Morgunblaðið - 25.06.1986, Side 47

Morgunblaðið - 25.06.1986, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1986 47 Keflvíkingar hafa tak á Skagamönnum á Skipaskaga Eitt fjölmargra marktækifæra í leiknum: Jósteinn Einarsson þrumar að Valsmarkinu, en Guðmundur markvörður var eldsnöggur niður og náði að komast fyrir skotið. Jafntefli KR og Vals: Fjörlegur leikur þrátt fyrir markaleysi KR-VÖLLUR 1. deild: KR-Valur 0:0 Gul spjöld: Ágúst Már Jónsson KR Dómari: Sveinn Sveinsson og dæmdi mjög vel. Áhorfendur: Um 800 EINKUNNAGJÖFIN: KR: Stefán Jóhannsson 3, Jósteinn Einars- son 2, Loftur Ólafsson 2, Hálfdán Örlygsson 3, Gunnar Gíslason 3, Ágúst Már Jónsson 3, Willum Þórsson 3, Sæbjörn Guðmundsson 3, Björn Rafnsson 2, Júlíus Þorfinnsson 3, Ás- björn Björnsson 2. Samtals: 29 Valur: Guðmundur Hreiöarsson 4, Guðni Bergsson 3, Ársœll Kristjánsson 3, Þorgrímur Þráinsson 1, Guömundur Kjartansson 2, Ingv- ar Guömundsson 2, Valur Valsson 3, Sigurjón Kristjánsson 2, Hilmar Sighvatsson 3, Magni Pétursson 2, Ámundi Sigmundsson 2. Samtals: 27 Þetta var fjörugur leikur þrátt fyrir markaleysið, einkum framan af. KR-ingar byrjuðu mun betur og aðeins framúrskarandi markvarsla Guðmundar Hreiðarsonar í Vals- markinu kom í veg fyrir að þeir næðu að skora eitt eða fleiri mörk í fyrri hluta fyrri hálfleiks. í síðari hálfleik komust Valsmenn betur inn í leikinn, og þá þurfti Stefán í KR-markinu stundum að taka á honum stóra sínum. Gífurlegur hraði og barátta var í leiknum nánast allan tímann, stundum ef til vill um of. Þó brá fyrir snotrum samleik. í fyrri hálf- leik höfðu KR-ingar völdin á miðj- unni, aðallega vegna framtaks Gunnars Gíslasonar, Sæbjörns Guðmundssonar og Willums Þórs- sonar, sem allir léku þá mjög vel. Sæbjörn átti tvö föst og góð skot á Valsmarkið á fyrstu mínútunum sem Guðmundur varði, Björn Rafnsson komst innfyrrir en lét Guðmund komast fyrir skotið, og enn varði Guðmundur frá Gunnari Gíslasyni í dauðafæri þegar um 20 mínútur voru liðnar af leiknum — og svo enn einu sinni frá Ásbirni tveimur mínútum síðar. í leikhlé hefur lan Ross örugg- lega skipað miðjumönnum Vals að dekka sína menn betur, því smám saman fór að bera minna á lykil- mönnum KR og Valsmenn náðu að vera eins mikið eða meira en KR með boltann og skapa sér hættu. Þannig varði Stefán að minnsta kosti þrisvar frá Vals- mönnum í hættulegum færum, en allt kom fyrir ekki. Leiknum iauk án þess að mark væri skorað. Líklega eru KR-ingar óánægðari með þau úrslit enValsmenn. AKRANESVÖLLUR 1. deild: ÍA-ÍBK: 1:2 (1:2) Mark ÍA: Guðbjörn Tryggvason á 21. mín. Mörk ÍBK: Ingvar Guömundsson á 7. mtnútu og Gísli Grétarsson á 24. mínútu. Gul spjöld: Sveinbjörn Hákonarson, ÍA og Gisli Grótarsson og Óli Þór Magnússon, ÍBK. Dómari: Magnús Theódórsson og dæmdi þokkalega. Áhorfendur:712. EINKUNNAGJÖFIN: ÍA: Birkir Kristinsson 2, Hafliöi Guðjónsson 2, Einar E. Jóhannesson vm 1, Heimir Guð- mundsson 1, Sigurður Lárusson 2, Sigurður B. Jónsson 2, Sveinbjörn Hákonarson 1,'Stef- án Viöarsson vm (lék of stutt), Júlíus P. Ing- ólfsson 3, Ólafur Þóröarson 2, Hörður Jóhann- esson 