Morgunblaðið - 24.05.1986, Page 23

Morgunblaðið - 24.05.1986, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1986 23 Paul Zukofsky stjómar Kammersveit Reykjavíkur í Bústaðakirkju. Morgunblaðið/ELF Kammersveit Reykjavíkur í Bústaðakirkju Frumflytur 7. sinfóníu Brukners á Islandi Verkið líklega ekki flutt af kammersveit síðan 1921 í Vínarborg „EPTIR ÞVI, sem ég kemst næst hefur sjöunda sinfónía Antons Bmckner í útsetningu Amolds Schönberg fyrir kammersveit ekki verið flutt á tónleikum síðan i Vínarborg 1921,“ sagði Paul Zukofsky, hljómsveitarstjóri og fiðluleikari, sem stjóraar flutningi verksins á tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur í Bústaðakirkju kl. 20.30 á sunnudagskvöld. Paul Zukofsky er íslenskum tónlistarunnendum af góðu kunn- ur, en hin síðari ár hefur hann stjómað Sinfóníuhljómsveit æsk- unnar hér á landi við góðar undir- tektir. Um það viðfangsefni, sem hann ræðst nú í með Kammersveit Reykjavíkur, sagði hann, að fyrir 65 til 70 ámm hefðu tónlistar- menn í Vín gripið til þess ráðs að útsetja stærri hijómsveitarverk fyrir kammersveit til að gefa þannig fleiri áheyrendum tæki- færi til að _ kynnast verkum meistaranna. Á þessum tíma hefði nútímaleg tónlist af þessu tagi ekki átt upp á pallborðið, en innan tónlistarfélagsins í Vínarborg hafi ríkt mikil víðsýni og þar hafi menn lagt sig fram um að kynna menn á borð við Bruckner, Strav- insky, Ravel, Debussy að ógleymdum Mahler. Zukofsky sagði það til marks um þann árangur, sem náðst hefði aðeins á fáeinum áratugum í ís- lensku tónlistarlífi, að hér á landi skyldu verk eftir þessa meistara alkunn. Það væri til marks um að íslendingar hefðu náð langt á tiltölulega skömmum tíma en auðvitað mætti gera betur og ætti að gera betur. Þegar hann var spurður hvers vegna hann hefði ákveðið að ráð- ast í þetta verkefni með kammer- sveitinni, sagði hann, að það væri heillandi bæði vegna listræns gild- is verksins og einnig með vísan til sögu þess. „Ef ástæða var til að kynna Bruckner með þessum hætti í Vínarborg árið 1921, er ekki síður ástæða til að gera það í Reykjavík nú,“ sagði Zukofsky. „Þetta er í fysta sinn sem sjö- unda sinfónía Bruckners er flutt á íslandi og Kammersveit Reykja- víkur valdi hana vegna þess að hljóðfæraleikaramir vilja takast á við ögrandi verkefni og ráðast í ævintýri. Með kammersveit er unnt að gera svo margt, sem stærri hljómsveitir leyfa ekki, þar eða starfsemi þeirra er í föstum skorðum. Hljóðfæraleikaramir eru einnig óragir við að taka áhættu í leik sínum,“ saði Paul Zukofsky að lokum. í Kammersveit Reykjavíkur á tónleikum í Bústaðakirkju á sunnudagskvöld koma fram: Rut Ingólfsdóttir, fiðla, Júlíana Elín Kjartansdóttir, fíðla, Helga Þórar- insdóttir, lágfíðla, Amþór Jóns- son, selló, Richard Kom, kontra- bassi, Einar Jóhannesson, klari- nett, Joseph Ognibene, hom, Guðríður Steinunn Sigurðardóttir, píanó, Anna Guðný Guðmunds- dóttir, píanó og Hörður Áskelsson, harmóníum. Sumarbúðir fyrir fatlaða á Laugarvatni STJÓRN íþróttasambands fatl- aðra hefur ákveðið að starfrækja sumarbúðir fyrir fatlaða í sumar. Verða þessar sumarbúðir á Laugarvatni og megináherslan lögð á íþróttir og útivist. M.a. verða kenndar íþróttir og ieikir, farið í útreiðartúra og bátsferðir og á kvöldin verða haldnar kvöldvökur. Haldin verða tvö námskeið. Það fyrra frá l.-ll. ágúst og það síðara frá 12.