Morgunblaðið - 25.06.1986, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ1986
43
„Verið miskunn-
samir, fúsir
að fyrirgefa“
Til Velvakanda.
Orð Guðs segir: „Verið mis-
kunnsamir, fúsir að fyrirgefa hver
öðrum ... dæmið ekki."
Þessi boðskapur á brýnt erindi
til okkar íslendinga í dag, þegar
mörg og erfið mál, sem Qalla um
gjaldþrot, Qárdrátt og alls konar
fjármálaóreiðu, hafa komist upp og
eru í rannsókn.
Við skulum varast að áfellast og
dæma þá menn, sem í þessu lenda.
Þeir munu fá sinn dóm, ef sekt
þeirra sannast að rannsókninni
lokinni.
Við skulum þvert á móti biðja
fyrir þeim og sýna fýrirgefandi
elsku. Við skulum líka biðja fyrir
ástvinum þeirra, eiginkonum, böm-
um, foreldrum og vinum. Og við
skulum biðja fyrir dómendum og
réttvísi landsins. Og við skulum
biðja fyrir fjölmiðlafólkinu, að það
öðlist visku og vísdóm í fréttaflutn-
ingi og kunni sér hóf.
Þessi mál eru mikil ógæfa og
harmleikur fyrir okkur öll sem þjóð.
Hin illu öfl hafa unnið mikið tjón,
en takmark þeirra er að koma hér
á allsherjar upplausn og óhamingju.
Við höfum farið frá Guði, van-
rækt boðorð hans og vilja. Þess
vegna höfum við kallað yfír okkur
þessa ógæfu. Nú þurfum við öll að
taka okkur á og gjöra iðmn og
viðurkenna fyrir Guði, að við höfum
syndgað og biðja hann um fyrir-
gefningu.
Og það mun ekki standa á Guði
föður að fyrirgefa og græða sárin.
Látum því sættast við Guð og alla
menn. Biðjum án afláts. Guð blessi
ykkur öll.
Sr. Halldór S. Gröndal
*eggja UPP laupana. Ég vona að
íslenska þjóðin láti það ekki til sín
spyijast að hrekja ágætan mann
úr starfi þó svo að hann hafi þegið
vinargreiða. Við hljótum öll að
eiga okkar vini hvar í pólitík sem
þeir standa en þá kemur það ekki
málinu við ef þeir þurfa á okkar
stuðningi eða vináttu að halda."
I
17. júní í Kópavogi
— lítið gert fyrir
yngstu kynslóðina
Móðir í Kópavogi hringdi:
„Mikið langar mig að spyrja
þá sem sáu um skemmtiatriðin í
Kópavogi á 17. júní hvort ekki
hefði verið hægt að gera betur
fyrir yngstu kynslóðina. Brúðu-
bíllinn var með ágæta sýningu en
aðeins lítill hópur gat séð hana
vegna skipulagsleysis. í stað þess
að láta bömin setjast þá tróðst
hver sem betur gat með bömin á
háhest, þannig að aðeins örfáir
komust að. Á meðan á sýningu
brúðubílsins stóð var verið að
teyma undir bömunum á hestum
og þeir sem vildu lofa bömum
sfnum að fylgjast með sýningu
brúðubílsins misstu alveg af því.
Icy flokkurinn kom fram eftir
að sýningu brúðubflsins lauk og
fannst mér þau standa sig mjög
vel þrátt fyrir hörmuleg skilyrði
sem boðið var uppá varðandi
hljómflutningstæki á staðnum. Þó
finnst mér verst hve lítið var gert
fyrir yngstu kynslóðina. Þvf miður
virðist ekki um annað að ræða
fyrir fólk í Kópavogi en fara til
Reykjavíkur með bömin sín á 17.
júní.“
Þessir hringdu . .
Afturtil Edens —
hefur
lengi verið til á mynd-
bandaleigunum
GPÞ hringdi: „Er þeim hjá
sjónvarpinu ekki kunnugt um að
framhaldsþættimir „Aftur til
Ekiens“, sem nú er verið að sýna
á sunnudögum, hafa verið til leigu
á myndbandaleigum borgarinnar
undanfamar vikur? Væri ekki rétt
hjá þeim sem sjá um sjónvarps-
dagskrána að kynna sér-hvað er
á myndbandaleigunum áður en
þeir velja efni í dagskrána? Það
fínnst mér ekki nema sjálfsagt
aðþeirgeri."
