Morgunblaðið - 24.05.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1986
39
Bryn veig Þorvarð-
ardóttir — Minning
Fædd 22. apríl 1907
Dáin 15. maí 1986
Fimmtudaginn hinn 22. þessa
mánaðar var Brynveig Þorvarðar-
dóttir frá Stað í Súgandafirði, jarð-
sungin frá Grundtvig-kirkju í Kaup-
mannahöfn.
Brynveig var dóttir hjónanna
séra Þorvarðar Brynjólfssonar og
Önnu Stefánsdóttur. Foreldrar séra
Þorvarðar voru Brynjólfur Oddsson,
bókbindari í Reykjavík, sem nefnd-
ur hefur verið Reykjavíkurskáld og
Rannveig Ólafsdóttir, Péturssonar,
lögréttumanns frá Kalastaðakoti á
Hvalfjarðarströnd. Anna, móðir
Brynveigar, var dóttir séra Stefáns
Péturssonar, Jónssonar, vefara frá
Víðivöllum ytri í Fljótsdal. I beinan
kvenlegg í fjórða lið var Brynveig
komin út af Þórði bónda Pálssyni
frá Kjama í Eyjafirði.
Hugur Brynveigar stóð alla tíð
til nokkurra mennta þótt eflaust
hafi verið erfítt um vik þar eð
systkinin voru mörg og ekki til siðs
að ungar stúlkur væru að eyða tíma
í skólagöngu og við það bættist að
hún missti föður sinn um tvítugt
og það kom í hlut eldri systkinanna
að aðstoða móður sína við heimilið
og ala önn fyrir þeim yngri. Bryn-
veig útskrifaðist þó frá Húsmæðra-
skóla Vesturlands árið 1926.
Á fullveldisdaginn árið 1928
gekk Brynveig að eiga Stefán
Bjömsson, prentara í Reykjavík.
Þeim varð tveggja dætra auðið,
Olgu Guðbjargar, sem fórst í flug-
slysi við Reykjavík fyrir 35 ámm
og Önnu, sem stundar verzlunar-
störf í Kaupmannahöfn. Stefán og
Brynveig slitu samvistir eftir 11 ára
sambúð.
Undanfarna áratugi bjó Brynveig
lengst af í Danmörku, ýmist í
Minning.
Gróa
Amadóttir
Fædd 15. janúar 1914
Dáin 6. maí 1986
Mig langar með nokkrum orðum
að minnast fóstursystur minnar,
Gróu Ámadóttur, sem lést 6. maí
og varjarðsungin 15. maí sl.
Gróa fæddist í Norður-Vík í
Mýrdal 15. janúar 1914, dóttirhjón-
anna Guðríðar Sveinsdóttur og
Ama Gíslasonar. Ólst Gróa upp í
föðurhúsum í Vík ásamt yngri syst-
ur sinni, Margréti, en hún lést árið
1946 og var öllum harmdauði sem
hana þekktu. Árið 1934 giftist Gróa
Sigurjóni Mýrdal Skaftasyni, mikl-
um gæðamanni. Eftir 5 ára hjóna-
band lést Sigurjón í blóma lífsins.
Gróa starfaði um nokkurra ára
skeið á Vífilsstöðum til að geta
verið sem næst eiginmanni sínum
og systur er þar vom sjúklingar.
Markaði sá tími djúp spor í sálarlíf
hennar og óhætt mun að segja að
Gróa hafí aldrei náð sér til fullnustu
eftir það. Árið 1950 kynntist Gróa
ágætismanni, Guðjóni Guðbrands-
syni frá Rauðalæk í Holtum, og
eignuðust þau eina dóttur, Margréti
Sigrúnu, og veitti hún þeim mikla
hamingju. Árið 1968 lést Guðjón
eftir erfiða sjúkdómslegu. Aftur
mátti Gróa sjá á bak ástvini út yfir
gröf og dauða. Líf Gróu var enginn
dans á rósum, hún mátti þola mót-
læti og erfíðleika en bjartar hliðar
vom í lífi hennar sem annarra.
Dóttirin, Margrét Sigrún, var henni
allt og henni helgaði hún allt sitt
líf. Hennar er missirinn mestur.
Ég vil að leiðarlokum þakka Gróu
fyrir allt sem hún hefur verið mér.
Megi Guð blessa hana og varðveita
í nýjum heimkynnum. Eg vil votta
dóttur hennar og öðmm ástvinum
mína innilegustu samúð.
Fari hún í friði, friður Guðs hana
blessi, hafí hún þökk fyrir allt og
allt.
