Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986 • Udo Beyer, Austur-Þýskalandi, sem nýlega setti heimsmet í kúlu- varpi, varð að iáta sér nægja þriðja sætið á EM f Stuttgart. Hjorth er von Dana DANIR binda miklar vonir við millilengdahlauparann sinn, Nils-Kim Hjorth, en hann tryggði sér örugglega úrslitasæti í 1500 m hlaupinu, sem fram fer á morg- un, á lokadegi Evrópumeistara- mótsins. Hjort setti Norðurlandamet í 1500 m hlaupi með því að hlaupa nýlega á 3:36,01 mín. Hann náði ^ mjög góðum árangri 1983 en meiðsli takmörkuðu getuna tvö síðustu sumur. Þar með sló Hjört 14 ára gamalt met Finnans Pekka Vasala, en það var 3:36,33 mín. og sett í úrslitahlaupinu á Ólympíu- leikunum í Munchen 1972 þar sem Vasala vann. Þess má geta að þjálfari Nils-Kim Hjort er Nils Nygaard, formaður danska frjáls íþróttasambandsins, en hann keppti í 800 og 1500 metrum í unglingalandskeppni íslendinga og Dana á Laugardalsvellinum sumarið 1972. Listi yfir bestu Norðurlandabúa í 1500 metrum lítur nú svona út: 3:36,01 Nils-Kim Hjört Danmörku 3:36,33 Hakka Vaaala, Finnlandi 3:36,3 Antti Loikkanen, Finniandi 3:36,49 Johnny Kroon, Svíþjóð 3:36,56 Uif Högberg, Svíþjóð 3:36,73 Anders Garderud, Svíþjód 3:36,8 Tom B. Han&en, Danmörku 3:37,2 Pekka Paivarinta, Finniandi 3:37,4 Lars M. Kaupang, Norogi 3:37,55 Jan Persson, Svfþjóö 1986 1972 1980 1985 1974 1974 1973 1973 1976 1983 3:38,07 Ari Paunonen, Finnlandi 1977 3:38,1 Knut Kvalheim, Noregi 1976 Bretarnir Steve Cram og Se- bastian Coe komust vandræða- laust í 1500 metra úrslitahlaupið. Mikil eftirvænting ríkirfyrir hlaupið og þótt margir frábærir hlauparar séu þar samankomnir er búist við einvígi milli Coe og Cram um titil- inn. Coe hefur allt að vinna en Cram titil sinn frá 1982 að verja. Óvæntur sigur Sviss lendings í kúluvarpi — Udo Beyer, heimsmethafinn, varð íþriðja sæti SIGUR Svisslendingsins Werners Gunthor á austur-þýska birnin- um, Udo Beyer, f kúluvarpinu kom verulega á óvart, jafnvel þótt hann hafi varpað kúiunni 21,66 fyrir mótið. Risakast hans í ann- arri umferð, 22,22 metrar, sló austur-þýsku risana út af laginu. Björninn er því unninn, því þetta var að líkindum síðasta stórmót Beyers, samkvæmt sögusögnum í blaðamannamiðstöðinni hér. Hann setti heimsmet (22,64) í síðustu viku og kom því á óvart að hann skyldi aðeins ná þriðja sæti. Gunthor tók forystu í fyrstu umferð með 21,58 metra kasti. Beyer varpaði 20,70 og Timmer- mann, sem setti heimsmet (22,62) í fyrra, 20,89. Ólympíumeistarinn Allessandro Andrey, sem varpaði nýlega 22,06, náði 20,46 í fyrstu umferð og í þeirri þriðju komst hann upp fyrir Beyer með 20.73 metra kasti, en Beyer Kraekti síðan naumlega í bronzið í sjöttu umferð er hann varpaði 20,74 sentimetra. Timmermann sótti í sig veðrið er á leið og virtist ætla að stefna í spennandi keppni er hann varp- aði 21,84 í þriðju umferð. Gunthor svaraði með 21,62 og Timmer- mann tókst ekki að bæta við sig, varpaði 21,45 í fjóröu og 21,43 í fimmtu umferð. Norðmenn áttu þrjá kúluvarpara í 12-manna úrslitum og varð Lars Arvid Nilsen fimmti með 20,52 metra, en hann hefurvarpað 21,22 i ár. Sagdal varpaði 20,38 í for- keppninni en gerði þrjú fyrstu úrslitakostin ógild. Fyrrum heims- methafi, Sovétmaðurinn Sergei Smyrnow (22,24 í ár), mætti ekki í úrslitakeppnina. Með risakastinu náði Gunthor fjórða