Morgunblaðið - 24.05.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.05.1986, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAl 1986 „Vonum að heimsókn , okkar veki athygli íslendinga á þessari frábæru íþrótt“ Víkingasveitin íslandsmeistarar VÍKINGASVEITIN vann Þröst 6-2 í hörkuspennandi leik á laugar- daginn og tryggði sér þar með íslandsmeistaratitilinn í keilu með forgjöf. Keiluvinir, sem voru efstir fyrir síðustu umferðina, gerðu jafntefli, 4—4, við Keilu- bana og misstu því af titlinum með aðeins tveggja stiga og 14 keilna mun. Jafnara gat það varla verið. Víkingasveitin var þó vel að sigrinum komin því sveitin var með bestu samanlögðu meðalskor, 166. í sveitinni eru 2 sterkustu keilararnir í mótinu, Alois Rasch- hofer, með 181 í meðalskor, og Höskuldur Höskuldsson, með 176 í meðalskor. Gæjar og píur fengu 8 stig frá Hólasniglum, en það nægði þeim þó ekki í 8. sætið og munu þau því ásamt Hólasniglum falla í 2. deild næsta haust. Hjálmtý Ingasyni í PLS voru veitt verðlaun fyrir hæstu skor í einum leik, 258, en það er húsmet í Öskjuhlíð. Keilubananum Halldóri R. Hall- dórssyni voru svo veitt verðlaun fyrir hæstu skor í seríu, 629. Hall- dór fékk einnig sérstök verðlaun fyrir mikla framför í mótinu. Stjörnuskjöldurinn í 1. deild var veittur Víkingasveitinni fyrir 68 stjörnur. í 2. deild vann Mánaskin Sigga frænda með nokkrum yfirburðum. í 2.-3. sæti komu svo Teppaband- ið og Keilustrumpar jöfn að stig- um, en þar sem Teppabandið hafði hærri skor fara þeir ásamt Mána- skini Sigga frænda upp '1. deild næsta haust. Sérstök verðlaun voru veitt Birni Sigurðssyni í Mána- skini Sigga frænda fyrir hæsta meðaltal í 2. deild, 142, og fyrir hæstu skor í einum leik, 214. Guðmundi B. Harðarsyni sem einnig leikur með Mánaskini Sigga frænda voru veitt verðlaun fyrir hæstu skor í seríu, 531, og Grétari Ólafssyni í Keilustrumpum fyrir mestu framför í deildinni. Stjörnu- skjöld annarrar deildar fékk svo Teppabandið fyrir 22 stjörnur. Lokastaðan í 1. og 2. deild: 1. deild: stig: Víkingasveitin 90 Keiluvinir 89 Keilubanar 86 Fellibylur 77 Þröstur 74 Glennurnar 72 PLS 68 Kaktus 66 Gæjar og píur 63 Hólasniglar(hætt) 35 2. deild: stig: l Mánaskin Sigga frænda 74 Teppabandið 66 Keilustrumpar 66 Bjórmenn 64 Dúkpjötlur 52 Gúmmígæjar 47 Keilir 47 Stenslar 30 Norðurlandamót í boccia NORÐURLANDAMÓT fatlaðra íboccia fer fram í Kaupmannahöfn nú um helgina. Alls munu 6 íslensk- ir þátttakendur taka þátt í þessu móti. Þeir eru: Sigurður Björnsson ÍFR, Haukur Gunnarsson ÍFR, Lárus Ingi Guðmundsson ÍFR, Sigurrós Karlsdóttir IFA, Björn Magnússon ÍFA, Tryggvi Haraldsson ÍFA. Þjálfarar og fararstjórar verða Anna Bjarnadóttir og Jón Haukur Daníelsson. íslensku keppendurnir munu allir keppa í einstaklingskeppni og sveitakeppni. Spennandi verður að fylgjast með árangri þeirra því á síðasta Norðurlandamóti sem fram fór fyrir tveimur árum hafn- aði íslenska sveitin f 4. sæti og var aðeins hársbreidd frá þvf að spila um 1 .-2. sætið. — segir Ray Harrison, heimsmeistari fatlaðra í snóker „ÞETTA er einstaklega góð fþrótt fyrir hjólastólafólk, og ein af fáum fþróttagreinum þar sem fatlaðir geta keppt við heilbrigða á jafn- réttisgrundvelli." Þetta sagði Ray Harrisson, heimsmeistari fatl- aðra f snóker, en fyrir skömmu var hór á ferð hópur breskra snókerleikara sem þurfa að iðka fþrótt sína úr hjólastólum. „Tilgangur heimsóknar okkar hér er að kynna fötluðum íslend- ingum þá möguleika sem þessi þessi íþrótt býður uppá," sagði Harrison. „Flestir okkar sem kom- um hingað lentum í slysum af einu eða öðru tagi, og þurfum aö vera í hjólastólum vegna lömunar. Sumir okkar léku snóker áður en þeir slösuðust, en aðrir hófu að stunda íþróttina eftir slysin. Það skiptir ekki máli. Það sem gerir íþróttina svo hentuga fyrir hjóla- stólafólk er sú staðreynd að allur búnaður — borð, kúlur, kjuðar - er staðlaður, og því getur hjóla- stólafólk bæði leikiö innbyrðis, og við alheilbrigtfólk." „Ég tek til dæmis þátt í keppn- um á vegum fatlaðra víða í Bret- landi, og einnig erlendis. En meiri- hlutann af mínum snókerleik stunda ég meö liði í deildarkeppni fyrirheilbrigða." „Vandamálið hér á íslandi er augljóslega aðstöðuleysi. í Bret- landi er þessi íþrótt geysilega vin- sæl og aðstaða til að stunda hana er mjög víða. Hér í Reykjavík eru örfáar billjardstofur, og aðeins ein, • Einsog sjá má á þessari mynd hentar íþróttin vel fólki í hjólastólum. Ballskák við Vatnsstíg, getur talist hentug fyrir fólk í hjólastólum. En ég vona að koma okkar hingað hafi opnað augu bæði fatlaðra og þeirra sem heilbrigðir eru á þeim möguleikum sem íþrótt okkar veit- ir.“ „Víða um heim, og þá náttúrlega ekki síst í Bretlandi, hafa vinsældir Snókers aukist alveg gríðarlega að undanförnu. Því má líkja við sprengingu. Ég er ekki í nokkrum vafa um að svipað á eftir að gerast hér á íslandi. Þessa íþrótt verður að stunda inni, og það hentar vel í landi þar sem veður eru ótrygg," sagði Ray Harrison. Að lokum óskaði hann, og hóp- urinn í heild, eftir því að fá að koma á framfæri sérstökum þökkum til allra þeirra sem stóðu að ferð þeirra hingað. „Þetta hefur verið stórkostlegt ferðalag, og móttök- urnar hafa verið alveg einstakar," sagði hann. Morgunblaöiö/BAR • Ray Harrison, heimsmeistari fatlaðra f snóker. • Víkingasveitina sem vann íslandsmeistaratitilinn skipa frá vinstri: Ásgeir Heiðar, Alvis Ruschhofer, Þór Magnússon og Höskuldur Höskuldsson. Einnig er í sveitinni Bjami Sveinbjörnsson, sem var ekki viðstaddur þegar myndin var tekin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.