Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986 Bemarða Alba Stöku sinnum óskar fjölmiðla- rýnirinn þess að hann hefði rúmbetri dálk til ráðstöfuriar. Þann- ig rúmast nú varla umfjöllun um síðasta leikrit leiklistardeildarinnar, Hús Bemörðu Alba, er var á dag- skrá rásar 1 síðastliðinn fimmtudag hér í þáttakorninu en þó má reyna með hjálp Tipp-Exins góða. Per- sónulega hef ég ætíð haft mikið dálæti á þessu verki spænska skáldsins Federico Garcia Lorca en ekki fyrr en nú notið þess að heyra það af vörum leikara. Og svo sann- arlega varð ég ekki fyrir vonbrigð- um með frammistöðu þess mikla kvennaskara er birti okkur verkið síðastliðið fimmtudagskveld en þar fór fremst í fiokki Kristbjörg Kjeld í hlutverki Bemörðu Alba, þe-sarar stoltu og harðlyndu konu er metur heiður húss síns meira en nokkuð annað og heldur dætrum sínum gjafvaxta í stálgreipum en hún er nýorðin ekkja. Bemarða: I átta ár meðan sorgin ríkir fær ekki andblær utan af götunni að berast hingað inn. Munið, að múrað verður upp í allar dyr og alla glugga sem að götunni vita. Það var gert á heim- ili afa míns, einnig langafa míns. Þið getið notað tímann til að sauma til búsins. Sá heimur sem hér er lýst kann að virðast okkur nútímamönnum harla framandi en fróðir menn hafa tjáð mér að slík hafi bönd siðvenj- anna verið til skamms tíma í hinum spænsku smáþorpum. Annars finnst mér leikritið um hana Bem- örðu og dætur hennar vera einhver harðasta árás sem karlmaður hefir gert á karlrembusvínasamfélagið og er Lorca (1898—1936) þar sann- arlega langt á undan sínum tíma. En Lorca ræðst hér ekki bara að valdshreiðri karlmannsins heldur og að þeim konum er sækja vald sitt í það hreiður. Þannig er frá því sagt í verkinu er ógift stúlka elur barn í þorpinu, Poncia (griðkona á heimili Bemörðu) og til að leyna smáninni drap hún bamið og faldi það í urð. En hundamir, sem em mörgum manni hjartabetri, drógu það fram úr fylgsninu. Og það er eins og þeir hafi lotið æðri forsjá, því þeir lögðu bamið á tröppumar hjá móðurinni. Nú ætlar fólkið að drepa hana. Það dregur hana um götumar og karlamir koma hlaup- andi ofan úr olíuviðargörðunum með þvflíkum ópum og óhljóðum, að undir tekur í ökrunum. Og nú skulu menn aðgæta viðbrögð Bem- örðu Alba við þessum válegu tíðind- um: Bemarða: Já, það væri maklegt þeir kæmu með rekur og lurka og lemdu hana í hel ... og litlu síðar ... drepið hana áður en lögreglan kemur. Látið glóandi kol á syndug- an blygðunarstaðinn. Já, þeir em tilfinningaheitir Spánveijamir og þessum tilfinn- ingahita kom Kristbjörg Kjeld prýðilega til skila. Hinar leikkon- umar virtust reyndar ekki allar jafn samgrónar hlutverkunum en þó vil ég sérstaklega nefna Bríeti í hlut- verki Ponciu griðkonu. Gæti ég trúað að Bríet kynni vel við sig í kaþalónsku smáþorpi með bmgðinn brandinn en hún verður víst að láta sér nægja Þjóðviljann. María Krist- jánsdóttir ieikstýrði þessari út- varpsleikgerð og fórst, eins og ég hef þegar getið, vel úr hendi. Hef ég á tilfínningunni að Maríu henti best að fást við harmræn verk og að hún eigi auðveldara með að stýra kynsystrunum. Félagar úr Háskólakórnum fluttu sérhannaða spænska tónlist er hæfði þessu spennuþmngna verki. Persónulega hefði ég viljað bæta við fáeinum gítarstefjum svona til að minna enn frekar á Spán. Eins og áður sagði var og er Garcia Lorca skáld af guðs nád og svo vel tókst til að skáldið Einar Bragi umorti texta fímmtudagsleikritsins. Læt ég hér staðar numið í fordyri hins mikla húss Bemörðu Alba. