Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986 Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórfda Fríða fiskifluga í Flórída í síðasta þætti var sagt frá uppvexti Fríðu í Keflavík og skammri sambúð hennar við Sigga suðara. Greint var stuttlega frá lakri afkomu fiskiflugustofnsins á íslandi undanfarin ár og áhyggjum Fríðu af framtíðinni. Rakin voru kynni hennar af Bonnie býflugu frá Flórída, sem flækst hafði i ferðatösku til landsins. Þegar hún deyr úr kuída og vosbúð laumar Fríða sér í hennar stað niður í ferðatösku og fer til sólarlanda í stað þess að leggjast í dvala eða deyja á hrímköldum, íslenzkum vetri. Ferðin vestur um haf var löng og erfíð og loftlítið í töskunni. Það bjargaði miklu að geta tekið nokkur góð andköf þegar tollarinn í New York opnaði lokið. Seint um kvöldið var komið til Miami og þá loks gat hún yfirgefið felu- stað sinn innan um skítuga sokka og nærföt. Ætlaði hún að ameygja sér út um glugga, en þeir voru allir lokaðir. Kalt loft streymdi inn í herbergin um ristar í lofti. Hvar var hitinn og dásemd Flórída, sem Bonnie hafði svo fjálglega lýst? Þama inni var skítkalt. Fríða var gáfuð fluga og fann hún út af hyggjuviti sínu, að hún yrði að fínna útgönguhurð og bíða þar til hún yrði opnuð. Þegar það gerðist, skauzt hún út og flaug inn í hlýja og angandi Flórída- nóttina. Ekki einasta var lyktin hér öðruvísi en á Fróni, heldur var nóttin fyllt ýmsum annarleg- um hljóðum, sem hún ímyndaði sér að kæmu frá einhvetjum af þeim aragrúa skordýra, sem dveldu í þessari Paradís, sem Bonnie hafði sagt þeim frá. Sett- ist Fríða á húsvegginn og sofnaði fljótlega, enda orðin kúguppgefin. íslandsflugan vaknaði á fögr- um Flórída-morgni við fuglasöng, rétt áður en sólin kom upp. Allt var svo litskrúðugt og fallegt og fullt af lífi. Maurar þrömmuðu framhjá í halarófu, skrautlegt fiðrildi flögraði milli blóma, dreka- fluga þaut framhjá með vængja- þyt, en lítil könguló vitjaði nets síns við húsvegginn. Þegar Fríða fór á stjá, rakst hún á býflugu, sem leit alveg eins út og Bonnie heitin. Þarna var reyndar komin systir hennar, Betty býfluga, og varð hún sorgmædd að heyra um afdrif systur sinnar. Bauð hún Fríðu að slást í hóp þeirra bý- flugna. Næstu daga flögraði aðkomu- flugan um með býflugunum, sem voru í sífelldri hunangsleit. Fannst Fríðu nýnæmi að smakka á þess- um sætindum, en varð fljótlega leið á því. Hún þráði fisk. Svo fannst henni býflugumar vinna anzi mikið, næstum aldrei gert hlé og aldrei tími til að spjalla. Veðrið var líka alltaf svo gott, og þær höfðu aldrei þá afsökun, sem flugumar á íslandi höfðu svo oft, að úti væri rok og rigning og ekki flugu út sigandi. Loks færði Fríða það í tal við hinar nýju vinkonur sínar, að hún yrði að fara í fiskileit. Fyrir utan hunangið, hafði hún reynt að seðja hungur sitt á rotnu grænmeti og ávöxtum, sem öðrum flugum fannst lostæti, en það féll henni ekki í geð. Öskutunnur hafði hún engar fundið; aðeins lokaða plast- poka. Býflugumar sögðu henni, að ströndin væri ekki langt und- an, og þær vísuðu henni til vegar. Eftir nokkurra tíma flug kom hún að fallegri, sendinni strönd, þar sem fólk