Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. Svona leit vörubifreið þremenninganna, sem flúðu frá Austur- Beriin til Vestur- Berlfnar f gær, út eft- ir flóttann: Ónnur framrúðan mölbrotin og vinstri hliðin dæld- uð eftir ákeyrslu á Berlínarmúrinn. AP/Símamynd Austur-þýskir embættismenn skoða verksummerki á varð- stöðinni „Checkpoint Charlie1* við Berlínarmúrinn. Maður, kona og barn keyrðu í bfl gegn- um hliðið á fullri ferð skömmu eftir miðnætti f gær og sluppu ómeidd yfir til Vestur-Berlínar. Fremst á myndinni má sjá hvar glerbrot liggja á malbikinu. Á miðri mynd sést kengboginn VeggUT. AP/Símamynd Flúðu með korna- barngegmim Berlínarmúrmn Vestur-Berlín, AP. VÖRUBÍLSTJÓRI ók á fullri ferð gegnum varðstöðina „Checkpoint Charlie" við Berlínarmúrinn skömmu eftir miðnætti f gær. Austur-þýska lögreglan skaut a.m.k. þremur skotum á eftir bilnum, en hæfði hann ekki. Kona og kornabam voru farþegar f vörubifreiðinni og sluppu öll þijú ómeidd til V estur-Beriinar. „Við erum himinlifandi," sagði konan í stuttu samtali við vestur- þýsku sjónvarpsstöðina ARD. Karlinn og konan eru gift og var bam þeirra með í bílnum. Konan og bamið lögðust á gólf- ið meðan hin ævintýralega ökuferð stóð yfir. Ökumaðurinn keyrði fyrst á stöng, sem austur- þýskir landamæraverðir vom að láta síga niður eftir að hafa hleypt bifreið í gegn um hliðið. Hann ók á nokkrar hindranir á Ieiðinni um borgarmörkin og þegar hann kom að hliði bandamanna Ienti vörabif- reiðin utan í jámvegg við hliðið. Önnur framrúðan brotnaði á leið- inni og lágu glerbrot eins og hráviði við „Checkpoint Charlie". Maðurinn nam ekki staðar þeg- ar til Vestur-Berlínar var komið heldur ók einn km inn í borgina og fylgdi bandarísk herlögregla fast á hæla hans. Þetta er stór- kostlegasti flótti milli borgarhluta í Berlín undanfarin ár. Fólkið er nú í yfirheyrslu hjá vestur-þýsku lögreglunni og full- trúum bandamanna; Breta, Bandaríkjamanna og Frakka. Vestur-Þjóðvetjinn Giinter Gadaschewski var á vakt þegar flóttinn átti sér stað: „Hvílíkt hugrekki. Ég hefði ekki getað stöðvað bílinn vegna hræðslu hefði ég setið undir stýri." Þeir áttu þess aldrei kost að stöðva bifreiðina, segir lögreglan í Vestur-Berlín. Hópur austur-þýskra verka- manna var kallaður út til að hreinsa upp og gera við skemmd- ir við hliðið og var vörður efldur á meðan. Mesta áhyggjuefnið í Bandaríkjunum: Eiturlyfjanotkun hjá skólanemendum Washinjfton, AP. NOTKUN eituriyfja er alvarlegasta vandamálið er glínia þarf við í bandarískum skólum að áliti aimennings þar í landi. Þetta kemur fram í árlegri skoðanakönnun Gallup-stofnunarinnar um menntamál og er það í fyrsta sinn í 18 ár, að eiturlyfjavandamálið er þar efst á blaði. Mikill meirihluti fullorðinna, sem spurðir vora, vildu að kennarar fengju að leita í skápum nemenda að eiturlyflum og að þeir nemendur sem yrðu uppvísir að eiturlyfjanotk- un yrðu reknir úr skóla. Naumur meirihluti var fylgjandi því að tekin yrðu þvagsýni úr nemendum til þess að athuga hvort viðkomandi neytti slíkra ly^a. Hingað til hefur almenningur haft mestar áhyggjur af því, að erfiðlega gengi að halda uppi aga í skólum. Að undanfömu hafa nýjar og til- tölulega ódýrar blöndur af kókaíni borist á markað í Bandaríkjunum og tvær þekktar íþróttastjömur hafa látist vegna ofneyslu eitur- lyQa. Bandaríkjaforseti hefur skorið upp herör gegn misnotkunar eitur- ljrQa og unglingar þar í landi telja ofnotkun áfengis og eiturlylja al- varlegustu vandamálin er við þeim blasi. I skoðanakönnuninni kom fram að mikill meirhluti aðspurðra vildi herða námskröfur, jafnvel þótt það þýddi að fleiri nemendur hyrfu úr skóla án þess að ljúka prófi. T 1986 21 Sovétmenn á Stokkhólmsráðstefnunni: Vilja fallast á aukið eftirlit — og að það nái jaf nvei til einhverra „lokaðra“ svæða Stokkhóimi, frá Erik Liden, fréttaritara Morgunbladsins. YFIRMAÐUR sovéska hersins og aðstoðarvamarmálaráðherra, Sergei F. Akhromeyev, marskálkur, lýsti því yfir í gær á afvopnunar- ráðstefnunni í Stokkhólmi, að Sovétstjórnin ætlaði að fallast á eftirlit með heræfingum, bæði úr lofti og á landi. Skyldi það eftirlit jafnvel ná til einhverra „lokaðra“ svæða Það kom fram hjá Akhromeyev að Gorbachev, Sovétleiðtogi, hefði sjálfur beðið hann um lýsa þessu yfir á Stokkhólmsráðstefnunni og í þeirri von, að yfirlýsingin greiddi fyrir samkomulagi á ráðstefnunni, sem lýkur 19. september nk. Sagði Akhromeyev, að Sovétmenn væra til tals um eftirlit á Kolaskaga, mikilvægasta kjamorkuvíghreiðri Sovétmanna, en það væri þó bundið því skilyrði, að Bandaríkjamenn leyfðu eftirlit í Kalifomíu og á og hernaðarmannvirkja. Hawaii-eyjum. Kvaðst Akhromeyev vona að Bandaríkjamenn tælq'u fljótt afstöðu til þessara tillagna. Akhromeyev hefur átt viðræður við Lennart Ljung, yfírmann sænska hersins, og einnig við Roine Carlsson, varnarmálaráðherra. Þegar hann kom til fundar við hann mætti honum hópur manna með spjöld þar sem mótmælt var kaf- bátsferðum Sovétmanna innan sænskrar lögsögu og endurteknum brotum á fullveldi Svía. Ég þakka hjartanlega þeim, sem sýndu mér vinsemd og fluttu mér árnaðaróskir á 85. af- mcelisdegi minum þann 20. ágúst síÖastliÖinn. Ein varður Hallvarðsson Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim sem sýndu mér vinarhug meÖ heimsóknum og kveÖjum á 70 ára afmœli minu þann 26. ágúst síÖastliÖinn. Bjðrn Guðjónsson, Garðbraut 19, Garði. Bladburóarfólk óskast! ÁRTÚNSHÖFÐI (iðnaðarhverfi) iHttjgtmftUifrtfr Gódan daginn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.