Morgunblaðið - 25.06.1986, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1986
7
MorgunblaOið/Þorkell
Frá opnunarhátíðinni. Mórasveitin sá um tónlist. Hana skipuðu f.v., Jóhann Morávék, Birgir Bald-
ursson, Þröstur Þorbjörnsson, Pálmi Einarsson, Þröstur Harðarson og Björn Davíð Kristjánsson.
í rólunum eru þau Felix Bergsson og Ingibjörg Sveinsdóttir, en þau sáu um kynningu á opnunar-
hátiðinni.
Norræn leiklistarhátíð í Þjóðleikhúsinu:
Reykjavík miðpunktur
norrænnar áhuga-
mannaleiklistar
í GÆR, þriðjudag, var sett í Þjóðleikhúsinu Norræn leiklistarhátíð
áhugamanna sem haldin er í Reykjavík. Stendur hún til 24. júlí.
Viðstödd opnunina voru m.a. þau Vigdís Finnbogadóttir, forseti
íslands, sem er verndari hátíðarinnar, Sverrir Hermannsson,
menntamálaráðherra, og Davíð Oddsson, borgarstjóri.
Opnunarhátíðin hófst á leik
Mórasveitarinnar á tónlist frá
Grænlandi, Samabyggðum,
Álandseyjum og Færeyjum. Þessar
þjóðir eru allar með fulltrúa á há-
tíðinni og er þetta í fyrsta sinn sem
allar Norðurlandaþjóðimar koma
saman til að leika.
í ávarpi sem Einar Njálsson,
formaður Bandalags íslenskra leik-
félaga, flutti á opnunarhátfðinni
kom fram að hugmyndin að þessari
hátíð hefði kviknað á ráðstefnu
sem norræna áhugaleikararáðið
NAR (Nordisk amatörteaterrád)
hélt á Húsavík 1983. Á ráðstefnum
NAR hefur síðan verið flallað um
menningu Norðurlanda frá ýmsum
sjónarhomum, námskeið verið
haldin fyrir höfunda til að hvetja
þá til þess að skrifa út frá norr-
ænni menningu og fyrir leikstjóra
til þess að setja slík leikrit upp.
„Þessi leiklistarhátíð sem
Bandaiag íslenskra leikfélaga hef-
ur skipulagt í samvinnu við NAR
er þannig frumsýning á þriggja
ára verkefni undir heitinu Norræn
menningararfleifð f víðasta skiln-
ingi,“ sagði Einar í ávarpi sínu.
Ella Royseng, formaður NAR,
sagði Reykjavík nú vera orðna
miðpunkt norrænnar áhuga-
mannaleiklistar. Leiklistin væri
táknræn fyrir norrænt bræðralag
og skilning. „Við munum skemmta
okkur næstu daga á götum
Reykjavíkur," sagði Ella.
Davíð Oddsson, borgarstjóri,
ávarpaði samkomuna næstur og
bauð hann, á vegum borgarinnar,
gestina velkomna. Leiklist hefur
alltaf verið mikilvægur þáttur í
fslensku menningarlífi, sagði Dav-
MorgimblaðkJ/Porkell
Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, á opnunarhátíðinni,
hún er vemdari þessarar leiklistarhátíðar. Hún ræðir hér við
Svein Einarsson, formann Leiklistarsambands íslands, og Karinn
Virolainen, fyrrverandi ráðherrafrú.
Morgunblaðið/Þorkell
Haldið niður á Lækjartorg, þar sem dagskrá hátíðarinnar hófst.
Leikhópurinn Veit mamma hvað ég vil? stjómar ferðinni.
íð, þó að áhugaleiklist hefði Ifklega
verið ríkari þáttur úti á landi. Sagði
Davíð borgina nú vera að reisa
borgarleikhús í samvinnu við Leik-
félag Reykjavíkur og vonaðist
hann til að þátttakendur í hátfðinni
hefðu tíma til þess að skoða það
meðan á dvöl þeirra hér stæði.
Næstur lék Söngkór leikfélag-
anna nokkur íslensk lög undir
stjóm Helgu Gunnarsdóttur, kenn-
ara við Leiklistarskóla íslands.
