Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 12
12 í— MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986 Tilraunin með samningrm- um virðist ætla að takast eftir Vilhjálm Egilsson Vísitala framfærslukostnaðar hækkaði um 3% á sex mánaða tíma- bilinu frá 1. febrúar til 1. ágúst í ár. Þetta samsvarar rúmlega 6% verðbólgu miðað við heilt ár. Við gerð kjarasamninganna í febrúar hafði verið búist við nokkru betri árangri eða að vísitalan myndi hækka um rétt rúm 2% á sama tímabili. Sviptingar á erlendum gjaldeyrismörkuðum er meginá- stæða þess að hækkunin varð tæpu einu prósentustigi meiri en vonast hafði verið eftir. Gengi Bandaríkja- dollara hefur lækkað en aengi Evrópumyntanna og japanska yens- ins hefur hækkað. Lækkun dollar- ans gagnvart ECU er t.d. meiri en 10% frá því í byrjun febrúar og lækkunin gagnvart SDR er 6%—7%. Gengi íslensku krónunnar hefur að töluverðu leyti fylgt dollaranum og verð á SDR í krónum er tæpum 5% hærra nú en kjarasamningamir miðuðust við. Verð á ECU er 8%— 9% hærra en í byijun febrúar. Bág- borin staða frystiiðnaðarins er höfuðástæða þess að íslenska krón- an hefur orðið að fylgja dollaranum svona mikið, en í reynd hefur geng- isskráning Seðlabankans komið þannig út að gengið á mælikvarða kaupvogar erlendra mynta hefur verið svo til óbreytt allt frá síðustu áramótum, en dollarinn vegur lang- þyngst í þessarri vog af þeim sem stuðst er við í útreikningum á gengi krónunnar, eða tæp 73%. V erðlagsmarkmiðin óhögguð Framfærsluvísitalan hefur ef eitthvað er hækkað minna en búast hefði mátt við í kjölfar gengis- breytinganna. Það hefur hjálpað að verðlækkun á bensíni hefur lækkað framfærsluvísitöluna helmingi meira en fyrirséð var við samning- ana í febrúar, eða um 1,28% í stað 0,65%. Ennfremur lækkuðu auknar niðurgreiðslur vísitöluna um 0,5% hinn 1. ágúst en að hluta til kom verðhækkun á kartöflum á móti, þannig að nettóáhrif af aðgerðum ríkisvaldsins til þess að lækka vísi- töluna hinn 1. ágúst voru innan við 0,2%. Áhrif gengishækkana á Evrópu- myntum og yeninu eiga að hluta til eftir að koma fram í vísitölunni. Þess vegna er ljóst að framfærsluvísitalan hækkar ekki um 7%—8% á árinu eins og vonast var til við gerð febrúarsamninganna heldur að öllum líkindum um 8,5%—9%. Hækkunin mælist því væntanlega í eins stafs tölu, sem má teljast frábær árangur eftir all- an þann tíma sem verðbólgan hefur hlaupið á tugum prósenta. Meginmarkmið febrúarsamning- anna varðandi verðlagsþróunina standa því óhögguð og að því leyti verður ekki annað séð en að sú til- raun sem með þeim var gerð ætli að takast. Þess vegna hefur orðið samkomulag tvisvar sinnum í launanefnd aðila vinnumarkaðarins að taka tillit til þess í almennum launabreytingum að vísitalan hefur hækkað tæpu einu prósenti yfir mörkin sem sett voru í samningun- um. Á næsta ári ættu því að vera möguleikar til þess að staðfesta árangurinn og halda áfram á þeirri braut sem lagt var upp á, þ.e.a.s. að reyna að bæta lífskjörin samfara eins lítilli verðbólgu og kostur er. Peningamálin í lagi Þróun peningamálanna hefur í flestum atriðum verið jákvæð á síðustu mánuðum. Innlánsaukning í bankakerfinu hefur verið mikil en útlán hafa ekki aukist að sama skapi. Frá síðustu áramótum til júníloka jókst peningamagn og sparifé (með áætluðum áföllnum vöxtum) um 8.406 milljónir króna eða um meira en 20%. Lán og end- urlán bankakerfisins jukust um 5.026 milljónir króna á sama tíma, sem er um 9% aukning. Erlend staða bankakerfisins batnaði um 1.597 milljónir króna á sama tíma. Að hluta til er þessa þróun að þakka óvenjulágri birgðastöðu í fiskvinnsl- unni en á móti kemur að ríkissjóður hefur reynst þurftafrekur á lánsfé. Ýmsir hagfræðingar telja að þessi mikla aukning