Morgunblaðið - 24.05.1986, Side 2

Morgunblaðið - 24.05.1986, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1986 Bílanaustsrallið: Feðgar í fyrsta sæti Arnarflugsþota kyrrsett í Glasgow - vegna skuldar við breska loftferðaeftirlitið Aðalfundur SH: FEÐGARNIR Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson á Ford Es- cort RS höfðu forystu í Bíla- naustsralli BIKR eftir fyrsta leiðarhluta í gærkvöldi. í öðru sæti voru Þórhallur Krist- jánsson og Sigurður Jensson á Talbot Lotus en Hafsteinn Aðal- steinsson og Birgir Viðar Hall- dórsson voru í þriðja sæti á Ford Escort RS. Keppnin um íjórða sætið var mjög jöfn, en stig höfðu ekki verið reiknuð er Morgun- blaðið fregnaði síðast í gærkvöldi. Keppnin heldur áfram í dag og lýkur við Bflanaust um klukkan 18.00. Morgunblaðið/Gunnlaugur Erla Hauksdóttir, aðstoðaröku- maður Ólafs Inga Ólafssonar frá Borgarnesi, með lukkutröll- ið sitt. Þau Ólafur og Erla eru á Ford Escort og voru í barátt- unni um fjórða sætið i gær- kvöldi. ÞOTA frá Arnarflugi var kyrr- sett á flugvellinum í Glasgow Útvarpsráð: Gagnrýnir mynd- birtingu sjónvarps í Hafskipsmálinu Á FUNDI útvarpsráðs í gær var meðal annars fjallað um frétta- flutning sjónvarps i Hafskips- málinu og kom fram almenn óánægja útvarpsráðsmanna með myndbirtingu í tengslum við frétt sjónvarpsins á miðvikudag. Markús Á. Einarsson, sem stýrði fundinum, sagði í samtali við Morg- unblaðið að engar formlegar sam- þykktir hefðu verið gerðar á fundin- um varðandi þetta mál. „Það var hins vegar almennt viðhorf þeirra sem þátt tóku f umræðunum, að þessi myndbirting hefði betur ekki átt sér stað,“ sagði Markús. síðastliðinn fimmtudag vegna vangoldinna skulda fyrirtækisins við breska loftferðaeftirlitið. Skuldin var greidd á föstudaginn og var kyrrsetningu þotunnar þá aflétt. Skuld Amarflugs var til komin vegna yfirflugsgjalda um breska flugumsjónarsvæðið og var í heild um 105 þúsund dollarar, eða jafn- virði um 4,2 milljónum íslenskra króna. Samið hafði verið um að Amarflug fengi 40% afslátt af skuldinni vegna greiðsluerfiðleika fyrirtækisins gegn því að skuldin yrði greidd án frekari tafar. Á miðvikudag voru greiddir 30 þús- und dollarar upp í skuldina en breska loftferðaeftirlitið mun ekki hafa sætt sig við annað en að skuldin yrði að fullu greidd. Því var þotan kyrrsett í Glasgow, en fékk að fara ferða sinna eftir að skuldin hafði verið greidd á föstudag. Þotan var að koma úr leiguflugi fyrir breskt flugfélag þegar hún var kyrrsett í Glasgow. Jón Ingvarsson endur- kj örinn slj órnarf ormaður Guðmundsson, Grindavík og Guð- mundur Bjömsson, Ólafevík. Hluti teikningar af stálverk- smiðju á Vatnsleysuströnd, sem ekki mun risa í bráð a.m.k. Stálfélagið hf. tekið til gjald- þrotaskipta ÚRSKURÐAÐ var hjá embætti bæjarfógeta i Hafnarfirði í gær að taka bú Stálfélagsins hf. til gjaldþrotaskipta. Stjórn Stálfé- lagsins hafði áður óskað eftir gjaldþrotaskiptum þar sem ljóst væri, að félagið gæti ekki greitt gjaldfallnar kröfur á hendur fyrirtækinu. Kröfur í bú Stálfélagsins eru taldar nema um 15 milljónum króna. Stærsta krafan er skaða- bótakrafa frá sænsku fyrirtæki, sem á sínum tíma seldi Stálfélaginu völsunarverksmiðju. Stálfélagið gat hins vegar ekki tekið við verksmiðj- unni á tilskildum tíma og seldi hana annað. Skaðabótakrafa sænska fyrirtækisins nemur um helmingi þeirrar upphæðar, sem samanlagð- ar kröfur á hendur fyrirtækinu hljóða upp á. Ákveðið hafði verið að nauðungaruppboð á eignum Stálfélagsins hf. færi fram í næstu viku, en því verður nú aflýst. Starfsmenn A-útvarpsins við útsendingu