Opnunarhátíðinni lauk svo með
því að Sverrir Hermannsson,
menntamálaráðherra, opnaði há-
tíðina og bauð síðan upp á veiting-
ar 5 Kristalsal Þjóðleikhússins. í
setningarræðu sinni ítrekaði
Sverrir gildi norræns samstarfs.
Sagði hann það gleðja sig að
Samar, Færeyingar, Álandseying-
ar og Grænlendingar tæku nú þátt
í samkomu af þessu tagi og að
okkur gæfíst nú tækifæri á að
kynnast menningararfí þeirra.
Síðan var haldið fylktu liði niður
á Lækjartorg og lék leikhópurinn
Veit mamma hvað ég vil? á leið-
inni. Þar hófst síðan dagskrá hátíð-
arinnar með sýningu danska Kast-
rup-hópsins.
Norðurlandamótið í brids:
Norðmenn efstir
eftir fimm umferðir
NORÐMENN em efstir bæði í opnum flokki og flokki kvenna á
Norðurlí .ndamótinu í brids í Noregi þegar mótið er hálfnað.
Lið íslnnds í opnum flokki byijaði
vel, sigraíi Færeyinga 23-7 í fyrstu
umferð cg Noreg 19-11 í annarri
umferð og voru íslendingar þá
efstir. í þriðju umferð töpuðum við
hins vegar fyrir Dönum 5-25 en
sigruðum Svía síðan 18-12. í
fímmtu og sfðustu umferð í fyrri
hluta mótsins skildu sveitir íslands
og Finnlands jafnar, 15—15. Önnur
úrslit voru: Danmörk-Finnland
18—12, Svíþjóð-Noregur 17—13,
Finnland-Færeyjar 24—6, Svíþjóð-
Danmörk 17—13, Færeyjar-Noreg-
ur 9—19, Svíþjóð-Finnland 17—13,
Danmörk-Færeyjar 25—2, Noreg-
ur-Finnland 22—8, Noregur-Dan-
mörk 22—8, Svíþjóð-Færeyjar
25—5. í leik Færeyinga og Norð-
manna fengu Norðmenn tvö refsi-
stig fyrir að rugla spili.
Hótel Garður
tekið til starfa
Hótel Garður hefur verið opnað
í sumar og verður opið til 31.
ágúst. Það er rekið af Félags-
stofnun stúdenta á Gamla Garði
við Hringbraut. Rúm er fyrir 90
gesti í eins, tveggja og þriggja
manna herbergjum. Auk þess em
nokkur svefnpokapláss.
Eins manns herbergi kostar 1.250
krónur yfir nóttina, tveggja manna
herbergi 1.750 krónur og svefn-
pokapláss eða aukarúm 420 krónur.
Hægt er að fá morgunmat en annan
mat vérða menn að sækja út í bæ.
Eftir fímm umferðir er staðan í
opna flokknum því þessi:
Noregur 90
Danmörk 89
Svíþjóð 88
ísland 80
Finnland 67
Færeyjar 29
Sveit Islands skipa þeir Jón Bald-
ursson, Sigurður Sverrisson, Þórar-
inn Sigþórsson og Þorlákur Jóns-
son. Til vara er Sævar Þorbjöms-
son. Bjöm Theodórsson er fyrirliði
beggja fslensku liðanna.
I kvennaflokki sigruðum við Dani
í fyrstu umferð 18—12 sem er góður
árangur því Danir þykja hafa mjög
sterku liði á að skipa. í annarri
umferð töpuðum við hins vegar fyrir
Svíþjóð 5-25. í þriðju umferð sat
sveit Islands hjá og fékk 17 stig
fyrir. í fjórðu umferð í kvennaflokki
tapaði sveitin fyrir sveit Norðmanna
10-20. í fimmtu umferð sigraði fs-
lenska sveitin síðan sveit Finna
16-14.
Staðan í kvennaflokki er þvf þessi
þegar mótið er hálftiað:
Noregur 88
Svíþjóð 86
Finnland 73.5
Danmörk 70.5
ísland 66
Sveit íslands í kvennaflokki skipa
þær Esther Jakobsdóttir, Valgerður
Kristjónsdóttir, Dísa Pétursdóttir
og Soffía Guðmundsdóttir en Dröfn
Guðmundsdóttir til vara.