peningamagns eigi eftir að orsaka verðbólgu- sprengingu á næsta ári. En þá verður að hafa í huga að ein af höfuðmeinsendum efnahagslífsins á undanfömum árum hefur verið lánsfjárskorturinn og eina leiðin til þess að ráða bót á honum er að sparifé landsmanna aukist og verði ekki lægra hlutfall af þjóðarfram- leiðslunni en gerðist hér fyrr á árum áður en það var brennt upp með neikvæðum raunvöxtum í verð- bólgubálinu. Og peningamagnið hlýtur að þurfa að vaxa ríflega á meðan verið er að safna upp spari- fénu á nýjan leik. Sparifé lands- manna jókst t.d. um 29% umfram lánskjaravísitölu frá árslokum 1982 til ársloka 1985 og um 55% umfram lánskjaravísitölu frá árslokum 1980 til ársloka 1985. Það skiptir mestu máli að sparifjáraukningin leiði til minni erlendrar lántöku og meðan tekst að halda útlánaaukningunni innan skynsamlegra marka er aukning peningamagnsins bata- merki. Raunvextir áfram um og- yf ir 5% Lántakendur kvarta eðlilega undan hinum háu raunvöxtum sem reynst hafa nauðsynlegir til þess að hvetja til meiri peningalegs spamaðar. Betra er þó að þola háa vexti en fá alls enga peninga eins og gerðist hér fyrr á árum. Mestar líkur eru til þess að lántakendur verði að þrauka enn um sinn við tiltölulega háa raunvexti. Sparifjár- uppbyggingunni má ekki stofna í hættu en mikið myndi ávinnast með því að afnema það sem eimir eftir að hólfaskiptingunni á lánsfjár- markaðnum þannig að lántakendur sitji sem mest við sama borð. Þar á meðal verður að lækka bindiskyld- una í Seðlabankanum og þann tilflutning á lánsfé sem felst í henni. Þá hefur verið töluvert rætt um það að opna fyrir starfsemi er- lendra banka í landinu sem myndu þá veita innlendum bönkum sam- keppni um þjónustu við atvinnulífið fyrst og fremst. Ótímabær almenn lækkun raun- vaxta gæti orðið til þess að hleypa verðbólguskriðunni aftur af stað. Ef sparifjáreigendur missa trúna á að spamaðurinn borgi sig og fara að taka út af reikningum sínum og Dr. Vilhjálmur Egilsson „Meginmarkmið febrú- arsamninganna varð- andi verðlagsþróunina standa því óhögguð og að því leyti verður ekki annað séð en að sú til- raun sem með þeim var gerð ætli að takast... A næsta ári ættu því að vera möguleikar til þess að staðfesta árangurinn og halda áfram á þeirri braut sem lagt var upp á, þ.e.a.s. að reyna að bæta lífskjörin samfara eins lítilli verðbólgu og kostur er.“ eyða og ef leita þarf á erlenda lána- markaði í auknum mæli, þá hefst nýtt þensluskeið með bullandi launaskriði, meiri erfiðleikum i físk- vinnslu, gengisfellingum, koll- steypusamningum og verðbólgu. Þá rætist það sem ýmsir hagfræðingar vara við þegar þeir benda á hætt- umar sem felast í aukningu pen- ingamagnsins. Þegar fólk er búið að spara, þá getur það eytt meiru, ef, því sýnist svo. Þeirri vaxtalækkun sem ríkis- sjóður hafði forgang um vegna skuldabréfakaupa lífeyrissjóðanna af húsnæðislánakerfinu verður því að fylgja eftir með raunverulegum breytingum á lánamarkaðnum. Eft- irspurn ríkissjóðs eftir lánsfé verður að dragast saman í raun. Það má t.d. ekki gerast að ríkissjóður slái í Seðlabankanum sem hann hefði annars fengið lánað á verðbréfa- markaðnum. Hætta í ríkisfjármálum Hallinn á ríkissjóði hefur verið helsti ógnvaldurinn við það jafn- vægi sem hefur verið að myndast á peningamarkaðnum. Hallinn fyrstu sex mánuði ársins var 2.583 milljónir króna, þar af vom 1.768 milljónir komnar þegar á fyrsta ársfjórðungi. Afkoma ríkissjóðs er jafnan betri á síðari helmingi ársins en þeim fyrri og er enn vonast eft- ir að hallinn á síðari árshelmingi verði hverfandi eða að jafnvel verði einhver afgangur. Slík útkoma er þó engan veginn í hendi. Ríflega helmingur hallans á ríkis- sjóði á þessu ári verður vegna kjarasamninganna frá því í