Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, ’LAUGARDAGlÍR 30. ÁGÚST 1986
# Marita Koch vann yfirbur&asigur f gœr.
400 metra hlaup kvenna:
Koch hljóp á besta
tíma þessa árs
MARITA Koch, Austur-Þýzka-
landi, vann 400 metra hlaupið
með miklum yfirburðum á bezta
tfma, sem náðst hefur í heiminum
f ár. Er þetta þriðji sigur hennar
f röð á vegalengdinni.
Afrek Koch á hlaupabrautinni
taka fram árangri landa hennar
Mariies Göhr, sem vann þriðja
Evrópu-titilinn í 100 metrunum á
miðvikudag.
Lengi sumars var því haldið
fram að Koch og Göhr væru
meiddar og þær kepptu lítið sem
ekkert á mótum, urðu t.d. ekki
austur-þýzkir meistarar. Sá orð-
rómur er á kreiki hér að báðar
hafi viljað sleppa við Evrópumeist-
aramótið og draga sig í hlé, en
hafi beðið ósigur í baráttunni við
„kerfið".
Það ýtir undir þetta að Koch
sagöi eftir hlaupið aö hún væri
hvergi nálægt því að vera í þeirri
æfingu sem hún var í er hún setti
heimsmetið, 47,60 sek., í fyrra*-
haust.
Schmid mesti afreks-
maður Evrópumótsins
frá upphafi vega
VESTUR-Þjóðverjinn Harald
Schmid er nú þegar orðinn mesti
afreksmaður Evrópumeistara-
mótanna frá upphafi eftir þriðja
sigurinn í röð í 400 metra grinda-
hlaupi.
Schmid hefur hlotið fimm gull-
verðlaun á Evrópumeistaramót-
inu og á alla möguleika á að
bæta einu enn við, þ.e. sigri Vest-
ur-Þjóðverjar þriðja sinn í röð f
4x400 metra boðhlaupi. Mögu-
leikar þeirra jukust f gær þegar
breski hlaupagarpurinn Todd
Bennett tognaði í undanrásum
200 metra hlaupsins. Bennett
átti um tíma heimsmet í 400 m
hlaupi innanhúss.
Schmid vann öruggan sigur i
grindahlaupinu en Sovétmaðurinn
Wassiljew sótti þó að honum í lok-
in. Svíinn Nyiander átti í erfiðleik-
Met hjá Christie
BRETINN Linford Christie sigraði
í 100 metra hlaupi karia á Evr-
ópumeistaramótinu í gærkvöldi
eftir geysilega spennandi keppni
fimm hlaupara. Sovétmaðurinn
Viktor Brysgin var álitinn sigur-
Bannað að
vera í fána!
Evrópumeistarinn í 100 metra
hlaupi, Linford Christie frá Bret-
landi, fékk ofanígjöf i gær þegar
frjálsfþróttasamband Evrópu
(EAA) sendi brezku fararstjórun-
um ávrtur fyrir að Christie skyldi
sveipa sig brezka fánanum við
verðlaunaafhendinguna.
Fararstjórarnir áttu ekki annarra
kosta völ en gefa Christie viðvörun
til að koma í veg fyrir harðari að-
gerðir EAA ef atvik af þessu tagi
endurtæki sig.
„Það er verið að banna okkur
að vera þjóðræknir og sýna þjóð-
* ernisstolt," sagði aðstoðarfarar-
stjóri Bretanna, Les Jones, við
blaðamenn af þessu tilefni.
í bréfi EAA sagði að „það væri
á skjön við reglur" að sveipa sig
fána því þar með hyrfi hinn opin-
beri einkennisklæðnaður.
stranglegastur og í undanúrslit-
unum virtist hann til alls líklegur,
en klikkaði f úrslitunum og varð
síðastur.
Gamla kempan Allan Wells náði
beztu viðbragði og hafði forystu
framan af. Á lokametrunum
stífnaði hann hins vegar upp og
var greinilega ekki í jafn góðri æf-
ingu og á sínum beztu árum.
Frakkinn Bruno-Marie Rose og
Christie hlupu mjög glæsilega
seinni hluta hlaupsins og tryggðu
sér þá verðlaun. Eins og sjá má
af úrslitunum var keppnin afar
hörð og var Allan Wells t.d. ekki
nema fimm hundruðustu úr sek-
úndu frá silfurverðlaunum.
Linford Christie er sérlega
glæsilegur hlaupari. Hann er 26
ára gamall og setti persónulegt
og jafnframt brezkt met í sumar-
byrjun, 10,04 sek. Hann er mjög
sigurstranglegur í 200 metra
hlaupinu seinna í vikunni.
