Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986 15 í gegnum tíðin hefur það verið hlutskipti Sveins að taka við verðlaunum en hér hefur hann enda- skipti á hlutunum og afhendir Ingimari Ingimars- syni verðulaun fyrir Seif frá Keldudal á hestamóti Skagfirðinga í sumar. Af mörgum góðum hrossum sem komið hafa úr ræktun Sveins er án efa þeirra bestur Kjarval 1025. Einar Oder Magnússon situr hestinn og er myndin tekin á Landsmótinu. greina en taka þetta í notkun og prófa það. Hitt er annað mái hvort þetta verður eitthvert eilífðar fyrir- komulag, það skal ég ekki segja um.“ Ein sígild spuming Sveinn, erum við á réttri leið í ræktuninni? „Ég held að það sé engin spum- ing, ég er kannski ekki nógu kunnugur í öðrum hémðum en ég tel það aldrei nógsamlega brýnt fyrir mönnum að vanda betur til hryssanna sem leiddar eru undir bestu stóðhestana. Ég heid að fram- þróunin verði örari ef við væmm almennt með betri hryssur hjá góðu hestunum. Því miður er það þannig að við emm með of margar lélegar hryssur í ræktuninni. Það þarf að tryggja að bestu hryssurnar fari undir bestu stóðhestana. En það sem háir hinum almenna hrossabónda er að hann neyðist oft til að selja bestu hryssumar úr stóði sínu. Ég tel ekki rétt að gera slíkt þótt hátt verð sé boðið því það má segja að þá sé verið að taka af höfuðstól ræktunarinnar. Þá er einnig erfitt fyrir marga ræktendur að selja góða stóðhesta vegna hárra skatta af slíkum sölum og þá á ég við þá sem ekki hafa lifibrauð sitt af búskap." Þá barst talið að upprekstrarmál- um en eins og flestum mun kunnugt telja hrossabændur í Skagafírði að ræktuninni sé stefnt í voða ef mönn- um verður endanlega meinaður aðgangur með hross að afréttunum. Sveinn er einn þeirra sem rekur hross á afrétt og var hann spurður hvað væri að frétta af þessum málum. „I sumar var unnið að gróður- kortagerð af Reynistaðaafrétti sem er hér í vestanverðum Skagafirði. Ég vona og trúi ekki öðru en að þeir menn sem þar voru að verki hafí sannfærst um að þessi afréttur sé mjög góður og þá á ég við afrétt- inn frá Vatnsskarði og norður allan Skaga. Ég tel mig þekkja þessi fjöll mjög vel, þetta er ákaflega grösug- ur afréttur. Þama eru dalir sem liggja mjög lágt og í miklu skjóli. Það snjóar þarna snemma vetrar og hann liggur yfir allan veturinn og þetta land grær snemma. Það er þarna hæðarmunur sem skiptir hundruðum metra og þó það sé jafn- vel lítill gróður í byggð getur verið kominn ágætis hagi upp á þessum dölum.“ Ykkur virðist mikið kappsmál að halda rétti ykkar til að reka hross á afrétt, hversvegna leggið þið svo mikla áherslu á þetta, er það beitar- þröng í þéttbýlinu eða eitthvað annað? „Það er alls ekki vegna beitar- þrengsla á láglendi. Eg tel það grundvallarskilyrði til þess að íslenski hesturinn geti fengið að þróast að getu og þroska að hann fái að alast upp við þær aðstæður sem afrétturinn býður upp á. Ef við förum að reka hrossin niður á láglendi og ala þau þar upp, jafnvel í litlum hólfum, þá breytast þau á stuttum tíma. Þau verða aldrei eins, ég held það sé sama hvaða dýrateg- und við tökum, hún aðlagast alltaf þeim aðstæðum sem hún elst upp við og að mínu mati er þetta algert grundvallarskilyrði ef ekki á illa að fara.