Haraldur Þór Jónsson
Kaupmannahöfn eða í Óðinsvéum,
þar sem hún vann við saumaskap
eða sem ráðskona. Á þessu er þó
sú undantekning að á ámnum
1972—1975 var Brynveig búsett í
Reykjavík.
Brynveig hafði yndi af útiveru
og ferðalögum, hún reyndi að njóta
hvers sólargeisla sem gafst. Sér-
staklega er mér minnisstæð fjöl-
skylduferð, sem farin var vestur til
Súgandafjarðar í tilefni þess að
hundrað ár vom liðin frá fæðingu
séra Þorvarðar. Brynveig lék á als
oddi og var hrókur alls fagnaðar
eins og henni var von og vísa. Það
var aldrei nein lognmolla í kringum
Brynveigu. Hún fór sínu fram, var
hreinskilin og dró ekki úr neinu.
Vestfirðir hafa löngum þótt erfið-
ir yfirferðar og vegakerfíð var ekki
neitt til að hrópa húrra fyrir fyrir
20 ámm. Þá var Þingmannaheiðin
ennþá farin, varla annað en niður-
grafnir troðningar. Það var því
engin furða þótt fólk væri yfírleitt
þreytt eftir slíkar ófæmr og vildi
njóta hvíldar eftir að vera búið að
skrölta um óvegi daglangt. Bryn-
veig lét hins' vegar engan bilbug á
sér finna heldur stakk strax upp á
því þegar ferðalangar vom komnir
dauðlúnir í áfangastað, að skreppa
til ísafjarðar í bíó, þótt slíkt hefði
kostað tvær ferðir til viðbótar yfír
Botnsheiðina. Þannig var Bryn-
veigu rétt lýst. Hún lét ekkert aftra
sér, setti ekki fyrir sig vestfírzka
fjallvegi frekar en þeir væm hunda-
þúfur. Brynveig geymdi heldur ekki
það til morguns, sem hún gat gert
ídag.
Brynveig var listelsk, lék bæði á
píanó og orgel og fékkst mikið við
hannyrðir, sem ættingjarnir fengu
að njóta í ríkum mæli. Eitt fyrsta
merki þess að jólin væm í nánd
vom tilkynningar frá póstinum þess
efnis að viðtakandi ætti sendingu
frá Danmörku á pósthúsinu. Oftast
var þetta eitthvað sem Brynveig
hafði útbúið sjálf, pijónað eða
heklað. Ekki má heldur gleyma jóla-
dagátölunum sem hún var vön að
senda litla frændfólkinu sínu og
vom alltaf komin upp úr miðjum
nóvembermánuði.
1 Brynveig var frændrækin og
lagði sig í líma við að halda reglu-
legu sambandi við fjölskyldu sína
og skyldulið á Fróni. Hún var höfð-
ingi heim að sækja hafandi það í
huga að þar sem er hjartarúm, er
húsrúm.
Ég átti þess kost að heimsækja
Brynveigu nokkmm sinnum á und-
anfömum ámm og alltaf vom mót-
tökurnar jafn góðar, þótt heilsan
væri farin að bila. Var þá rætt um
allt milli himins og jarðar eins og
gengur og gerist en Brynveig hafði
alltaf vakandi áhuga á að vita
hvernig frændfólkinu vegnaði og
hvernig heilsufarið væri. Hún lét
sér annt um náungann þó hún
væri stundum tannhvöss og dóm-
hörð þannig að þeir sem þekktu lítt
til hennar áttu e.t.v. til að fyrtast.
Danir hafa löngum fengið orð
fyrir að vera góðir matargerðar-
menn og danskur matur verið talinn
Ijúffengur. Þessa list kunni Bryn-
veig. Því verða hamborgarhrygg-
imir, sem boðið var upp á hjá
Brynveigu, ógleymanlegir. Hún átti
það jafnvel til að leysa gesti sjna út
með nesti væri allt rými fyrir frek-
ari veitingar þrotið.
Eitt sinn er við hjónin vomm á
ferð í Kaupmannahöfn og orðin
uppiskroppa með töskur vegna
pinkla er höfðu bætzt við í förinni
fengum við lánaða tuðm hjá Bryn-
veigu og varð það að samkomulagi
að henni skyldi skilað er ég yrði
næst á ferðinni. Snemma í desem-
ber lá leiðin aftur um Kaupmanna-
höfn. Nú skyldi tækifærið notað og
tuðmnni komið til eiganda síns.
Reyndin varð önnur. Taskan sneri
aftur til íslands full af bögglum
frá Brynveigu, ekki aðeins jólagjöf-
um heldur einnig afmælisgjöfum til
þeirra, sem faeHdir vom snemma í
árinu. Alltaf var Brynveig sjálfri
sér lík.
Blessuð sé minning hennar.
Kristjón Kolbeins