febrúar, en afgangurinn af öðrum ástæðum. Launakostnaður ríkisins hefur vax- ið mjög verulega á undanförnum misseium, bæði með samnings- bundnum launahækkunum til ríkis- starfsmanna og ekki síður vegna aukinna yfírvinnugreiðslna. Er ljóst að það átak sem gera átti sam- kvæmt fjárlögum fyrir 1986 til þess að beita aðhaldi í launakostnaði hefur koðnað niður. Óformlegt launakerfi ríkisins En hinar miklu yfirvinnugreiðsl- ur ríkisstarfsmanna sýna líka að ríkið er komið með raunverulegt óformlegt launakerfi við hliðina á því umsamda, þar sem greiðslur fyrir óunna eða hálfunna yfirvinnu og önnur hlunnindi bætast við hin samningsbundnu laun. Að þessu leyti er ríkið farið að búa við svipað- ar aðstæður og gilda á hinum almenna vinnumarkaði nema að yfirvinnugreiðslur koma í stað beinna yfirborgana. Munurinn er bara sá að samningsbundin laun ríkisstarfsmanna hafa hækkað verulega umfram samningsbundin laun á almennum vinnumarkaði á undanfömum misserum. Síðasti kjaradómur gaf BHM t.d. 9%—16% umframhækkun og BSRB-félögin hafa fengið svipaðar hækkanir með sérsamningum. Hallinn á ríkissjóði hefur reynt á innlenda peningamarkaðinn en þó hefur tekist merkilega vel að fjár- magna hann hingað til og er það að þakka hinni miklu sparifjáraukn- ingu. En hér er teflt á tæpasta vað og viðbúið er að hin minnsta eftir- gjöf í peningamálunum myndi leiða til þess að hallinn yrði ekki fjár- magnaður nema með erlendum lánum. Ur herbúðum ríkisstjómarinnar hefur frést að erfítt muni reynast að koma í veg fyrir töluverða aukn- ingu útgjalda á næsta ári. Það veldur erfíðleikum ekki síst vegna þess að þá munu skattalækkanirnar í kjölfar febrúarsamninganna leiða til meiri tekjurýrnunar hjá ríkissjóði en á þessu ári, eða meira en 1.500 milljónum króna. Ef tækist hins vegar að halda útgjöldum óbreytt- um að raungildi milli ára mætti reikna með því að hallinn á næsta ári yrði ekki teljandi vandamál þar sem stækkandi skattstofnar myndu skila auknum tekjum. Hallann undir 1% af VÞF Hallinn á ríkissjóði í ár verður sjálfsagt um eða yfír 2% af þjóðar- framleiðslu, en ef við á að una þurfti þessi halli að nást vel niður fyrir 1% af þjóðarframleiðslu á næsta ári. Og það hlýtur að þurfa að gerast fyrst og fremst með að- haldi að útgjöldum. Ef hallinn verður meiri og fjármagnaður inn- anlands þá er hætt við því að raunvextir þurfí að vera háir mun lengur en ella og það bitnar á at- vinnulífínu, ekki síst sjávarútvegin- um, sem nú þarf aðgang að langtíma lánsfé til þess að geta greitt niður skuldahalann sem safn- ast hefur upp á undanfömum árum. Ef hallinn er fyrst og fremst minnkaður með því að hækka skatta, þá bitnar það líka á atvinnu- lífínu beint eða óbeint. Hækkun skatta kemur beint fram í hærri kostnaði atvinnulífsins eða í hærri kaupkröfum vegna lægri kaup- máttar heimilanna. Skástu leiðimar til þess að auka tekjur ríkisins fyr- ir atvinnulífíð og almenning em hækkanir á verði þjónustu sem ríkið veitir þar sem viðkomandi hafa þó alltént eitthvert ráðrúm til þess að velja og hafna. Mikið hefur verið rætt um það hvort skynsamlegra sé að hækka skatta eða að reka ríkissjóð með haila. Við þeirri spurningu fæst aldrei neitt einhlítt svar, því skyn- semin hlýtur að segja að þetta fari fyrst og fremst eftir aðstæðum hveiju sinni. Ef almenningur er t.d. duglegur við að spara og fyrirtækin þurfa ekki á svo miklu lánsfé að halda, þá er að sjálfsögðu hættu- minna að reka ríkissjóð með halla en þegar almennur lánsfjárskortur er ríkjandi og vextir mjög háir. Ennfremur verður að segjast að lögmál skynseminnar gilda í fæst- um tilfellum um stjórnmálalegar ákvarðanir (hver flokkur hefur t.d. sitt eigið skynsemislögmál). En meginatriði er að menn gleymi sér ekki í slíkum umræðum um halla eða