“ Þar sem viðtalið hófst með því að getið var um góðan árangur Sveins í ræktunarstarfinu á undan- gengnum árum fer vel á því að enda það með stuttri umfjöllun um þær upprennandi stjömur sem Sveinn er með í uppeldi og koma væntanlega fram á næstu árum sem tamdir gæðingar. Sveinn sagði það reyndar erfítt að segja til um hver væri upprenn- andi stjarna og hver ekki, en því væri eigi að leyna að þeir feðgar væru með einn þriggja vetra gaml- an hest sem væri reyndar slysafang. Sá er sonarsonur Gusts 923 og dóttursonur Hervars 963. Sagðist Sveinn þá vera orðinn blindur á öðru eða jafnvel báðum augum ef þessi hestur brygðist. Þá eru einnig til nokkrir tvævettlingar undan Þætti 722 og vonaðist Sveinn eftir að þar væru innan um hestar sem ættu eftir að skila einhvetju. í vor notaði Sveinn Gust 923 á hryssur sínar með einni undantekn- ingu þó, einni hryaaunni var haldið undir Goða, sem er einn af Þáttar- sonunum, en móðirin er Hervör. Af þessu má sjá að skyldleikarækt- in er stunduð af kappi á Sauðár- króki og sagðist Sveinn nota það ræktunarform að vissu marki og myndi gera áfram meðan hann verði ekki fyrir alvarlegum áföllum. En hann bætti við með bros á vör að vitringamir segðu að skyldleika- rækt væri nú ekki það sem koma skyldi. Þá var Sveinn í lokin spurður hvort hann hefði áhuga á að nota einhveija af þeim stóðhestum sem verið hefðu í sviðsljósinu undanfarið sem væru þó ekki úr hans ræktun og svarið kom stutt og laggott: „Ég hef vissan áhuga fyrir Náttfara 776, aðrir vekja ekki áhuga minn. riuriniii iiimviM Sími 31182 Frumsýnd samtímis í Reykjavík og í London sjúklingur og dó aðeins rúmlega tvítugur. Þegar ég kom fyrst að Laxamýri fyrir um það bil 20 árum var mér boðið í kaffí til Laxamýrarhjóna og gota víst flestir veiðimenn borið vitni þeirri gestrisni sem þeir nutu. Mér er boð þeirra sérstaklega minnisstætt og sú umhyggja fyrir gestunum, sem þeim var eðlislæg. Frú Elín var fáguð og myndarleg húsmóðir, svipmikil og fijálsleg í fasi, glaðlynd, greind og hreinlynd. Þau Jón voru trúuð og er ég þeim þakklátur fyrir góðar fyrirbænir. Laxá í Aðaldal er perla meðal íslenskra vatna. Náttúrufegurð er óvíða eða hvergi meiri og stað- hættirnir lifna í ótal sögum og ævintýrum. Menn tengjast þessum stað einstökum og óijúfandi bönd- um. Elín og Jón á Laxamýri eru í tnínum huga samofín sögu þessa landsvæðis, enda áttu þau ríkan þátt í að móta hana, því fram- kvæmda þeirra og atorku sér víða stað. Þau létu t.d. hætta kistuveið- inni í Laxá árið 1941, en síðan hefur einungis verið stundið stang- veiði í ánni. Þúsundir veiðimanna standa í þakkarskuld við Laxamýr- arfólk fyrir þessa ákvörðun. Samstarf stangveiðimanna og Laxamýrarbænda hefur nú staðið í tæpa hálfa öld og ekki borið skugga á. Laxá er og verður væntanlega lengi enn perla á jarðríki og hvergi yndislegra að stunda veiðiskap. Laxamýri er ákaflega fögur kostajörð og þar hafa lengi setið höfðingjar í beztu merkingu þess orðs: hagir menn til orða og verka, framsýnir. Þar hefur íslensk menn- ing staðið traustum fótum og Laxamýrarfólk hefur lagt fram drjúgan skerf til hennar. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja í öll- um skilningi. Nú er skarð fyrir skildi þar sem frú Elín er gengin, en breytni henn- ar og eljusemi mætti verða öðrum fordæmi; þegar afhjúpaður var minnisvarði um Jóhann Siguijóns- son skáld árið 1980 var flutt eftir hana frumort kvæði. Þá var hún 87 ára gömul. Fyrir hönd Laxárfélaga þakka ég frú Elínu og Jóni áratuga vin- áttu, gestrisni og hlýhug í okkar garð. Guð blessi minningu þeirra. Börnum þeirra og öði-um ástvinum votta ég dýpstu samúð. Orri Vigfússon Lambert SSTKsíiu’. SííSÍ- MÖ9n»» r' 1 There Can Be V Only One VELKOMIN I TONABIO p-ROM ANOTHER TIME COMES A MAN OF GREAT POWER. A MAN OF INCREDIBLE STRENGTH. AN IMMORTAL ABOUT TO FACE HIS GREATEST CHALLENGE... ' 'í'í/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.