Morgunblaðið - 24.05.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.05.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1986 SITKALÚS meindýr á grenitrjám Jón Gunnar Ottósson, skor- dýrafræðingur, hefur ritað eftir- farandi grein fyrir Blóm vikunn- ar: Sl. haust og fyrri hluta vetrar heijaði sitkalús á grenitré í Reykja- vík og olli víða miklum skemmdum. Plágunni linnti ekki fyrr en 18. janúar en þá kom kuldakast sem stráfelldi lýsnar. Nú ber lítið á þeim en skemmdimar eru mjög áberandi. Grenitrén standa eftir nálafá og minna helst á lauftré í vetrardvala. Flest munu trén ná sér aftur, en það getur tekið nokkur ár. Einstaka tré mun drepast en eigendur ættu ekki að fella þau fyrr en næsta sumar, grenitré eru ótrúlega lífseig og geta farið af stað á nýjan leik löngu eftir að búið er að dæma þau ónýt. Sitkalúsin er mjög sérkennilegt kvikindi. Hún er smávaxin, aðeins 1,5—1,8 mm löng fullþroska, ný- fædd 0,6 mm, græn á lit nema augun sem eru rauð. Yfírleitt eru sitkalýs kvenkyns, karldýr hafa aldrei fundist hér á landi. Fjölgun fer fram með einkynja æxlun og fæða lýsnar lifandi afkvæmi, sem eru eftirmynd móðurinnar. Fyrsta afkvæmið elur hún 1—3 dögum eftir að hún verður fullþroska. Hver lús fæðir að meðaltali 10—12 af- kvæmi. þegar meðalhiti er um 15°C líða 18—20 dagar frá því að lús fæðist þangað til hún fer sjálf að ala afkvæmi. Ef hiti er lægri þrosk- ast lúsin hægar, við 5—7°C þarf hún líklega 30—40 daga til að ná fullum þroska. Ólíkt flestum öðrum skordýrum er sitkalúsin á kreiki bæði vetur og sumar. Hún getur alið af sér af- kvæmi í 6°C frosti og nýfædd þolir hún 24 °C frost. Þrátt fyrir það er íslenskur vetur henni yfirleitt erfíð- ur. Stofninn hrynur á hveijum vetri. Flestar falla lýsnar í 8—10°C frosti og 13—15°C frost lifír hún nær undantekningarlaust ekki. Lús fækkar einnig ef hiti fer ekki yfír 4°C dögum saman. Ungviðið þrosk- ast þá ekki og eldri lýs svelta í hel. Stofninn er því oftast lítill seinni hluta vetrar, jafnvel þó mild- ur sé. Sitkalúsin hefur heijað á grenitré Sitkalús á greininálum i Öskjuhlíð 27. október 1983. BLÓM VIKUNNAR 4 Umsjón: Ágústa Björnsdóttir á íslandi í aldarfjórðung, fyrst í nóvember 1959 einnig náði hún sér á strik 1964, 1977 og 1985, auk þess að valda minniháttar skemmd- um 1960 og 1974. Plágumar hafa allar riðið yfír á haustin og fyrri hluta vetrar. í öllum landshlutum eru áraskipti að mergð lúsanna og skaðsemi, þeim fjölgar mikið ein- stök ár en hverfa þess á milli. Og lúsin veldur nær undantekningar- laust tjóni á haustin. Veðrátta ræður miklu um stofn- sveiflur sitkalúsar. Búast má við faraldri eftir milda vetur, sérstak- lega þegar útmánuðir eru hlýir og frost mælist. þá minna en 8°C. Ef vor er gott og sumar óvenju hlýtt aukast líkur fyrir því að lúsin valdi spjöllum um haust. Tijáræktarfólk ætti að hafa þetta í huga og fylgjast vel með tijám þegar tíðarfar er eins og hér er lýst. Skærgular nálar á grænum sprota inni í tijákrónu er vísbending um að sitkalús hafí komið sér fyrir í trénu, ekki síst ef gulu nálunum fjölgar jafnt og þétt. Þegar það gerist er rétt að klippa litla sprota innan úr trénu (2—3 árg. af nálum) og ef 2—3 lýs sitja á hveijum 100 nálum að meðaltali ætti að grípa til vama. Arangursríkasta aðferðin til að fækka lús er að úða grenitrén með skordýraeitri. Nota skal efni sem drepur lúsina en er jafnframt til- tölulega meinlaust öðru lífí og nota það eingöngu þegar hætta er á ferðum. Nú eru á boðstólum efni sem eru mjög virk á sitkalús, en hættulítil fólki og fuglum. Má t.d. nefna efnið PERMASECT sem hefur reynst mjög vel á lúsina. Ekki er ástæða til að úða eitri yfír trén árlega. Reynslan sýnir að sitkalús veldur tjóni að meðaltali aðeins einu sinni á áratug og þessar plágur er hægt að sjá fyrir. Um mánaðamótin maí/júní 1985 varð sitkalúsar vart á nokkrum stöðum í Reykjavík og nágrenni. Lýsnar voru fáar saman á hveijum stað © Sheil MOTOR OUE i liter o MOTOROUE iliter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.