Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986 3 Nýir eigendur opna Tónabíó: Frumsýna Hálend- ínginní dag REKSTUR Tónabíós hefst að nýju í dag, eftir að kvikmyndahú- sið var selt i sumar. Sá aðili, sem nú rekur kvikmyndahúsið er Tónabíó hf. og eru hluthafar þar Myndbandaleiga kvikmyndahús- anna, Austurbæjarbió og Stjörnubíó. Ætla eigendur húss- ins að nota það sem frumsýning- arbíó. Árni Kristjánsson, forstjóri Aust- urbæjarbiós, kvað nauðsynlegt fyrir eigendur Tónabíós hf. að nota kvik- myndahúsið sem frumsýningarhús til þess að fá meiri hraða í sýningar og liggja ekki með góðar myndir. Bæði kvikmyndahúsin, sem aðilar eru að hlutafélaginu, hafa litla sýn- ingarsali, sem síðan geta tekið við myndunum til sýninga. Kvikmyndin, sem frumsýnd verð- ur í Tónabíói í dag, ber nafnið Hálendingurinn (Highlander) og er hún frumsýnd hérlendis á sama tíma og í Bretlandi. Myndin hefst á mögnuðu atriði í bílageymslu í New York, þar sem tveir menn beijast með sverðum upp á líf og dauða. Annar deyr, en hinn hverfur og í borginni grípur um sig ótti og er lögreglan ráðþrota. Með aðal- hlutverk fara Christopher Lambert, Sean Connerey og Roxanne Hart. Tónlistin í kvikmyndinni er leikin af hljómsveitinni Queen. Stolið fötluðum Um verslunarmannahelg- ina var brotist inn í húsnæði Greiningar- og ráðgjafar- þjónustu rikisins fyrir fatlaða í Kjarvalshúsi á Seltjarnar- nesi og stolið þaðan mynd- bandstækjum að andvirði 120 til 130 þúsund krónur. Um er að ræða myndbands-' tæki með sjálfstýringu, mynd- bandstökuvél og skuggamynda- vél. Að sögn Stefáns Hreiðarssonar forstöðumanns greiningarstöðvarinnar var afar fagmannlega að verki staðið við innbrotið, allar hirslur rannsak- aðar án þess að nokkuð væri skemmt. Tækin voru geymd í skáp og uppgötvaðist hvarfíð ekki fyrr en tveimur dögum eft- ir að starfsmenn komu úr sumarleyfum 20. ágúst, en hús- ið hafði þá verið mannlaust frá því fyrir verslunarmannahelg- ina. 5. ágúst hafði opin hurð uppgötvast en ekki sást þá að rán hafði verið framið en talið er að það hafí verið framið þá um helgina. Sagði Stefán að missirinn væri bagalegur fyrir þá sem til stöðvarinnar leita og vonaði hann að fólk sem vissi eitthvað um þetta mál myndi láta af því vita, en tækin hafi líklegast ver- ið til sölu en fá upptökutæki af þessari gerð, Panasonic, munu vera til í landinu. Tækin voru gjöf frá Lionsklúbbi Seltjarnar- ness. 3 og 5 dyra Hatchback, 4 dyra Sedan og 5 dyra Station í LX, GLX og GTX útgáfum. 2 dyra Coupé, 5 dyra Hatchback og 4 dyra Sedan í LX, GLX og GTi útgáfum. MAZDA 323 GTXi 4WD með 1600 cc vél með beinni innspýtingu, tveim yfirliggjandi knastás- um, 16 ventlum, forþjöppu og millikæli, 150 hö DIN og drifi á öllum hjólum! MAZDA RX 7sportbíll með 150 ha Wankel vél, sem kjörinn var bíll ársins í Bandaríkjunum! Gerið ykkur dagamun um helgina, komið og skoðið það nýjasta í japanskri bifreiöa- hönnun og tækni. E2000 og E2200 pickup og Glassvan benzín- og diesel og T3500 vörubíll! 1987 árgerðirnar af MAZDA eru nú komnar til landsins og af því tilefni höldum við sýningu á þeim um helgina. Við sýnum um 20 mismunandi MAZDA bíla: Luxusbíla, fjölskyldubíla, sendi- bíla, sportbíla og 4x4 bíla þar á meðal ýmsar gerðir, sem ekki hafa sést fyrr hér á landi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.