Alltof mikil knatt-
spyrnudýrkun
ÞJ hringdi: „Alveg er það yfir-
gengilegt hversu mikill tími af
dagskrá sjónvarpsins er tekinn
undir þessar eilffu knattspymuút-
sendingar. Sjálf hef ég ekkert
gaman af knattspymu og hef
aldrei haft. Svo skilst manni að
stórfé fari í að kaupa þessa bolta-
leiki sem aðeins brot af sjón-
varpsáhorfendum hefur gaman
af. Væri ekki nær að nota þessa
peninga til að fá betri kvikmyndir
f sjónvarpið og fjölga þeim
kannski líka. Þannig væri áreið-
anlega komið til móts við vilja
fleiri sjónvarpsáhorfenda. Og
umfram allt — hættið, eða að
minnsta. kosti dragið vemlega úr
þessum beinu knattspymuútsend-
ingum.“
Sýnir innræti alþýðu-
bandalagsmaiuia þegar
áreynir
Valborg Böðvarsdóttir
hringdi:
„Eg get nú ekki orða bundist
í sambandi við mál Guðmundar
J. Guðmundssonar. Mest er ég
hissa á Albert að þurfa að leita á
náðir annarra fyrirtækja þó svo
að hann vilji styrkja vin sinn til
þess að ná heilsu eftir alvarleg
veikindi. Ég hélt að hann og hans
fyrirtæki hefðu bolmagn til þess
að sýna þennan vinargreiða. Hitt
er svo annað mál að enda þótt
Eimskip og Hafskip hefðu aðstoð-
að í þessu máli þá held ég nú að
annað eins hafi skeð án þess að
stórmál sé gert úr því. Én við-
brögð flokksfélaganna komu mér
ekki sérlega á óvart. Þetta sýnir
innræti alþýðubandalagsmanna
þegar á reynir. Hvemig væri þjóð-
in stödd ef við ættum að hafa
svona lið yfir okkur. Þau virðast
ekki einu sinni hafa mannlegar
tilfinningar, hvorki Ólafur R.
Grímsson né Guðrún Helgadóttir.
Mér fannst forstjóri Eimskip mjög
mannlegur og afbragðsgóður
þegar hann svaraði fyrir sig f sjón-
varpinu. Ef að við eigum að hætta
að hjálpa þeim sem hjálpar er
þörf er eins gott fyrir okkur að
Burt með gróðurböðulinn
af suðvesturhorninu
Til Velvakanda.
Við sem höfum horft uppá það
hvemig gróðureyðing á sér stað
eftir yfírferðir rollunnar viljum burt
með rolluna af suðvestur-hominu
svo gróður megi dafna á ný því lítið
þýðir að bera áburð á landið meðan
kindin étur gróðurinn upp jafn
harðan.
Til vara mætti hafa hagagirðing-
ar fjárheldar og láta rollukarlana
kosta það sjálfa og bera allan kostn-
að ef rollur sleppa út. Það er þungur
baggi á skattborgumm þessi of-
framleiðsla á landbúnaðarvörum, 9
þúsund kr. á hvert mannsbam í
landinu á ári — 36 milljarðar síðast-
liðin 12 ár. Það væri annað og betra
ísland nú ef við hefðum ekki tekið
peninga frá launafólkinu f rollubú-
skapinn heldur í arðvænlegan bú-
skap. Því finnst mér rétt að banna
hobbýrollueign hér við suð-vestur
homið, svo að þeir sem lifa alfarið
á rollum til sveita þurfí eigi að
minnka jafnmikið við sig og annars
þyrfti. Þeir sem græða upp landið
— þeir gefa, þeir fegra, þeir auðga.
En þeir sem reka hobbýféð á land
okkar þeir taka, þeir skemma, þeir
tortíma.
Pétur Sigurðsson
íslenski hárgreiðsluhópurinn.
Islenskt hárgreiðslu-
fólk til Wella
28 MANNA hópur íslensks hár-
greiðslufólks dvaldist í höfuð-
stöðvum Wella-snyrtivörufyrir-
tækisins í Darmstadt í Vestur-
Þýskalrudi dagana 20.-24. apríl
sl.
Haldnir vora fyrirlestrar og einn-
ig fékk hópurinn sýnikennslu um
ýmsar nýjungar á sviði hársnyrting-
ar. í hópnum vora 24 þátttakendur
frá- ýmsum hárgreiðslustöðum á
landinu auk fjögurra aðila frá
Wella-umboðinu á Islandi.
Kennslan og fyrirlestramir fóra
fram í Wella Studio Zentram sem
er eitt fullkomnasta hárstúdíó í
heimi og tekur á hveiju ári á móti
um 22.000 gestum sem njóta þar
tilsagnar og leiðbeiningar sérftæð-
inga á sviði hármeðferðar.
KARf&MDR.
Bakpokinn
sem hentar þér.
Ak. SKÁTABÚÐIN
Snorrabraut 58 Sími 12045