Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986 Njósnari fær dóm Á myndinni að ofan má sjá njósnarann Jerry Whitworth á leið til dómsuppkvaðningar, en hann var dæmdur til 365 ára fangelsisvistar fyrir njósnir í þágu Sovétrikjanna á fimmtudag- inn. Withworth var höfuðpaurinn í njósnahring, sem seldi Sovétríkjunum dulmálslykla og önnur fjarskiptaleyndarmál Bandaríkjaflota. Talið er að Whitworth og hyski hans hafi vald- ið öryggishagsmunum Bandaríkjanna ómetanlegum skaða. Noregur: Geislavirkni í kindakjöti langt yfir hættumörkum Frá fréttaritara Morgunblaðsins i Noregi, Jan Erik Laure. SLYSIÐ í kjarnorkuverinu í Chernobyl í Sovétríkjunum sl. vor veld- ur því, að á ýmsum landsvæðum í Noregi er geislavirkni í kindakjöti langt yfir hættumörkum. Því verður að henda miklu magni af kjöti í haust þegar slátrað verður. Norska landbúnaðarráðuneytið hefur gert áætlun um hvemig stað- ið skuli að haustslátrun og verður þeim landshlutum, þar sem geisla- virkni gætir, skipt í þrjú svæði. Á svæði 1 er geislavirkt „cecium" að meðaltali ekki yfir 600 „bequerel (bq.)“ í kílói af kjöti. Á þessu svæði verður slátrað eins og vanalega og kemur um helmingur kindakjötsins að jafnaði þaðan. Svæði 2 er bann- svæði, þar er )„cecium“magnið jrfir 2.000 bq. Um 5% kjötsins kemur vanalega þaðan og verður því nu eytt eða það hakkað og notað í loð- dýrafóður. Á svæði 3 er „cecium“- magnið á milli 600 og 2.000 bq. Kindur á þessu svæði verða teknar í hús eins fljótt og mögulegt er og gefíð fóður sem draga á úr „cecium“- magninu. Þeim verður síðan slátrað og kjötið selt. Um 25% kindakjöts- ins kemur venjulega frá þessu svæði, þó svo verði sennilega ekki nú. Ríkisstjóm Noregs hefur lýst því yfir, að fjárbændur eigi ekki að verða fyrir fjárhagslegu tjóni. Að minnsta kosti 100 milljónum norskra króna (um 550 m ísl.) verði varið til að bæta þeim tjónið vegna Chernobyl-slyssins. Eigendur hrein- dýrahjarða eiga einnig að fá bætt það tjón er þeir verða fyrir. Skotland: Ottast offram- leiðslu í laxeldi ÓTTAST er að offramleiðsla muni hrjá laxeldisbændur í Skot- landi á næstunni. Þetta kom fram í breska viðskiptablaðinu Super Marketing fyrir skömmu og er áætlað að „laxframleiðsla" í Norðmenn auka viðbúnað við Spetsnaz-sveitunum Ósló, frá Jan Erik Laure, fróttaritara Morgunblaðsins. NORSK stjórnvöld hafa ákveðið að auka viðbúnaðinn gegn Spetsnaz-sveitunum sovésku, sérþjálfuðum hryðjuverkamönn- um, sem eiga að lama stjómkerfi vestrænna ríkja ef til ófriðar skyldi koma. Á næstu tveimur áram verða 700 norskir lögreglu- menn þjálfaðir til að fást við Spetsnaz-menn en talið er víst, að þeir hafi útsendara og aðstoð- armenn í Noregi. í júní og júlí gengu 120 lögreglu- menn í gegnum mjög stranga þjálfun í þessu skjmi en stefnt er að því að 700 manns,'víðs vegar um landið, verði sérþjálfaðir í að fást við Spetsnaz-hryðjuverka- mennina. Kennarar á námskeiðinu voru frá norsku leyniþjónustunni, leyniþjónustu hersins og aðrir sér- fræðingar. „Spetsnaz er með sína