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/SJÓNYARP Iþróttaþáttur: Bikarkeppni kvenna í beinni útsendingu Með hnúum og hnefum I dag verður 00 bein útsending frá úrslitaleik í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu þar sem Valur og Breiðablik leika til úr- ■i Þátturinn Við 00 rásmarkið verð- ur á dagskrá rásar tvö kl. 14.00 í dag. Honum stjórnar Sigurð- ur Sverrisson auk íþrótta- fréttamannanna Samúels Amar Erlingssonar og Ing- slita á íþróttavellinum í Garðabæ. Hefðbundinn íþrótta- þáttur verður síðan á morgun, sunnudag, í um- sjón Bjarna Felixsonar. ólfs Hannessonar. í dag verður rætt um bikarleikinn sem er á morgun og fylgst með gangi mála í annarri deild, auk þess sem hugað er að öðmm helstu íþróttavið- burðum dagsins. ■■ Seinni bíómynd 00 kvöldsins heitir Með hnúum og hnefum (FIST). Þetta er bandarísk mynd frá árinu 1978 og fara þeir Sylvester Stallone og Rod Steiger með aðalhlutverk- in. Sagan gerist í Banda- ríkjunum og hefst á tímum kreppunnar miklu á fjórða áratugnum. Sylvester Stallone leikur ungan vöm- bflstjóra sem berst fyrir stofnun verkalýðsfélags. Honum verður vel ágengt með hjálp vina sinna og annarra misvandaðra manna. I lok sjötta áratugarins er hann orðinn foringi vömbflstjórafélagsins en þá kemur til sögunnar ung- ur þingmaður sem Bob Steiger leikur og hyggst hann fletta ofan af þeirri spillingu sem þrífst innan félagsins. Leikstjóri myndarinnar er Norman Jewison. Þýð- andi er Stefán Jökulsson. I myndinni em atriði sem gætu vakið ótta hjá ungum bömum. Sinna ■I Á dagskrá 50 Ríkisútvarpsins, rás 1, í dag, er þátturinn Sinna. I þættin- um verður m.a. rætt við Guðberg Bergsson um þýð- ingar hans á verkum Gabriel Garcia Marques og áhuga hins síðamefnda á Islandi og íslenskum bók- menntum. Vernharður Linnet ræðir um varðveislu á gömlum upptökum á jazztónlist, ungt Ijóðskáld, Margrét Lóa Jónsdóttir, kynnir nýja bók eftir sig og einnig verð- ur sagt frá útgáfu á Flugum eftir Jón Thor- oddsen. í þættinum verður rætt við hjónin Ulf og Birgittu Trotzig en þau halda nú sýningu í Norræna húsinu, hann á málverkum, hún les úr verkum sínum. Þættinum lýkur með við- tali við Þorgeir Ástvaldsson forstöðumann rásar 2 um hlutverk rásarinnar í menningarstefnu Ríkisút- varpsins. Umsjónarmenn þáttar- ins Sinnu em Ragnheiður Gyða Jónsdóttir og Þorgeir Olafsson. ÚTVARP LAUGARDAGUR 30. ágúst 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 7.30 Morgunglettur Létt tónlist. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Tónleikar. 8.30 Fréttir á ensku 8.35 Lesið úr forystugreinum dagblaöanna. 8.45 Nú er sumar Hildur Hermóðsdóttir hefur ofan af fyrir ungum hlust- endum. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.20 Óskalög sjúklinga Helga Þ. Stephensen kynn- ir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. 10.25 Morguntónleikar a. Adagio í g-moll fyrir strengjasveit eftir Tommaso Albinoni. Eugéne Ysaye- strengjasveitin leikur: Lola Bobesco stjórnar. ' b. Rúmensk rapsódía nr. 1 i a-moll eftir Georges Enesco. Sinfóníuhljómsveit- in í Liége leikur; Paul Strauss stjórnar. c. Gymnópedíur nr. 1 og 2 eftir Erik Satie í raddsetn- ingu eftir Claude Debussy. Sinfón/uhljómsveitin i Lund- únum leikur; André Previn stjórnar. 11.00 Frá útlöndum Þáttur um erlend málefni í umsjá Páls Heiöars Jóns- sonar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar 12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Af stað Björn M. Björgvinsson sér um umferðarþátt. 13.50 Sinna Listir og menningarmál líöandi stundar. Umsjón: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir og Þorgeir Ólafsson. 16.00 Alþjóölega Bach-pianó- keppnin 1985 í Tórontó Tónleikarverðlaunahafa 12. maí 1985, Leikin er tónlist eftir Johann Sebastian Bach. a. Konsert nr. 2 í E-dúr BWV 1053. b. Konsert í ítölskum stíl. c. Konsert nr. 1 í d-moll BWV 1052. Kynnir: Anna Ingólfsdóttir. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Söguslóðir í Suður- Þýskalandi. Umsjón Arthúr Björgvin Bollason. 17.00 Iþróttafréttir. 17.03 Barnaútvarpið Stjórnandi: Vernharður Linnet. Aðstoðarmaður: Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.40 Samleikur i útvarpssal: Lög eftir Jónas Tómasson. Ingvar Jónasson leikurá lág- fiölu, Ólafur Vignir Alberts- son á pianó. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Hljóð úr horni Umsjón: Stefán Jökulsson. 