skattahækkanir. Það má ckki fara að líta á útgjaldahliðina sem gefna stærð. Frysting í vanda Skuldahali frá síðustu árum ásamt lækkandi gengi Bandaríkja- dollara hafa orsakað verulega erfiðleika fyrir frystiiðnaðinn að undanfömu. Útgerðin og saltfisk- verkunin ganga vel, m.a. ganga um það sögur að útgerðarmenn séu famir að borga skuldir, sem hafa vissulega verið fáheyrð tíðindi á undanfömum ámm. Sjávarútvegur- inn í heild tók vemlega áhættu með því að gangast undir stöðugt gengi í febrúarsamningunum. Fulltrúar fískvinnslunnar lögðu á það mikla áherslu við samningsgerðina að fískverð hefði verið hækkað skömmu áður á þeirri forsendu m.a. að kaupgengi Bandaríkjadoll- ara væri 42,30 kr. meðan það var í raun fallið í 41,55 kr. þegar fisk- verðsákvörðunin var tekin og að þeir gengju út frá því á gmndvelli viðræðna við stjórnvöld að verð á Bandaríkjadollara yrði fært í 42,30 kr. Þegar aðstæður á erlendum gjaldeyrismörkuðumleyfðu og verð- inu síðan haldið þar. Stjórnvöld hafa neitað því að þessi skilningur forráðamanna fiskvinnslunnar sé réttur og benda m.a. á að forráða- menn fískvinnslunnar notuðu ekki tækifærið við fískverðsákvörðunina í júní til þess að reyna að knýja fram hækkun á dollaraverðinu held- ur sömdu um hærra fískverð sem gildir allt fram í desember. Verð á Bandaríkjadollara fór einu sinni upp í 42,30 kr. en síðan hefur það lækkað allt niður fyrir 40,50 kr. íslenska krónan hefur að vem- legu leyti fylgt Bandaríkjadollara og svo til óbreytt gengi krónunnar frá síðustu áramótum miðað við kaupvog erlendra mynta þar sem doilarinn vegur tæp 73% þýðir að frystingin hefur ekki verið fjarri því að búa við óbreytt gengi í heild á þessu ári. En kostnaður hefur að sjálfsögðu hækkað, bæði laun og fiskverð og þrátt fyrir verðhækkan- ir á afurðum fer afkoma frystingar- innar fremur versnandi. Útreikn- ingar Þjóðhagsstofnunar á afkomunni sýna að framlag rekstr- ar til afskrifta og vaxta hefur verið á bilinu 10% til 12% (en forráða- menn fískvinnslunnar telja að þetta hlutfall þurfi að vera um 14% til þess að endar nái saman). Lækk- andi olíuverð hefur aðallega komið útgerðinni til góða og samanlagt standa útgerð og fískvinnsla betur nú en í febrúar. Bandaríkjamarkaður óhagkvæmari Það hefur líka komið fram að framleiðsla á Bandaríkjamarkað er orðin hlutfallslega óhagkvæmari þegar gengi dollarans hefur lækkað svo gagnvart Evrópumyntum, en framleiðsia á Evrópumarkað þess hagstæðari. Er nú svo komið að forráðamenn sölusamtakanna ótt- ast að staðan á Bandaríkjamarkaði sé í hættu vegna ónógs framboðs og jafnvel er farið að skammta físk til kaupenda íslenskra fiskafurða. Skömmtun á fískinum gefur hins vegar tilefni til að álykta að verðið muni eiga eftir að hækka frekar og reyndar hlýtur að gilda svipað lögmál í Bandaríkjunum og í öðrum löndum að erlendar vörur hækka í verði þegar gengi gjaldmiðilsins lækkar. Meira gengissig krónunnar í þágu frystingarinnar hefði engu breytt um verðhlutföllin milli Bandaríkjadollara og Evrópumynta og þótt meira gengissig hefði e.t.v. Tjón í bruna á Akranesi SLÖKKVILIÐIÐ á Akranesi var klukkan 21.20 á fimmtudag kvatt að tvíbýlishúsi á Sóleyjargötu 13, en á neðri hæð hússins hafði þá brotist út eldur. Að sögn Sigurbjarnar Jónssonar slökkviliðsstjóra var eldur mikill í húsinu þegar slökviliðið kom á vett- vang, aðallega í svefnherbergi. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins, tók um hálfa klukkustund. Litlu munaði að eldurinn næði upp á efri hæð hússins og voru rúður þar famar að springa. Innbú er að sögn slökkviliðsstjór- ans að mestu leyti ónýtt; það sem ekki brann varð reyk og vatni að bráð. Ekki er að svo stöddu kunn- ugt um eldsupptök.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.