1, Valgeir Barðason 2 og Guðbjörn Tryggvason 3. Samtals: 21. ÍBK: Þorsteinn Bjarnason 2, Rúnar Georgsson 2, Valþór Sigþórsson 3, Einar Ásbjörn ólafs- son 2, Gisli Grétarsson 2, Gunnar Oddsson 3, Sigurjón Sveinsson 3, Skúli Rósantsson 2, Freyr Sverrisson 3, Ingvar Guðmundson 2, Óli Þór Magnússon 4. Samtals: 28. Baráttuglaðir Keflvíkingar unnu sanngjarnan sigur á ÍA og virðast þeir hafa tak á Skagamönnum á Skipaskaga, þar sem þeir hafa unnið í síöustu þremur leikjum þessara liða. Skagamenn byrjuðu þó leikinn fjörlega og á 5. mínútu átti Ólafur Þórðarson hörkuskot framhjá úr aukaspyrnu. Keflvíking- ar ná síða forystunni tveimur mín- útum síðan í sinni fyrstu sókn og var það hálffurðulegt mark. Ingvar Guðmundsson fékk knöttinn fyrir utan vítateig Skagamanna og lék með hann alveg upp að endamörk- um og hefur eflaust hugsað sér að senda hann fyrir markið, en hann skaut að því er virtist úr vonlausri stöðu yfir Birki og í netið. Eftir markiö sóttu Skagamenn mjög að marki Keflvíkinga og uppskáru jöfnunarmarkið á 21. mínútu og átti Ólafur Þórðarson allan heiðurinn af því. Hann vann boltann á eigin vallarhelming og lék með hann upp allan völlinn og skaut síðan þrumuskoti utan víta- teigs, sem Þorsteinn reyndi að verja, en missti hann í gegnum klofið á sér og þar kom Guðbjörn Tryggvason og potaði boltanum yfirmarklínuna. Skagamenn voru varla búnir að fagna jöfnunarmarkinu þegar Kefl- víkingar náðu aftur forystunni þremur mínútum síðar og var mjög vel að því marki staðið. Óli Þór fékk knöttinn utan vítateigs Skaga-^ manna, renndi knettinum út á Gisla Grétarsson og sem skaut þrumuskoti í stöng og inn. Fallegt mark. Keflvíkingar voru náiægt þvi skömmu fyrir leikhié að bæta við þriðja markinu en þá bjargaði Heimirá marklínu skoti frá Óla Þór. Seinni hálfleikur leystist upp í einskonar miðjuþóf, Keflvíkingar drógu sig meira til baka og vörðust vel þannig að Skagamenn fengu ekkert marktækifæri í síðari hálf- leik til að jafna. Ef eitthvað var voru Keflvíkingar nær því að bæta við með hættulegum skyndisókn- um. Sérstaklega á síðustu mínút- um leiksins er einn varnarmaður Skagamanna ætlaði að senda^* knöttinn til Birkis en Óli Þór, besti maður vallarins, komst inní send- inguna en Birkir varði á síðustu stundu. Staðan í 1. deild Staðan í 1. deild karla eftir 8 umferðir er þessi: ^ Fram 8 5 2 1 17: 4 17 ÍBK 8 5 0 3 8: 7 15 ÍA 8 4 2 2 15: 5 14 Valur 8 4 2 2 9: 4 14 KR 8 3 4 1 11: 5 13 Þór Ak. 8 3 2 3 11:14 11 FH 8 3 1 4 12:13 10 UBK 8 2 2 4 4: 6 8 Víðir 8 2 2 4 3: 9 8 ÍBV 8 0 1 7 5:21 1 „Boltinn fór ekki í hendina á mér“ — sagði Kristján Kristjánsson, Þórsari. AKUREYRARVÖLLUR1. DEILD: Þór-Breiöablik 1:1 (0:0) Mark Þóra: Hlynur Birgisson á 46. mín. Mark Breiðabliks: Jón Þórir Jónsson á 84. mín. Guh spjald: Gunnar Gylfason, Breiðabliki. Dómari: Guðmundur Haraldsson og dæmdi auödæmdan leik ógætlega. Þó var undarlegt hve gula spjaldiö var lengi upp úr vasan- um . . . Áhorfendur: 770. EINKUNNAGJÖFIN: Þór: Baldvin Guömundsson 3, Sigurbjörn Viöarsson 3, Einar Arason 2 (Baldur Guðnason vm. ó 65. mín. 2) Nói Björnsson 3, Árni Stef- ánsson 