Morgunblaðið - 24.05.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.05.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1986 Bílanaustsrallið: Feðgar í fyrsta sæti Arnarflugsþota kyrrsett í Glasgow - vegna skuldar við breska loftferðaeftirlitið Aðalfundur SH: FEÐGARNIR Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson á Ford Es- cort RS höfðu forystu í Bíla- naustsralli BIKR eftir fyrsta leiðarhluta í gærkvöldi. í öðru sæti voru Þórhallur Krist- jánsson og Sigurður Jensson á Talbot Lotus en Hafsteinn Aðal- steinsson og Birgir Viðar Hall- dórsson voru í þriðja sæti á Ford Escort RS. Keppnin um íjórða sætið var mjög jöfn, en stig höfðu ekki verið reiknuð er Morgun- blaðið fregnaði síðast í gærkvöldi. Keppnin heldur áfram í dag og lýkur við Bflanaust um klukkan 18.00. Morgunblaðið/Gunnlaugur Erla Hauksdóttir, aðstoðaröku- maður Ólafs Inga Ólafssonar frá Borgarnesi, með lukkutröll- ið sitt. Þau Ólafur og Erla eru á Ford Escort og voru í barátt- unni um fjórða sætið i gær- kvöldi. ÞOTA frá Arnarflugi var kyrr- sett á flugvellinum í Glasgow Útvarpsráð: Gagnrýnir mynd- birtingu sjónvarps í Hafskipsmálinu Á FUNDI útvarpsráðs í gær var meðal annars fjallað um frétta- flutning sjónvarps i Hafskips- málinu og kom fram almenn óánægja útvarpsráðsmanna með myndbirtingu í tengslum við frétt sjónvarpsins á miðvikudag. Markús Á. Einarsson, sem stýrði fundinum, sagði í samtali við Morg- unblaðið að engar formlegar sam- þykktir hefðu verið gerðar á fundin- um varðandi þetta mál. „Það var hins vegar almennt viðhorf þeirra sem þátt tóku f umræðunum, að þessi myndbirting hefði betur ekki átt sér stað,“ sagði Markús. síðastliðinn fimmtudag vegna vangoldinna skulda fyrirtækisins við breska loftferðaeftirlitið. Skuldin var greidd á föstudaginn og var kyrrsetningu þotunnar þá aflétt. Skuld Amarflugs var til komin vegna yfirflugsgjalda um breska flugumsjónarsvæðið og var í heild um 105 þúsund dollarar, eða jafn- virði um 4,2 milljónum íslenskra króna. Samið hafði verið um að Amarflug fengi 40% afslátt af skuldinni vegna greiðsluerfiðleika fyrirtækisins gegn því að skuldin yrði greidd án frekari tafar. Á miðvikudag voru greiddir 30 þús- und dollarar upp í skuldina en breska loftferðaeftirlitið mun ekki hafa sætt sig við annað en að skuldin yrði að fullu greidd. Því var þotan kyrrsett í Glasgow, en fékk að fara ferða sinna eftir að skuldin hafði verið greidd á föstudag. Þotan var að koma úr leiguflugi fyrir breskt flugfélag þegar hún var kyrrsett í Glasgow. Jón Ingvarsson endur- kj örinn slj órnarf ormaður Guðmundsson, Grindavík og Guð- mundur Bjömsson, Ólafevík. Hluti teikningar af stálverk- smiðju á Vatnsleysuströnd, sem ekki mun risa í bráð a.m.k. Stálfélagið hf. tekið til gjald- þrotaskipta ÚRSKURÐAÐ var hjá embætti bæjarfógeta i Hafnarfirði í gær að taka bú Stálfélagsins hf. til gjaldþrotaskipta. Stjórn Stálfé- lagsins hafði áður óskað eftir gjaldþrotaskiptum þar sem ljóst væri, að félagið gæti ekki greitt gjaldfallnar kröfur á hendur fyrirtækinu. Kröfur í bú Stálfélagsins eru taldar nema um 15 milljónum króna. Stærsta krafan er skaða- bótakrafa frá sænsku fyrirtæki, sem á sínum tíma seldi Stálfélaginu völsunarverksmiðju. Stálfélagið gat hins vegar ekki tekið við verksmiðj- unni á tilskildum tíma og seldi hana annað. Skaðabótakrafa sænska fyrirtækisins nemur um helmingi þeirrar upphæðar, sem samanlagð- ar kröfur á hendur fyrirtækinu hljóða upp á. Ákveðið hafði verið að nauðungaruppboð á eignum Stálfélagsins hf. færi fram í næstu viku, en því verður nú aflýst. Starfsmenn A-útvarpsins