útsendara í Noregi. Á því leikur enginn vafi,“ sagði sovéskur flóttamaður og maj- ór í KGB, sovésku leyniþjónustunni, þegar norskt blað hafði viðtal við hann fyrir þremur árum. Sagði hann, að flestir væru þeir Norð- menn, sem ættu að hjálpa hinum eiginlegu Spetsnaz-mönnum við skemmdar- og hryðjuverk. Noregskonungur, forsætisráð- herrann og aðrir frammámenn í þjóðlífinu eru efstir á lista Spetsnaz-sveitanna yfir þá menn, sem ráða skal af dögum. Þá er þeim ætlað að eyðileggja raforku- kerfíð og valda ringulreið í sam- göngumálum. Bandaríkin: Veður víða um heim Lœgst Haest Akureyri 13 skýjað Amsterdam 10 16 skýjað Aþena 22 35 heiðskfrt Barcelona vantar Berlin 10 18 skýjað Brussel vantar Chlcago 6 19 heiðskfrt Dublin 7 14 skýjað Faneyjar 24 léttskýjað Frankfurt 9 19 skýjað Genf 8 19 skýjað Helainki 10 13 rlgning Hong Kong 29 32 skýjað Jerúsalem 17 29 heiðskfrt Kaupmannah. 12 16 heiðskfrt Laa Palmas 25 léttskýjað Lissabon 16 23 heiðskfrt London 8 17 heiðskfrt Los Angeles 20 32 heiðskírt Lúxemborg 11 skýjað Malaga 27 léttskýjað Mallorca 24 skýjað Miami 27 31 skýjað Montreal 13 22 skýjað Moskva 12 18 heiðskírt NewYork 12 17 heiðskfrt Osló 8 11 skýjað Parfs 9 15 skýjað Peking 20 30 heiðskfrt Reykjavfk 11 skýjað Rfóde Janeiro 17 27 heiðskírt Rómaborg 16 30 heiðskfrt Stokkhólmur 14 16 skýjað Sydney 11 25 heiðskfrt Tókýó 2S 35 heiðskfrt Vfnarborg 13 16 rigning Þórshöfn 10 skýjað Vetnissprengja féll úr sprengjuvél fyrir slysni - fyrir29árum Orangevale, Kaliforníu, AP. FYRIR tuttugu og níu áram datt vetnissprengja úr sprengjuflug- vél bandariska flughersins um sex km frá Kirtland-herflugvell- inum í skammt frá borginni Albuquerque í fylkinu Nýja- Mexikó. Talið er að sprengjan hafi verið rúmlega tiu megatonn og öflugri en þær sem varpað var á Hiroshima og Nakasaki. Þegar sprengjan féll til jarðar varð ekki kjaraorkusprenging, en sprengihleðsla sprakk í loft upp. Maður úr áhöfn flugvélarinnar hefur nú lýst því hvemig slysið átti sér stað. George Houston, loft- skeytamaður B-36-vélarinnar, segir að annar maður um borð hafí verið í þann mund að setja sérstakan öryggispinna á sprengjuna fyrir lendingu þegar vélin flaug inn í ókyrrt loft. Þegar vélin tók að hrist- ast í loftinu greip maðurinn í sleppibúnaðinn, sem notaður er til að varpa sprengjunni. Áhöfnin varð þess þegar vör að sprengjan var farin úr vélinni, en við það hækkaði vélin flugið. „Við héldum í fyrstu að maðurinn hefði fallið út með sprengjunni," segir Houston. „Þetta er eitt þeirra at- vika, sem eru hræðileg þegar þau gerast, en verða fyndin í minning- unni,“ segir hann og líkir atvikinu við lokaatriðið í myndinni Dr. Strangelove eftir Stanley Kubrick. Þar situr maður klofvega á kjam- orkusprengju þegar henni er varpað og hegðar sér eins og kúreki í víga- hug. Að sögn Houstons var flugliðinn að reyna að festa sprengjuna, en ekki sleppa henni. „Hann bjargaði sér og skreið inn í flugklefann föl- ari en lak að sjá.