í gær. Rás-A hefur sendingar ALÞÝÐUFLOKKURINN hefur hafið útvarpssendingar á „rás A“, sem þeir nefna svo og munu þeir senda út á FM-bylgju 103 riðum í steríó fram til 31. maí, en þann dag fara fram kosningar til sveitar- stjóma. Útvarpsstöðin er staðsett í Hamraborg 12 í Kópavogi og við tilraunasendingar hreyrðist vel f stöðinni um allt Stór-Reykjavíkur- svæðið og allt suður á Suðumes, saamkvæmt upplýsingum Birgis Dýrfjörð. Útvarpað er daglega frá klukkan09ti!01. JÓN Ingvarsson var endurkjör- inn formaður stjórnar Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna á aðalfundi fyrirtækisins á Akur- eyri á f östudag. Aðeins ein breyt- ing varð á stjórn fyrirtækisins og sömuleiðis ein breyting á varastjórn. Aðalstjóm SH skipa eftirtaldir menn: Aðalsteinn Jónsson, Eski- firði, Agúst Einarsson, Reylqavík, Guðmundur Karlsson, Vestmanna- eyjum, Gísli Konráðsson, Akureyri, Guðfinnur Einarsson, Bolungarvík, Jón Páll Halldórsson, ísafirði, Jón Ingvarsson, Reykjavík, Ólafur B. Ólafsson, Sandgerði og Rögnvaldur Ólafsson, Hellissandi. Varastjóm skipa: Svavar B. Magnússon, Ólafs- firði, Brynjólfur Bjamason, Reykja- vfk, Lárus Ægir Guðmundsson, Skagaströnd, Knútur Karlsson, Grenivfk, Haraldur Sturlaugsson, Akranesi, Einar Oddur Kristjáns- son, Flateyri, Eyjólfur Martinsson, Vetsmannaeyjum, Guðmundur Skoðanakönnun Hagvangs: Sjálfstæðisflokkuríim með 60,8% í Reykjavík Fylgi Alþýðubandalags og Framsóknarflokksins minnkar frá könnun Félagsví sindastof nunar SAMKVÆMT skoðanakönnun, sem Hagvangur hefur gert fyrir Morgunblaðið, nýtur Sjálfstæðisflokkurinn stuðn- ings 60,8% þeirra kjósenda i Reykjavík, sem afstöðu hafa tekið til framboðslista við borg- arstjómarkosningamar, sem verða eftir viku. Alþýðubanda- lagið nýtur stuðnings 15,5% kjósenda, Kvennalistinn 9,7%, Alþýðuflokkurinn 9,5%, Fram- sóknarflokkurinn 3,5% og Flokkur mannsins 1,0%. Könnunin var gerð dagana 10. til 20. maí sl. og tók til 780 ein- staklinga á aldrinum 18 til 80 ára í Reylg'avík. Svör fengust frá 596 kjósendum eða 76,4% af brúttóúr- taki. Spurt van „Hvaða stjóm- málaflokki eða samtökum hyggst þú greiða atkvæði í borgarstjóm- arkosningum þann 31. maí næst- komandi?" Ef þátttakandi var í vafa, þá var hann spurður „Hvaða stjómmálaflokki eða samtökum er líklegast að þú myndir greiða atkvæði?" Niður- stöður urðu þær 49 (8,2%) ætluðu að kjósa Alþýðubandalagið, 34 (5,7%) Alþýðuflokkinn, 11 (1,9%) Framsóknarflokkinn, 36 (6,0%) Samtök um kvennalista, 213 (35,7%) Sjálfetæðisflokkinn, 4 (0,7%) Flokk mannsins. 18 (3,0%) ætluðu að skila auðu, 27 (4,5%) hugðust ekki greiða atkvæði, 126 (21,2%) svöruðu „veit ekki“ og 78 (13,1%) neituðu að svara. í könnun Félagsvísindastofnun- ar háskólans, sem framkvæmd var dagana 26. apríl til 5. maí, reyndust 60,9% ætla að kjósa Sjálfetæðisfiokkinn í borgar- stjómarkosningunum, 19,8% Al- þýðubandalagið, 8% Kvennalist- ann, 6% Alþýðuflokkinn, 4,9% Framsóknarflokkinn og 0,3% Flokk mannsins. Samkvæmt þessu hafa Alþýðubandalagið og Framsóknarflokkurinn tapað fylgi, en stuðningur aukist við Alþýðuflokk og Kvennalista. Fylgi Sjálfstæðisflokks í höfuðborginni eróbreytt. Borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík Hlutfallslegt fylgi ef eingöngu þefr sem afstödu tóku eru lagðlrtll grundvallar Flöldi % Skekkju- frávlk Alþýðubandalag 62 15,5 + -3,5% Alþýðuflokkur 38 9,5 + - 2,9% Framsóknarflokkur 14 3,5 + -1,8% Samtök um kvennalista 39 9.7 + - 2,9% Sjálfstæðisflokkur 244 60,8 + -4,8% Flokkur mannsins 4 1.0 + -1,0% Samtals 401 100.0

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.