flatmagaði í sólinni og synti í sjónum. Einn dauðan físk sá hún á flæðarmálinu, en tveir krabbar voru að gæða sér á honum, og fjöldi flugna var þar líka að verki. Hvarf hún frá, því henni fannst samkeppnin einum of mikil. Skömmu síðar fann hún langan hafnargarð, þar sem nokkrir stráklingar voru að veið- um. Þeir höfðu fengið nokkra titti, sem þeir höfðu fleygt og tókst Fríðu loks að komast að einum þeirra og seðja sárasta hungrið, þótt fískgæðin væru ekki nálægt því, sem hún átti að venj- ast. Fór nú í hönd bærilegur tími við ströndina. Fiskiflugan ætt- göfuga fann þar höfn og fjölda báta, sem fóru með sportveiði- menn til sjóstangaveiða á hveijum degi. Var gert að aflanum við bryggju, og fékk Fríða þar oftast nóg í sig. Henni gekk betur eftir að hún ákvað að taka á sig rögg og bera sig eftir björginni með frekju og troðningi eins og heima- flugumar gerðu. Hér dugði lítið kurteisin, sem hún hafði vanist í heimahúsum, enda var samkeppn- in næsta miskunnarlaus. Þarna kynntist hún ýmsum skordýrum, sem reyndust henni vel. Villi vespa leiddi hana í allan sannleika um þær mörgu hættur, sem að steðjuðu. Fjöldi fugla him- insins höfðu smekk fyrir flugum, og steyptu sér úr lofti til að hremma þær. Blái hegrinn notaði aðra aðferð, því hann læddist um á sínum háu fótleggjum og stóð svo oft hreyfingarlaus, þar til hann gat hreppt bráðina með leift- ursnöggri höfuðhreyfíngu. Frosk- ar og eðlur enduðu og tilveru margra flugna langt fyrir aldur fram. Félagamir við ströndina gáfu sér oft tíma til að sitja saman kvöldstund og spjalla um heima og geima. Fríða sagði þeim ýmis- legt af lífínu á íslandi. Hún lýsti af andakt björtum sumamóttum og bláum fjöllum. Eitt sinn spurði Stanley sporðdreki, hvort skordýr þar nyrðra gætu stungið fólk og skepnur í vamarskyni. Hann veif- aði hreykinn yfír höfði sér hinum stóra broddi, sem prýddi endann á skotti hans. Hún svaraði því til, að yfirleitt sýndu íslenzk skor- dýr mannfólkinu fyllstu kurteisi og forðuðust að setjast á það. Samt sagði hún hafa heyrt, að á norðurhluta landsins væri stöðu- vatn, sem kennt væri við mýflug- ur. Þær ættu það til að ráðast á fólk af grimmd og sjúga úr því blóð. Sagði hún, að sér sjálfri þætti þetta athæfí mjög óíslend- ingslegt. Nú var tekið að líða á veturinn, og uppgötvaði Fríða einn góðan veðurdag, að henni var farið að leiðast góða veðrið og stöðug hlý- indin. Hún hugsaði mikið til Islands, vina sinna í Keflavík, og sér í lagi dreymdi hana um að komast í nokkurra daga gamlan þorskhaus. Hún var orðin leið á flugnamergðinni, fjjölda tegund- anna og skrauti þeirra. Hún var í vandræðum með að þekkja þetta allt í sundur. Hún mglaðist jafn- vel á stómm fíðrildum og litlum fuglum, sem vom af svipaðri stærð. Hún vissi bara, að á ís- landi vom fískiflugurnar stærstar og að eftir þeim var tekið og starf þeirra virt. Fríða var haldin heim- þrá. Hún trúði félögunum fyrir raunum sínum, og sýndu þeir mikinn skilning og vom allir af vilja gerðir til að hjálpa. En hvem- ig var hægt að komast til íslands? Eitt kvöldið, þegar Eðvarð engi- spretta var að syngja með fótun- um, fékk hann hugmynd. Kalli kakkalakki, vinur hans, vann