanna sem félagsmanna samvinnuhreyfíngarinnar, um að- stöðu, áhrif og þátttöku kvenna í störfum, félagslífí og ákvörðunum samvinnuhreyfingarinnar. Þessi námskeið mynda nokkurs konar keðju með aðgreindum þrepum. Þau hafa hlotið nafnið „kvennaframi" og era þegar hafín og fleiri eru fyrirhuguð á næstunni.“ Kosningahappdrættið stendur straum af kosningabaráttunni Sjálfstæðlsmenn, grelðum hetmsenda gíróseðla. Skrifstofa happdrættislns i Valhöll er opin alla daga kl. 09.00 — 22.00. Aðeins dregið úr seldum miðum. dregið 27 maí 1986 wmmmmmmmm Glæsilegir vinningar að verðmæti kr. 1.749.780,- 3 fólksbifreiðir: Nissan Cherry GL 5 dyra, Corolla 1300 5 dyra og Suzuki Swift 5 dyra. 14 glæsilegir ferðavinningar SJÁLFSTÆÐISMENN STÖNDUM SAMAN UM D-LISTANN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.