3, Júlíus Tryggvason 3, Jónas Róberts- son 3, Halldór Áskelsson 3, Siguróli Kristjóns- son 3, Hlynur Birgisson 3, Kristjón Kristjáns- son 2. Samtals: 31. Breiðablik: örn Bjarnason 3, Benedikt Guð- mundsson 3, Ingvaldur Gústafsson 2, Magnús Magnússon 2, Ólafur Björnsson 2, Jón Þórir Jónsson 3, Hákon Gunnarsson 2, Jóhann Grót- arsson 2 (Steindór Elíasson á 78. min., lók of stutt), Helgi Ingason 2 (Gunnar Gylfason vm. á 60. mín. 2), Guömundur Valur Sigurös- son 2, GuömundurGuðmundsson 2. Samtals: 25. ^BOLTINN FÓR sko ekkl í hönd- ina á mér. Það er alveg á hreinu. Við hlupum saman, ég og Örn markvörður og boltinn fór í magann á mér og hrökk f Bene- dikt og af honum í netiö. Enda sóst þaö best á því aö Blikarnir mótmæltu ekki. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Bragi Bergmann gerir út um leik hórna,“ sagði Kristján Kristjánsson, leikmaður Þórs, og var mjög svekktur eftir leikinn í gærkvöldi. Atvikið sem hann talar um átti sér stað í síðari hálfleik. Kristján barðist um boltann við Örn mark- vörð og Benedikt Guðmundsson og mark virtist skorað. En Bragi Bergmann línuvörður veifaði — og eftir að hafa rætt við hann dæmdi Guðmundur dómari aukaspyrnu á Kristján. „Kristján sló boltann með höndinni áður en hann skoraði markið," sagði Bragi Bergmann í samtali við Morgunblaðið eftir leik- inn. Hlynur Birgisson skoraði mark Þórs eftir aðeins 25 sekúndur í seinni hálfieik. Hann fékk boltann inn fyrir vörn UBK frá Júlíusi og skoaði örugglega undir Örn sem kom á móti honum rétt innan teigs. Eftir þetta héldu Þórsarar áfram að sækja. Sigurbjörn átti fallegt skot í stöng beint úr aukaspyrnu, Halldór lét verja frá sér í dauðafæri tfaiii iiihiiiiiiiii n ——^ eftir að hann og Hlynur höfðu leikið Blikavörnina grátt. Á 68. mín. geröist atvikið umdeilda sem greint var frá í upphafi — er hönd var dæmd á Kristján. Kristján var aftur á ferðinni stuttu síðar, skaut þá yfir af stuttu færi. Blikarnir áttu eitt almennilegt marktækifæri allan leikinn og nýttu það. Jón Þórir Jónsson þrumaði rétt innan vítateigs í nærhorn marksins eftir að hafa platað tvo varnarmenn Þórs. Mjög fallega gert hjá Jóni. Þórsarar sóttu „að vanda" það sem eftir var leiksins en fengu ekkert færi. Þeir urðu því að sætta sig við jafntefli í leik sem átti ekki að geta tapast — en mörkin telja, ekki hvort liðið leikur betur. Sókn- armenn liðsins eru allt of ragir við að skjóta — til dæmis mætti benda landsliðsmanninum Halldóri Áskelssyni á að eftir að hafa platað mótherja sína upp úr skónum er ekki bannað að skjóta á markið! Mönnum er í fersku minni er hann skoraði fimm mörk i einum og sama leiknum í fyrra — en hann hefur enn ekki skorað í sumar. Blikaliðið iék þokkalega saman úti á vellinum en eins og fram hefur komið fékk liðið aðeins eitt almennilegt marktækifæri. Simamynd/Skapti Haligrímsson Benedikt Guðmundsson, Bliki, horfir vonsvikinn á eftir knettinum i mark sitt í seinni hálfleiknum. Kristján Kristjánsson fagnar í fjarska. En sorg breyttist fljótt í gleði, og öfugt — markið var dæmt af.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.