á nóttunni á ferðaskrifstofu. Uppá- haldsfæða hans var lím í kjölum bóka og bæklinga. Þess vegna var hann mjög fróður um ferðamál. Eðvarð bað hann að athuga með flugferðir til íslands. Nokkmm dögum seinna kom Kalli kjagandi og sagðist hafa fundið út, að íslenzkt flugfélag væri í ferðum milli Orlando og Keflavíkur. Orlando væri 200 mílur fyrir norðan Miami, og myndi líklega bezt fyrir Fríðu að freista þess að komast þá leið með því að laumast með vömbíl- um. Við þessar fréttir varð kátt í vinahópnum og kátust var auð- vitað Fríða. Kunningjarnir fylgdu henni á benzínstöð rétt við hraðbrautina og kvöddu hana þar með sökn- uði. Hún laumaðist inn milli kassa af tómötum á stómm vömbíls- palli. Eftir um tveggja tíma akstur kom hún út úr fylgsni sínu til að teygja úr vængjunum. En ekki tókst betur til en svo, að vindurinn feykti henni útaf pallinum og nið- ur á veginn. Hún dasaðist, en komst samt út á vegkantinn, og rétt slapp við að verða að klessu undir einum bílnum. í marga daga barðist hún í norðurátt meðfram veginum, en ekki var nokkur von um að kom- ast á annan bfl, nema hann stæði kyrr. Hún yrði því að halda áfram þar til hún kæmi að næstu benzín- stöð. Eina nóttina, þegar hún áði í appelsínulundi, lenti hún í vefí risaköngulóar. Eigandi veQ'arins reyndist vera Katólína könguló og kom hún strax á vettvang og leit með vel- þóknun blandaðri forvitni á feitu, fögm Fríðu. Bandinginn bað sér vægðar; sagðist vera ferðafluga frá útlöndum og nú á leið heim til sín. Róaðist þá Karólína og sagðist nú yfirleitt heldur ekki leggja sér til munns neitt, sem hún ekki vissi hvað væri. Ef til vill væri þessi nýja tegund ekki bragðgóð. Hún sagðist líka vilja vera almennileg við ferðafólk. Það væri svo fjarska mikilvægt fyrir Flórída. Sleppti hún svo Fríðu. Nú komst söguhetjan aftur á vörubíl og í þetta sinn alla leið til Orlando. Flugvöllinn fann hún fljótlega, en hún varð að bíða í nokkra daga þar til hún fann íslenzku flugvélina. Hún var orðin svo flink að laumast óséð og komst hún því vandræðalaust um borð og faldi þar sig undir fyrsta, bezta sæti. Það reyndist vera í Saga Class, svo það vasaði ekki um hana. Þegar hurðin var opnuð í Kefla- vík var Fríða allra fyrst að koma sér út. Hún teygaði að sér hreint og svalt loftið en flaug síðan_ á braut. Það var komið vor á Is- landi og hún fann daufan ilm neðan frá sjó. Þangað stefndi hún. Höfundur er ræðismaður ís- lands íFlórída og framkvæmda stjóri hjá fisksölufyrirtækiá Miami. Það er sérstök tilfining að sjá þennan kabarett. Sambland af dulúð, spennu og grátbroslegri kímni. Shahid Malik, einn fremsti sjónhverfinga- og töframaður heims, tvöfaldur heimsmeistari í listinni, kallaður „Houdini nútímans". Waiter Wasil jafnvægislistamaður og loftfimleikakonan Jessica, bæði með æsileg atriði. » Barnatrúðurinn Rhubard the Clown og „Stóri karlinn" prófessor Crump. - Allt velþekkt fjöllistafólk sem skapar hinn ógleymanlega kabarett. „Commodore Cabarett" á sýningarpalli virka daga klukkan 17,19 nn ?1 nn um hnlnar kl 15.17.19 on ?1 SYNING MARKAÐUR SKEMMTUN HeimiliðlBó Laugardalshöll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.