bezta árangri, sem áhuga- maður hefur náð. Aðeins Bayer (22,64), Timmermann (22,62) og Smyrnow (22,24) eru betri. Hann er 25 ára og 125 kíló, en hæðin (2,00 metrar) gerir að verkum að hann er ekki eins „bjarnarlegur" og Beyer og fleiri austantjaldskast- arar. Udo Beyer er einstakur afreks- maður og hefur aðeins beðið ósigur örfáum sinnum í áratug. Hann sló í gegn, 21 árs gamall, með sigri á Ólympíuleikunum í Montreal. Hann setti heimsmet 1978 (22,15) og 1983 (22,22) en missti það síðan til Timmermanns í fyrrahaust (22,62). Beyer endur- heimti metið síðan í sl. viku með 22,64 metra kasti. Við svo búið var eingöngu búist við einvígi þeirra Timmermanns hér, en sá síðarnefndi hafði varpað 20,47— 20,51 og 20,61 á mótum í sumar. Það varð hinsvegar aldrei neitt úr því. Beyer hefur orðið austur-þýskur kúluvarpsmeistari 10 ár í röð og EM-meistari féll úr keppni Evrópumeistarinn í 100 m hlaupi, Bretinn Linford Christie, geröi afdrifarfk mistök í undanúr- slftum 200 m hlaupsins og komst ekki í úrslit. Christie sparaði kraftana í lokin og við það komst Austur-Þjóðverj- inn Olaf Prenzler fram úr honum á marklínu. Munaði hundraðshluta úr sekúndu á þeim, 20,68 og 20,69 sek. Frakkinn Bruno Marie-Rose, sem vann bronsverðlaun í 100 m hlaupinu og er góður í 200 metr- um, komst heldur ekki í úrslit. Bæði Christie og Marie-Rose voru taldir eiga möguleika á verðlaun- um í 200 m hlaupinu. Hástökk kvenna: Auðveldur sigur BÚLGARSKI heimsmethafinn í hástökki kvenna Stefka Kostad- inova vann Evrópumeistaratitil- inn án þess að þurfa að leggja Knattspyrna ÚRSLITALEIKURINN f bikarkeppni kvenna er helsti knattspyrnu- leikurinn f dag. Auk þess verður 16. umferðin í 2. deild karla, fjórir leikir f 3. deild og einn leikur í 2. deild kvenna. Á morgun fer síðan úrslitaleikurinn í Mjólkurbikarnum - bikarkeppni KSÍ fram, en annars er dagskrá helgarinnar eftirfarandi: Laugardagur 2. deifd karla: Húsavikurvöllur Völsungur — ÍBÍ ................. kl. 15.00 Siglufjaröarvöllur KS — Njarövík ................... kl. 14.00 Akureyrarvöllur KA — Skallagrímur ............... kl. 14.00 Laugardalsvöllur Þróttur R. — Selfoss ............ kl. 13.00 Vopnafjarðarvöllur Einherji — Víkingur ............. kl. 14.00 2. deild kvenna A: Grindavíkurvöllur Grindavík — Grundarfjörður ... kl. 14.00 3. deild Karla B: Fáskrúðsfjarðarvöllur Leiknir F. — TindastóH ......... kl. 14.00 Grenivíkurvöllur Magni — Leiftur ................ kl. 14.00 Árskógsstrandarvöllur Reynir — Austri ................ kl. 14.00 Neskaupsstaöavöilur Þróttur — Valur ................ kl. 14.00 Meistaraflokkur kvenna: Stjörnuvöllur Bikarkeppni KSÍ Úrslit: Valur — UBK ............ kl. 16.00 Sunnudagur: Meistaraflokkur karla: Laugardalsvöllur Mjólkurbikarinn — Bik.KSÍ Úrslít: Fram — ÍA .... kl. 14.00 hart að sér. Yfirburðir hennar voru ótrúlegir en samt var hún langt undir heimsmeti. Kostadinova stökk 2,00 metra en úrhellisrigning kom í veg fyrir að hún smeygði sér yfir 2,04 metra. Heimsmet hennar frá í sumar er 2,08 metrar. Hún þurfti reyndar ekki að stökkva hærra þar sem næstu stúlkur stukku ekki nema 1,93 metra. Árangur í há- stökkinu var snöggtum lakari en tvö undanfarin ár. Sovezka stúlkan Turtchak, vann bronzverðlaunin t.d. á 1,93 metra, en hún hefur stökkið 2,01 í ár. 1. Stefka Kostadkiova, Búlgariu 2,00 2. Swatlana laaaawa, Búlgaríu 1,93 3. Olga Turtschak, Sovétr. 