Mótvindur mældist í hlaupinu
mínur 0,1 sekúndumetrar, en úr-
slit urðu annars:
Linford Christie Bretlandi 10,15
Steffen Bringman A-Þýskalandi 10,20
Bruno Marie-Rose Frakklanai 10,21
Thomas Schroede.- A-Þýskalandi 10,24
Allan Wells Bretlandi 10,25
Michael McFarlane Bretlandi 10,29
Attila Kovacs Ungverjalandi 10,31
Antoine Richard Frakklandi 10,34
Viktor Brysgin Sovétríkjunum 10,38
um með tæknina framan af og var
fjóröi þegar 100 metrar voru eftir,
en með þvi að kreista fram alla
þá krafta sem hann átti til komst
hann fram úr Toma Tomow á
síðustu metrunum. Nylander setti
sænskt met í undanrásunum
48,83 sek.
Harald Schmid er tæplega 29
ára gamall íþróttakennari og býr í
borginni Gelnhausen, hann er gift-
ur pólsku hlaupadrottningunni
Elbzietu Rabsztyn, sem var um
tíma einn fremsti grindahlaupari
heimsins. Sysir hennar, Grazina,
átti um skeið heimsmet í grinda-
hlaupi.
Úrslit:
1. Harald Schmid, V-Þýskalandi 48,65
2. Alexander Wassiljew, Sovétr. 48,76
3. Sven Nylander, Svíþjóö 49,38
4. Toma Tomow, Bulgariu 49,62
5. Tagir Semskow, Sovétr. 50,02
6. Jose Alonso, Spáni 50,30
7. Rik Tommelein, Belgiu 50,45
8. Thanassis Kaloyannis, Grikkl. 51,83
Árangur var betri í undanúrslit-
unum kvöldið áður, enda skýfall
mikið svo rigningin lamdi keppend-
ur og hlaupabrautina af miklu afli.
Koch er 30 ára gamall lækna-
stúdent og afrek hennar á hlaupa-
brautinni eru einstök, hún varð
ólympíumeistari í Moskvu í 400 og
4 x 400 metra boðhlaupi, og Evr-
ópumeistari í 4x400 metrum 1978
og 1982, auk sigra í 400 metrun-
um. Austur-Þýzkalandi er bókaður
sigur í boðhlaupinu að þessu sinni.
Þá hefur hún unnið marga sigra í
heims- og Evrópubikarkeppnum
og á Heimsmeistaramótinu í Hels-
inki 1983 vann hún gullverðlaun í
200, 4x100 og 4x400 metrum og
silfur í 100 metrum. Hún hefur
sett 16 heimsmet, þar af fjögur í
200 metrum og sjö í 400 metrum.
Frá því í heimsbikarnum 1977 hef-
ur hún tapað 400 metra hlaupi
aðeins tvisvar, fyrir Jarmilu
Kratowchilowu 1981, og Bárbel
Wockel 1982.
Hún hefur hlaupið 35 sinnum
undir 50 sekúndum á vegalengd-
inni. Koch er lofuð þjálfara sínum
Wolfgang Meier, sem er áratugum
eldri en hún.
Úrslitin:
1. Marita Koch, A-Þýzkal. 48,22
2. Olga Wladykina, Sovétr. 49,67
3. Petra Miiller, A-Þýzkal. 49,88
4. Kirsten Emmelmann, A-Þýzkal. 50,43
5. UteThimm, V-Þýzkal. 51,15
6. Tatana Kocembova, Tékkósl. 51,50
7. Fabienne Ficher, Frakklandi 51,91
8. Karin Lix, V-Þýzkal. 52,89
Richardson
til Watford
Kevin Richardson sem verið hef-
ur hjá Everton en ekki náð að
festa sig i byrjunarliðinu hefur
ákveðið að fara til Watford og
mun söluverðið vera 250.000
pund.
• Zola Budd náði ekki að sigra þrátt fyrir gott hlaup.
Zola Budd komst
ekki á verðlaunapall
ZOLA Budd gerði mjög heiðar-
lega tilraun til þess að hrista
keppinauta sína af sér með því
að setja strax upp mikinn byrjun-
arhraða í 3.000 metra hlaupinu.
Á síðasta hring fóru sprettharð-
ari konur framúr og á beinu
brautinni í lokin gaf hún hlaupið
lönd og leið og missti við það af
bronzverðlaunum til löndu
sinnar, Yvonne Murray.
Rúmenska stúlkan Maricica Pu-
ica þótti sigurstrangleg, en hún
varð í öðru sáeti síðast og Ólympíu-
meistari 1984. Hin smávaxna
Bondarenko (1,53 á hæð og 41
kíló) var þó sprettharðari og sigr-
aði á nýju persónulegu meti.
Bondareko setti heimsmet í 10 km
hlaupi 1981 og 1984. Hún er 26
ára, miðað við 36 ára aldur Puicu
og 20 ára Zolu.
Svissneska stúlkan Cornelia
Burki, sem fæddist i Suöur-Afríku
eins og Zola Budd en fluttist til
Sviss til að geta tekið þátt í al-
þjóðakeppnum, var talin líkleg til
verðlauna en var aldrei inni i mynd-
inni í úrslitahlaupinu. Puica náði
sínum bezta tíma í ár og Murray
bætti sig um 18 sekúndur en hún
útfærði hlaupið mjög vel.