Morgunblaðið - 24.05.1986, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 24.05.1986, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1986 Minning Stefán Einarsson framkvæmdastjóri Þann 15. maí sl. lést í Borgarspít- alanum Stefán Einarsson, fram- kvæmdastjóri, Eskihlíð 8, hér í borg. Stefán var Austfirðingur, fæddur þann 6. september 1914 alð Hijóti í Hjaltastaðaþinghá. Stefán tók próf frá Eiðaskóla 1935 og árið 1939 lauk hann prófi frá Samvinnuskólanum. Kennslustörfum gegndi Stefán í Hjaltastaðaskólahverfí á árunum 1935 til 1937. Eftir próf frá Samvinnuskólanum hóf Stefán störf hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Reyðarfírði og síðar gegndi hann störfum útibússtjóra á Egilsstöðum hjá því félagi til ársins 1955, en þá tók Stfán að sér stöðv- arstjórastarf hjá Flugfélagi íslands allt til ársins 1962 er hann fíuttist til Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni og vann á skrifstofu Flug- félagsins til ársloka 1964. Sökum góðra mannkosta og hæfileika hlóðust á Stefán opinber störf í heimabyggð hans og má þar til nefna að hann gegndi hrepp- stjórastörfum í Egilsstaðahreppi í 15 ár, hann var formaður sjúkra- samlagsins í 12 ár, hann var í stjóm Byggingasamvinnufélags Egils- staðakauptúns í 14 ár, formaður skólaneftidar í 13 ár og fréttaritari Ríkisútvarpsins var hann á árunum 1947 til 1952, einnig var Stefán í byggingamefnd félagsheimilis Hér- aðsbúa á Egilsstöðum á ámnum 1959 til 1962. Auk allra þeirra starfa, sem getið t Eiginmaður minn, faöir og tengdafaðir, STEFÁN EINARSSON fyrrverandl forstjórl, Eskihlfö 8, lést 15. maí sl. í Borgarspítalanum. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Slgrfður Þórarinsdóttir, Þórarinn Stefánsson, Una Þóra Magnúsdóttir, Kristján Stefánsson, Rósa M. Guðnadóttir, Unnur Stefánsdóttir, og barnabðrn. t GUÐRÍÐUR SVEINSDÓTTIR frá Fáskrúðsfiröl lést í St. Jósefsspítala, Hafnarfiröi 22. mai. Albert Eiðsson, Örn Eiðsson, Sveinn Rafn Eiðsson, Berta Eiösdóttir Rail, Kristmann Eiðsson, Bolli Eiðsson, Ragnhildur Eiðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hallfrfður Freysteinsdóttir, Gyða Ingólfsdóttir, James Rall, Kristfn Þorsteinsdóttir, Klara Sigvaldadóttir, t Ástkær sonur okkar, GUÐBRANDUR BÚI EIRÍKSSON, lést 21. maí. Una Eyjólfsdóttir og Eirfkur Sigfússon, (rabakka 34. t SKAPTIJÓNSSON, skipstjóri, Suðurvangi 8, lést í Landspítalanum 23. maí. Margrót B. Hafstein og börn. hefur verið hér að framan, gegndi hann mörgum trúnaðarstörfum fýrir flokk sinn, Framsóknarflokk- inn, á Egilsstaðaárum sínum. Það liggur í augum uppi, að Stefán hefur ekki legið á liði sínu á þessum áram, enda mun stöðvar- stjórastarfið hjá Flugfélaginu hafa verið ærið starf fyrir einn mann. A þessum áram vora allir dagar vinnudagar frá morgni til kvölds, því trúmennska í starfi var aðals- merki Stefáns. Árið 1942 þann 21. nóvember giftist Stefán eftirlifandi konu sinni, Sigríði Þórarinsdóttur frá Reyðar- firði. Þeim varð fjögurra bama auðið, þar af komust þijú til fullorð- insára. Elstur er Þórarinn, f. 18. desember 1945, starfar hjá Flug- leiðum, Kristján, kjötiðnaðarmaður, f. 2. júní 1952 og yngst er Unnur Pálína, fædd 22. júlí 1958. Undirritaður kynntist Stefáni lít- ils háttar meðan hann starfaði á Egilsstöðum, en náin kynni okkar hófust fyrst eftir að hann flutti til Reykjavíkur 1962. Þannig vildi til að um mitt ár 1964 keyptum við nokkrir félagar meirihlut í Kjötver hf., Dugguvogi 3. Ýmsir erfiðleikar og vankantar vora á rekstri félagsins og fjármál þar af leiðandi I ólagi. Okkur félög- unum var strax ljóst, að ýmsra breytinga var þörf, en þó var mikil- vægast að fá góðan stjómanda. Við leituðum til Stefáns um að taka framkvæmdastjórastarfið að sér, og varð það úr að við réðum hann til starfsins frá 1. janúar 1965. Stefán gegndi þessu starfi óslitið til janúar 1984, er hann varð að hætta sökum heilsubrests, og hann Kveðjuorð: Flosi Sigurbjörnsson menntaskólakennari Fæddur 13. nóvember 1921 Dáinn 15. maí 1986 Vinur minn og bekkjarbróðir úr Menntaskólanum á Akureyri, Flosi Sigurbjömsson menntaskólakenn- ari, er nú aliur. Hann fæddist að Stöð í Stöðvarfirði, sonur hjónanna Sigurbjargar Jónsdóttur og Sigur- bjöms Guttormssonar, bónda þar. Við Flosi voram samtíða í MA fyrir norðan nokkurra vetra skeið, lukum stúdentsprófi vorið 1945, hann úr máladeild, ég úr stærðfræðideild, svo ekki urðu samskipti okkar mikil á þeim áram. Það var vorið 1980, á 100 ára