1,83 4. Andraa Biantaa, A-Þýzkalandi 1,90 B. Susanna Halm, A-Þýzkal»ndl 1,90 6. HWka Radatzlcy, V-Þýzkal«ndl 1,90 7. Danuta Bulkowaka, PóUandl 1,99 9. Diana Davias, Bratlandi 1,97 Allt stefnir nú í það að í 4x100 m boðhlaupi Breta verði eingöngu blökkumenn. Er það einsdæmi í sögu mótsins. í sveitinni verða m.a. Linford Christie og tugþraut- arhetjan Daley Thompson. hann var bestur í heiminum 1977-1982 og 1984. Meiðsli háðu honum á Olympíuleikunum í Moskvu, þar sem hann hlaut að- eins bronz, og af stjórnmálaástæðum missti hann af keppninni 1984. Hann varð Ev- rópumeistari 1978 og 1982. Beyer bar sig vel á blaðamanna- fundi eftir kúluvarpið og spáði að menn hefðu sigrast á 23ja metra múrnum eftir tvö ár. Bar hann lof á Verner Gunthor og sagði að hann ætti mikið inni þegar hann yrði orðinn öruggur með 22ja metra kost gæti hann allt eins hitt á 23ja metra kast. Sjálfur sagðist Beyer hafa varpað yfir 23 metra á æfingu. Hann var óhress með kastiengd sína í Stutt- gart og sagði heimsmet ekki koma að neinu leyti í stað sigurs á viður- kenndu stórmóti. Úrslitln: 1. Erner Gunthor, Sviss, 2. Ulf Timmermann, A-Þýskal., 3. Udo Beyer, A-Þýskal., 4. Alessandro Andrei, Ítalíu, 5. Lars ARvid Nilsen, Noregi, 6. Karsten Stolz, V-Þýskal.f 7. Vladimir Milic, Júgóslavíu, 8. Udo Gelhausen, V-Þýskal., 22,22 21.84 20,74 20,73 20,52 19,89 19.85 19,76 Simeoni að hætta ÍTALSKA hástökksskvísan, Sara Simeoni, sagði eftir hástökks- keppnina á Evrópumeistaramót- inu aö nú mundi hún draga sig í hlé. Aldurinn virðist vera farinn að segja til sín hjá þessari síungu og fögru íþróttakonu en hún er 33 ára nú. Hún komst ekki í úrslit að þessu sinni, stökk aðeins 1,86 metra og átti vonlausar tilraunir við 1,89, sem hún varð að komast yfir til að öðlast sæti í úrslitunum. Simeone varð Evrópumeistari í Prag 1978 og vann bronsverðlaun í Róm 1974 og Aþenu 1982. Hún varð og ólympíumeistari í Moskvu 1980 og silfur vann hún í Montreal 1976 og Los Angeles 1984. Hún hefur tvisvar sett heimsmet í há- stökki, fyrst er hún stökk 2,01 metra árið 1978. 30 kvikmyndavélar SJÓNVARPAÐ verður meira frá Evrópumeistaramótinu í Stutt- gart en nokkurri íþróttakeppni frá því á Ólympíuleikunum í Miinch- en 1972, samkvæmt upplýsingum þýska sjónvarpsins. Sjónvarpsstöðvarnar ARD og ZDF senda 90 klukkustundir frá mótinu, þar af 30 í beinni útsend- ingu. Stöðvarnar sendu jafnframt frá mótinu til 40 sjónvarpsstöðva víðs vegar um heim, flestra í Evr- ópu. Á Neckar-leikvanginum hefur af þessu tilefni verið komið fyrir 30 kvikmyndavélum og meðan á maraþonhlaupum stendur eru þrjár þyrlur með sjónvarpsvélar innanborðs á lofti yfir vellinum og nágrenni hans. A leið í stjórnmál MARTTI Vainio, finnski hlaupa- garpurinn, sagöi eftir úrslita- hlaupið í 10 km að Evrópumeist- armótið i Stuttgart yröi sitt síðasta stórmót sem brautar- hlaupara. Hann œtlar að helga sig maraþonhlaupi og snúa sér jafnframt aö stjórnmálum. Vainio varð Evrópumeistari í 10 km 1978 og 3. 1982, en átti enga möguleika í endasprettsbaráttunni hér í Stuttgart og varð 7. Hann er 36 ára gamall og komst í heims- fróttirnar á Ólympíuleikunum í Los Angeles þar sem hann var dæmd- ur frá keppni og sviptur silfurverð- launum í 5 km hlaupi vegna lyfjamisnotkunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.