20.00 Sagan: „Sonur elds og ísa“ eftir Johannes Hegg- land. Gréta Sigfúsdóttir þýddi. Baldvin Halldórsson les (5) 20.30 Harmonikuþáttur Umsjón: Sigurður Alfons- son. 21.00 Frá íslandsferð Johns Coles sumarið 1881 Fjórði þáttur. Tómas Einars- son tók saman. Lesari með SJÓNVARP LAUGARDAGUR 17.30 iþróttir Umsjónarmaður Bjarni Fel- ixson. 19.20 Ævintýri frá ýmsum löndum (Storybook International) 7. Heimski bróðirinn. Myndaflokkur fyrir börn. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. Sögumaöur Edda Þórarins- dóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingarogdagskrá 20.35 Fyrirmyndarfaöir (The Cosby Show) Fimmtándi þáttur Bandariskur gamanmynda- flokkur í 24 þáttum. Aöal- hlutverk; Bill Cosby og 30. ágúst Phylicia Ayers-Allen. Þýð- andi Guðni Kolbeinsson. 21.00 Glæstar vonir (Great Expectations) Bresk-bandarísk sjónvarps- mynd frá árinu 1973, byggð á skáldsögu eftir Charles Dickens. Leikstjóri Joseph Hardy. Aöalhlutverk Micha- el York, Sarah Miles, James Mason, Robert Morley, Margaret Leighton og Anth- ony Quayle. Munaðarlaus piltur kemst til manns með hjálp óþekkts velgjörðarmanns. Hann þykist vita hver sá muni vera en er hiö sanna i mál- inu upplýsist kemur það hinum unga manni talsvert á óvart. Þýðandi Sonja Diego. 23.00 Með hnúum og hnefum (F.I.S.T.) Bandarísk biómynd frá árinu 1978. Leikstjóri Norman Jewison. Aöalhlutverk Sylvester Stall- one og Rod Steiger. Myndin hefst á timum kreppu fjórða áratugarins i Bandaríkjunum. Ungur eld- hugi sem er vörubílstjóri að atvinnu berst fyrir stofnun stéttarfélags. Honum verð- ur vel ágengt með hjálp vina sinna og brátt kemst hann til metoröa sem áhrifamikill verkalýösleiötogi. I mynd- inni eru atriöi sem gætu valdið ótta hjá ungum börn- um. Þýöandi Stefán Jökulsson. 01.20 Dagskrárlok honum: Baldur Sveinsson. 21.40 íslensk einsöngslög. Elisabet Eiríksdóttir syngur lög eftir Jorunni Viðar. Höf- undur leikur á pianó. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. LAUGARDAGUR 30. ágúst 10.00 Morgunþáttur i umsjá Kristjáns Sigurjóns- sonar. 12.00 Hlé. 14.00 Viö rásmarkiö Þáttur um tónlist, íþróttir og sitthvað fleira. Umsjón: Sig- uröur Sverrisson ásamt íþróttafréttamönnunum Ingólfi Hannessyni og Samúel Erni Erlingssyni. 16.00 Listapopp í umsjá Gunnars Salvars sonar. 17.00 iþróttafréttir 17.03 Nýræktin Skúli Helgason stjórnar þætti um nýja rokktónlist, innlenda og erlenda. 22.20 Laugardagsvaka 23.30 Danslög 24.00 Fréttir. 00.05 Miönæturtónleikar. Um- sjón: Jón Örn Marinósson. 1.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á rás 2 til kl. 3.00. 18.00 Hlé 20.00 Bylgjur Ásmundur Jónsson og Árni Daníel Júliusson kynna framsækna rokktónlist. 21.00 Djassspjall Vernharður Linnett sér um þáttinn. 22.00 Framhaldsleikrit: „Eyja i hafinu" eftir Jóhannes Helga Leikstjóri: Þorsteinn Gunn- arsson. Þriðji þáttur. „Þjóð- hátiö". (Endurtekinn frá sunnudegi, þá á rás eitt.) 22.45 Svifflugur Stjómandi: Hákon Sigur- jónsson 24.00 Á næturvakt með Valdísi Gunnarsdóttir. 03.00 Dagskrárlok. SVÆÐISÚTVARP REYKJAVÍK 17.03—18.00 Svæðisútvarp fyrir Reykjavik og nágrenni - FM 90,1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz. 30. ágúst 6.00 Tónlist i morgunsáriö 7.00 Á fætur með Siguröi G. Tómassyni — morguntónlist — fréttir — upplýsingar um veður og færð — viðtöl og vekjandi spjall. 9.00 Páll Þorsteinsson á létt- um nótum — listapopp — sigilt popp og ellismellir — getraunir og símaspjall. 12.00 Hádegisfréttir 12.10 Á markaöi með Sigrúnu Þorvaröardóttur — upplýs- ingum miðlað til neytenda — verðkannanir — vörukynn- ingar — tónlist — flóamark- aður — hlustendaþjónusta. 14.00 Pétur Steinn Guð- mundsson — tónlist i 3 klst. — rætt við tónlistarmenn — nýjar plötur kynntar 17.00 Hallgrímur Thorsteins- son — Reykjavik síðdegis — atburöir liðandi stundar — þægileg tónlist á leiðinni heim. 19.00 Dagskrárlok

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.