við útsendingu í gær. Rás-A hefur sendingar ALÞÝÐUFLOKKURINN hefur hafið útvarpssendingar á „rás A“, sem þeir nefna svo og munu þeir senda út á FM-bylgju 103 riðum í steríó fram til 31. maí, en þann dag fara fram kosningar til sveitar- stjóma. Útvarpsstöðin er staðsett í Hamraborg 12 í Kópavogi og við tilraunasendingar hreyrðist vel f stöðinni um allt Stór-Reykjavíkur- svæðið og allt suður á Suðumes, saamkvæmt upplýsingum Birgis Dýrfjörð. Útvarpað er daglega frá klukkan09ti!01. JÓN Ingvarsson var endurkjör- inn formaður stjórnar Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna á aðalfundi fyrirtækisins á Akur- eyri á f östudag. Aðeins ein breyt- ing varð á stjórn fyrirtækisins og sömuleiðis ein breyting á varastjórn. Aðalstjóm SH skipa eftirtaldir menn: Aðalsteinn Jónsson, Eski- firði, Agúst Einarsson, Reylqavík, Guðmundur Karlsson, Vestmanna- eyjum, Gísli Konráðsson, Akureyri, Guðfinnur Einarsson, Bolungarvík, Jón Páll Halldórsson, ísafirði, Jón Ingvarsson, Reykjavík, Ólafur B. Ólafsson, Sandgerði og Rögnvaldur Ólafsson, Hellissandi. Varastjóm skipa: Svavar B. Magnússon, Ólafs- firði, Brynjólfur Bjamason, Reykja- vfk, Lárus Ægir Guðmundsson, Skagaströnd, Knútur Karlsson, Grenivfk, Haraldur Sturlaugsson, Akranesi, Einar Oddur Kristjáns- son, Flateyri, Eyjólfur Martinsson, Vetsmannaeyjum, Guðmundur Skoðanakönnun Hagvangs: Sjálfstæðisflokkuríim með 60,8% í Reykjavík Fylgi Alþýðubandalags og Framsóknarflokksins minnkar frá könnun Félagsví sindastof nunar SAMKVÆMT skoðanakönnun, sem Hagvangur hefur gert fyrir Morgunblaðið, nýtur Sjálfstæðisflokkurinn stuðn- ings 60,8% þeirra kjósenda i Reykjavík, sem afstöðu hafa tekið til framboðslista við borg- arstjómarkosningamar, sem verða eftir viku. Alþýðubanda- lagið nýtur stuðnings 15,5% kjósenda, Kvennalistinn 9,7%, Alþýðuflokkurinn 9,5%, Fram- sóknarflokkurinn 3,5% og Flokkur mannsins 1,0%. Könnunin var gerð dagana 10. til 20. maí sl. og tók til 780 ein- staklinga á aldrinum 18 til 80 ára í Reylg'avík. Svör fengust frá 596 kjósendum eða 76,4% af brúttóúr- taki. Spurt van „Hvaða stjóm- málaflokki eða samtökum hyggst þú greiða atkvæði í borgarstjóm- arkosningum þann 31. maí næst- komandi?" Ef þátttakandi var í vafa, þá var hann spurður „Hvaða stjómmálaflokki eða samtökum er líklegast að þú myndir greiða atkvæði?" Niður- stöður urðu þær 49 (8,2%) ætluðu að kjósa Alþýðubandalagið, 34 (5,7%) Alþýðuflokkinn, 11 (1,9%) Framsóknarflokkinn, 36 (6,0%) Samtök um kvennalista, 213 (35,7%) Sjálfetæðisflokkinn, 4 (0,7%) Flokk mannsins. 18 (3,0%) ætluðu að skila auðu, 27 (4,5%) hugðust ekki greiða atkvæði, 126 (21,2%) svöruðu „veit ekki“ og 78 (13,1%) neituðu að svara. í könnun Félagsvísindastofnun- ar háskólans, sem framkvæmd var dagana 26. apríl til 5. maí, reyndust 60,9% ætla að kjósa Sjálfetæðisfiokkinn í borgar- stjómarkosningunum, 19,8% Al- þýðubandalagið, 8% Kvennalist- ann, 6% Alþýðuflokkinn, 4,9% Framsóknarflokkinn og 0,3% Flokk mannsins. Samkvæmt þessu hafa Alþýðubandalagið og Framsóknarflokkurinn tapað fylgi, en stuðningur aukist við Alþýðuflokk og Kvennalista. Fylgi Sjálfstæðisflokks í höfuðborginni eróbreytt. Borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík Hlutfallslegt fylgi ef eingöngu þefr sem afstödu tóku eru lagðlrtll grundvallar Flöldi % Skekkju- frávlk Alþýðubandalag 62 15,5 + -3,5% Alþýðuflokkur 38 9,5 + - 2,9% Framsóknarflokkur 14 3,5 + -1,8% Samtök um kvennalista 39 9.7 + - 2,9% Sjálfstæðisflokkur 244 60,8 + -4,8% Flokkur mannsins 4 1.0 + -1,0% Samtals 401 100.0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.