Morgunblaðið - 11.06.1986, Síða 37

Morgunblaðið - 11.06.1986, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1986 37 Sj ómannadagur í blíðskaparveðri Akureyrí. Sjómannadagurinn var hald- inn hátiðlegnr í bliðskaparveðri á sunnudaginn. Mikið fjölmenni fylgdist með því sem fram fór í og við sundlaugina við Torfu- nefsbrygju. Að venju var keppt í stakkasundi og björgunarsundi í sundlauginni, koddaslag, sjómenn voru heiðraðir og ýmislegt fleira var til skemmtun- ar. En myndimar segja meira en mörg orð. . . Þessi fékk fyrir ferðina í baráttunni á rörínu yfír miðrí sundlaug — afleiðingarnar leyna sér ekki__ Það var vinsælt að fá að sigia um Pollinn — krakkarnir biðu í röð eftir að fá að fara með. Baldvin Þorsteinsson, kynnir sjómannadagsins, afhendir Sæmundi Friðrikssyni, skipstjóra á Hrímbak, viðurkenningu fyrir besta fisk á land 1985 — en rúm 92% þess afla sem Hrímbakur kom með fór í 1. flokk. Birgir Arnarson fékk glæsileg verðlaun fyrír sigur i stakkasundi. Örn Ólafsson með verðlaun sin fyrir sigur i björg- unarsundi. Það var mikið tekið á i stakkasundinu. Sjómannadagsráð heiðraði þijá sjómenn — frá vinstrí er Halldór Hallgrimsson, formaður Skipstjórafé- lags Norðurlands, sem afhenti þeim heiðursmerkin, Óskar Helgason, Kristín Sigurðardóttir sem tók við heiðursmerki manns síns, Styrmis Gunnarssonar, sem var úti á sjó, og Guðmundur Antonsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.