Morgunblaðið - 25.06.1986, Page 3

Morgunblaðið - 25.06.1986, Page 3
3 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDÁGUR 25i JÚNÍ 1986 Útboð Vegagerðarínnar: Lægstu tílboð allt nið ur í 54% af áætlun 830 þúsund krónur, sem er 81,6% af kostnaðaráætlun. Kostnaðará- ætlun var rúmlega ein milljón og voru 3 tilboð yfír áætlun en 5 undir. Æki sf. á Blönduósi átti lægsta tilboð í mölburð á Skagavegi í Skagafírði, 373 þúsund krónur, sem er 69,6% af kostnaðaráætlun. Sex tilboð bárust í verkið, öll nema tvö undir áætlun. LÆGSTU tilboð í vegalagningar í nýlegum útboðum hjá Vegagerð rikisins voru á bilinu 54 til 82% af kostnaðaráætlun. Tilboð í klæðingar voru töluvert yfir áætlun. Gunnar og Kjartan áttu lang lægsta tilboðið í nýbyggingu vega við Egilsstaði og Fellabæ. Tilboð þeirra var tæpar 5 milljónir sem er 54% af kostnaðaráætlun er hljóð- aði upp á 9,2 milljónir kr. Næst lægsta tilboð var 8,7 milljónir og síðan voru þijú til viðbótar öll tals- vert yfír kostnaðaráætlun. Verki þessu á að vera lokið fyrir 1. októ- ber. Átta tilboð bárust í styrkingu 5 km af Siglufjarðarvegi í Skagafírði í sumar. Vísir á Akranesi átti lægsta tilboð 3,4 milljónir kr. (56,8% af kostnaðaráætlun). Hin tilboðin voru á bilinu 4,6 til 6,8 milljónir kr. Stefán Guðjónsson á Sauðárkróki átti lægsta tilboðið í Héraðsdalsveg um Stapasneiðing, Þrír verktakar buðu í klæðingar vega á Suðurlandi í sumar. Kostn- aðaráætiun var 5.660 þúsund krón- ur. Lægsta tilboðið var frá Gunnari og Guðmundi, 6,3 milljónir kr. (11,4% yfír kostnaðaráætlun). Hin tilboðin voru hærri. Franska listflugsveitin í einu sýn- ingaratriða hennar. Frönsk listflug- sveit í Keflavík LISTFLUGSVEIT franska flug- hersins, Patrouille de France, kemur í dag til Keflavíkurflug- vallar á Ieið sinni í sýningaför um Bandaríkin. Flugmennirnir á hér á landi og halda ferðinni áfram í fyrramálið. í frönsku sveitinni verða 10 þotur af gerðinni Alpha-jet, en að jafnaði mynda átta þotur sýningarsveitina. Einnig er í förinni Mystere-20 þota, sem flytur fylgdarlið flugsveitarinn- ar. Patrouille de France-sveitin mun sýna listflug víða um Bandaríkin og Kanada, m.a. yfír frelsisstytt- unni í New York á þjóðhátíðardag Bandaríkjamanna, 4. júlí nk. Sveitin kemur hér einnig við á bakaleiðinni, um miðjan ágúst. Þá kemur listflugsveit ítalska flughersins, Frecce Tricolori, við á Keflavíkurflugvelli 12. júlí á leið sinni til Bandaríkjanna. Flugmenn- imir munu eiga næturdvöl á ísiandi og halda ferðinni áfram næsta dag. Sveitin, sem telur 12 sýningarvélar og 2 fylgdarvélar, kemur einnig við hér á heimleiðinni, 14.-15. septem- ber. Skúli Guðjónsson Skúli Guðjóns- son á Ljótunnar- stöðum látinn SKÚLI Guðjónsson á Ljótunnar- stöðum andaðist sl. laugardag. Skúli var fæddur að Ljótunnar- stöðum í Hrútafírði 30. janúar 1903. Foreldrar hans voru hjónin Guðjón Guðmundsson bóndi á Ljót- unnarstöðum og Björg Andrésdótt- ir. Skúli var við nám í Samvinnu- skólanum veturinn 1927 til 28 en hóf búskap á Ljótunnarstöðum árið 1936 og bjó þar síðan. Skúli missti sjónina 1946 en lét það ekki aftra sér frá ritstörfum, lærði á blindraritvél og sendi frá sér fjölda bóka. Hann samdi mörg útvarpserindi og ritaði bæði í blöð ogtímarit. Hann var um skeið vegaverk- stjóri í Bæjarhreppi, formaður ungmennafélags sveitarinnar og Verkalýðsfélags Hrútfirðinga. Skúli sat í Búnaðarráði og var í flokks- stjóm Sósíalistaflokksins f nokkur ár. Skúli Guðjónsson verður jarð- sunginn frá Prestbakkakirkju á laugardaginn kemur. vera^bffl FIAT UNO hefur ekki að ástæðulausu hlotið fjölda alþjóða viðurkenninga og verðlauna, þ.á m. verið kosinn bíll ársins 1984 af kröfuhörðustu bíladómurum Evrópu. Vinsældir FIAT UNO undanfarin ár eru einkum að þakka frábærri hönnun yfirbyggingar, miklum aksturseiginleikum og sparneytni, eins og FIAT er einum lagið. . Verð frá kr. 257.800 (Uno 45 3 d) (gengi 18/6 '86) <*«£*.*. v^89''3 Bnnn UMBOÐIÐ SKFIFIJNNI 8 - SÍMI 688850

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.