Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986 11 hæfni, einsdrifsútgáfa þessa bíls hefur loftmótstöðustuðulinn 0,29 og er það lægsta sem japanskur fólksbíll státar af í dag. Fleygform- ið er nýtt bæði í hagnýtum tilgangi og fagurfræðilegum. Að innan er bíllinn smekklegur og frágangur góður, allir rofar innan seilingar og eru reyndar flestir þeirra á stýris- stammanum og þarf nokkum tíma til að fá tilfinningu fyrir þeim í fíng- urna. Þegar ekið er af stað kemur ein- stæð fjöðrun á óvart. Ekki er henni rétt lýst sem einfaldlega góðri né heldur slæmri. Bíllinn fjaðrar sjálf- stætt á hveiju hjóli og þar eru loftpúðar að verki og sjá þeir um leið til þess að bíllinn heldur réttri hæð, 17 cm, þótt hann þyngist af fólki og farangri, auk þess sem púðamir vinna um leið að því að halda honum láréttum í beygjum. Ef vandræði steðja að undirvagnin- um og meiri hæðar er þörf, þarf aðeins að snerta hnapp og bíllinn hækkar upp og heldur hæðinni þar til ýtt er á hnappinn aftur. Þó stífnar fjöðrunin ekki og þægindin em engu minni. í snöggum holum virkar þessi fjöðmn hörð, en annars líður bíllinn um vegina á sinn ein- staka máta, í senn stífur sem sportbíll og mjúkur sem munaðar- vagn, þversagnakennt og engu öðm líkt sem ég hef reynt á þessu sviði. Drifatenging er tvíþætt, annars vegar er handvirk tenging með því að styðja á hnapp í gírstönginni og er hægt að framkvæma á ferð, hins vegar er hægt að stilla svo til að drifin tengist sjálfkrafa við ákveðin skilyrði, þ.e. þegar þurrkumar eru settar af stað, bensínið er stigið í botn eða hemlað. Marg-stillanlegt stýri Aflstýrið er nokkuð þungt, e.t.v. finnst meira fyrir því vegna þess að stýrishjólið er klætt of hálu efni, en það vinnst í staðinn að bíllinn er nær algerlega laus við að taka í stýrið þegar gefíð er inn í beygj- um. Sjálft stýrishjólið er hægt að stilla á marga vegu, upp og niður, Hér er öllu haganlega komið fyrir, gírstöngin er fjærst af því sem hafa þarf hönd á. Til í hvað sem er! að og frá, auk þess sem hægt er að lyfta því upp í efstu stöðu til að fara inn eða út úr bílnum og fellur það þá sjálfkrafa aftur í sömu stillingu. Þegar hæð stýrisins er breytt fylgja mælarnir með og er því ávallt gott að sjá til þeirra. Hemlarnir em hámákvæmir og ástig létt. Diskar em á öllum hjólum og að framan með kælingu. Það eina sem vantar á, í annars svo vel búnum bíl, er ABS-kerfí á hemlana og má kalla það eina sem á vantar í búnað bílsins og einhverju máli skiptir. Nóg af hestöflum Þau em 136 að tölu og vinna sitt verk vel. Túrbínan kemur þegar hennar er þörf og stjórnast af loft- sogi vélarinnar. I þessum bíl sem prófaður var, er sjálfskipting, sem veldur því að ekki finnst fyrir snerpu vélarinnar á sama hátt og væri hann beinskiptur, öll átök em mjúk en óumdeilanlega átök engu að síður. Uppgefinn hámarkshraði er 192 km/klst. og er ömgglega varlega áætlað, engin leið var að komast að hinu sanna í því máli, en vísbendingar em fyrir því að lengra þurfí að seilast upp í há- markshraðann. Niðurstöður Þægindapakkinn í XT Turbo inniheldur m.a. rafknúna rúðuupp- halara, miðstýrðar læsingar, mjóhryggsstillingu á ökumanns- sæti, rafstýrða útispegla auk þess sem fyrr er talið. Þegar allt er sam- an talið og gert að einni mynd, er varla annað hægt en að vera all- ánægður með hana. Bíllinn er öflugur og hefur góða aksturseigin- leika við svo ólíkar aðstæður sem slétt malbik og minni torfæmr. Rými er gott, þó ekki sé gert ráð fyrir fullu rými afturí, sætaskipan er svokölluð 2+2, þ.e. tvö rúmgóð sæti að framan og önnur tvö að aftan þar sem fullorðnir geta setið þröngt og börn geta vel við unað. Farangursrými er afbragðsgott. Subaru XT Turbo 4WD er merk- isberi nýrra tíma í bílaiðnaði, tíma fjórhjóladrifsins og fjölhæfninnar. Nú þegar er afkomandi hans, ACX-II, kominn langt á leið í fram- leiðslu, en hann er öflugri og búinn enn fleiri tæknilegum nýjungum. Hér er bíll sem er jafnvígur á vegakerfi allra landsmanna og get- ur þjónað hlutverki torfærubílsins, sportbílsins og verið um leið flutn- ingatæki fjölskyldunnar. Helstu kostir: Fjöðmn, vélarafl, drifatenging, akstursöryggi og þægindi. Helstu gallar: Ónóg hjóðeinangmn (veghljóð). Fbttaplöntii V Pálmar - pálmar - pálmar 30% afsláttur_____________________ Nýkomiö mikiö úrval tra Hollandi. 87©'- Oæmr. )5ölupálmi Bullpálmi (Areka)^ 3ergpálmi Kókóspálmi 595.- 364.- ;U390> 973.- 2250,- 1.575.- Allar pottaplöntur á útsölu Skoskt Beitilyng (Erica Cailuna) Tilboðsverð 129.- við Sigtún: Símar 36770-68634 Gró&urhúsinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.