-22. ágúst. Alls geta 39 þátttakendur tekið þátt í hvom námskeiði. Kostnaður vegna þátttöku í sumarbúðunum er kr. 10.000 pr. þátttakenda. í því verði er m.a. innifalið ferðir milli Reykjavíkur og Laugarvatns, fæði, gisting og ■ kennsla. Einnig afnot af hestum og bátum. Umsóknum um dvöl í sumar- búðunum verður að skila á sérstök- um eyðublöðum fyrir 20. júní nk. Þessi eyðublöð er unnt að fá á skrifstofu íþróttasambands fatl- aðra, hjá svæðisstjómum um mál- efni fatlaðra, Öryrkjabandalaginu og aðildarfélögum þess og Sjálfs- bjargarfélögum um land allt. Ofan- greindir aðilar veita einnig allar upplýsingar um sumarbúðimar. (Fréttatilkynningar) Hrafnhildur Hagalín Guðmunds- dóttir. Ólöf Þorvarðardóttir. Þrennir tónleikar hjá Tónlistarskólanum Tónlistarskólinn i Reykjavík heldur þrenna tónleika dagana 25., 26. og 28. mai nk. Sunnudaginn 25. maí verða burt- fararprófstónleikar Hrafnhildar Hagalín Guðmundsdóttur, gítar- leikara, í sal skólans, Skipholti 33, og hefjast þeir kl. 17.00. Á efnis- skrá era verk eftir L. Roncalli, J.S. Bach. M. Giuiliani, Boccherini og Brouwer. Kvintett með Hrafnhildi skipa Hildigunnur Halldórsdóttir, fíðla, Kristján Matthíasson, fíðla, Eyjólfur Alfreðsson, víóla og Sig- urður Halldórsson, selló. Mánudaginn 26. maí verða burt- fararprófstónleikar Ólafar Þor- varðsdóttur fiðluieikara í sal skól- ans, Skipholti 33, þeir hefjast kl. 20.30. Ólöf leikur verk eftir Brahms, J.S. Bach, E. Bloch, Áskel Másson og Beethoven. Lára Rafns- dóttir leikur með á píanó. Miðvikudaginn 28. maí verða síð- ustu tónleikar skólans á þessum vetri. Hljómsveit skólans frumflytur verk eftir Finn Torfa Stefánsson. Þetta er lokaverkefni Finns frá tón- fræðideild skólans. Stjómandi er Atli Heimir Sveinsson. Þá mun hljómsveitin einnig flytja Konsert fyrir lágfíðlu eftir Hoff- meister, einleikari með hljómsveit- inni í því verki er Guðmundur Krist- mundsson víóluleikari og er þetta síðari hluti einleikaraprófs hans. Stjómandi er Mark Reedman. Þess- ir tónleikar verða í Menntaskólan- um við Hamrahlíð og hefjast kl. 20.30. Aðgangur á tónleikana er ókeyp- isogöllumheimill. Samvinnuskólinn á Bifröst: Inntökuskil- yrðum breytt Samvinnuskólanum að Bifröst var slitið 1. maí sl. í 68. sinn, en alls stunduðu 111 nemendur nám við skólann í vetur, þar af 33 í framhaldsdeild sem starfar í Reykjavík. Hæstu einkunn á samvinnuskólaprófi hlaut Hulda Björg Baldvinsdóttir, 9,12. Fyrir liggur að breyta skipulagi og starfsháttum skólans nú miðað við það sem áður hefur verið, en sl. haust markaði stjórn Sambands íslenskra samvinnufé- laga stefnuna og skólanefnd fylgdi málinu eftir í samráði við menntamálaráðuneytið. Héðan í frá verður umsækjandi að hafa lokið a.m.k. tveggja vetra námi á framhaldsskólastigi á við- skiptasviði eða öðram sambærileg- um undirbúningi til að fá inngöngu í skólann, en áður nægði grann- skólapróf. Umsóknarfrestur um skólavist fyrir næsta ár rennur úr 10. júní. Nemendur munu nú út- skrifast frá skólanum að loknu tveg,aa vetra Samvinnuskólanámi með stúdentspróf sem m.a. veitir rétt til háskólanáms. Þetta kom m.a. fram í ræðu skólastjóra, Jóns Sigurðssonar, við skólaslitin. í ræðu sinni nefndi Jón m.a. nýjungar í félagsmála- og starfsfræðslunámskeiðum Sam- vinnuskólans. Hann sagði: „Enn fremur fól aðalfundur Sambands íslenskra samvinnufélaga á sl. sumri Samvinnuskólanum að undir- búa og gangast fyrir nýjum flokki námskeiða fyrir konur, jafnt f hópi starfsmanna sem félagsmanna samvinnuhreyfíngarinnar, um að- stöðu, áhrif og þátttöku kvenna í störfum, félagslífí og ákvörðunum samvinnuhreyfingarinnar. Þessi námskeið mynda nokkurs konar keðju með aðgreindum þrepum. Þau hafa hlotið nafnið „kvennaframi" og era þegar hafín og fleiri eru fyrirhuguð á næstunni.“ Kosningahappdrættið stendur straum af kosningabaráttunni Sjálfstæðlsmenn, grelðum hetmsenda gíróseðla. Skrifstofa happdrættislns i Valhöll er opin alla daga kl. 09.00 — 22.00. Aðeins dregið úr seldum miðum. dregið 27 maí 1986 wmmmmmmmm Glæsilegir vinningar að verðmæti kr. 1.749.780,- 3 fólksbifreiðir: Nissan Cherry GL 5 dyra, Corolla 1300 5 dyra og Suzuki Swift 5 dyra. 14 glæsilegir ferðavinningar SJÁLFSTÆÐISMENN STÖNDUM SAMAN UM D-LISTANN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.