“ Slysið gerðist 22. maí 1957 en flugherinn staðfesti fyrst 1981 að það hefði gerst. Aftur á móti vom málsatvik ekki birt fyrr en á mið- vikudag. Þá birti dagblaðið Al- buquerque Joumal frásögn, sem byggð var á herslqolum. Blaðið fékk að skoða skjölin samkvæmt ákvæð- inu um frjálsan aðgang að upplýs- ingum. Houston segir að slysið hafí gerst vegna sérdeilis fáránlegs fyrir- komulags í sprengjuiými flugvélar- innar. Eftir lendingu og fyrir lendingu þurfti einn úr áhöfninni, venjulega siglingamaðurinn, að klifra á sprengjunni og „bókstaf- lega hanga á tánum“ (Houston) meðan hann kom fyrir stórum pinna til að festa sprengjuna. Skotlandi aukist um 45% á þessu ári. Fregnin er höfð eftir David Portlock, en hann er framkvæmda- stjóri laxeldisfyrirtækisins „Sea Farm“. „Þrátt fyrir að við myndum fagna framleiðsluaukningu, þá er það háð því að gæði físksins séu mikil og hann af réttri stærð, en hætt er við að þessi aukning verði iðnaðinum lítt til framdráttar." Portlock sagði einnig að búist hefði verið við verulegri útflutningsaukn- ingu, en „þegar framleiðsla á Atlantshafslaxi eykst eins og raun ber vitni, þá er hætt við að erfíðara verði að selja laxinn. Portlock sagði enn fremur að laxeldisiðnaðurinn væri ung at- vinnugrein og enn í mótun, en spáði því að hann myndi fyrst taka við sér þegar laxeldisbændur gætu skil- að af sér laxi, sem væri jafn að gæðum og stærð, þar sem að breyti- leiki laxins gerði þeim sem kæmu honum á neyslumarkað mun erfíð- ara að vinna hann. Gengi gjaldmiðla London, AP. Bandaríkjadalur féll I verði eftir að tilkynnt var að vöru- skiptajöfnuður Bandaríkjanna hefði aldrei verið óhagstæðari. Gullverð mjakaðist upp á við. Sterlingspundið kostaði 1,4870 Bandaríkjadal, en í gær kostaði það 1,4795. Staða annarra gjaldmiðla var sem hér segir: Dalurinn kostaði 2,0355 v-þýsk mörk (2,0540] 1,6465 svissn. franka (1,6480] 6,6800 franska franka (6,7000' 2,2985 holl. gyllini (2,3075] 1.404 ítalskar lírur (1.410,25) 1,3930 Kanadadal (1,3915). AP/SImamynd Þannig leit vetnissprengjan út, sem fyrir slysni var varpað úr sprengjuflugvél skammt frá borginni Albuquerque í fylkinu Nýja- Mexikó, fyrir 29 árum. Myndin er af líkani af sprengjunni og sjá má hvílíkt ferlíki hún hefur verið samanborið við manninn, sem stendur við líkanið. Genf: Minnkandi ágreiningur um efnavopn Genf, ÁP. HLE var gert í gær á ráðstefnu 40 þjóða um afvopnun, sem fram fer í Gehf. Haft var eftir forseta ráðstefnunnar, Miljan Komatina frá Júgóslavíu, að tekizt hefði að minnka ágreining Sovétríkj- anna og vestrænna rikja varð- andi efnavopn og að viðræðurnar hefðu verið vinsamlegri en áður. Komatina kvað Sovétríkin hafa sýnt nokkum vilja til málamiðlunar varðandi samninga um bann við framleiðslu og birgðasöfnun á efna- vopnum. Á öðrum sviðum eins og varðandi bann við kjarnorkuvopna- tilraunum hefðu viðræðumar ekki gengið eins vel. Margir fulltrúanna væru þó vongóðir um lausn á því, hvenig tryggja mætti að samningar um bann við kjamorkuvopnatil- raunum yrðu haldnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.