mæli skólans, þegar við 35 ára stúd- entar hittumst á Akureyri, eins og fleiri norðanmenn, að raunveraleg kynni okkar hófust og með okkur tókst góð vinátta. Á þessum hátíðis- dögum bjuggu margir aðkomugest- ir í heimavist MA. Þannig vildi til einn morgun að við Flosi hittumst utan dyra á björtum eyfirskum morgni og höfðum ekki annað fyrir stafni fram að hádegi, en að litast t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför konu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, KRISTJÖNU SVEINBJARNARDÓTTUR, Álfhólsvegl 145, Kópavogi. Jóhann Ó. A. Ágústsson, Viktorfa Jóhannsdóttlr, Hulda Dóra Jóhannsdóttir, tengdasynlr og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og útför móður okkar, ÁSTU GfSLADÓTTUR, Mið-Kárastöðum. Guðrún Benediktsdóttir, Hólmfrfður Benediktsdóttir, Guðný Lilla Benediktsdóttir. Legsteinar fMvnii i.f Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi, símar 91-620809. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug viö andlát föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS SIGURÐSSONAR, Heiðvangi 20, Hafnarfirðl, áður Vestmannabraut 3, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks St. Jósefsspítala fyrir góða umönnun i sjúkralegu hins látna. Sigurður Ólafsson, Hugrún Ólafsdóttir, Ástmar Ólafsson, Bragi (. Ólafsson, barnabörn og barnabarnabarn. Anna Jóna Guðmundsdóttir, Skúli Bjarnason, 22340 Blómaskreytingarvið öll tækifæri. Kransar og kistuskreytingar með stuttum fyrirvara. Búðarkot, Hringbraut 119 22340 komst reyndar aldrei til fullrar heilsueftirþað. Það var enginn dans á rósum að taka við þessu starfi, enda átti fé- lagið í talsverðum erfiðleikum eins og áður segir. En Stefán gekk ótrauður til verks og með lagni og stjómsemi tókst honum fljótt að snúa vöm í sókn og fjárhagur fé- lagsins var með mikium blóma alla hans stjómartíð. Nú að leiðarlokum er okkur stjómarmönnum í Kjötver hf. ljúft og skylt að færa Stefáni þakkir fyrir óeigingjamt og heilladijúgt starf sem framkvæmdastjóri félags- insf 19 ár. Samstarfsfólk Stefáns hefur beðið mig að senda þakkir sínar fyrir ánægjulegt samstarf hjá Kjöt- ver í framkvæmdastjóratíð hans, en nokkrir höfðu starfað með hon- um öll hans stjómunarár. Að lokum sendi ég frú Sigríði og fjölskyldu í Eskihlíð 8 mfnar innilegustu samúðarkveðjur og við geymum hrærðum huga minningu okkar um góðan drengskaparmann. Jarðarför Stefáns fór fram f kyrrþey frá Fossvogskirkju þann 23. þ.m., en það var að hans eigin ósk. Guðjón Hólm um á Akureyri. Ég, innfæddur, tók nú til við að fræða Flosa um bemskuár mín. Við lögðum leið okkar niður á Oddeyrina, þar sem ég var hnútum kunnugastur, enda borinn þar og bamfæddur. Ganga okkar Flosa um „Eyrina" tók um tvo tíma. Hann spurði margs um hætti fólks í þessum bæjarhluta, frá þeim tíma er ég var að alast upp. Vart mátti á milli sjá hvor hafði meiri ánægju af þessari göngu okkar. Segja má, að þegar við lukum göngunni í brekkunni milli Samkomuhússins og Sjónarhæðar og tylltum okkur neðst í „mennta- brautinni", voram við orðnir slíkir mátar að ég tel hann meðal minna ágætustu vina á lífsleiðinni. Flosi var skarpgáfaður maður, hægur í fasi og lét ekki mikið yfir sér en afburða námsmaður hefur .hann verið eins og sjá má af menntaskólaskýrslum. Flosi var hamingjumaður í sínu einkalífi. Hann kvæntist Jónu Kristjánsdóttur húsmæðrakennara, eyfirskri konu ættaðri úr Svarfað- ardal. Þau eignuðust saman tvö böm, Sigurbjörgu og Þóri, og fyrir hjónaband eignaðist Flosi soninn Hjálm. Flosi var lengst af kennari við Vogaskólann í Reykjavík og síð- ar Menntaskólann við Sund. Bekkjarfélagamir sem útskrifuð- ust úr MA 1945, vora 45, en 9 þeirra era nú horfnir af sjónarsvið- inu. Hópurinn hefúr nú seinni árin komið saman alloft og var Flosi manna ötulastur við mætingar til slíkra gleðifunda. Þótti okkur Flosa þá einatt gaman að minnast könn- unarferðar okkar um Oddeyrina forðum. Skömmu eftir páska kom ég að sjúkrabeði Flosa á Landakoti. Var hann þá allhress í bragði og farinn að híakka til endurfunda við félagana. Mér finnst gott að minnast Flosa eins og hann var þessa stuttu stund og þar kvaddi ég hann í síðasta sinn. Ég færi Jónu og bömunum, svo og öðram vandamönnum, samúðar- kveðjur okkar bekkjarsystkinanna frá Menntaskólanum á Akureyri. Við Ingibjörg kveðjum aufúsu- gest hér á Fremristekk 9. Blessuð sé minningFlosa Sigurbjömssonar. Móses Aðalsteinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.